Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 46
98er JÍÍHA .8 JtJOAQtJTMMN .(JíðÁJaVIUðgOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL1986 Xh 46---- Minning: Friðrik Sigurbjöms- son lögfræðingur inni öllu því á milli himins og jarðar sem hreif huga hans. Og þetta voru ekki neinir dauðir safngripir í höndum Friðriks Sigur- bjömssonar, maður gat haldið að þetta væru lifandi hlutir gæddir persónuleika og jafnvel sál, þegar hann fór um þá höndum og sagði sögu þeirra. Friðrik var gæddur þeirri guðs- náðargjöf að geta orðið innilega hrifínn og það var margt sem gat vakið hrifningu hans, sem aðrir merktu ekki. Það má komast svo að orði, að Friðrik sá oft töfraheim, þar sem aðrir sáu gráan hvers- dagsleikann. Friðrik var um skeið lögreglu- stjóri í hinni fögru vestfírsku vík, Bolungarvík, Drottningu E>júpsins. Þá kynntist ég Friðriki fyrst og Halldóru Helgadóttur konu hans. Ég kom oft á hið skemmtilega heimili þeirra og alltaf var tekið á móti mér með sömu hlýjunni og innileikanum og hjá þeim átti ég margar ánægju stundir, enda kom ég hvergi jafn oft ogtil þeirra. Mér var harmur í hug þegar þau fluttust frá Bolungarvík og ég saknaði þeirra allan tímann sem ég átti eftir að vera þar, og enn er mér harmur og söknuður í hug, er ég kveð einn minn besta vin hinstu kveðju, Friðrik Sigurbjömsson. Þegar maður eins og Friðrik Sigurbjömsson deyr um aldur fram fínnst manni sem hljóðni á vegi og húmi að degi. Að lokum vil ég geta þess, að Friðrik hafði mikinn áhuga á leik- list, sem öðrum listgreinum, samdi hann t.d. skemmtilegt æfintýraleik- rit og leikstýrði þvf, þegar hann var í Bolungarvík. Ég votta Halldóm Helgadóttur og allri flölskyldu hennar mína innilegustu samúð og þakka íjöl- skyldu hennar margra ára hlýju og vináttu. Guð blessi framtíð ykkar og græði hann hamingjublóm á ævi- brautum ykkar. Æviskeið mannsins hefst með fæðingu og líkur með fæðingu til æðri sviða, þegar kallið kemur og nú hefur Friðrik hlýtt hinu hinsta kalli. Guð blessi minningu hans. Ingimundur Stefánsson Þann 20. þ.m. lést á Borgarspít- alanum Friðrik Sigurbjömsson. Er þar með fallinn maður með merki- lega sögu að baki sér. Hann var ekki aðeins góður maður, heldur einnig traustur vinur allra, sem umgengust hann. Friðrik var sá maður, sem vildi öllum vel, rejmdi að gera öllum til hæfís sem best sem hann gat. Mín persónulegu kynni af þessum manni hófust fyrir um 10 árum, þegar fjölskylda mín og ég flutt- umst í Skeijafjörðinn, þar sem Friðrik bjó ásamt fjölskyldu sinni í tignarlegasta húsinu sem þar var. Er það mér alltaf í fersku minni þegar ég fyrst kom að þessu húsi, þá 6 ára gamall. Var mér þá mætt með gelti tveggja hunda og má segja að þessir hundar hafí ekki aðeins verið þeir fyrstu, sem buðu mig velkominn í Skeijafjörðinn heldur verið tákn um Harrastaði, þar sem allir voru ávallt velkomnir og mér eins og öllum öðrum vel tekið af heimilisfólki. Þessi fyrsta heimsókn mín að Harrastöðum átti ,eftir að vera upphaf á stórskemmti- legum kjmnum mínum af þessari Qölskyldu. Eins og ég minntist á fyrr eru um 10 ár síðan ég komst fyrst í kynni við fjölskylduna á Harrastöð- um og á þessum tíma hef ég varið mörgum stundum með þeim í sumarbústað þeirra að Kiðafelli og einnig fékk ég að fara nokkrar ferðir í sumarhús þeirra í Ólafsey á Breiðafírðinum. Var Friðrik þar meðal allra sinna kærustu vina, fjölskyldu, hundanna sinna og síð- ast en ekki sfst allra fuglanna, sem áttu sér samastað í eyjunum hans. Fannst Friðriki hann bera ábyrgð á velferð þessara fugla og gerði hann allt sem í hans valdi stóð til að láta náttúruna um sín verk og láta hana verða fyrir sem minnstu ónæði