Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 58
i' minnt sig meira á kvenhetjur fom- bókmenntanna en hún Ásta. Og hún var fom í lund. Þegar bæjaryfirvöld og aðrir valdaaðiljar á ísafirði hugðust láta Ástu yfirgefa gömlu ástfólgnu heimkynnin í Hafnarstræti 11, svo að þeir gætu klófest lóðina fyrir eitthvert óráðsíustórhýsið, varð þeim ekki kápan úr því klæðinu, og er saga að segja frá því, sem óþarft er að láta á þrykk ganga. Það var eins og á skapadægri. En það sannaði kynngikraft hennar og festu og bardagagleði — að fomum sið. 1975 var farið vestur á §örðu í ævintrýra- og lífsgleðileit og dvalizt lengst af inni í Laugardal við Djúp að Laugarbóli — og þar var andað að sér andrúmslofti úr Fóstbræðra- sögu. Og eftir að hafa lifað þar og hrærzt að hausti og fram á vetur í misjöfnum veðmm og við góðan eða illan leik á víxl, þá var betra að skilja svo margt, sem vex fyrir vestan. Næsti bær við Laugaból er Blá- mýrar, sem kemur við sögu í Fóst- bræðrasögu, en þar var garpurinn Þorgeir Hávarsson, fóstbróðir Þor- móðs Kolbrúnarskáld á Laugabóli — og það virðist engin tilviljun, að Ásta var af Blámýragrein Amar- dalsættar (sem sumir vesfirzkir kalla tjóma uppskerunnar ellegar „cream of the crop"). Ásta hefur verið mótuð af hinum foma anda hetjuslóðanna í Laugardal, því að hún ólst upp í Bolungarvík (fædd í Hnífsdal) hjá ömmu sinni Helgu Bjamardóttur sem ættuð var frá Hagakoti í Ögursveit og er því ná- skyld Öguvríkurbræðununum Her- mannssonum. Og svo að vitnað sé í þessar línur úr hinni fomu sögu, sem draga hvað skýrast upp mynd af skapgerð Ástu: „En þó var eigi undarligt, því at inn hæsti höfuð- smiðr hafði skapat ok gefit í bijóst Þorgeiri svá ömggt hjarta ok hart, at hann hræddist ekki, ok hann var svá ömggr í öllum mannraunum sem it óarga dýr. Ok af því at allir góðir hlUtir em af guði gervir, þá er ömggleikr af guði gerr ok gefinn í bijóst hvötum drengjum ok þar með sjálfræði at hafa til þess, er þeir vilja, góðs eða ills ...“ Og þar fram eftirgötunum. Þessi lífstónn í hetjusögunni einkenndi æviferil Ástu — og er það ekki of mikið sagt. Þetta haust, 1975, hófust fyrsti kynni greinarhöfundar af Ástu. Hann bauð henni á málverkasýn- ingu í gömlu herbúðir Hannibals, „vinar várs óvinarins" í kjallara Alþýðuhússins. Þar mætti hún og var elskuleg og fræðandi (hún var hafsjór af fróðleik). Einhvem veg- inn fannst manni myndimar og sýningin stækka eftir komu hennar. Sonum hennar hafði undirskráður kynnzt nokkmm og haft góða 98ei JÍfllA .8 fllJOAQUTMMIfl ,(HaAJaííUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 reynslu af — þeir hafa allir erft víkingslundina frá foreldmnum. Amgrímur heitinn (d. 1964) þótti athyglisverður bardagamaður í póli- tík, en á leið vestur á flörðu yfir í Vigur við ísafarðardjúp viidi það mér til happs að lenda í sömu káetu og hann — í talsverðum sjógangi — og fjári var hann fræðandi og skemmtilegur. Aftur og aftur var farið vestun ’78, ’80, '81, ’82 og ’83 - og alltaf urðu kynnin af Ástu á vissan hátt nánari — og alltaf var það eitt af fyrstu verkum manns, þegar vestur kom, að