Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 25
ist hún hafa rætt þetta við kunn- ingja sinn, Sigurð Guðmundsson, er þá var einn af ritstjórum Þjóðvilj- ans og bað mig fara og tala við hann. Ég fór vitaskuld að ráðum Sigríðar og gekk á fund Sigurðar ritstjóra, sem tók mér af sinni al- kunnu ljúfmennsku. Hann tjáði mér að bókmenntadómari blaðsins, sá merki maður Bjami frá Hofteigi, væri hættur þeim starfa og Ámi Bergmann er við þeim ætti að taka, væri enn í Moskvu og ekki væntan- legur strax. Hafði Sigríður stungið uppá því að ég brúaði bilið milli þeirra. Varð það úr að ég sinnti þessu verkefni á annað ár undir stjóm Magnúsar Torfa Ólafssonar blaðafulltrúa sem nú er, en hann var þá einn af ritstjómm Þjóðvilj- ans. Manneskjan er að vísu lífseig og kannski hefði ég haft það af að tóra. Ég hef þó jafnan litið svo á að Sigríður hafí bjargað lífí mínu þama um árið og er það þá eflaust ekki eina mannslífíð sem hún hefur bjargað um dagana. Lífsstörf Sig- ríðar Eiríks verða eflaust rakin af öðmm sem þeim era kunnugri en ég, en hún var margverðlaunuð fyrir þau bæði utanlands og innan. Er Vigdís dóttir hennar hafði tekð við virðulegasta embætti þjóð- arinnar, kom ég í hús þar sem fólk ræddi alþýðlegan virðuleik hennar í embættinu. Þá reis upp aldraður maður og sagði: Hún Vigdís stendur sig vel, en þið hefðuð átt að sjá hana Sigríði móður hennar, það var nú kona. Undir þessi orð vil ég taka nú við brottför hennar. Um leið og ég þakka fyrir mig, vil ég óska þess að íslenska þjóðin megi geyma sem lengst minningu Sigríðar Ei- ríks. Þá er víst að þjóðin er á réttri leið. Jón frá Pálmholti Sigríður Eiríksdóttir vinkona mín og samstarfsmaður um langt skeið lést á helgri stund sl. pálmasunnu- dag, einmitt þá er presturinn hafði yfir blessunarorðin í útvarpsmess- unni. Hún kvaddi þennan heim eftir langa sjúkrahúsdvöl, með ástríka einkadóttur sér við hlið. Þegar aldurhniginn sjúklingur hverfur úr okkar vinahópi kemur andlátið okkur ekki á óvart, en við kveðjum hana með söknuði. Sam- starf okkar í félagsmálum hófst seint á árinu 1945. Þá hafði hún verið formaður í Félagi íslenskra hjúkmnarkvenna 21 ár og var orðin landskunn kona, ekki síst vegna athyglisverðra blaðagreina og snjallra útvarpserinda um ýmis heilbrigðis- og þjóðfélagsmál. Hugðarefni sín og baráttumál setti hún ódeig fram hvar sem var og vann að framgangi þeirra með fylgni, ætíð hreinskilin en um leið drenglynd. Á námsámm okkar kynntumst við henni fyrst sem prófdómara og á félagsfundum. í þá daga var ætlast til að hjúkranamemar sæktu sem flesta félagsfundi að undan- skildum þeim er urðu að taka kvöld- vaktir. Það var að vissu leyti talin liður í „uppeldi" okkar að læra um málefni stéttarfélagsins. Samt var það varla von að nemum, sem þá unnu 6 daga vikunnar, minnst 8 klst. á dag, samtímis sínu bóklega hjúkmnamámi, gæti fundist fund- arsetu eftirsóknarvert tómstunda- gaman. Ég man að það var um þetta leyti að lesa mátti í tímariti okkar að Sigríður mundi hætta sem for- maður á næsta aðalfundi félagsins. Þetta var árið 1941, hún var búin að vinna sínu félagi vel, þurfti að sinna húsmóðurstörfum á heimili sínu og því var skiljanlegt að henni fyndist nóg komið. Heimilisstörfín, stundakennsla í Kvennaskólanum og Húsmæðraskóla Reykjavíkur, ýmis önnur félagsstörf og áhuga- málin mörgu vom í raun og vem nægileg verkefni. Öll störf hennar fyrir hjúkmnarfélagið vom ólaun- uð, því engin búbót, en þau vom tímafrek og öll unnin inni á heimili hennar. Bréfaskriftir vora miklar, m.a. í sambandi við útvegun á námspláss- um og stöðum, en flestar hjúkranar- konur fóm að námi loknn íitnn MORGUNBLAÐIÐ, FEMMTUDAGUR 3.APRÍL 1986 25 vom að heiman jafnvel ámm sam- an. Þá skiptu þær gjaman um stofnun fóm til annarra landa, þá alltaf á vegum hjúkmnarfélagsins og samkvæmt reglum Samvinnu hjúkmnarkvenna á Norðurlöndum (SSN). Þegar tilkynnt var að Sigríður mundi segja af sér á næsta aðal- fundi bætti ritstjóm tímarits okkar við fréttina „Félagskonum er aug- ljóst að þetta sæti mun ekki verða auðskipað, því allar vitum við hvílík feikn frú Sigríður hefur afrekað í þágu félagsins." Það fór svo að hún varð áfram formaður og það næstu 19 árin. Hún sagði oft hálf afsakandi en þó með sinni eðlislægu glettni, „ég ætlaði aldrei að vera formaður svona lengi." Við vissum allar að hjúkranarfélagið var henni mjög kært og fyrst að hinir í fjölskyldunni gátu tekið því að vera í sambýli við það, gat hún ekki snúið baki við félaginu. Hún