Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 Þingeyrarkirkja 75 ára Þingeyri. Hinn 9. apríl eru liðin 75 ár síðan Þingeyrarkirkja var vígð. Samkvæmt heimildum formanns sóknamefndar, Ólafs V. Þórðarson- ar, verður þessara tímamóta minnst með hátíðarguðsþjónustu í Þingeyr- arkirkju sunnudaginn 13. apríl. Að lokinni messu verður efnt til kaffi- drykkju í félagsheimilinu og gefst þá fólki kostur á að leggja fram fé til endurbóta á kirlq'unni með því að kaupa sér kaffi, því allur ágóðinn rennur til þessa verkefnis. Þegar hefur nokkuð verið unnið að við- haldi kirkjunnar, t.d. bekkir allir bólstraðir og lokið við að klæða brandgaflana til að fyrirbyggja leka. Fyrir dyrum stendur að skipta um alla glugga í kirkjuskipinu og verður sett tvöfalt gler í þá. Unnið er að smíði glugganna fyrir sunnan af fagmönnum, því mikið er í húfi að glata ekki upprunalegri mynd þeirra. Er þetta mjög kostnaðarsöm viðgerð, því eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, eru ótal smá- rúður í hveijum glugga. Þingeyrarkirkja var vígð á pálmasunnudag 9. apríl 1911 af þáverandi prófasti, Janusj Jónssjmi í Holti í Onundarfírði. Áður stóð kirkja á Söndum í Þingeyrarhreppi og hafði staðið um aldir, því vitað er með vissu að kirkja er komin þar snemma á 13. öld. Árið 1907 voru 618 íbúar í sókninni og það ár í nóvember er ákveðið að byggja kirkju á Þingeyri. Sandakirkja er þá mjög „lasleg" orðin og því talin þörf á nýrri kirkju og þar sem Þingeyri var að byggjast upp á þessum árum var afráðið að þar skyldi kirlqan rísa og nýr kirkju- garðurgerður. í sóknamefnd voru þá: Carl Proppé formaður Nathanael Móses- son gjaldkeri og Bjami Pétursson (skólastjóri) ritari. Prestur var séra Þórður Ólafsson fyrrverandi pró- fastur DýraQ arðarþinga, er setið hafði Gerðhamra í Mýrahreppi til 1905, eða áður en kirkjusóknum var Ijölgað f fírðinum. Söfnuðurinn eignaðist kirkjuna á fardögum 1909, en áður hafði hún verið eign konungs. Leitað var eftir lánum, er fengust, efnt var til „tombólu" (hlutaveltu) og almenn íjársöfnun fór fram, auk þess sem gamla kirkj- an átti nokkra fjármuni. Kirkjuna teiknaði Dýrfírðingurinn Rögnvald- ur Ólafsson arkitekt og var ákveðið að byggja kirkjuna úr steini í gotn- eskum stíl. Sumarið 1909 var hafist handa um að grafa fyrir gmnni, flytja að efni til byggingarinnar og girða kirkjugarðinn (trégirðing). Sumarið 1910 hefst sjálf smíðin og fluttur var sandur yfír fjörðinn úr Séð inn eftir Þingeyrarkirkju. Mýramel, alls 1150 tunnur, 6 menn ráðnir við steypuvinnu og yfírsmið- ur Bergsteinn Jóhannesson og annar við trésmíðina Jóhannes Ól- afsson þáverandi hreppstjóri Þing- eyrarhrepps. Þá voru ákveðin kaup á altaristöflu eftir Þórarin B. Þor- láksson, gefandi þess listaverks var Gramsverslun. Gerð vom kaup á efni, ljósahjálmum og lömpum og um veturinn, þegar kirkjan var komin undir þak, var hún máluð innan og ákveðið að kaupa orgel. Það kom 13. ágúst 1911. Gefin var kirkjuklukka árið 1911 og hver sjó- maður á þilskipum fenginn til að gefa einn físk úr róðri og hver trilla einn fisk, auk annarra íjáröflunar- leiða. Byggingarreikningur kirkju og kirlqugarðs hljóðar upp á 15.800 krónur — þar af til kirkjunnar 13.460 krónur. Lán námu alls kr. 8000 — alit hitt greiddu heimamenn strax, en eftir stóð skuld upp á 1.355 krónur. Til að greiða þá skuld vom sóknargjöld hækkuð um helm- ing og var svo um nokkur ár. Seinna vom gefin altarisklæði og altaris- dúkur, messuskrúði og kertastjak- ar, trébeð á grátur o.fl. „Skjal í hylki var látið undir tröppur kirkj- unnar og var þar skráð hver væri forsætisráðherra, hver