heilsa upp á „drottninguna í blómabúðinni" í Hafnarstræti 11, og alltaf var hafður sami háttur á af hennar hendi: „Farðu til hans Jónasar og fáðu þér það, sem þú vilt..." Og ekki þýddi að bregða við mótbámm. Þetta var fast ritúal eins og við hirð herkonungs. Búð Jónasar Magnússonar er í sama húsi og Blómabúðin — svo sem eins og eitt og hálft skref frá og þar mæta upp á d_ag hvem örlagakar- akteramir á ísafirði, sæúlfar og ofurmenni og garpar og ræða afla- bröð ... vín og stundum kvenfólk, ef svo ber undir. Þar var oft meira flörið, sérstaklega þegar sumir fengu sér pilsner „dagen derpá“ — já, sú var tíðin ... Það kom oftar en einu sinni fyrir, að hún bauð upp á loft til sín — í það allra helgasta — en hún bauð altaf inn í kamesið innaf bút- íkinni — og alls staðar vom myndir af bömum og barnabömum, vinum og velunnumm og gamlar myndir af Vestfjörðum — og þar ríkti sálar- friður eins og eftir marga hressilega bardaga „harða barðaga" eins og Laxness segist eitt sinn hafa heyrt einhvem Vestfirðing kalla harða ormstu. Eiuns og fyrr segir ólst Ásta upp hjá ömmu sinni Helgu, sem var ættgöfug kona og dulræn, en hún og Hermann sýslumaður á Velli í Rangárvallasýslu, sá sæmdarmað- ur, vom systkinaböm. Foreldrar Ástu vom Ríkey Jónsdóttir af Hjaltalínsætt og Reykhólamönnum yngri og Eggert Lámsson Fjeldsted. í karllegg var sú látna komin beint af Jóni indíafara. Ásta gekk í það allra helgasta á jóladag 1922, en brúðgumi hennar, Amgrímur, var þá kaupmaður og póstafgreiðslumaður í Bolungarvík. Áttu þau Ásta og Amgrímur heima í Bolungarvík til 1930 (en bjuggu hluta af þeim tíma í Skálavík, sem Ástu var tíðrætt um). Auk verzlun- arstarfa annaðist Amgrímur mörg opinber störf. Heimilið var fjöl- mennt frá byijun — að jafnaði 11—18 manns fastir heimilismenn. 1930 fluttu þau Ásta og Am- grímur að Mýmm í Dýrafirði og bjuggu þar fimm ár með glæsibrag og batnandi bú, enda þótt þetta tímabil væri almennt kallað kreppu- ár og hafi orðið mörgum bændum þungt í skauti. Hvfldi búskapur að meira eða minna leyti á Ástu. Maður hennar var að heiman oft- lega og jafnvel langtímum saman til að starfa að ýmsum félagsmál- um. 1935 fluttu Ásta og Amgrímur til ísafjarðar og keyptu efri hluta húseignarinnar að Hafnarstræti 11. Þar var heimili hennar æ síðan og þar gaf hún upp öndina með sinni persónulegu fomu reisn, þar sem hún sat við eldhúshomið yfir vest- firzku soðningunni sinni. Hún hafði fótavist fram á allra síðustu stund. Ekki má hjá líða að geta þess, að þau hjón keyptu á sínum tíma túnlóðir að Grænagarði, Stakkanesi og Þómtúni við Isaíjörð og ráku þar búskap af myndarskap, á meðan bömin vom enn í foreldra- húsum. Húsmóðurstörf og búsýsla vom aðalstörf Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted — og hún sló aldrei slöku við í þeim efnum, en auk þess sinnti hún ýmsum störfum í félagasam- tökum ísfírzkra kvenna — og munaði þar mikið um hana, að því að sagt er, og hvergi legið á liði sínu. Hún var fulltrúi Slysavamar- félagsins á ísafirði á þingum í Reykjavík. Hún vann ötullega að leiklistarmálum, hún stundaði list- rænan upplestur, svo að þar átti hú sér fáa líka. Og ekki má gleyma allri ræktinni hennar ræktun blóma og tijágróð- ure, í Stakkanesi og ekki sízt í Gvendareyjum á Breiðafírði, sem hún hafði keypt um 1950 og var hennar ástfóstur. 