Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 ■ vH'; iÍJHA i.,IbtJAU.UL^'<LH.GIGAJai I - ÚTVARP/SJÓNVARP ... smyr höfuð þitt Ástandið í sjónvarpsmálum landsmanna hefír verið heldur dap- urlegt um páskana. Þarf ekki að fara mörgum orðum um þá einsemd er mörgu öldruðu fólki og einstæð- ingum er búin þá ekki nýtur við sjónvarpsins. Þeir sem betur eru settir geta trítlað inná myndbanda- leigurnar eða setið við gervihnatta- sjónvarpið. Starfsmenn útvarpsins hafa líka staðið sig ágætlega í sjón- varpsleysinu. Annars held ég nú að lokun útvarps- og sjónvarps hljóti senn að heyra til liðinni tíð. Vonandi rísa hér fleiri sjónvarpsstöðvar er geta greitt sínum starfsmönnum mannsæmandi laun og neyða þar með ríkissjónvarpið til að afnema láglaunastefnuna. Er fyrirsjáanlegt að hæfír menn á sviði fjölmiðlunar verða mjög eftirsóttir hér sem annarsstaðar og þar með mun lög- mál framboðs og eftirspumar hækka kaupið fremur en staða manna í verkalýðsfélagi. Ég held að flestir hljóti að fagna þeirri þróun að hæfíleikar manna og sérmennt- un ráði kaupinu fremur en staða í verkalýðsfélagi. Færum valdið frá verkalýðsleiðtogunum til þeirra er njóta þjónustunnar og þá mun ekki framar einmana fólk á landi voru híma fýrir framan auðan skjáinn á stórhátíðum. Barnadagskráin Þrátt fyrir brotthlaup tækni- manna tókst þeim sjónvarpsmönn- um að fleyta dagskránni nokkur kvöld. En ég verð að segja eins og er að einn hópur þjóðfélagsþegna gleymdist næstum alveg í þeirri dagskrá, auðvitað blessuð bömin. Þó má ekki gieyma ágætri páska- stund Jóhönnu Thorsteinsson á páskadag en var ekki hægt að skjóta inn nokkmm bamamyndum yfir hátíðina? Undirritaður leigði til dæmis á ónefndri myndbandaleigu prýðilega bamamynd: Flóttann langa eða Watership down fyrir aðeins 30 krónur. Það þarf varla rafeindavirkja til að skella slíkri spólu á myndbandstæki og ýta á „play“? Tveggja ára sonur minn íærði þá list nú um páskana. Jesús frá Nasaret Ég vil ekki láta hjá líða að þakka sjónvarpinu fyrir að sýna hina stór- kostlegu sjónvarpsmynd: Jesús frá Nasaret því eins og einn ágætur maður sagði þá varð þessi mynd stórfenglegri með hverjum nýjum þætti. Tel ég persónulega seinasta þáttinn, sjálfa krossfestinguna, meistaraverk innblásið af heitri trú- artilfínningu. Annars kom mér mest á óvart í þessum þáttum að Júdas skyldi sýknaður af framsali Krists. Ábyrgð þess verknaðar var færð á herðar öldungaráðsins er hélt dauðahaldi í bókstafínn líkt og Rómveijamir í sverðið. Kristur var hins vegar sýndur í mynd Zeffirelli sem ákaflega mennskur einstakl- ingur, fullur af leik og skopi og tiltölulega frjáls gagnvart siðum og venjum samfélagsins en samt gaf hann sér ætíð tíma til að hlusta eftir rödd föðurins. Persónulega kunni ég vel við þessa túlkun Zeffí- relli en ýmsir þeir sem nú um stund- ir keppast við að sýna trú sína á meistarann, hafa í ýmsu horfíð til hinna stífu siðvenja öldungaráðsins, þar gildir að klæðnaðurinn sé óað- fínnanlegur, tónlistin hnökralaus svo skilja megi hina hólpnu frá syndurunum. En hver er ég að dæma þetta fólk, erum við ekki að leita að ljósinu þótt leiðimar að markinu séu ólíkar og myrkrið er jú alls staðar svo nálægt. En segir ekki Kristur: Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinnbjartur. Ólafur M. Jóhannesson Fjöl- breytt klassík í dag Sígilda tónlistin er á sínum stað í dagskrá rásar 1. Kl. 11.10 eru morguntónleikar þar sem Kim Sjögren og Lars Hannibal leika á fíðlu og gítar lög eftir Jacques Ibert, Erik Satie, Emile Pressard, Gabriel Fauré og Emil Desportes. Þá mun blásarasveit Tónlistarskól- ans í Miinchen leika þætti úr „Töfraflautunni" eftir