og röskun af völdum manna. Við fráfall Friðriks fellur frá maður með mikinn viljastyrk og löngun til að gera öllum gott og að gera vel þá hluti sem honum var falið. Votta ég fjölskyldu Friðriks dýpstu samúð og óska henni alls góðs í framtíðinni. Kristján Bragason Síðan Dóra hringdi í mig og sagði að Friðrik væri dáinn, hafa minn- ingar frá liðnum árum hrannast upp í huga mínum. Mín fyrstu kjmni af Friðrik Sigurbjömssyni voru er hann kom til Bolungarvíkur til að taka við starfí lögreglustjóra þar. F'yrirrennari hans, Axel V. Tulinius, kom með hann á heimili mitt og bað mig að taka vel á móti eftir- manni sínum. Ég og maður minn vorum miklir vinir Axels. Ekki rejmdust þau Friðrik og Dóra síðri vinir okkar. Frá fyrstu komu þeirra til Bolungarvíkur var mikill sam- gangur milli heimila okkar. Friðrik var ákaflega hugljúfur maður. Hann átti svo mörg skemmtiieg áhugamál, sem hann hafði lag á að láta aðra njóta og taka þátt í með sér. T.d. komum við saman til að lesa skáldverk, sögur og ljóð, einkum voru ljóðakvöldin vinsæl. Einnig var komið saman og hlustað á góða tónlist. Friðrik var áhuga- maður um leiklist og stjómaði ýms- um verkefnum fyrir Kvenfélagið Brautin og fleiri aðila, sem störfuðu að þeim málum í Bolungarvík á hans tíð. Friðrik var mikill náttúru- unnandi. Hann þekkti fjölda fugla og jurta og var mjög fróðlegt að fara með honum í gönguferðir. Var hann góður leiðsögumaður og hreif mann gjaman með sér í frásagnar- gleði sinni og lotningu fyrir undrum náttúrunnar. Ég gleymi seint fögr- um sunnudegi 1955 er við fjögur fórum í gönguferð um sandinn meðfram sjónum. Víkin hafði fyllst af hafís nokkru áður og nú voru heljarstórir jakar landfastir. Þetta var stórkostleg sjón, ævintýraheim- ur. ísjakamir aliavega lagaðir með háum tumum og hellum, mjmduðu stóra borg. Þama undum við lengi dags og þama á milli ísjakanna ákváðum við að fara í utanlands- ferð. Við fórum í endaðan júní með Gullfossi til Edinborgar, þaðan með lest til London, þar sem við fengum bfl, sem við fórum á til Frakklands, Ítalíu, Sviss, Þýskalands og Dan- merkur. Þetta var fyrsta utanlands- ferð okkar hjóna og var okkur ógleymanleg alla tíð síðan og átti Friðrik mestan þátt í að svo varð. Hann var alveg einstakur ferðafé- lagi, fróður, ratvís og snjall að leysa tilfallandi vanda. Friðrik var lögreglustjóri í Bol- ungarvík í 10 ár og eignaðist þar marga góða vini, enda ljúft yfírvald. Eftir að þau hjónin fluttu til Reykja- víkur komu þau oft vestur í heim- sókn á haustin eða seinni part sumars, enda er sá árstími oftast yndislegur fyrir vestan. Við hjónin heimsóttum þau Friðrik og Dóm oftast þegar við komum suður og em mér ógleymanlegar yndislegar samvemstundir með þeim í sumar- bústað þeirra að Kiðafelli í Kjós. En árin líða, allt breytist, ég flyst til Reykjavíkur og missti minn mann. Þá er eins ög borgin gleypi mann og ferðum fækkar milli vina. Og síðustu árin hef ég ekki hitt Dóm og Friðrik nema á fömum vegi en samt fínnst mér þau ekki hafa fjarlægst þó vissulega fínni ég fyrir því, nú á kveðjustundu, að vel hefði ég mátt rækja vináttuna betur við þetta elskulega fólk. En gömul kjmni glejrmast ekki og vil ég að endingu þakka Friðrik Sigurbjöms- sjmi fyrir aliar samvemstundimar og innilega vináttu hans. Dóra mín. Ég veit að þú ert sterk og lætur ekki bugast. Guð styrki þig og þína nánustu. Ósk Ólafsdóttir Ég hitti vin minn Friðrik Sigur- bjömsson síðast réttri viku áður en hann lézt. Var hann þá að veita mér aðstoð við ákveðið verkefni er var árviss viðburður um hartnær tveggja ára- tuga bil. Það duldist ekki hve lífsþrek hans var þá mjög þorrið og að þessi aðstoð hans var