Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 MorgunblaAiA/Bjami • Það fér akki á mllli mála að Amgelr Friðriksson hefur krafta í kögglum. Hér slengir hann Kjartani Asmundssyni sam ekki er nein smásmíði á öxl sár en Kjartani tókst að verjast falii og glímu þeirra lauk með jafnglími. Frakkland: Paris SG slapp í undanúrslit Frá BamharA Vaiasynl fróttarttara Morgunblaðsina í Frakklandi. ÞRÍR leikir voru á þriðjudags- kvöldið í átta liða úrslitum bikar- keppninnar frönsku. Paris SG rétt marði sigur yfir Lens og sömu sögu er að segja um Bordeaux og Rennes. Lens vann fyrri leikinn gegn Paris SG á föstudaginn með tveim- ur mörkum gegn einu en í síðari leiknum, sem leikinn var á þriðju- daginn, vann Parísarliðið 2:0 og komst því áfram á heildarmarka- tölunni, 3:2. Tours og Bordaux léku einnig á föstudaginn og þriðjudaginn. Tours, sem leikur í 2. deild, stóð sig vel gegn meisturunum en mátti þó þola 1:0-tap í báðum leikjunum. Sigurmarkið í síðari leiknum skor- uðu heimamenn á 83. mínútu. Það þurfti að framlengja síðari leik Rennes og Auxerre til að fá fram úrslit. Fyrri leikurinn endaði með því að bæði liðin gerðu eitt mark og eftir venjulegan leiktíma á þriðjudaginn var staðan einnig 1:1. í framlengingunni tókst leik- mönnum Rennes að skora eitt mark og komast því í undanúrslit. Marseille og RS Paris, en þeir sigruðu í 2. deildinni í vetur, áttu einnig að leika en leiknum var frestað til 8. apríl. Undanúrslita- leikirnir verða leiknir 15. og 22. apríl. Jose Toure, einn sókndjarfasti leikmaður Nantes og franska landsliðsins, meiddist illa í leik um páskana og hann mun ekki leika með Frökkura í heimsmeistara- keppninni í Mexíkó í sumar. Hann tekur þessum slæmu tíðindum vel, segist byrja að skokka aftur í maí og undirbúa sig fyrir næsta keppnistímabil en líklegt er talið að hann skipti um félag í vor. Marselle og bæði Parísarliðin, SG og RS, hafa mikinn áhuga á þess- um snjalla sóknarmanni. Einn leikur var á þriðjudaginn í 1. deildinni. Nantes vann 3:1-sigur á Brest og hafa þeir nú 46 stig, fimm stigum minna en Paris SG og eygja því enn fræðilegan mögu- leika á meistaratitlinum. íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi stofnað Setfossi. ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra héK kynningu é fþróttum fatlaðra fyrir stuttu. I kjölfar þeirrar kynningar -var stofnað íþróttafélag fatlaðra é Suðurlandi. Kynningin fór fram í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans þar sem fólki var boðið að koma og reyna sig í hinum ýmsu greinum sem fatlaðir leggja stund á. Kynningin var haldin að frum- kvæöi Svæðisstjórnar um málefni fyrir fatlaða á Suðurlandi og stjórn- ar íþróttasambands fatlaðra. Kosin var stjórn fyrir hið nýja íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi. Formaður er Ágústa Olesen, aðrir í stjórn eru Hafdís Jakobsdóttir og Sigríður Sæland. í varastjórn eru Ásta Guðmundsdóttir, Eiríkur Harðarson og Ragnar Magnússon. Sig. Jóns Landsflokkaglíman 1986: Eyþór Pétursson sigraði íyfirþyngd í íþróttahúsi Kennaraháskólans var landsflokkaglíman háð 22. mars sl. og mættu til mótsins 27 glfmumenn, sem röðuðust í 3 þyngdarflokka og 4 aldursflokka. Einn keppenda, Hjörtur Þráinsson, UMF Mývetningi, varð að hætta vegna tognunar um öxl, svo að 26 luku keppni. Formaður glfmusambandsins, Rögnvaldur Ólafsson, setti og sleft mótinu, en Jóhannes Jónasson afhenti verðlaun. Dómarar voru Gísli