Wolfang Amadeus Mozart. Kl. 20.30 verður útvarp frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Há- skólabíói 15. mars sl. þar sem gríski píanósnillingur- inn Dimitris Sgouros leikur með hljómsveitinni hinn magnaða Píanókonsert nr. 1 í b-moll eftir Fjotr Tsjaí- kovskí. Stjómandi er Kar- olos Trikolidis. Kl. 23.25 í kvöld er svo kammertónlist. Leikin verða þijú verk. Fyrst er Sónata í F-dúr op. 17 eftir Ludwig van Beethoven leikin af Heinz Holliger og Jiirg Wyttenbach á enskt hom og píanó. Þá leikur Ib Lanzky-Otto á valdhom Alarme op 11 eftir Aake Hermanson. Að lokum er Sónata eftir Paul Hindem- ith sem þeir Ib og Wilhelm Lanzky-Otto leika á vald- hom og píanó. Af þessari upptalningu má sjá, að það kennir Dimitrís Sgouros margra grasa í flutningi útvarpsins á æðri tónlist svokallaðri og ásakanir um „eilíft sinfóníugarg" eiga við lítil rök að styðjast. Edda Þórarinsdóttir gestur Ragnheiðar BHB Gestagangur 01 00 verður á rás 2 í £ M-—~ kvöld. Gestgjafí verður Ragnheiður Davíðs- dóttir en gestur Edda Þór- arinsdóttir leik- og söng- kona. „Þessir þættir eru á dagskrá öll fímmtudags- kvöld á þessum tíma," sagði Ragnheiður. „Þeir eru byggðir upp sem rabb- þættir, áhersla lögð á tal- málið fremur en tónlistina. Ég fæ yfírleitt einn gest og rabba við hann og hann sér um að velja tónlistina, það má segja að með tím- anum hafí farið fækkandi þeim lögum sem skotið er inn í samræðumar því það er frekar tilhneiging til þess að láta tónlistina sitja á hakanum en þagga niður í fólki sem hefur. frá ein- hveiju skemmtilegu að segja. Edda hefur ábyggilega frá ýmsu áhugaverðu að segja. Hún hefur það fram yfír marga leikara, að hún syngur eins og engill og á litríkan feril að baki. Hún söng lengst af með tríóinu Þremur á palli, sem varð til þegar „Þið munið hann Jörund" var fært upp. Svo sló hún rækilega í gegn norður á Akureyri í fyrra- vetur í hlutverki Edit Piaf eins og margir eflaust muna. En fyrst held ég hún hafí vakið verulega athygli í leikritinu „Vér morðingj- ar“ eftir Guðmund Kamb- an. Eitthvað af þessu ber örugglega á góma, en hins vegar get ég ekki sagt nákvæmlega hvemig rabb- ið verður því það verður sent beint út eins og venjan er með þessa þætti og ýmsar spumingar vakna á Edda Þórarinsdóttir. meðan á spjallinu stendur," sagði Ragnheiður Davíðs- dóttir. Með Sveini Einarssyni til ísafjarðar ■■■■i 1 kvöld býðst OftOO hlustendum rás- £mi\J~~m ar 1 að fara í ferð með Sveini Einarssyni. Þættir hans eru á dagskrá hálfsmánaðarlega. „í kvöld verð ég með þátt um fsaflörð," sagði Sveinn. „Ég mun skyggn- ast þar um, segja dálítið frá sögu staðarins. ísa- fjörður hefur verið mikill tónlistarbær, þar hafa starfað mörg tónskáld og látið í sér heyra. Ég mun leika ísfirska tónlist með rabbinu," sagði Sveinn. Hann hefur komið víða við í þáttum sínum; síðast var hann í Venezúela. „Það er ágætt að vera núna á íslandi. Ég hef reynt að hafa þetta eins og ungl- ingaþætti, fjölbreytt. Stundum hef ég verið að labba héma í Reykjavík, jafnvel í kirkjugarðinum, þess á milli hef ég brugðið mér til Nepal eða einhverra annarra mjög fjarlægra landa en líka komið við f Evrópu, til dæmis í París og Kaupmannahöfn," sagði Sveinn Einarsson. Frá fsafirði. UTVARP Fimmtudagur 3. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.16 Veöurfregnir 9.00 Fréttir 9.06 Morgunstund barn- anna: „Katrín og Skvetta" eftir Katarinu Taikon. Einar Bragi les þýðingu sína (5). 9.20 Morgúntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.46 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir. Tónleikar 10.25 Lesið úrforustugreinum dagblaöanna. 