Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 Minning: Þóra Arnadóttir Fædd ll.júní 1900 Dáin 23. mars 1986 Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík í dag er til moldar borin frú Þóra Ámadóttir, ekkja Kristins Ár- mannssonar rektors, og hafði lifað í ekkjustandi nær tuttugu ár. Frú Þóra var ákaflega aðlaðandi kona, sem við gamlir kennarar við skólann minnumst með hlýhug og þakklæti fyrir samfylgdina. Hún hafði til að bera þann dásamlega hæfileika í mannlegum samskiptum að geta látið mönnum, jafnt kunn- ugum sem ókunnugum, líða vel í návist sinni. Hún var drengur góð- ur. Þau hjónin voru alla tíð óvenju- lega samrýnd og hún stóð eins og klettur við hlið manns síns í eril- sömu starfí hans sem kennara og rektors. Fyrir það eru henni þakkir færðar frá Menntaskólanum, því að seint verður góðum eiginkonum og mæðmm fullþakkaður þeirra hlutur í flestum málum, ekki sízt skólamálum. Guð blessi minningu frú Þóru. Guðni Guðmundsson Hún amma okkar átti stóran þátt í lífi allra bamabama sinna. Hún var fyrst og fremst fjölskyldukona og virtist hvergi una sér betur en innan um afkomendur sína og ættingja. Fjölskyldan var svo oft saman komin hjá henni að allir litu á heimili hennar, að Sólvallagötu 29, sem sitt annað heimili, og þannig leit hún einnig á. Hún vildi hafa fjölskylduna hjá sér sem oft- ast, og varla leið sá dagur að ekki var einhver gestkomandi hjá henni. Reglulegir viðburðir vom stórveisl- ur hennar, þar sem öll fjölskyldan var samankomin. Við vomm mörg, en aldrei of mörg fyrir ömmu. Hún efldist öll og lagði sig alla fram, þótt komin væri á efri ár. Þegar einhver kom í heimsókn galdraði hún fram rjúkandi heitt súkkulaði, jólaköku og volgar pönnukökur. Pönnukökumar hennar vom eftir- minnilegar og afar vinsælar, það vantaði ekki matarlystina þegar þær vom á boðstólum. En ef svo illa vildi til að krakkamir birtust í dyrunum og engar vom pönnukök- umar, þá snaraði hún sér fram í eldhús og bákaði fáeinar í einum grænum hvelli. Enginn mátti yfir- gefa heimilið án þess að þiggja vænar veitingar. Það var fátt sem var henni betur að skapi en að hafa yngri bömin í kringum sig. Hún ljómaði af ánægju við að fylgj- ast með þeim ærslast og leika sér. Ýmist klappaði hún saman höndun- um og skellihló, það em engar ýkj- ur, eða hrópaði upp yfir sig í ofboði ef glannaskapurinn keyrði úr hófi. Við eigum öll minningar úr æsku af stundum sem við eyddum með henni. Hún spilaði við okkur eða las ævintýri og sögur af vandvirkni og alvömþunga. Jón Amason, H.C. Andersen og bræðumir Grimm, ekki slæmur bamalærdómur það. Hennar eigin bemskuár stóðu henni nærri, og hún átti það stundum til að segja okkur frá þeim. Við undr- uðumst oft hvað hún mundi glögg- lega og af nákvæmni eftir þessum ámm, svo litrík var frásögnin. Af öllu mátti ráða að hún hafi átt hamingjuríka æsku, og hún óskaði bamabömum sínum og bama- bamabömum einskis fremur en einmitt hins sama. Hún átti það til að segja við okkur, „Gæfan fylgi þér ævinlega", og hún sagði það með sannfæringarmætti þess sem veit hvað það er að eiga gæfuríka ævi. En þetta vom ekki óskimar einar, hún vildi allt fyrir okkur gera og það sem hún gerði verður aldrei metið til