Guðmundsson, Garðar Erlendsson og Sigurjón Leifsson. Mótið stóð f nær 4 klst. Gólfrými var fyrir tvo glfmuvelli, svo að Ijúka mátti mót- inu á skemmri tfma, sem hefði komið sér vel fýrir keppendur hvað varðar að halda sér í upphitun. Keppendur annarra fþróttagreina hefðu látið í sér heyra. Þeir eru orðnir vanir að njóta strangra tfma- setninga keppnisatriða. íslandsmeistari í yfirþyngd varð Eyþór Pétursson, UMF Mývetn- ingi. Hann lagði eina keppinaut sinn, Árna Bjarnason, KR, á vinstra klofbragði. Búist hafði verið við Ólafi H. Ólafssyni og Pétri Yngva- syni. Ólafur á við tognun að stríða en Pétur átti ekki heimangengt. í milliþyngd varð Kristján Yngvason íslandsmeistari. Mývetningurinn Kristján lagöi báða viðfangsmenn sina á vinstri lausamjöðm. Bragð þetta hefur Kristján oft tekið hærra. Annar í flokknum varð Ás- geir Víglundsson, sem lagði hinn knáa féiaga sinn Helga Bjarnason úr KR á hælkrók fyrir báða. í léttaþyngdarflokki voru 3 kepp- endur og því þrjár viðureignir. í þessum viðureignum í glímu, sem er einvígisíþrótt, gekk enginn af hólmi sem ótvíræður sigurvegari. Hjörleifur Pálsson, KR, varð ís- landsmeistari. Hann gerði jafnt við Geir Arngrímsson, UMF Mývetn- ingi, en hefði hvílt sú skylda á dómurum að dæma á milli við- fangsmanna að foknum fullum lotutíma, hefði Hjörleifur hlotið dómsigur. Viðureignina viö Davíð Jónsson, UMF Mývetningi, vann Hjörleifur við þaö að Davíð byltist á völlinn, er hann hnaut um Hjör- leif, sem lá í gólfvörn. Þeir Mývetn- ingarnir Geir og Davíð gerðu jafnt en þá viöureign átti Geir unna. ( þessum þremur flokkum, svo fá- mennum, hefði átt að beita jafnað- arglímu, þá hefði verið fullreynt milli þessara ágætu glímumanna. í flokki pilta 16 og 17 ára voru 10 keppendur. Föngulegt lið vel á vegi að verða góðir glímumenn. Fjórir Þingeyingar, fjórir Árnesing- ar og tveir Reykvíkingar. Stígandin Carl bestur SKOTMENN reyndu tvívegis með sér f keppni í síðasta mánuði og varð Carl J. Eiríksson, íslands- meistari í skotfimi, hlutskarpast- ur f báðum mótunum. Fyrri keppnin var 40 skota keppni í standandi stöðu og þar hlaut Carl 341 stig af 400 mögu- legum en Gissur Skarphéðinsson, sem varð í öðru sæti, hlaut 280 stig. Hans Christinsen varð þriðji með 270 stig. Seinna mótið var 20 skota keppni í liggjandi stöðu og þar vann Carl einnig, hlaut nú 197 stig af 200 mögulegum. Annar varð Lárus Fjeldsted með 189 stig og í þriðja sæti varð Árni Páll Jóhanns- son en hann hlaut 182 stig. Fyrirtækja- keppni Hauka FYRIRTÆKJAKEPPNI Hauka f körfuknattleik fer fram é laugar- daginn. Keppnin fer fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði. Upplýsingar veittar í síma 53712 eftir kl. 17.00 á dag- inn. er að verða þeim meira en við- hafnarhringspor í upphafi viður- eignar, heldur háttbundin hreyfing réttsælis, sem færir með sér breytilega afstöðu til sóknar- bragða. Of margir báru skakkt fyrir sig hönd. Mývetningarnir voru kunnáttulitlir á varnir. Grímsnes- ingarnir standa skakkir til vinstri við andstæðingi og hægra hnéð hjá sumum þeirra of oft á lofti til búið til varnar. Reykvíkingarnir þyngdu sig niður og spyrntu á móti. Þetta var einnig Ijóður á glímulagi Lárusar Björnssonar, Mývetnings. Viðureignir, sem voru 45, unn- ust sem hér greinir: hælkrókur hægri á hægri 3, hælkrókur hægri á vinstri 2, hælkrókur fyrir báða 2, sniðglíma 8, hnéhnykkur 1, krækja á lofti 1, leggjarbragð 10, klofbragð með vinstri 