1957 hafði hún um sumarið af hjartagæzku lánað fyrrgreindri einkavinkonu ísfirzkri og undirekráðum Gvendareyjamar til dvalar og hugljómunar og ævin- týramennsku — og það út af fyrir sig er efni til frásagnar. Galdra- Loptur ólst upp í Gvendareyjum hjá Þormóði galdramanni og lærði þar sinn svarta galdur — og þetta er ein magnaðasta eyjan á öllum Breiðafírði. Og þar var ient í mesta lífsháska ævinnar á lekum pramma í lífróðri úr Brokey í breiðfírzkri röst og gegndarlaust beðnar Máríu- bænir allan tímann, á meðan sú ísfirzka beið á bakkanum í Gvenda- reyjum að fomum sið og fylgdist með því, sem verða vildi. Allt slíkt gefur sterku lifandi lífí gildi, Ásta sáluga, Gvendareyjar, lífróður lífs- ins og minning um galdur, sem sumar pereónur búa yfír eins og sú látna heiðurekona og víkingur að vestan. Trén stækka jafnt og þétt í Gvendareyjum eins og annar líf- gróður hennar Ástu, sem hún vann að og hlúði með bömum og bama- bömum, þessi harðgera kona með „svá öraggt hjarta ok hart, at hún hræddist ekki“. Að Hæðardragi, Stgr Minning: Jón Konráðsson Fæddur 29. júli 1893 Dáinn 19. mars 1986 Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns, Jóns Kon- ráðssonar. Jón var að mörgu leyti merkileg- ur maður. Hann var lágur vexti og gekk við tvo stafí vegna fötlunar í mjöðmum, sem hann átti við að stríða frá bamæsku. Þetta lét Jón ekki aftra sér frá daglegum störfum og áhugamálum sínum. Jón var einsetumaður alla tíð. Langan hluta ævinnar starfaði Jón við kennslu í Villingaholtshrepp, enda kennarí að mennt. Þar starfaði hann einnig mikið að félagsmálum, stofnaði m.a. ungmennafélagið Vöku. Eftir að hann fluttist til Selfoss árið 1944, hóf hann störf hjá KÁ, en jafnframt því kenndi hann heima hjá sér að Smáratúni 1. Eftir að Jón iét af störfum vegna aldure, fór hann að hafa meiri tíma fyrir aðaláhugamál sitt, en það var sauðkindin og allt sem viðkom henni. Um þetta leyti fór hann að huga að stofnun „Sauðfjárvemdar- innar", sem hann og gerði skömmu seinna ásamt nokkram vinum sín- um. Margir muna eflaust eftir til- kynningunum í útvarpinu frá Sauð- fjárvemdinni varðandi aðbúnað og umhirðu sauðkindarinnar. Milli Jóns og starfsfólks auglýsingadeild- ar ríkisútvarpsins tókst góð sam- vinna sem hann kunni vel að meta og var þakklátur fyrir. Jón þekkti fjölmarga bændur víðsvegar í Ámessýslu, sem gerðu honum þann greiða að fóðra eina og eina kind fyrir hann. Oft litu þeir svo við hjá Jóni þegar þeir voru á ferðinni og þá var nú kátt í höllinni, því það má segja að Jón gleymdi bæði stað og stund, því slíkur var áhuginn að frétta sem mest úr sveitinni. Ófáir vora þeir Selfyssingar sem litu inn til Jóns, annaðhvort til þess að spjalla um heima og geima eða rétta honum hjálparhönd. Þetta veitti honum miida ánægju og ör- yggi, og varð til þess að hann gat verið lengur heima hjá sér en ella hefði orðið. En