fulls. Hún var ávallt reiðu- búin til að hjálpa, og ávallt fyrri til að bjóða hana fram. Það var gæfa okkar, að eiga ömmu að. _ Gunnar J. Ámason Þegar sól fer hækkandi á lofti og ber með sér birtu og yl syrtir að er elskuleg vinkona er kvödd burt eftir skamma dvöl á sjúkrahúsi og er gott að vita til þess að hún þurfti ekki lengi að þjást. Þó að hún væri fædd aldamóta- árið fannst mér hún alltaf ung í anda hress og glöð. Heimili hennar og manns hennar, Kristins Ármannssonar rektors, var menningarheimili. Þar mætti hveij- um sem að garði bar velvild, gest- risni og hlýja. Var hún manni sfnum mikil stoð í annasömu kennslustarfí og síðar í ábyrgðarmikilli stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík. Þau vom einstaklega samheldin og glæsileg hjón. Þau kynntust í Kaupmannahöfn er þau vom bæði við nám, en hún var útlærður sjúkraþjálfari. Hún unni Danmörku, þar höfðu þau búið fyrstu árin og komu þang- að oft til lengri eða skemmri dvalar. Þau ferðuðust mikið um Evrópu og vom Ítalía og Grikkland drauma- lönd hennar. Það var því mikil sorg og missir þegar Kristinn dó en hún hélt reisn sinni og var það henni mikill styrkur að hafa daglegt samband við bömin sín og var samband hennar og dótt- urinnar Þorbjargar, vinkonu minnar, einstakt. Frú Þóra las mikið, vandaði val sitt á bókum og var um margt sér- lega fróð. Var gaman að hlusta á hana segja frá. Eg minnist ánægju- legra samvemstunda á heimili hennar eða dóttur hennar Þorbjarg- ar. Þar var spjallað um heima og geima um bókmenntir og listir, menn og málefni og sáum við oft hinar spaugilegu hliðar á tilvemnni. Þá var glatt á hjalla. Þegar erlendir gestir komu talaði Þóra reiprenn- andi þau tungumál sem við átti. Hún vandaði málfar sitt, talaði hægt og skýrt. Hún hafði ánægju af að fylgjast með menntun og frama bama sinna og bamabama. Hún hvatti unga fólkið til menntunar, gaf góð ráð og lagði öllum góðum málum lið. Það var mér mikil gæfa að kynnast og eiga að vini svo góða konu. Þar sem góðir menn fara em Guðsvegir. Blessuð sé minning hennar. Helga Þórðardóttir Látin er í Reykjavík frú Þóra Ámadóttir, en hún hefði orðið 86 ára 11. júní næstkomandi. Þegar ég hugsa um þessa vinkonu mína og geri mér grein fyrir þessum ára- fjölda, opinberast mér enn betur hve stórfengleg kona hún var, í viðræðum við hana var engin elli- mörk að finna. Ég læt hugann reika til stundanna sem við áttum saman og hún sagði mér frá bemsku sinni og uppeldi og fór fyrir mig með vísur og kvæði eftir föður sinn, sem lést þegar hún var einungis 15 ára. Faðir hennar var Ámi Jónsson, pró- fastur og alþingismaður, Skútu- stöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir Þóm var síðari kona hans, Auður Gísladóttir. Alsystkinin voru sjö og tvö vom hálfsystkinin. Á þessu mannmarga sæmdarheimili urðu bömin að byija að hjálpa til svo fljótt sem þau gátu, en aldrei gleymdist að leggja rækt við and- legu velferðina, eins og framganga þeirra systkina sýndi, þegar þau hófu eigin lífsgöngu. Heimanfylgja þeirra var á þann veg, að nú tæpri öld eftir lát Áma prófasts skipa afkomendur hans margvíslegar virðingarstöður í þjóðfélagi okkar. Ég hefi átt því láni að fagna að fá að búa í sama húsi og