hélt líka tryggð við það svo lengi sem heilsan leyfði og jafnvel lengur. Sigríður var virtur formaður en í okkar félagi, sem og öðmm heyr- ast alltaf annað slagið raddir þeirra er telja sig kunna öll ráð til að snarhækka laun og bæta kjör fé- lagsmanna á allan hátt, en taka ekki að sér að sýna í verki hvemig svo má verða. Væri það þó vel þegið ef satt reyndist, því þetta hefur reynst torleystara en margur hygg- ur og orðið þeim til skapraunar er vildu betur hafa gert. Sigríður naut oftast sannmælis og var vel metin liðsmaður í mörg- um samtökum hérlendis en ekki síður í Samvinnu hjúkmnarkvenna á Norðurlöndum. Þar var hún mjög virk og í stjóm frá ámnum 1924—’65 og formaður samvinn- unnar árin 1939—’45 (ekki frá 1935—’39 eins og víða stendur í heimildarritum. Norrænt hjúkmn- arkvennaþing var haldið hér 1939 og samkvæmt reglum SSN varð hún þá formaður). Frásagnargleði Sigríðar var oft svo lifandi að okkur sem á hlýddum fannst við hafa verið samtíma elstu hjúkmnarkonum á íslandi frá þeirra fyrstu tíð hérlendis. Þá stóðu þær ekki síður ljóslifandi fyrir okkar hugskotssjónum fomstukonumar á Norðurlöndum. Allar héldu þær lengi og vel um stjómvölinn en vom hver með sínu moti. Ég kynnt- ist þeim ekki að ráði á vegum SSN, nema þegar fulltrúafundir vom haldnir hér heima, en hitti þær nokkmm sinnum á alþjóðafundum. Þá fann ég glöggt hve Sigríður var mikilsmetin hjá SSN og að Norður- landakonunum þótti svo innilega vænt um hana. Þó höfðu þær allar mjög ákveðnar skoðanir, langt frá því að vera alltaf sama sinnis, en svo heilsteyptar að hörð skoðana- skipti gátu aldrei haggað vináttu þeirra. Það var tvennt sem gerði Sigríði aðallega frábmgðna þeim. Annað var að þær gengdu formennsku í miklu stærri félögum og vom þar af leiðandi í launuðu starfí. Hitt var að Sigríður var gift kona. Lengi vel var það nær undantekningalaust svo að hjúkmnarkona hætti öllum hjúkmnarstörfum ef hún gifti sig. Það var óvenjulegur viðburður þegar Sigríður, ein stjómarkonan í SSN, eignaðist dóttur. Þessir for- vígiskonur em allar löngu fallnar frá, Sigríður þeirra síðust, enda var hún lang yngst þeirra. Eftirmenn þeirra fengu í arf þessa væntum- þykju til Sigríðardóttur og mikil var gleði þeirra og stolt þegar hún var kjörin forseti Islands. Það reyndist okkur erfíðara að taka þátt í alþjóðasamstarfínu vegna kostnaðar, sem auðvitað varð að borga úr eigin vasa. í þá daga var þó gisting o.fl. látin í té fyrir lítinn pening í hjúkmnarskólum eða á öðmm stofnunum. Á þeim vett- vangi varð Sigríður þekktust fyrir stuðning sinn við kínverska hjúkr- unarfélagið. Það sótti um inngöngu að nýju í alþjóðasamband okkar (ICN) á ámm heimsstyijaldarinnar. Sigríður hafði árið áður verið í Kína á vegum Heimsfriðarhreyfíngarinn- ar. Hún hafði hvatt þær til að sækja Sjá ennfremur hls. 48 Poppe- loftþjöppur Útvogum þessar heimsþekktu loft- þjöppur í öllum stærð- um og styrkleikum, með eða án raf-, Bensín- eða Diesel- mótórs. SöMrflatyigjMtr Vesturgötu 16. Sími 14680. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y SIEMENS SlWAMAT 276 Góð og hagkvæm þvottavél • 18 þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálsthitaval. •Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskur leiðarvísir. •Gömlu góðu Siemens- gæðin. Komið í heimsókn til okkar: Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. vorimAmskeið Byrjendur (yngst 5 ára) og framhald. Innritun í síma 72154. Afhending skírteina kl. 2—5 laugar- daginn 5. apríl. Kennsla hefst mánudaginn 7. apríl. IBM System/36 QUERY/36 Query/36 er gagnasafnskerfi hannaö fyrir tölvur af geröinni IBM System/36. Með Query getur notandi unniö meö sín gagna- söfn sjálfur án aöstoðar kerfisfræðinga. Notandinn getur bæöi búiö til fyrirspurnir, eöa útbúiö prentlista og jafnvel breytt skrám þeim sem geymdar eru á diskum tölvunnar. Markmið: Tilgangur þessa námskeiðs er að kenna notkun Query/36 þannig aö þátt- takendur geti að námskeiði loknu unnið hvers konar fyrirspurnir á skrám þeim sem þeir hafa aðgang aö. Efni: - Skráakerfi S/36 - Uppbygging skráa - Grundvallaratriði Query/36 - Skipanir i Query - Tengsl viö IDDU - Fyrirspurnir - Útprentun - Uppfærsla á skrám .j: Leidb.: Ragna Sigurdard. Gudjohnsen Pátttakendur: Námskeiöiö er ætlaö notendum Syst- em/36 sem áhuga hafa á aö kynnast og notfæra sér þaö mikla hagræði sem notkun gagnasafnskerfa hefur í för meö sér. Tími: 14.-16. apríl kl. 13.30-17.30 Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.