það kom að því að kjarkurinn minnkaði og hann treysti sér ekki lengur til að vera einn. Þá fékk hann um stund inni í Sjúkrahúsi Suðurlands vegna þess að ekkert öldrunarheimili var til á Selfossi á þessum tíma, því miður. Vegna þrengsla í sjúkrahúsinu var hann síðan sendur til dvalar á Kumbaravogi í Stokkseyrarhreppi og var hann þar um nokkurt skeið. Á Stokkseyri kunni Jón illa við sig, einfaldlega vegna þess að þar tapaði hann svo til öllu sambandi við það fólk sem heimsótti hann á Selfossi. En um þetta leyti var sett á stofn dvalarheimili fyrir aldrað fólk á Selfossi, sem hlaut nafnið Ljós- heimar, og var Jón svo lánsamur að fá þar inni. Þvflík breyting á einum manni. Það var eins og hann hefði fengið þann stóra í happ- drættinu, svo glaður varð hann yfír vistaskiptunum. Mig langar til að þakka því fólki sem dreif í að koma þessu heimili á fót, því þörfín var mikil. Séretakar þakkir færi ég svo starfsfólki Ljós- heima fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót í garð Jóns. Að leiðarlokum leita margar góð- ar minningar á hugann um góðan félaga og vin. Hafi hann þökk fyrir allt. Björgvin Þ. Valdimarsson Birting afmæl- is- ogminning- argreina, Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Geir Guðmunds- son frá Lundum Útför Geire Guðmundssonar frá Lundum fór fram þriðjudaginn 1. apríl sl. en hann lést 21. mars sl. og hafði daginn áður náð áttugasta og öðra aldureári. Geir var sonur hjónanna Guð- mundar Ólafssonar bónda að Lund- um í Stafholtstungum í Borgarfirði og konu hans Guðlaugar Jónsdótt- ur. Þau vora mikilsvirt af öllum þeim er til þekktu fyrir reisn og myndarekap. Á hvítasunnu árið 1933 kvæntist Geir Þórdísi Ólafs- dóttur frá Sámsstöðum, mikilhæfri ágætiskonu. Geir hóf búskap að Lundum 1930 og bjó í tæp þijátíu ár eða til áreins 1959. Gestrisni og rausn ríkti á heimili þeirra Þórdísar. Kjördóttir þeirra er Ólöf, sem gift er Þorvaldi Jósefssyni og búa þau í Sveinatungu í Norðurárdal og einnig ólu þau Geir og Þórdís upp Ólaf Þ. Kristjánsson, skipasmið, sem kvæntur er Erlu Ingólfsdóttur. Þórdís Ólafsdóttir lést 15. febrúar 1980 og var það Geir mikið áfall. Fundum okkar Geire bar fyret saman fyrir réttum ijórðungi aldar, steinsnar austan Snorrabúðar á Þingvöllum á vorbjörtu sumarkvöldi og hefur sú umræða, er þar var vakin, eflst og þróast með þeim tilbrigðum og skarpleika, er vaka og andríki hefur megnað hveiju sinni og guðaveigar lífgað sálaryl. í þann mund höfðu þau heiðure- hjónin Þórdís Ólafsdóttir og Geir Guðmundsson brugðið góðu búi sínu á foðurleifð Geire að Lundum í Stafholtstungum og flutt heimili sitt suður til höfuðstaðarins, þar sem Geir hafði ráðist sem starfs- maður Landsbanka íslands. Geir varð þannig síðasti bóndinn af hinum sterka frændgarði, svo- nefndrar Lundaættar, er bjó að ættaróðalinu Lundum, en þar höfðu þá höfðingjar miklir, mann fram af manni af þeirri ætt, setið í yfír tvær aldir allt frá dögum forföður Geirs, Ólafs himnasmiðs, er lést 1789, _þá sonur hans Þorbjörn ríki, þá Ólafur og síðan Ólafur dannebrogsmaður, afí Geire. Lundaættin er ein fjölmennasta