Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 19 2. Að boðið verði upp á lystuga næringarríka málsverði fyrir böm og unglinga í skólunum. Þegar það er orðið að veruleika, er fyrst von til þess að borgin nái að draga úr útgjöldum sínum, eða þeim „litlu 46 milljónum króna," — sem hún nú greiðir í kostnað vegna tannviðgera skólabama. Skólamáltíðir þykja sjálfsagðar hjá þjóðum sem láta sér annt um heilsu bama sinna. Hér á landi þylqa það aftur á móti sjálfsögð hlunnindi að hinir fullorðnu fái málsverði á vinnustað, en ekki bömin. í þessum efnum emm við íslendingar nánast á stigi fmm- stæðra þjóða, þar sem karlinn fær fylli sína fyrstur, síðan eiginkonan og þá elstu bömin. Þau yngstu fá svo afganginn ef eitthvað er eftir, annars ekkert. Heilsa og heilbrigði einstaklings er hans dýrmætasta eign. Bresti þar hinn minnsti hlekkur getur skaðinn orðið varanlegur. Það hlýtur því að verða takmark að fyrirbyggja skaðann, en jafn- hliða þarf að efla markvisst þekk- ingu á neyslu hollrar fæðu. Þannig verður best unnið gegn tann- skemmdum. Höfundur aér um þáttinn „Rétt dagsins “ í Morgunblaðinu. Málþing um heilbrigði barna á laugardaginn FÉLAG læknanema heldur mál- þing um heilbrigði barna laugar- daginn 5. aprU í Norræna húsinu. Dagskráin hefst klukkan 9.30. Fyrir hádegi verður fjallað um ofbeldi á börnum, en eftir hádegi verður rætt um slys á bömum. Málþingið er öllum opið. í fréttatilkynningu frá Félagi læknanema segir að Alþjóðasam- band læknanema hafi skorað á aðildarfélög sín að vekja athygli á heilbrigði bama í sínu heimalandi. Er þetta gert í samræmi við verk- efni Alþjóða heilbrigðismálastofn- unina (WHO), „Heilbrigði handa öllum árið 2000“. Félag læknanema við Háskóla íslands ætlar að vekja athygli á tveimur þáttum, ofbeldi á bömum og slysum á bömum. Framsöguerindi um ofbeldi á bömum, lagalegu hliðina, meðferð mála, afleiðingar, læknismeðferð, einkenni ofbeldis og fleira flytja Bjöm Líndal formaður bamavemd- arráðs, Gunnar Sandholt formaður bamavemdamefndar Reykjavíkur, Sverrir Bjamason bamageðlæknir, Pétur Ludvigsson bamalæknir og Hulda Guðmundsdóttir félagsráð- Ólafur Ólafsson landlæknir, Magnús Skúlason arkitekt, Amdís Hauksdóttir skólahjúkrunarfræð- ingur og Sveinn Már Gunnarsson endurhæfingarlæknir flytja fram- söguerindi um slys á bömum, hvar, hvenær og hvemig þau verða, slys í umferðinni, skólaslys, afleiðingar siysa og fleira. Pallborðsumræður verða að loknum framsöguerindun- um. Rit um húsaverndun TORFUSAMTÖKIN hafa sent frá sér rit um húsaverndun. I frétt frá Torfusamtökunum segir að tilurð þessa rits megi rekja til ráðstefnu um húsafriðun og húsavemdun sem Torfusamtökin gengust fyrir í nóvember síðastliðn- um. Á ráðstefnunni fluttu margir sérfræðingar í húsafriðunar- og húsavemdunarmálum erindi og ákvað stjóm Torfusamtakanna þegar að gefa þau út á prenti. Þessi höfundar lögðu til efni: Birgir H. Sigurðsson, skipulags- fræðingur, Guðrún Jónsdóttir arki- tekt, Hörður Ágústsson listmálari, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og Þovaldur S. Þorvaldsson forstöðu- maður Borgarskipulags Reykjavík- ur. Rauðhóla- Rannsý á ferð HITT leikhúsið sýnir gaman- söngleikinn Rauðhóla Rannsý eftir Claire Luckham á nokkrum stöðum á landinu á næstunni. Næstu sýningar verða í Sam- komuhúsi Vestmanneyinga föstu- daginn 4. apríl klukkan 20.30 og laugardaginn 5. apríl klukkan 15 og 20.30; í Bifröst á Sauðárkróki þriðjudaginn 8. apríl kl. 15 og 23 og miðvikudaginn 9. apríl kl. 15. og 20.30 og í Sjallanum á Akureyri föstudaginn 11. aprfl kl. 20.30, laugardaginn 12. aprfl kl. 16 og sunnudaginn 13. apríl kl. 20.30. (Fréttatilkynning;) ÁÆTLANA- GERÐ opinberra fyrirtækja og stofnana Það er einkennandi fyrir velferðarsamfélag að þáttur hins opinbera geira er mikill í almennri efnahagsstarfsemi. Hérlendis starfar nú um það bil fjórðungur vinnandi manna hjá ríki, sveitarfélögum og hálf- opinberum stofnunum, samanlögð skattheimta ríkis og sveitarfélaga var um 40% af vergri þjóðarframleiðslu árið 1984. Mikilvægt er út frá sjónarmiði samfélagsins svo og hinna einstöku stofnana, að ráðstöfun á verðmætum sé í sem mestu samræmi við markmið starfseminnar. Markmið: Markmið námskeiðsins erað fjalla um áætlanagerð sem stjórntæki fyrir forsvarsmenn opinberra stofnana og fyrirtækja til að ná sem bestum árangri í rekstri og stjórnun sinna rekstrareininga. Efni: Fjallaðverðurumnúverandi bókhalds- og áætlanakerfi ríkissjóðs svo og samskipti hinna mörgu aðila við gerð fjárlagatillagna fyrir fjárlög. Einnig verður fjallað um hvernig áætlun og bókhald geti orðið sem virkast stjórnunartæki til að ná settum markmiðum út frá takmörkuðum fjármunum. Lögð verður áhersla á að kynna þátttakendum ýmis hugtök s.s. þjónustustig, kostnaðartegundir og verð á þjónustu. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum opinberra fyrirtækja og stofnana sem vinna að stjórnun og áætlanagerð. Aðalleiðbeinandi: Gísli Arason. rekstrarhagfræðingur. A dstoðarleiðbeinendur: Þorvaldur Ingi Jónsson, deildarstjóri ríkisbókhalds. Finnur Sveinbjörnsson, fjárlaga- og hagsýslustofnun. Gestafyrirlesarar! Á námskeiðinu munu forsvars- menn fyrirtækja og stofnana kynna áætlanagerð í viðkomandi starfsemi. Stjúrnunarfélðg Isfdnds Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 ---------- ÍíTwm®.2Í2— 683 NAð7SKEIÐ 0* * afsláttur: Athugið að við veitum hjónum og systkinum 10% afslátt svo og öllum félagsmönnum Stjórnunarfélags íslands. Jafnframt vekjum við athygli á því að starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags Ríkisstofnana greiðir þátt- tökugjöld félagsmanna sinna á námskeiðum Mímis. 7. apríl Innritun í símum 10004 og 21655 GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Mímir IÁNANAUSTUM 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.