5, klofbragð með hægri 1, lausamjöðm vinstri 1, jafnt 8 (18%), bragðleysa 2 og einni lauk með því að sækjandi fékk byltu viö að hrasa um við- fangsmann í gólfvörn. Áberandi var hve há brögð ollu sjaldan byltu og hvað sniðglíma og leggjarbragð voru oft sigurbrögð. Hábrögðin höfðu þeir sýnilega ekki á valdi sínu. Undin staða til vinstri gaf aukna aðstöðu til sóknar sniðglímu og leggjarbragðs. Margar glímur voru knálegar t.d. milli þeirra Harð- ar og Arngeirs. Krækja Gunnars Gunnarssonar á lofti var eitt snjall- asta sigurbragðið. Yngvi tók vinstri fótar klofbragð vel og Kjartan Ás- mundsson sniðglímu. Úrslit urðu þessi í flokknum: íslandsmeistari Arngeir Friðriks- son, UMF Mývetningi, 8 '/2 vinning, sigurbrögð: leggjarbragð (5), lausamjöðm v. hælkrókur h.a.v. og klofbragö h.; 2. Lárus Björnsson, sama félagi, 'h vinning, sigur- brögð: hælkrókar (5) og leggjar- bragö (2); 3. Kjartan Ásmundsson, UMF Hvöt, 6 '/2vinning, sigur- brögð: sniðglíma (5) og leggjar- bragð; 4. Jón Birgir Valsson, KR, 5 '/2vinning sigurbrögð hælkrókur fyrir báða, sniðglíma og klofbr. með vinstri; 5. Jóhann P. Krist- björnsson, KR, 5 vinninga, sigur- brögð: leggjarbragð og klofbragð. Með vinning 6.-7. urðu Hörður Óli Guðmundsson, UMF Hvöt, sigurbrögð: leggjarbragð og klof- bragð v. og Ingvi R. Kristjánsson, UMF Mývetningi, sigurbrögð: hné- hnykkur, hælkrókur h. á v. og klof- bragð v. Báðir höföu 3 V* vinning; 8. Gunnar Gunnarsson, UMF Hvöt, 2 '/2 vinning, sigurbrögð: krækja á lofti og sniðglíma; 9. Jóhann G. Friðgeirsson, KR, 1 V2 vinning, sigurbragð: sniöglíma; 10. Grétar Ásgeirsson, UMF Mývetningi, 1 vinning, unninn á sniðglímu. Þorsteinn Einarsson Morgunblaðifi/Skapti • Sanavöllurinn á Akureyrl var sérstaklega ruddur fyrir knattspyrnu- menn sem spiluðu æfingaleiki um péskana. Sanavöllurinn vel nýttur um páskana! Akuroyrl. SANAVÖLLURINN é Akureyri var vel nýttur um péskana. Þar fóru fram sjö æfingaleikir, einskonar Páskamót, með viðbæti þó. Sana “Wembley" er enn eitt vorið bjargvættur akureyrskra knatt- spyrnumanna — tilbúinn til leiks langt é undan öðrum. KR-ingar komu norður með a- og b-lið og öttu kappi við KA og a- og b-lið Þórs. Þá komu Völsung- ar frá Húsavík til bæjarins og mættu b-liði KR-inga. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir, fyrstu leikirá skírdag: Þór a — KR a 3:2 KA — KR b 2:0 Bjarni Sveinbjörnsson skoraði tvö mörk fyrir Þór gegn KR og Óskar Gunnarsson eitt. Gunnar Gíslason gerði bæði mörk KR, annað úr víti. Hinrik Þórhallsson og Helgi Jóhannsson gerðu mörk KAgegn KR-ingum. Þé er það föstudagurinn langi: KA —KRa2:3 Þór b — KR b 4:1 Ásbjörn Björnsson, fyrrum leik- maður KA, skoraði öll þrjú mörk KR gegn sínum gömlu félögum en mörk KA í leiknum gerðu Bjarni Jónsson og Steingrímur Birgisson. Mörk Þórs b gegn KR b gerðu Hlynur Birgisson, Ólafur Hilmars- son og Kristján Kristjánsson sem gerðitvö, bæði úrvítum. Urslft é laugardag: Þór —KR 2:0 Völsungur — KR b 1:0 Hlynur Birgisson skoraði bæði mörk Þórsara í sigrinum á KR og Björn Olgeirsson gerði mark Völs- ungs í sigrinum á b-liði KR. Á Páskadag var síðan síðasti leikurinn í þessari páskatörn — Þór og KA mættust í „aðalleik" helgar- innar. Þórsarar sigruðu 1:0 en leik- urinn olli mönnum vonbrigðum. Var ákaflega slakur enda menn sjálfsagt orðnir þreyttir eftir leiki og æfingar helgarinnar. Það var Hlynur Birgisson sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.