biskup, hve- nær homsteinn kirkjunnar var lagð- ur (júlí 1910), hveijir væm í sóknar- nefnd, hver prestur, yfirsmiðir og arkitekt". Innsigli en „Drottinn þekkir sína“ og formálsorð: „Mín bygging stendur stöðugt." Eigend- ur Þingeyrar gáfu lóð undir kirkju og kirkjugarð. Þegar kirkjan er vígð em íbúar í sókninni orðnir 661, en Sandasókn náði þá frá DýraJjarðar- botni að Sveinseyri. Heimilda um Þingeyrarkirkja byggingarsögu kirkjunnar var aflað vorið 1984, er unnið var að gagna- söfnun vegna verkefnis 3. og 4. bekkjar gmnnskólans um: „Sönglíf- ið á Þingeyri og tengsl þess við kirkju, bamaskóla og sparisjóð." Ýmsar upplýsingar vantar þó, t.d. hver gaf kirkjuklukkumar, hver var eigandi Þingeyrar þá? o.fl. Starf- andi prestar Þingeyrarkirkju hafa verið: Þórður Ólafsson frá vígslu- degi til 1929, Sigurður L. Gíslason (1929—43), Þorsteinn Bjömsson (1943—50), Stefán Eggertsson frá 1950 til dauðadags 1978. Láms Þ. Guðmundsson prófastur í Holti í Önundarfírði þjónar Þingeyrar- sókn frá 1978 til 1982, að Torfí K. Stefánsson sækir um brauðið, en hann heldur utan til náms 1984 og við starfi hans tekur Gunnlaugur Garðarsson, en nú hefur Torfi sagt starfínu lausu. Þingeyringar munu því kjósa til prests á þessu afmælis- ári ef einhver sækir um brauðið. Gjaman vildum við geta haldið prestshjónunum lengur, sem er þó borin von, því þau hyggja á frekara nám erlendis. Ef af verður, missum við bæði prestinn okkar og konuna hans, sem er heilsugæsluhjúkmnar- kona okkar. „Verður þar skarð fyrir skildi". Organleikarar hafa verið eftirtaldir: Bjami Pétursson skóla- stjóri, Bjami Guðmundsson bóndi, Carl Ryden kaupm., Ólafur Ólafs- son skólastjóri, Baldur Siguijónsson smíðameistari, Guðrún Sigurðar- dóttir prestsfrú (kona Stefáns Eggertssonar) María Mercer frú (áströlsk) og Hanna Sturludóttir. Enginn organleikari er nú við kirkj- una en Tómas Jónsson (fyrrv. kenn- ari og skólastjórí) er stjómandi kirkjukórsins. Þegar Þingeyrar- kirlqa varð 60 ára 1971, birtist í Morgunblaðinu viðtal við séra Stef- án Eggertsson og leyfí ég mér að enda þessi skrif með glefsum úr þeirri grein. Honum fómst svo orð: „Það sem helst setur svip á kirkjuna að innan er loft hennar, sem er opið upp í mæni og með óvenjulegu, fögm og svipmiklu tréverki. Arið 1950 var kirkjan raflýst og 1952 fóm fram gagngerðar endurbætur á henni, veggir kirkjunnar þá ein- angraðir og hún múrhúðuð að inn- an, jafnframt var rafmagnsupp- hitun, snyrtiaðstöðu og fata- geymslu komið fyrir í henni. í tilefni 50 ára afmælis hennar var kirkjan máluð að innan og fagurlega skreytt af hjónunum Jóni og Grétu Bjömsson. Ári síðar var tum hennar endurbyggður og komið fyrir ljósa- krossi á honum, gjöf frá sjómanna- samtökum á Þingeyri." Síðar tíund- ar hann ótal góðar og fagrar gjafir er prýði kirkjuna, gjafír brottfluttra Dýrfírðinga, safnaðarins og félaga- samtaka þ. á m. skímarfont, sem Ríkharður Jónsson skar, Guð- brandsbiblíu, altarissilfur, messu- skrúða og altarisklæði o.fl. o.fl. — en getur í engu gjafa þeirra hjóna til kirlqunnar fyrr og síðar — en sóknarbömin muna allt er þau hjón- in gáfu og gerðu fyrir Þingeyrar- kirkju. Það yrði of langt mál að nafngreina alla, er fært hafa kirkj- unni góðar gjafír s.s. messuskrúða, altarisklæði, blómsturvasa, teppi á kór og söngpall, lampa, fermingar- kirtla o.fl. o.fl. auk peningagjafa. En fyrir nokkmm ámm gáfu böm séra Sigurðar L. Gíslasonar flóðlýs- ingu, sem lýsir kirkjuna upp í svartasta skammdeginu. Það er táknræn minningargjöf um góðan foður og glæstan kennimann, er fórst í snjóflóði vestur í Dýrafírði á leið til kirlq'u sinnar í Keldudal