veitt meira af vilja en mætti. Og þó átti hann enn eftir töluvert af sínum hvassa skilningi andspænis hinu áminnsta verkefni. Við hin miklu vegaskil Friðriks Sigurbjömssonar, hvarflar hugur minn til baka um röskra þriggja áratuga skeið. Ég var þá að hefja störf sem kirkjunnar þjónn í Bolungarvík vestur haustið 1954. Var þar um aukaþjónustu að ræða í tengslum við setningu að Stað í Gmnnavík. í þessu vestfírzka sjávarþorpi þekkti ég við komuna þangað ein- ungis tvær manneskjur og þó ekki nema takmarkað. Það vora lög- regslustjórahjónin: Friðrik Sigur- bjömsson og Halldóra Helgadóttir. En frá fyrstu stundu á heimili þeirra í Bolungarvík fann ég gerla, að þar var sönnum vinum að mæta. Þessi vinátta þeirra og gestrisni brást aldrei þann tíma allan er dvöl mín í Bolungarvík varði, eða í tæplega ár. Og víst vora þeir þónokkra fleiri er urðu ámóta vináttu og gestrisni aðnjótandi af hálfu þeirra hjóna. Viðkynningin við Friðrik Sigur- bjömsson varð mér ómetanlegur ávinningur. Þama fann ég fyrir fjölmenntaðan mann, ekki aðeins með kandidatspróf í sinni háskóla- grein, lögfræðinni, heldur var menntun hans víðfeðmari miklu og þá að sjálfsögðu mest á sjálfsnámi byggð. Því Friðrik Sigurbjömsson átti sér fjölmörg áhugaefni á ýmsum sviðum, svo sem t.d. í bókmenntum og listum, eins og t.d. myndlist, leiklist að ógleymdri tónlistinni. I því sambandi má þess minnast að hann efndi á heimili þeirra hjóna í Bolungarvík til músikfunda til að kynna sígild tónverk horfínna meistara. Friðrik Sigurbjömsson var að mínu mati húmanisti í hópi þeirra mestu er ég hef kynnst. Hann var óvenju skemmtilegur maður og á síðkvöldum í góðra vina hópi á heimili þeirra hjóna var stundin fljót að líða hjá og verða ekki neitt eins og Tómas sagði forðum í minnisverðu ljóði. Það var ekki einungis mannlffíð í þess margbreytilegu tilbrigðum er átti sér sívökulan skoðanda þar sem Friðrik Sigurbjömsson var, heldur og líf dýra og blóma. Því náttúraunnandi og náttúraskoðari var hann í ríkari mæli miklu en almennt gerist. í þessu efni sem og mörgum öðram vora þau hjónin einkar samhent. jí samræðum við Friðrik kom stundum fram að strengur guðstrú- arinnar var sterkur í bijósti hans, enda þótt hann hampi því að jafnaði lítt, enda kjmntist hann ungur og mótaðist af æskulýðsstarfi sr. Frið- riks Friðrikssonar. Eftir að dvöl minni í Bolungarvík lauk bar fundum okkar sjaldan saman næstu árin, enda þá orðin vfk milli vina. Síðar þegar þau hjónin vora flutt til Reylqavíkur, rifjuðust gömlu, góðu kynnin upp, en þá bar fundum helzt saman á einstaka Qölskyldu- hátíðum, en Halldóra eiginkona Friðriks er systir Herdísar eigin- konu sr. Ragnars Fjalars bróður míns. Eins og fram hefur komið, þá var það ætíð uppörvandi að eiga tal við Friðrik Sigurbjömsson, enda þótt á stopulum stundum væri, og fá miðlað af hans létta og græsku- lausa skopskjmi, að heyra bein- skeyttar athugasemdir hans um menn og málefni. Nú, þegar Friðrik Sigurbjömsson er allur, fínn ég bezt í hve stórri þakkarskuid ég stend við þau hjón- in. __ Ég bið þess þá og að hin eilífa miskunn Guðs umveQi vininn horfna á nýjum lífssviðum og hjálpi eiginkonunni hans elskuðu í hennar erfíðu sporam. Samhug minn og konu minnar heilan á hún og böm þeirra, svo og öldrað móðir hans og aðrir ást- vinir. Guð blessi minningu Friðriks Sigurbjömssonar. Stefán Lárusson Ég vil minnast í nokkram orðum undursamlegrar lífsreynslu, þegar við Friðrik tókum upp á því á miðjum aldri að endurlifa æskuvin- áttu okkar. Á jmgri áram höfðu spor okkar fléttast æði mikið saman, sem markaðist einfaldlega af því, að við ólumst upp á sitt hvora götuhom- inu, eins og tveir hliðverðir