frú Þóra sl. sjö ár. í byrjun einkenndust samskipti okkar af varfæmi, það var ekki kynslóðabilið sem olli því, heldur virðing mín við augsýnilegan persónuleika þessarar konu og nærfæmi hennar og aðalsmerki að vemda einkalíf allra sem hún kynntist. Hún trúði á það góða í öllum og vildi sjálf aldrei tmfla umhverfí sitt, en með hveiju ári styrktist vinátta okkar, ég sakna hennar mikið. Andi hennar var fijór og gáfum- ar fljúgandi, það var sannarlega bæði skemmtilegur og góður skóli að fá að hlusta á orð hennar og ályktanir um lífið og tilvemna, samskipti fólks og umgengnisvenj- ur fyrr og nú. Við skiptumst á bók- um, það var það eina sem hún vildi af mér þiggja, sjálfsagt hefur hún vitað að með því auðgaði hún anda minn, því þá gat hún miðlað mér af innsýn sinni og áliti á bókunum, hún var jafn læs á íslensku, ensku og dönsku, svo um auðugan garð var að gresja, ég man að síðustu bækumar sem við ræddum um, einungis fyrir nokkmm mánuðum, þijár sem hún hafði fengið hjá mér, þær vom í túninu heima, Æfisaga M.A. Nexö og Hollywood Wives, allt lá þetta jafn opið fyrir henni, hún var svo heppin að vera gjörsam- lega aldurslaus, fordómalaus og opin fyrir hinum mismunandi lífs- mynstmm. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, BJÖRN GRÍMSSON, sem andaöist á Hrafnistu, Reykjavík, 26. mars verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Ásta Björnsdóttir, Gerður Björnsson, Matthías Björnsson, Harpa M. Björnsdóttir, Grímur M. Björnsson, Jakobína E. Björnsdóttir, Karl H. Björnsson, Haukur Þorleifsson, Fjóla Guðjónsdóttir, Ásbjörn Magnússon, Margrét Oddgeirsdóttir, Árni Einarsson, Hulda Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR, Bakkagerði 6, andaðist í Landakotsspítala 1. apríl. Guðmundur Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Reynir Guðmundsson, Ninna Guðmundsdóttir Snead. + Kveöjuathöfn um móöur okkar, LÍNEYJU SIGURJÓNSDÓTTUR, frá Sauðárkróki, sem andaöist 19. marz fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi föstudaginn 4. apríl kl. 10.30. Jarösett veröur frá Sauöárkróks- kirkju laugardaginn 5. apríl kl. 13.30. Lovísa Tómasdóttir, Hulda Tómasdóttir, Haukur Tómasson. + Ástkaer dóttir okkar, unnusta, systirog mágkona, ANNA KRISTÍN DANÍELSDÓTTIR, Langholtsvegi 148, veröur jarösungin föstudaginn 4. apríl kl. 15.00 frá Bústaöakirkju. Karen Kristjánsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Drífa Daníelsdóttir, Mjöll Danfelsdóttir, Danfel Stefánsson, Kristján Danfelsson, Kristinn Skúlason, Guðmundur Viöarsson + Faðir minn, bróðir og frændi, + Bróðir minn, ÞRÁINN SIGURÐSSON, STEFÁN KETILSSON klæðskeri, frá Minni—Ólafsvöllum, lést í Bandaríkjunum 25. mars. fyrrum bóndi, Roðgúl, Stokkseyri, Ævar Þráinsson, verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju, Skeiðum, laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Arni Sigurðsson, Guðrún Ólafsdóttir. Jón Ágúst Ketilsson. Aldrei kvartaði hún eins og okkur venjulegu fólki hættir til. Þegar fætumir hennar vom orðnir þreyttir fann hún að hægt var að nota handleggina til að komast upp stiga, ef handriðin vom góð, og svo var þá ekkert auðveldara en að ganga afturábak niður stigana. Tuttugu og þriggja