á nýársdag 1943. Þá varð dimmt yfir dölum Dýrafjarðar. Séra Stefán getur þess í lok viðtalsins 1961 „að Þingeyrarkirkja þyki góð til áheita". Það stendur óhaggað. Þingeyrarkirkja er með afbrigðum góð til áheita. Hulda. Fræðslunámskeið fyrir húsverði Þátttakendur á námskeiðinu fyrir húsverði og umsjónarmenn, ásamt leiðbeinendum, sem voru þriðji talið frá vinstri, sitjandi, doktor Guðni Jóhannesson, verkfræðingur, Kristján Ottósson, blikksmiða- meistari, á myndina vantar þá Gísla Jóhannsson, framkvæmdastjóra og Gunnar Ólason, umsjónarmann eldvama Reykjavíkurborgar. eftir Kristján Oddsson Er húsvarsla vanmetin eða óþörf? Gerir fólk sér grein fyrir því hve mörg tæki tilheyra húsbyggingunni sem það býr — og eða starfar í. Eru þessi tæki kannski óþörf: Loftræsti- og hitakerfí með síum, varmaskiptum, hiturum, rakatækj- um, blásurum, hljóðdeyfum, ristum, loftdreyfurum, mótorlokum, rofum og allskonar skynjurum og stillum sem kerfin samanstanda af. Eld- vamakerfí, reykskynjarar m/raf- hlöðum. Eldvamartæki: vatnstæki, kolsýrutæki, halontæki, þurrdufts- tæki, eldvamarteppi og vatnsslöng- ur á keflum. SjálfVirkur slökkvibún- aður (Sprinklerkerfi), neyðarlýsing. Þessum hlutum í byggingum er ekki gefin sú umhirða, sú reisn, né sú virðing sem ætti að vera og stofnað er til með kaupum tækj- anna. Það er ekki nóg að vera með góða sérþjálfaða þjónustuaðila úti í bæ sem koma í húsin einu sinni til tvisvar á ári eða oftar og yfirfara viðkomandi tæki. Við þurfum að hafa húsverði í húsunum, menn sem vita hve- nær kalla þarf á menn með sér- þekkingu. Gera þarf starfslýs- ingu fyrir húsverði og kröfu um sérþekkingu og skapa þeim möguleika á menntun t.d. með námskeiðum. Tækin eiga að vera í lagi alla daga ársins og rekstr- arkostnaði haldið i lágmarki. Fræðslumiðstöð iðnaðaríns hefur riðið á vaðið og komið á laggimar námskeiði fyrir þá menn er eiga að annast umsjón og daglegan rekstur bygginga og tækja þeirra, það er: húsverðir og aðrir umsjónar- menn húsa, sem sinna eiga þessum málum á hveijum stað. Á námskeið- unum er mönnum gefinn kostur á að auka þekkingu sína, meðal annars með því að hlusta á fyrir- lestra með myndskýringum. Skoðun loftræsti- og hitakerfa með verkleg- um æfingum þar á meðal verkleg- um æfingum og öllum gerðum handslökkvitækja. Svona námskeið skapa grundvöll og möguleika á að auka þekkingu húsvarða til að framkvæma þá hluti sem þeim eru nauðsynlegir og þarf að hafa yfirsýn yfír. Þannig skapast þeim þekking til að stjóma kerfun- um, vita um ástand tækja og bygg- inga, kalla á viðgerðarmenn strax og bilun verður og fylgja því eftir að viðgerðin sé framkvæmd. En ekki eins og nú er víða, að menn utan úr bæ eru fengnir til að kanna hvort kerfin og einstök tæki þeirra séu í gangi eða vinni ' rétt. Það er sagt að við gerum miklar kröfur til hýbýla okkar og þá ekki síður til opinberra bygginga, t.d. sjúkrahúsa, skóla og bamaheimila svo eitthvað sé nefnt. Við gemm einnig þær kröfur um búnað hú- sanna að sem flest tæki er skapa þægindi séu sett þar upp. Alltof oft er frágangi ábótavant og stillingu tækja, t.d. loftræsti- og hitakerfa. Það er undantekning við afhend- ingu húsa til rekstrar ef í húsunum eru skriflegar upplýsingar fyrir húsverði um stjómun loftræsti- og hitakerfa, samvirkum tækja og hvað þau eiga að vera stillt á. Við þurfum að gera átak til breytinga til betri vegar svo tækin sem keypt eru í húsin skili árangri eins og til er ætlast. Höfundur er formaður fræðslu- nefndar í blikksmíði. Starfar t\já Borgarverkfræðingi (Reykjavík, byggingardeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.