Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 • Robert Parish hjá Ceitics reynir hór að stöðva Wilkes sem leikur meft Lakers. \ Verður Pétur áfram hjá Lakers? Frá Gunnari Valgeircsyni, fróttamanni Morgunblaðsins f Ðandarfkjunum: Verulegar líkur eru á þvf að Pétur Guftmundsson muni leika meft Los Angeles Lakers til enda keppnistfmabilsins, eftir ágæta frammistöðu með iiftinu að und- anförnu. Pétur hefur sjálfur sagst vera ánægftur meft dvöl sína hjá Lakers og hefur mikinn áhuga á því aft vera áfram. Blaftafulltrúi félagsins hefur sömuleiðis lýst yfir ánægju þess með leikmanninn, og þjálfar- inn, Pat Railey, einnig. í bandaríska dagblaðinu Detroit News, sem gerir NBA-körfuknattleiksdeildinni góð skil, var í fyrradag lítil frétt um málefni Péturs, sem rennir enn stoftum undir þaft aft hann verði áfram hjá liftinu. Þar segir að þegar Mitch Kupshak, miðherji liðsins, sem verift hefur á sjúkralista, komi aftur, muni Lakers losa sig við Ronnie Lester, en halda hinum 7 feta og tveggja þumlunga háa Pétri Guðmundssyni áfram, en hann fengu þeir nýlega frá CBA- deildinni, segir í frétt blaðsins. Ronnie Lester er bakvörður, og segir blaðið að Lakers vilji halda stóru leikmönnunum til að hvíla Kareem Abdul Jabber, en hann er orðinn 39 ára gamall, og getur ekki leikið nema hluta leiktímans. Helsti varamaður Jabbar hjá Lakers heitir Maurice Lucas, og hann verður áfram hjá liðinu, þannig að Mitch Kupchak og Pétur Guðmundsson verða að berjast um þriðju miðvarðarstöðu liðsins — ef Pétur verður áfram. Mjög nákvæmt tölulegt yfirlit er haldið yfir alla leikmenn í NBA- deildinni, og eftir þrjá leiki með Lakers hafði Pétur skorað 18 stig, 12 stig úr 11 skotum í leik og 6 stig úr 9 vítum. Hann hafði tekið 10 fráköst og átt tvær stoðsend- ingar. Bandarískur háskólakörfuknattleikur: Louisville meistari Frá Gunnarl Valgelrasyni, fréttamannl Morgunblaðalna I Bandarfkjunum. BANDARÍSKIR körfuknattleiks- unnendur hafa lítift fylgst með NBA-deildinni aft undanförnu, og er ástæftan sú aft úrslitakeppni háskólaliðanna hófst fyrir hálfum mánuði og lauk í fyrradag. Leikið var í úrslitariðlum á fjór- um stöðum í Bandaríkjunum, og sigurvegararnir í þeim léku siftan í fjögurra liða úrslitum í Dallas í Texas. Fyrst léku saman lift frá Louisiana og Louisville.og sigraði Louisville, og í hinum undanúrslita- ieiknum sigraði lift Duke lift Kans- as. Það voru því Duke og Louisville sem léku til úrslita um bandaríska meistaratitilinn, og sigraði lið Louisville 72:69 eftir æsispenn- Boston líklegast til sigurs hefur unnið 27 heimaleiki í röð og jafnað metið Frá Gunnari Valgelrssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. NU ÞEGAR flest liö eiga átta eöa níu leiki eftir aft keppnistímabil- inu f NBA-deildinni f bandaríska körfuboftanum er nokkuft Ijóst hvaða 16 lið komast f úrslit. í Austurdeildinni leiðir Boston með miklum yfirburðum og í Vesturdeildinni er Los Angeles Lakers sem hefur örugga forystu. Þau átta lið úr Austurdeildinni sem eru líklegust til að komast í úrslitakeppnina eru Boston, Mil- wauke, Filadelfia, Atlanta, Detroit, New Jersey, Wasingthon