Fjölnis- vegarins. I tuttugu ár, máttum við varla hver af öðram missa, hittumst svo sem á hveijum degi, sátum saman í skólum, mynduðum með fleiram nágrönnum strákaklíku, sem köliuðust Smellar og sögur hafa farið af bæði innbyrðis og út- byrðis. En þar sem við síðan hossuðumst á lífsins öldum, fór okkur ekki betur en hinum fomu Grænlendingum, að floti okkar riðlaðist og urðum sumir að snúa aftur til sama lands. Þá gátu nálægð jafnt sem fjarlægð stíað okkur í sundur, hvort sem Friðrik var dómari með kaskejrti vestur í Bolungarvík eða blaðamað- ur og Dagbókarritstjóri niðrá Mogga. Vorið 1971 bað ég Friðrik að taka að sér útgáfu á stóra fuglabók- inni, um leið upphafíð að úgáfu Fjölva á bókum um náttúrafræði og aðra grandvallarþekkingu. Sjálfsagt gerðum við okkur ekki í bjrcjun mikla grein fyrir því út í hvað við voram að demba okkur. Bókin var upphaflega eftir tékkn- eskan fuglafræðing, en fuglalíf er svo nátengt hveiju þjóðemi, að hér varð að semja flest upp á nýtt. Þetta var óhemju starf, við urðum að ljúka tveggja ára verkefni á sex mánuðum. Friðrik var hinn mikli meistari, konungur fuglanna, en ég varð að koma inn sem sekreteri og vélritunarmeistari, mitt hlutverk að færa í stílinn, stytta og lagfæra (sem mér fannst þó alltof oft vera í því fólgið að skera niður og skemma), en Friðrik óð með mér um undralönd fuglanna, frá einum varphólmanum í annan. Þama endurlifðum við æsku okkar. Við voram ekki komnir til að lifa okkur upp úr bamaskapnum, heldur urð- um við böm á ný. Friðrik hafði sterkari tilfinninga- tengsl við íslenska náttúra en nokk- ur annar maður sem ég hef þekkt. í náttúrafræðiritum hans bæði títt nefndri Stóra fuglabók og kannski enn meir í stórfenglegri bók hans Sól skein sunnan, skapaði Friðrik paradís fuglanna. Sú paradísar- sköpun er að mínu áliti mikilvægara framlag til íslenskrar náttúrafraaði en margar nákvæmar doktorsrit- gerðir. Þorsteinn Thorarensen SVAR MITT eftir Billy Graham Þræll Jesú Krists Eg heyrði prestinn minn segja í predikun, að þegar við yrðum kristnir, yrðum við þrælar Jesú Krists. Eg vil ekki verða þræll neins. Við erum allir þrælar á einhveiju* sviði eða einhverra manna. Biblían segir: „Vitið þér ekki, að þeim sem þér frambjóðið sjálfa yður fyrir þjóna til hlýðni, þess þjónar eruð þér sem þér hlýðið, hvort heldur er syndar til dauða eða hlýðni til réttlætis? En ... þér voruð þjónar syndarinnar . .. og gjörðust þjónar réttlætisins eftir að hafa verið leyst- ir frá syndinni." (Róm. 6,16—18). Að dómi Biblíunnar er um tvennt að ræða: Við erum þrælar syndarinnar eða þrælar Krists. Eg vil heldur vera þræll Krists. Á dögum Rómveija voru bæði góðir húsbændur og slæmir. Væri húsbóndinn góður, mildur og skilningsríkur, átti þrællinn góða daga. Húsbóndi hans sá fyrir öllum þörfum hans. Hann bar umhyggju fyrir fjölskyldu hans. Hann studdi hann í veikindum, sorg og dauða. Lík er sú staða, sem okkur er veitt, þegar við verðum þrælar húsbóndans Jesú Krists. Biblían segir: „Guð minn mun uppfylla sérhveija þörf yðar eftir auðlegð sinni með dýrð fyrir samfélag yðar við Krist Jesúm.“ (Fil. 4,19). Þetta er bezta félagslega trygging sem til er. Hann fullnægir þörf okkar á kærleika, fyrirgefningu, samfylgd og styrk. Jesús kenndi að við yrðum annað hvort þrælar syndarinn- ar eða hans, frelsarans. Eg segir fyrir mitt leyti, að eg vildi heldur vera þjónn og þræll Jesú Krists en gegna æðsta embætti þjóðar okkar. Svo háleitt og heilagt er það að þjóna Kristi, að tilveran á himnum snýst um það. Biblían segir um himininn: „Þjónar hans munu þjóna honum. Og þeir munu sjá ásjónu hans.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.