ára er hún að nýloknu nuddkonunámi í Dan- mörku, þegar hún giftist Kristni Armannssyni, sem það sama ár hóf kennslu við Menntaskólann í Reykjavík. Hafði hún verið ekkja í nærfellt tuttugu ár þegar ég kjmnt- ist henni, en í hvert skipti sem hún nefndi hann, ljómuðu augu hennar af ást og hrifningu. Aldrei heyrði ég eitt orð um að annríki eða erfíð- leikar hefðu slæft ánægju hennar. Hinsvegar kom fram að hún hafði stundað sína vinnu utan heimilis í mörg ár, verið húsmóðir á menning- arheimili, sem æfinlega stóð opið fyrir öllum fróðleiksfúsum ung- mennum auk húsfreyjuskyldu sem nauðsynlegt var að sinna sem gest- gjafi, þegar maður hennar var rektor menntaskólans í Reykjavík. Man ég að eitt sinn sagði hún mér að hvað kærustu stundimar á rekt- orstímabili manns hennar hefðu verið að afloknum hátíðarsamkom- um í skólanum, þegar þau rektors- hjónin um nóttina stóðu við að þvo upp leirtauið og ganga frá skólan- um þannig að engin röskun yrði á skólastarfi næsta dags, svo bersýni- lega hefur á þessum árum verið í mörg hom að líta. Þegar ég hugsa til afkomenda hennar, sem hún bar svo ótakmark- aða umhyggju fyrir, koma mér í hug ljoðlínur úr Skólaminni Tómas- ar Guðmundssonan „Oglát þú æska vit og anda verða þá vængi sem þér lyfta hæst, svo sannist, þegar sést til þinna ferða, að sigling þín er djörf og glæst.“ Þessa hugsun veit ég að hún vildi festa í hugum bama sinna og af- komenda allra. Litla telpan hennar, Auður Katrín, er nú látin, en böm- um hennar, Þorbjörgu, Armanni og Áma, svo og fjölskyldum þeirra sendum við Jón innilegar samúðar- kveðtjur, jafnframt því sem ég kveð vinkonu mína, Þóra, með þakklæti og orðum Einars Benediktssonar; „TO moldar oss vigði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur; því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur." Valgerður Bára Guðmundsdóttir Elsku amma er dáin. Ósjálfrátt hverfur hugurinn aftur í tímann. í tvö ár bjó ég og fjölskyldan mín í kjallaranum hjá ömmu eins og flest bamaböm hennar hafa gert. Litli sonur minn, þá rúmlega tveggja ára til rúmlega fjögurra ára, spurði oft hvort hann mætti fara upp til ömmu-ömmu, en það kölluðu öll langömubömin hana, því að henni fannst langömmunafnið segja að hún væri fjörgömul. Það vora því ófáar ferðimar sem litlu fætumir bára son minn upp tröppumar til að hitta ömmu-ömmu. Álltaf hafði hún tíma til að sinna honum, lesa, segja honum sögur eða tala við hann eins og hún gerði þegar ég var sjálf lítil telpa. Bæði sonur minn og bömin í nágrenninu komu oft upp á pallinn í garðinum og alltaf átti amma mola til að stinga að þeim. Enda heyrði ég bömin oft segja við son minn hvað hann ætti góða ömmu-ömmu. Amma var alltaf hress og sá alveg um sig sjálf þar til hún veikt- ist rétt fyrir áramót. Aldrei vildi hún að nokkur hjálpaði sér með verkin. Amma var alltaf svo ung í anda að oft gleymdist hvað hún var gömul, en hún hefði orðið 86 ára í sumar. Við munum ætíð geyma minning- una um hana í hugum okkar og þökkum góðum guði fyrir þær stundir sem við áttum með ömmu. Nú er hún komin til hans og afa-afa eins og ömmu-ömmubörnin hugga sig við. Blessuð sé minning hennar. Þórunn K. Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.