og liö Cleveland. Lið Wasingthon er tveimur stigum á eftir Cleveland en hefur leikið einum leik meira, þannig að mjög líklegt er að lið Cleveland verði áttunda liðið úr Austurdeildinni sem kemst í úrslit. í Vesturdeildinni eru það Los Angeles Lakers, Houston, Denver, Dallas, Utah, Portland, Sacra- mento og lið San Antonio. Lið Fhoenex á möguleika á að komast í úrslitakeppnina því það er þremur stigum á eftir San Antonio en hefur leikið fimm leikjum færra. BOSTON UNNIÐ 27 HEIMALEIKI í RÖÐ Lið Boston er með langbesta skorið eftir þessa 74 til 76 leiki. Liðið hefur unnið 61 leik og tapað 13. Lakers hefur unnið 56 leiki og tapað 18. Boston hefur nú unnið 27 heimaleiki í röð og þar með jafnað NBA-metið frá því 1950. Boston leikur í kvöld við Detroit og getur þá slegið metið. Þeir hafa unnið 36 af 37 heimaleikjum sínum í vetur og eru í miklu stuði núna — eru gjörsamlega ósigrandi í Bost- on-Garden. Liði Los Angeles Lakers hefur gengið svona upp og niður. Þeir hafa sýnt góða leiki á rnilli en ekki virkað eins sterkir og í fyrra. Mín spá er sú fyrir úrslitaleikina er að Boston muni vinna úrslitakeppnina ef þeir lenda ekki í miklum meiðsl- um. Hins vegar getur allt skeð í úrslitakeppni sem hefur oft sann- ast. MEIÐSLI HRJA LEIKMENN NBA Það sem getur ráðið úrslitum í úrslitakeppni eru meiösli leik- manna. Til dæmis hefur lið Fila- delfiu nú fimm lykilmenn á sjúkra- lista. Alvarlegustu meiðslin eru meiðsli Moses Malone, sem fékk fingur í augað fyrir nokkrum dög- um og hann leikur ekki meira með það sem eftir er af þessu keppnis- tímabili, en gæti leikið meö í úr- slitakeppninni. Ralf Sampson hja Houston keppti með liði sínu gegn Boston um síðustu helgi og' skall þá með höfuðið í gólfið eftir mikla baráttu undir körfunni. Um tíma missti hann meðvitund og hafði ekki til- finningu hægra megin í líkamanum en hann hefur verið að ná sér aftur og búist við að hann leiki jafnvel íþessari viku. Þess má geta að lið New York hefur lélegasta skoriö í NBA-deild- inni. Liðið hefur unnið aðeins 22 leiki en tapað 53. Hins vegar má Ólympíunefndin styrkir sérsambönd OLYMPÍUNEFND íslands mun veita sex sérsamböndum þjálfun- arstyrki á árinu 1986. Skfðasam- bandið og handknattleikssam- bandið fá hæstu styrkina, 500.000 krónur hvort samband. Ólympíunefndin hélt aðalfund sinn fyrir skömmu og var þetta þá meðal annars samþykkt. Önnur sérsambönd sem fá styrk eru sundsambandið og frjálsíþrótta- sambandið sem fá hvort um sig 300.000 krónur, júdósambandið fær 200 þúsund og siglingasam- bandið 50.000. Á fundinum var skýrt frá því að á Ólympíuleikunum 1992 yrði badminton meðal keppnisgreina en íþróttin verður sýningargrein á leikunum í Seoul árið 1988. Samþykkt var á fundinum að stofna sérstakan sjóð — Ólympíu- sjóð — sem hafi þann tilgang að fjármagna ferða- og dvalarkostnað þátttakenda sem valdir verða til keppni á Ólympíuleikum. Nefndin samþykkti einnig að taka þátt í næstu Ólympíuleikum, bæði sumar- og vetrarleikum, árið 1988 og jafnframt að keppt skyldi í handknattleik á sumarleikunum. Nefndin óskaði handknattleiks- landsliði íslands til hamingju með frábæran