Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3, APRÍL1986 sinni hefði eitt bamið sofíð við hlið- ina á henni, eitt fyrir ofan og það þriðja var í maganum. Þau ólu einnig dótturson sinn upp. Hann hefur reynst ömmu mikil hjálpar- hella, að öðrum ólöstuðum. Amma sagði oft (sem satt var): „Ég fermdi þau nítján." Eins og nærri má geta er af mörgum minningum að taka. Amma hafði mikinn áhuga á lestri, leiklist og skáldskap og handa- vinnu. Hún var mikill dýravinur og eru sumar sögumar af vináttu dýr- anna ævintýri líkastar. Árið 1969 komust fyrir hennar tilstilli 3 amar- ungar á legg í Gvendareyjum í Breiðafírði. Hún er heiðursfélagi fuglavemdunarfélagsins. I dag verður amma Ásta til moldar borin, hún mun hvfla við hlið síns elskaða eiginmanns, Am- gríms Bjamasonar, og sonar hans, Axels. Hávamál, sem og annar skáld- skapur, vom ömmu svo hugleikin. Því vil ég kveðja hana með orðun- um: Deyrfé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama; en orðstír deyraldregi, hveim er sér góðan getur. Ég og fjölskyldan vottum ætt- ingjum samúð okkar. Arnhildur Ásta Jósafatsdóttir Hún er horfín af sjónarsviðinu, þessi víkingakona að vestan, á 87. ári. Þegar fólk af slíkri manndóms- gerð eins og sú látna var segir skilið við jarðvist, er svo undarlegt, að þetta vel gerða fólk heldur áfram að lifa um ómuna tíð í verkum og minningum og í ótal mörgu öðm, sem það skilur eftir. Frú Ásta Fjeldsted Eggertsdótt- ir, sem bjó lengst af að Hafnar- stræti 11 á ísafirði var persónuleiki, sem enginn vogaði sér að gera sér dælt við ellegar misvirða, ellegar að elta ólar við, ef í harðbakka slægi. Hún var drottning í ríki sínu, hvar sem hún fór, en án allrar sundurgerðar og tilgerðar, enda komin af sterkum vestfírzkum og breiðfirzkum stofnum gegnum marga kynliðu. íslenska hugtakið ríkur merkir að uppmna til voldug- ur, en Ásta var rík, andlega rík kona — og fylgdi henni sérstakur kraftur eins og einkennir margt fólk fyrir vestan. Greinarhöfundur heyrði talað um frú Ástu fyrir herrans mörgum ámm af greindri vinkonu hennar frá ísafírði, sem starfaði um hríð með henni að félagsmálum og í leiklistarlífi í gamla höndlunar- staðnum. Hún sagði, að það hefði gneistað af Ástu þegar hún fór með kvæði, hvort heldur sem það var eftir Davíð frá Fagraskógi ellegar einhvem annan ellegar þegar hún vitnaði í fombókmenntimar, en allt hafði hún þar á hraðbergi. Sagði sú ísfirzka, að einkum væri sér minnisstætt, þegar Ásta fór með Helgu jarlsdóttur eftir Davíð á samkomum þama fyrir vestan — og innlifunin hafði verið svo sterk, að allir og allar hefðu hrifízt með. Ásta hafði stundað leiklist á ís- fírzku ijölunum ámm saman þrátt fyrir þungt heimili og alla bama- mergðina. Sjálf hafði hún eignast ellefu böm með manni sínum Am- grími Fr. Bjamasyni, ritstjóra Vest- urlands og prentara á ísafírði, en hann hafði verið kvæntur áður og eignazt átta böm, sem Ásta gekk í móðurstað. Segir kunnugur að það sé ekki of talið, að Ásta hafí lagt móðurhendur sínar að tuttugu böm- um. Einn dótturson sinn, Sigurð Sigurðsson, ól Ásta upp að fullu og öllu og auk þess dvöldust ýmis böm og unglingar um stundar sakir á heimili hjónanna. Má segja um Ástu eins og segir um jarl í fomri sögu, að öllum kom hún til nokkurs þroska. Svo að vitnað sé á ný til einkavin- konu Ástu eins og að framan grein- ir, þá hafði hún við þau orð, að engar konur, lífs