Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 47
Kveðjuorð: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 IWI, il'M ■* . i í ': . ■ i! 11 'v i-U 1riv. H'it-tt?4"- Snjólaug Sveins- dóttir tannlæknir ALVORU ÚTIHURDIR Fædd 17. júlí 1928 Dáin 24. febrúar 1986 Enn hefur ljáberinn óvæginn grisjað stúdentahópinn frá MR 1948 og í þetta sinn var það Snjó- laug Sveinsdóttir, tannlæknir, eða Lollý eins og hún var kölluð og við bekkjarsystur munum hana. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Sigurðardóttur og Sveins Péturs- sonar, augnlæknis. Þau hjón eign- uðust tvær dætur, Snjólaugu og Guðríði, sem er hjúkrunarfræðingur gift Guðjóni Böðvarssyni. Lollý hafði góðar námsgáfur og var af Guði gerð til líkama og sálar eins og hún átti ættir til. Stundaði hún ávallt námið af kappi. Hún var viljasterk og ákveðin og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Við lásum stundum saman þegar við vorum í 1. bekk, en þá áttum við heima stutt frá hvor annarri. Þær systur bjuggu með móður sinni, þar eð foreldrar þeirra höfðu slitið samvistir. Jóhanna var glæsi- Ieg kona, hlý og elskuleg í viðmóti. Er mér í fersku minni, hve gott var að koma til þeirra. Veit ég að skiln- aður foreldranna var Lollý mikil lífsreynsla, sem hún bar í hljóði. Á skólaárunum f MR þótti Lollý sjálfsagður liðsmaður í skólaleikj- unum, hún stóð sig alltaf með prýði. Eitt sinn kom hún fram í hlutverki Thalíu og flutti proiogus með slík- um glæsibrag að lengi var í minnum haft. Margir bjuggust við að hún héldi út á leiklistarbrautina. í bekknum okkar var mikið meyjaval en það fór ekki fram hjá neinum hver var rósin. Lollý hefði vafalaust náð lengra á leiklistar- brautinni en hún kaus frekar tann- læknanámið og lauk því frá Háskóla íslands. Á skólaárunum í MR kynntist hún eiginmanni sínum Kjartani Magnússyni, lækni. Þau hjón þóttu samvalin að glæsileik og mannkost- um. Hamingjusólin skein í heiði. Fjölskyldan fluttist til Svfþjóðar, þar sem hjónin stunduðu fram- haldsnám. Dvöldust þau þar árum saman. Bömin urðu þijú og eru: Sveinn læknir, Júlfana Elín fíðlu- leikari og Jóhann kennari. Eftir heimkomuna vom þau fyrst á Selfossi, þar sem Kjartan var yfírlæknir Sjúkrahúss Suðurlands. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur hóf Lollý störf á tannlæknastofu Magnúsar R. Gfslasonar og vann þar um árabil. Sfðan setti hún á stofn eigin tannlæknastofu í Domus Medica. Þar hafði Kjartan einnig læknisstofu. Þetta var samstillt Qölskylda og lífíð var dásamlegt. Þau eignuðust jörðina Jónsnes á Snæfellsnesi, sem varð sannkallað- ur sælureitur. Þar dvöldust þau löngum á vorin. í Jónsnesi var æðarvarp og selveiði. Yndi hafði ég sveitabamið af að hlusta á Lollý segja frá lífinu þar. En á skammri stundu skipast veður í lofti. Fyrir um það bil 3 árum tók Lollý sjúkdóminn sem lék hana svo grátt. Við bekkjarsystur fylgd- umst með veikindum hennar og vonuðumst eftir bata. Um það bil helmingur okkar hefur fylgst að frá þvf í undirbún- ingsdeild Einars Magnússonar, fyrrverandi rektors og vinar okkar allra, upp í gegnum allan MR til stúdentsprófs. Það hefur aldrei borið skugga á vináttuna og hefur hún aukist með ári hverju. Við höfum reynt að hittast árlega og oftar ef tilefni hefur gefíst til. Á síðastliðnu sumri í ágúst áttum við slíka unaðsstund saman á heim- ili Bergljótar og manns hennar í Mosfellssveit, en þau hjón eru ný- flutt til íslands eftir margra ára búsetu erlendis. Okkur var öllum ljóst að Lollý var bmgðið, en við bárum þá von í bijósti að brátt brigði til betri tíðar. Við töluðum mikið, margt bar á góma, stundin var okkar. Flestar voru orðnar ömmur og við sýndum hver annarri myndir af bamaböm- unum. Lollý sýndi okkur myndir og brosti brosinu sínu blfða, stolt á svipinn. Og þannig viljum við muna hana. Við kveðjum hana með söknuð í huga og biðjum henni blessunar Guðs. Hvar dagurinn og nóttin em eitt, sólin gengur aldrei undir (til viðar) rósimar standa í blóma, og ilmur þeirra aldrei dvín. Við sendum eiginmanni, bömum og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Hvílífriði. P.t. í New Jersey í mars 1986, Ingibjörg Ólafsdóttir. Á íslandi duga aðeins ALVÖRU ÚTIHURÐIR. Borgar sig að standa í endalausu viðhaldi? Útihurð á íslandi verður að geta staðið af sér rok, rigningu, snjó, frost, sandfok, sól o.fl., en það gera aðeins alvöru útihurðir. í sýningarsal okkar er glæsilegt úrval ALVÖRU ÚTIHURÐA, hurða sem byggðar eru á áratuga reynslu okkar við framleiðslu útihurða fyrir okkar hörðu veðráttu. ■ rwU | . 1 ” |1D|| Kd !□ II □. □ !□ □ □ □ N □ □ Velkomin í sýningarsal okkar að Kársnesbraut 98, Kópavogi, þar getið þið skoðað okkar glæsilega úrval í ró og næði. HYGGINN VELUR HIKO-HURÐ , HURÐAIÐJAN é KÁRSNESBRAUT 98 - SÍMI43411 200 KÓPAVOGUR 8 SEX ÞÆTTIR ÞEGAR KOMNIR Þættir nr. 43/44 væntanlegir á bensínstöðvar OLÍS á Stór-Reykjavíkursvæðinu — Keflavík — og Akureyri í dag. Dynasty þættirnir eru einnig fáanlegir á eftirfarandi stöðum: ísafjörður: Sería Patreksfjörður: Rafbúð Jónasar Sauðárkrókur: Bláfell Siglufjörður: Knattborðsstofan Dalvík: Ýlirsf. Húsavík: Essoskálinn Vopnafjörður: Shellskálinn Neskaupstaður: Nesval Eskifjörður: Myndb.l. Trausta Reykdal Vestmannaeyjar: Videóklúbbur Vpstm. Selfoss: Suðurlandsvideó Sandgerði: Myndb.l. Túngötu 2. Missið ekki af þessum frábæra framhaldsmyndaflokki Ath STveir þættir á spólu Dreifing á landsbyggðinni Tefli hf. I Síðumúla 23. S. 686250 StAHHALDSMYNDAFLOKKUH saga Carringtonættarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.