árangur í HM í Sviss þar sem liðið tryggði sér rétt til keppni í Seoul. geta þess að sex af bestu leik- mönnum liðsins hafa verið meiddir og verða ekki meira með. Þrír hafa fótbrotnað og hinir þrír hafa allir lent í uppskurði. andi viðureign. Þessi keppni hefur vakið geysilega athygli hér í Bandaríkjunum, enda afar spenn- andi og margir leikjanna hreint frá- bærir. Golf: Ný nám- skeið ÞAÐ hefur verið nóg að gera hjá golfkennaranum John Drummond f vetur. Kylfingar á öllum aldri hafa nýtt sór aðstöðuna sem hann býður uppá í BrautarhoKi 30 þar sem hann rekur golfskóla sinn. Landsliftsmenn jafant sem byrjendur hafa æft sig þar í vetur og er ekki að efa aft góður undir- búningur kylfinga skilar sór í betri og ángæjulegri árangri á komandi sumri. Nýtt byrjendanámskeið hefst hjá Drummond í næstu viku og munu þetta verða síðustu nám- skeiðin á þessum vetri. Námskeift- ið er sex kennslustundir og geta menn látið skrá sig í síma 62211 eftir klukkan 16.30 fram að helgi. Gott Ljómamót áAkranesi Akranesi. UÓMAMÓTIÐ í badmlnton sem Badmintonfólag Akranes hefur haldift árlega um nokkurt skeift var haldift á Akranesi dagana 22.-23. mars og tók þátt f þvf allt besta badmintonfólk lands- ins. Mótið var skemmtilegt og spennandi og urðu úrslit þessi f meistaraflokki: í einllðaleik karla þar sem 13 keppendur voru sigr- aði Guðmundur Adolfsson, TBR, Þorstein Pál Hængsson, TBR, 15:10 og 15:6. í tvíliðaleik karla þar sem kepptu 7 pör sigruðu þeir Jóhann Kjartansson og Sig- fús Ægir Árnason, TBR, þá Wang Junjie og Guðmund Adolfsson, TBR, eftir spennandi keppni 15:5, 9:15 og 15:9. í einliðaleik kvenna f meistara- flokki sigrafti Þórdfs Edwald, TBR, Kristfnu Kristjánsdóttur, TBR, 11:0 og 11:3. I tvíliftaleik kvenna voru afteins tvö pör sem kepptu og sigruðu þær Inga Kjartans- dóttir og Kristfn Magnúsdóttir báftar í TBR þær Þórdfsi Edwald og Kristfnu Kristjánsdóttir, TBR, 10:15, 15:6 og 17:14. í tvenndar- leik sigruðu þau Jóhann Kjartans- son og Kristfn Kristjánsdóttir, TBR, þau Árna Hailgrfmsson, TBR, og Ásu Pálsdóttir, ÍA, 15:8 og15:9. í A-flokki fóru leikar þannig: í einliftaleik karla sigraði Gunnar Björgvinsson, TBR, Sigurft Harft- arson, ÍA, 8:15, 15:5 og 15:3. í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Njáll Eysteinsson og Gunnar Björg- vinsson, TBR, þá Ármann Þor- valdsson og Guðmund Bjarnason 15:3 og 15:9. í einliftaleik kvenna sigrafti Birna Petersen, TBR, Guftrúnu Gísladóttir, ÍA, 12:10 og 11:1. í tvfliftaleik kvenna sigruftu þær Hafdfs Böðvarsdóttir og Guörún Gfsladóttir báöar f ÍA þær Birnu Petersen, TBR, og Ágústu Andrésdóttir, ÍÁ, 15:5 og 15:7. f tvenndarleik sigruðu þau Ármann Þorvaldsson og Birna Petersen, TBR, þau Sigurft Harðarson og Guðrúnu Gfsladóttir, ÍA, 15:9 og 17:15. JG KR-Fram fkvöld EINN leikur verftur f Reykjavfkur- mótinu f knattspyrnu á gervigras- vellinum f kvöld og hefst hann klukkan 20.30. Þetta er sannkall- aftur stórleikur þvf það eru Fram og KR sem leika en bæöi þessi lift höföu góðu lifti á að skipa f fyrra sumar og hafa staftift sig vel í innanhússmótum í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.