eða liðnar, hefðu :57 © ... það er ekki það sama að selja og afgreiða Þetta er nýstárlegt námskeið í sölutækni sem samið hefur verið sérstaklega fyrir kaupmenn og starfsfólk í verslunum þar sem leggja verður áherslu á persónulega sölumennsku ef árangur á að nást. Á námskeiðinu verða þátttakendur þjálfaðir í því að byggja upp söluna og Ijúka henni. Unnin verða raunhæf verkefni í sölutækni fengin úr umhverfi þátttakandans. Námskeiðið er árangur af samstarfi Verslunar- skóla íslands og Kaupmannasamtaka íslands. Námskeiðstími: Mánud. og miðvikud. kl. 13.30—15.00, námskeiðið hefst 9. apríl nk. og Iýkur23. apríl. Kennsla fer fram í húsakynnum Kaupmannasam- taka íslands, Húsi verslunarinnar, 6. hæð. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Helgi Baldurs- son, viðskiptafræðingur. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Kaupmannasam- taka íslands, Húsi verslunarinnar, í síma 687811. Sölu- menn Námskeið í sölutækni II Námskeiö þetta er ætlaö svipuöum hóp og Sölutækni I, en þó getur það staðið alveg sjálfstætt, þannig aö ekki er nauðsynlegt aö hafa setið námskeiö I áöur. Efni námskeiðsins er m.a.: • Upprifjun (t.d. æviskeið • Uppbygging söluræðu • Sala í gegnum síma • Notkun spurninga viö s< • Samkeppnisaöstaöa • Markaösrannsóknir Stjórnunarfélag Ánanau-stum 15 • Sfmi: 621066 voru) DlU Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsrádgjafi. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Ritvinnslukerfið Word er tvímælalaust með fullkomnustu ritvinnslukerfum sem framleidd hafa veriö fyrir einkatölvur og er mest notaða ritvinnslukerfið i Bandaríkjunum. Word býður upp á mjög margar og öflugar aðgeröir varóandi ritvinnslu. Ekki hefur verið unnt að taka þær allar fyrjr á einu námskeiði. Því hefur Stjórnunarfélag íslands ákveðið að halda framhaldsnámskeið I notkun Word ritvinnslukerfis. Námskeiðið er ætlaö þeim sem sótt hafa nám- skeiö i ritvinnslukerfinu Word og eða þeim sem öölast hafa töluverða þjálfun i notkun þess. Leióbeinandi á framhaldsnámskeiðinu er Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen. Ragna hefur mesta reynslu allra í ritvinnslukennslu hérlendis. Efni m. a.:_____________________________________ □ Stutt upprifjun á ýmsum aðgeróum sem téknar voru á fyrra námskeiöi. □ Nýjar aðgerðir, s. s. prentun límmiða, fléttun vistfanga og texta, staðlaðar uppsetningar (style sheet), orðaskipting og stafsetningar- athugun (enska) ásamt ýmsum öðrum hagnýtum aðgerðum. □ Flutningur texta á diskettum til prentsmiðja. KVOLDNAMSKEIÐ MS. DOS STÝRIKERFI EINKATOLVA Innan þeirra fyrirtækja er nota einkatölvur er nauðsyn að hafa starfsmenn með þekkingu á innviðum og búnaði tölvukerfisins. Tilgangur MS. DOS- námskeiðanna er að gera starfsmenn sem hafa umsjón með einkatölvum sjálfstæða í meðferð búnaðarins. Þátttakendum er veitt innsýn í uppbyggingu stýrikerfa og hvernig þau starfa. Farið er yfir allar skipanir stýrikerfisins og hjálparforrit þess. Kennd verður tenging jaðartækja við stýrikerfi og vél og rætt um öryggisatriði og daglegan rekstur. Tími og staður: 7.-10. apríl kl.18.30-22.30 Ánanaustum 15 Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. Tími og staður: 15.-16. aprll kl. 18.30-21.30 Stjórnunarfélag ísjands Ánanaustum 15 ■ Sími: 6210 66 Stiórnunatfélaa íslands Ánanaustum 15 Sími: 621066 Sjá næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.