10.40 „Égmanþátið" Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. •11.10 Morguntónleikar a. Kim Sjögren og Lars Hannibal leika á fiðlu og gítar lög eftir Jacques Ibert, Erik Satie, Emile Pressard, Gabriel Fauré og Emil De- sportes. b. Blásarasveit Tónlistar- skólans í Munchen leikur þætti úr „Töfraflautunni" eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Um- hverfi. Umsjón Anna G. Magnúsdóttir og Ragnar Jón Gunnarsson. 14.00 Miödegissagan: „Skáldalíf í Reykjavík" eftir Jón Óskar. Höfundur les fyrstu bók: „Fundnir snilling- ar” (3). 14.30 Áfrívaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 16.16 Frá Suðurlandi. Um- sjón: Hilmar Þór Hafsteins- son. 16.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 „Fagurt galaði fuglinn sá“. Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Bjömsdóttir. Tónleikar.Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.60 Daglegtmál Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Á ferð með Sveini Ein- arssyni. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar (slands i Há- skólabíói 15. mars sl. Stjórnandi: Karolos Trikoli- dis. Einleikari: Dimitris Sqouros. Píanókonsert nr. 1 í b-moll eftir Pjotr Tsjaíkov- skí. 21.16 Ljóöaþáttur í umsjá Berglindar Gunnarsdóttur. „Ljóðið lýsir innsta eðli tím- ans“. Berglind tekur saman þátt um skáld á Spáni. 21.46 Tónleikar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.16 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.26 Fimmtudagsumræðan — Framleiðslutakmörkun í landbúnaöi: Orsök og af- leiöing. Stjórnandi: Atli RúnarHalldórsson. 23.26 Kammertónlist. a. Sónata í F-dúr op. 17 eftir Ludwig van Beethoven. Heinz Holliger og Jurg Wytt- enbach leika á enskt horn og píanó. b. „Alarme" op. 11 eftir Aake Hermanson. Ib Lanzky-Otto leikur á vald- horn. c. Sónata eftir Paul Hindem- ith. Ib og Wilhelm Lanzky- Otto leika á valdhorn og píanó. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 3. apríl 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómas- .son og Kristján Sigurjóns- son. 12.00 Hlé 14.00 Spjallogspil SJÓNVARP 19.16 Á döfinni. Umsjónar- maður Karl Sigtryggsson. 19.26 Endursýnt barnaefni. 19.60 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir, veöur og dag- skrárkynning. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö. Hljómsveitin Kikk. Tónlistarþáttur fyrir táninga. Umsjón: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 21.00 Þingsjá. FÖSTUDAGUR 4. apríl Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 21.16 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Ólafur Sigurðsson. 21.60 Sá gamli. (Der Alte). 2. Illur fengur illa forgengur. Þýskur sakamálamynda- flokkur f fimmtán þáttum. Aöalhlutverk: Siegfried Lowitz. Þýðandi Kristrún Þóröardóttir. 22.66 Brotinn spegill. (The Mirror Cracked). Bresk bíómynd frá árinu 1980, byggð á sögu eftir Agöthu Christie. Leikstjóri Guy Hamilton. Aðalhlutverk: Angela Lansbury, Geraldine Chaplin, Rock Hudson, Elizabeth Taylor, Tony Curt- is, Kim Novak og Edward Fox. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 00.60 Dagskrárlok. Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 16.00 Djassogblús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 i gegnum tíðina Þáttur um íslenska dægur tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Einu sinni áðurvar Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu 1955-1962. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiöi Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: SvavarGests. 23.00 Þrautakóngur Spurningaþáttur í umsjá Jónatans Garðarssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.