og kunnasta ætt í héraðum Borgar- Qarðar og þar kominn ættbogi mikill er víða kemur við sögu og má þar til að mynda nefna, að föðursystir Geire var hin merka kona, Ragnhildur í Engey, sem er formóðir Engeyjarættar hinnar yngri. Frændi Geirs, Pétur heitinn Benediktsson hafði skráð niðjatal Lundaættar, en það er óprentað. Lögvfsi samfara fésæld hefíir fylgt ættinni frekar en störf kierka eða geistlegar athafnir nema þá for- mennska í kirkjustjómun. Geir, sem frændur hans, era þekktir fyrir að fylgja fast eftir sínum skoðunum og hefur ætt þessi haft mikil áhrif í íslenskum stjómmálum. í umræð- unni hlífa þeir hvorki sjálfum sér né öðram, einarðleiki einkennir framgönguna og skarpskyggni. Þeir eru vinir vinum sínum. Á hlýlegu og þjóðlegu heimili þeirra Þórdfsar og Geire hér í Reykjavík var ekki síður gestkvæmt en á Lundum og mótttökur rausnar- legar, var heimilið í þjóðbraut og fljótt var þar vettvangur þeirrar þjóðmálaumræðu, er við yngri mennimir glímdum með okkur á háskólaáram okkar, þar sem þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og húsbóndinn hrókur alls fagnaðar og leiddi umræðuna af orðsnilld og festu frá voldugu fund- aretjóraborði sínu, sem er skatthol mikið og fomt, er áður var í eigu Straense. Við yngri mennimir sótt- um mikinn fróðleik og baráttuanda til þessarar borgfíreku kempu, er reyndist jafnan í viðhorfum sínum vera yngsti maðurinn í hópnum. í lífssýn Geire var ekki til kynslóða- bil, hinsvegar var hann óspar á að miðla til yngri mannanna af reynslu sinni og krafðist háttvísi af sér yngri mönnum og virðingu fyrir sönnum verðmætum. Oft hefur það sýnt sig, að vel hefði legið fyrir Geir að leggja stund á lögvísindi, enda margir af frænd- um hans meðal þekktustu lögfræð- inga Iandsins. Hann hafði ánægju af lögfræðilegum umþenkingum og oft lagði hann fyrir okkur flóknustu verkefni lögvísinda og lagði þá oft dijúgan skerf til umræðunnar. Slíkt hafðijafnan verið viðtekið að Lund- um. I því sambandi hafði hann oft á orði eins og Rómveijar forðum, að til þess að lögmaður teldist hæfur í íþróttinni yrði hann að treysta sér til þess að vinna rangt mál. Hinsvegar taldi Geir ekki sig- urinn unninn fyrr en réttlæti næðist og þannig yrði sigurvegarinn í deil- unni að snúa hinum ranga dómi við. Meginviðfangsefni umræðunnar vora hinsvegar íslensk stjómmál. í umræðu á málfundum gat Geir beitt glettni sinni á háttvísan hátt. En hann gat verið fastur fyrir og hafði fastmótaðar skoðanir. Mörg hnyttin svör hans eru orðin land- fleyg og honum lék jafnan létt orð á tungu. Jafnan var hann sannspár um þróun þjóðmála og úrelit stjóm- málaátaka. Hann var sniliingur í að kiydda umræðuna með tilvitnun- um í sögu lands og þjóðar, en þar bjó hann yfír mikilli þekkingu, en í ómfallinu gætti ríkrar ábyrgðar á velferð íslensku þjóðarinnar og samfylgdarmanna hans. Þannig varð kunningjahópur Geire stór og er hann nú kvaddur með mikilli virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning borgfíreka höfðingjans Geirs Guðmundssonar frá Lundum. Jón Oddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.