Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 55 Frú Þóra Ámadóttir, ekkja Krist- ins Armannssonar, rektors Mennta- skólans í Reykjavík, lést hér í Reykjavík á pálmasunnudag, hinn 23. mars, og verður jarðsett í dag. Hún varð gömul kona, tæplega 86 ára, og hafði skilað góðu dagsverki. Þóra fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit 11. júní árið 1900. Foreldrar hennar voru Auður Gísla- dóttir frá Þverá í Dalsmynni og séra Ámi Jónsson. Auður var seinni kona séra Áma. Átti Þóra tvö hálf- systkini og 6 alsystkini. Bæði hálf- systkini hennar, Þuríður og Jón, fluttust til Vesturheims og em þau bæði látin. Af bömum Auðar og séra Áma létust á undan Þóm Gísli, Þorbjörg og séra Gunnar. Eftir lifa Dýrleif, Inga og Ólöf. Þóra ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Skútustöðum, þar til hún var 13 ára, en næstu 3 árin á Hólmum f Reyðarfírði, þar sem faðir hennar var prestur síðustu æviár sín, og þar andaðist hann snemma árs 1916. Auður móðir hennar fluttist þá með böm sín til Reykjavíkur, þar sem hún rak matsöiu um langt skeið í Miðstræti 3. Auður lést 1962. Eftir komuna til Reykjavíkur var Þóra við nám í Kvennaskólanum, en hélt 1917 til Kaupmannahafnar, þar sem hún átti móðurbróður, séra Hauk Gfslason. í Kaupmannahöfn lærði hún sjúkranudd, sem þá var kallað, en störf nuddkvenna vom náskyid störfdm sjúkraþjálfara nú. Að námi loknu, 1921, var Þóm veitt starfsleyfí eftir þágildandi lögum um lækningaleyfi. Eftir það starfaði hún í nokkur ár sem nudd- kona í Reykjavík og rak um skeið stofu við Laufásveg með frú Sigrfði Jónsdóttur Snæland. Samtímis Þóm í Kaupmannahöfn var ungur stúdent, Kristinn Ár- mannsson. Hann var Snæfellingur, fæddur 1895, hafði lokið stúdents- prófi 1915 og þá haldið utan til tungumálanáms, og vom aðalgrein- ar hans latína og gríska. Þau Þóra felldu hugi saman og gengu f hjóna- band 1923, skömmu eftir að Krist- inn hafði lokið háskólaprófí. Hóf hann þá kennslu við Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann starfaði í 42 ár, síðustu 8 árin sem rektor. Allir sem Kristni kynntust minnast ljúfmennsku hans og fágunar. Var hann einstakur tungumálamaður og auk fommálanna, sem hann kenndi við MR og í Háskólanum, kenndi hann dönsku og ensku. Hann var einnig forystumaður í samtökum menntaskólakennara, í Dansk-íslenska félaginu, samdi og gaf út bækur og átti jafnan annríkt. Þau Þóra áttu alla tfð heimili f Reykjavík, síðan 1927 að Sólvalla- götu 29. Kristinn lést 1966, en Þóra hélt áfram heimili við Sólvallagöt- una allttil æviloka. Þóra og Kristinn eignuðust 4 böm. Á lífi em Þorbjörg, mennta- skólakennari, gift Áma Siguijóns- syni, Armann, sakadómari, kona hans er Paula Sejr Sörensen, og Ámi, læknir. Hann var fyrst giftur Erlu Cortes, en síðari kona hans er Asta Faaberg. Yngsta bamið, Auður Katrín, sem fæddist 1943, lést 1979. Þóra vann um skeið, sem fyrr segir, að því, sem hún hafði sérhæft sig til með námi erlendis, en aðal- störf hennar vom engu að síður heimilisstörfín. Hún hafði lifandi áhuga á störfum manns síns og gerði sitt til að þau tækjust sem best. Hún hlúði að bömum sfnum og síðar bamabömum og bama- bamabömum og fylgdist með hópn- um, sem sfðustu árin var æði stór, með lifandi eftirtekt. Vinum sfnum og fjölmennu frændliði sýndi hún ávallt umhyggju og velvild. Systur- s)mi hennar, sem þetta ritar, em minnisstæð mörg skemmtileg sam- töl við þessa látnu frænku, sum fyrir áratugum, önnur nýlega. Hún kunni frá mörgu að segja, og t.d. var henni hugstætt að minnast ís- lensku nýlendunnar í Kaupmanna- höfn fyrir meira en 60 ámm. Ekki man ég annað en hún bæri öllum vel söguna. Það er gott að hafa haft kynni af konu eins og Þóru Ámadóttur, sem með fordæmi sfnu vakti hjá þeim, sem hana þekktu, umhyggjusemi, alúð oggóðvilja. Þór Vilhjálmsson Ný útgáfa af sambyggóa tölvukerfinu Lotus 1-2-3 kemur til söluaöila á íslandi um miójan apríl Á sama tíma heldur Stjórnunarfélag íslands fyrsta nám- skeióió í notkun nýju útgáfunnar af Lotus 1-2-3 Lotus 1-2-3 er sambyggt kerfi töflu- reiknis, grafikforrits og gagnasafn- kerfis. Þaö er fyrst og fremst ætlað fyrir áætlanagerð og tölfræði úr- vinnslu hvers konar. Lotus 1-2-3 er söluhæsti töflureiknir- inn ( Bandarlkjunum, en takmarkanir kerfisins við meðhöndlun annarra stafrófa en þess enska.hafa hamlaö vinsældum þess utan Bandaríkj- anna. Nýjungar i þessari útgáfu eru m. a.: - Fullkomin meöhöndlun á Islenskum stöfum - Betri nýting á minni - Hraðvirkari - Nokkrar nýjar aógeröir Efni námskeiðsins: - Kynning á Lotus 1-2-3 - Útreikningar - Upþsetning reikniiíkana - Notkun llnurita, stöplarita og skifurita - Gagnavinnsla og fyrirspurnir - Forritun - Útprentun - Tenging vió önnur kerfi A Stjórnunarfélag Isjands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Leiðbeinandi er Bjarni Júllusson, deildarstjóri I Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun. Bjarni er nýkom- inn heim frá námi I Banda- rikjunum, þar sem hann lauk M. B. A. prófi og M. S. prófi I tölvunarfræði. NÁMSKEIÐIÐ ER EINNIG FYRIR NOTENDUR ELDRI ÚTGÁFU KERISINS. Tími og staður: 14.-17. apríl kl. 13.30 til 17.30 I húsakynnum Stjórn- unarfélags íslands að Ánanaustum 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.