Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 26
26 . MQRQUNBLADID, FIA1MTUJ3 AGUR g. APRÍL1.986 Lengsta flug Airbus-þotu Flugmenn bandariska flugfélagsins Delta Airlines eru sjaldnast kærðir fyrir brot á reglum banda- risku flugmálastjórnarinnar. Alþekkt er að mjög góður starfsandi ríkir innan þessa flugfélags. Bandaríkin: Flugmenn Delta- félagsins öruggastir Flufl Gunnar Þorsteinsson Flugmenn bandariska flug- félagsins Continental Airlines voru oftar kærðir en koilegar þeirra hjá öðrum flugfélögum fyrir brot á reglum bandarisku flugmálastjórnarinnar, FAA. Flugmenn Delta Airlines fengu fæstar kærur á sig ef marka má nýlega athugun sem gerð var vestra á þessum málum. Frá árinu 1980 hafa banda- rísku flugmálastjóminni borist 1.152 kærur vegna ýmissa brota flugmanna „stóru“ flugfélaganna. Reiknað var út meðaltal með þvf að bera saman kæru^ölda á hend- ur hveiju flugfélagi og Qölda fluga þess. Hlutfallslega brutu flugmenn Continental-félagsins reglumar oftast, næstir komu flugmenn Midway Airlines og svo þeir hjá American Airlines. Á þessu tímabili lenti Continen- tal-félagið einmitt í miklum erflð- leikum og var mjög í sviðsljósinu vegna óróa innan félagsins. Nýir eigendur sögðu öllu starfsfólki upp og endurréðu síðan flesta á allt að helmingi lægri launum. Flugmennimir bmgðust hart við þessum uppsögnum og fóru í langt verkfall sem félagið svaraði með því að ráða nýja og óreynda flug- menn. Þetta er eflaust hluti skýr- ingarinnar á því hvað Continental-félagið kom illa út úr athugun þessari. Ails vom 17 flugfélög tekin til athugunar. Flugmenn TWA, USAir, Frontier Airlines og Pan American vom kærðir oftar en meðaltal athugunar gaf til kynna. Flugmenn Delta-félagsins fengu á sig fæstar kæmr. Næst fæstar kæmmar fengu flugmenn Ozark Airlines og fast á eftir fylgdu flugmenn Republic Airlines. Samkv. athuguninni barst kæra á hendur einhverju hinna 17 flugfélaga að meðaltali á 31.956 fluga fresti. Flugmenn Delta-félagsins fengu á sig kæm á 57.490 fluga fresti að meðaltali á meðan þeir hjá Continental vom kærðir á 15.600 fluga fresti. Ekki er gerð grein fyrir eftii kæranna á hendur flugfélögun- um. Þær geta að sjálfsögðu verið mismunandi alvarlegar eða allt frá storháskalegu flugi niður í alger smáatriði. Airbus-þotan sem setti langflugsmetið. Fyrsta flug þessarar flug- vélagerðar var í júlí 1985 og tóku reynsluflugin 220 klst. Boeing kaupir de Havilland Vill snúa sér að smærri og ódýr- ari flugvélum De Havilland DASH 8 skrúfuþotan í lendingu. Þessi flugvél gerði útslagið með að Boeing fyrirtæk- ið keypti kanadísku de Havilland flugvélasmiðjumar. Boeing flugvélasmiðjurnar, sem eru stærsti framleiðandi flugvéla í heimi, keyptu nýlega kanadísku flugvélasmiðjurnar de Havilland. Kanadíska ríkið á de Havilland sem hefur löng- um átt við verulega rekstrar- örðugleika að striða. Þvi eru Kanadamenn að vonum ánægð- ir með að fá jafn traustan kaupanda og Boeing. Fyrir tæpu ári tók Boeing að sýna áhuga á kanadíska fyrirtæk- inu. Fyrirtækin smíða gjörólíkar flugvélar og em engir keppinaut- ar. Boeing hefur smíðað þotur af stærri gerðinni, en de Havilland hefur einbeitt sé að smíði skrúfu- flugvéia sem þurfa stuttar flug- brautir og em þekktar fyrir sterka byggingu. í þessum mun liggur einmitt hundurinn grafínn ef svo má að orði komast. Boeing er mikið í mun að geta haft á boðstólum smærri og ódýr- ari flugvélar, en þotur sínar vegna þess að undanfarin ár hefur æ meira borið á einskonar verka- skiptingu í farþegaflutningum. Mörg flugfélög em gjaman farin að safna saman farþegum af smærri flugvöllum með hentugum smærri flugvélum og fljúga með þá til stærri vallanna f veg fyrir stærri þotur sem fljúga milli stærri borga og bæja. Þessi verka- skipting hefur þróast mjög hratt í Bandaríkjunum og ryður sér til rúms í vaxandi mæli víðsvegar um heiminn. Því má draga þá álytkun að kaup Boeing á de Havilland endurspegli þessa þró- un og gefí vísbendingu hvert stefnir. Rúmlega 20 flugfélög sem nú nota Boeing farþegaþotur nota einnig vélar af de Havilland gerð. De Havilland baggi á kanadíska ríkinu Kaupsamningur Boeing vai undirritaður með fyrirvara uir samþykki kanadíska þingsins innan 90 daga. Það er nánast talið formsatriði því þingið hefur margoft þurft að ausa opinberu fé til að tryggja rekstur de Havil- land og því eru þingmenn sagðir vera búnir að fá sig fullsadda af de Havilland og ákaflega fegnir að losna við þann bagga sem fyrirtækið hefur óneitanlega ver- ið. Sl. 10 ár nam tap de Havilland rúmum 360 milljónum banda- ríkjadala ($). Þennan skuldahala yfírtekur Boeing ekki, heldur verða kanadískir skattgreiðendur að axla byrðamar. { samningnum er kveðið á um að Boeing þurfi að fjárfesta í de Havilland fyrir 196 milljónir doll- ara. Þar af er sjálft kaupverðið 84 milljónir en afgangurinn, 112 AIRBUS 310—300 sem er nýj- asta þotan frá Airbus-flugvéla- smiðjunum flaug í desember sl. lengstu leið sem Airbus-flugvél hefur nokkru sinni flogið. Flug- vélar af Airbus-gerð eru allar tveggja hreyfla þotur. Þotan flaug frá Róm til New York á 10 klst. og 10 mín. en sú leið er 8.190 km löng (4.420 sjó- mílur). Á leiðinni hreppti vélin 72 hnúta mótvind. Ferðin var þáttur í reynsluflugi sem varð að fara svo þessi flugvélagerð fengi full- gilt lofthæfniskírteini frönsku flugmálastjómarinnar. Morgunblaðið/Gunnar Þoreteinsson milljónir, rennur til að greiða niður hönnunarkostnað við DASH 8 skrúfuþotuna sem er sú nýjasta frá de Havilland. Nú er verið að hanna lengri gerð vélarinnar, DASH 8 - 300, og til þess verkefn- is renna beint 54 milljónir dollara af Boeing peningunum. Áætlað er að 300 gerðin verði tilbúin eftir eittáreðasvo. Af sjálfu kaupverðinu greiðir Boeing aðeins 65 milljónir dollara í reiðufé, en eftirstöðvamar á fímmtán ámm. Fyrir hveijar 3,6 milljónir dollara sem Boeing ákveður að nota til að fjárfesta í Kanada, dragast 725 þúsund frá eftirstöðvunum. Þetta þýðir að ef Boeing eyðir 235 milljónum doll- Á bakaleiðinni til Evrópu var haldið frá New York en nú lent í Aþenu í Grikklandi. Sú leið er 7.170 km (3.870 sjómflur) eða heldur styttri en fyrri leiðin. Þotan fór þessa leið á 9 klst. og 40 mín. 300- gerðin af Airbus 310- vélinni var sniðin að sérstökum óskum Svissair-flugfélagsins sem hafði notað 200-gerðina með góð- um árangri á leiðum innan Ev- rópu. Einn aðalmunurinn á þess- um tveimur gerðum er sá að 300-gerðin hefur töluvert meira flugþol. í febrúarlok nk. verður Swissair með fjórar Airbus 310- 300 í sinni þjónustu. ara í Kanada á næstu fímmtán árum þurrkast eftirstöðvamar út. Sennilega velur Boeing þessa leið. Eignir de Havilland voru metnar fyrir kaupin á um 94 milljónir dollara eða rúmlega 18 milljónum dollara undir því verði sem Boeing kaupir á. Kanadiska ríkið ábyrgist framleiðslu de Havilland áfram sem hingað til og Boeing lofar á móti að fullri atvinnu verði haldið uppi í verksmiðjunum í Toronto í Kanada. Yfirburða markaðs- staða Boeing- lykilatriði Boeing og de Havilland hafa áður átt samstarf. Seint á áttunda áratugnum aðstoðaði Boeing við að skipuleggja söluátak um allan heim fyrir DASH 7 flugvélina sem gekk ákaflega illa að selja um þær mundir. A.m.k. þrír aðrir aðilar voru á biðilsbuxunum eftir de Havilland: Þýskur auðmaður að nafni Justus Domier, McDonnell Douglas og kanadískt §árfestingarfélag með hollensku Fokker flugvélasmiðj- umar innan sinna raða. Kanadískir embættismerin hafa haft á orði við fjölmiðla að þeir hafí valið Boeing vegna þess að með því sé tryggður aðgangur að markaðskerfí sem á sér enga hlið- stæðu í flugheiminum. Einnig hafa Kanadamennimir sagt að þessi málalok tryggi að fullnægj- andi flármagn fáist til að greiða frekari kostnað er kann að verða vegna þróunar DASH 8 sknífu- þotunnar. Þegar öllu er á botnin hvolft em áhrif Boeing á flugvélamark- aði heimsins einn stærsti ávinn- ingurinn fyrir de Havilland og fyrir Boeing er það DASH 8 skrúfuþota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.