Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 14
ísafirði. Laug'ardagfinn 15. mars boðaði hafnarnefnd ísa- fjarðar til fundar með tæknimönnum frá hafnar- málaskrifstofunni og hags- munaaðilum á Isafirði um framtí ðaruppbyggingu hafnarinnar hér. Hafnar- stjórinn á ísafirði, Haraldur L. Haraldsson, stýrði fund- inum, en Hermann Guðjóns- son forstöðumaður tækni- deildar Vita- og hafnamála- skrifstofunnar flutti fram- söguerindi. En auk hans var mættur á fundinn Sigtrygg- ur Benediktsson umdæmis- stjóri Vita- og hafnarmála á Vestfjörðum með aðsetri í Reykjavík. Hermann gat þess að mesta vandamál hafnagerða á íslandi nú væri mikill samdráttur í fjárveiting- um frá ríkissjóði til hafnagerða. A MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 ræða, þar sem hann taldi fullvíst að núverandi samgönguráðherra myndi ráðast í álíka framkvæmdaáætlanir við hafnir landsins eins og hann hefði tekið upp með mjög góðum árangri í vegamálum. Halldór Hermannsson framkvæmdastjóri, sem um 15 ára skeið notaði Sundahöfn sem rækju- skipstjóri, var mjög bjartsýnn á uppbyggingu þar, en hann sagðist aðeins hafa þurft að yfirgefa höfn- ina tvisvar á þeim tíma með bát sinn vegna veðurs. Guðmundur Páll Einarsson stjómarformaður Skipasmíðastöðv- ar Marselíusar hf. sagði að í þijú ár hefði verið beðið ákvörðunar bæjaryfirvalda. um kaup á slipp- mannvirkjum, sem væri nauðsynleg forsenda þess að hægt væri að hefjast handa um frekari uppbygg- ingu, en um 10 ár væru síðan við- ræður hófust. Hann sagði að nú þegar hefðu 500—600 tonna skip verið tekin upp í skipabrautina, svo víst væri, að ekki þyrfti að bæta Hermann Guðjónsson forstöðumaður tæknideildar Hafnarmálastofnunar hafði framsögu á fundinum. Honum til hægri handar sitja hafnarstjórinn á ísafirði Haraldur L. Haraldsson og Sturla HaUdórsson hafnarvörður. ísafjörður: Umsvif við höfnina stóraukast en fjármagn skortir til framkvæmda AÐALSKIPUL AG ÍSAFJAROAR 198 1 - 2001 árunum 1975—1984 voru meðal- fjárveitingar til hafnamála 330 milljónir króna á ári á núvirði en heildarframlögin í ár væru aðeins 74 milljónir. Sagði hann að þau rök hefðu komið frá Alþingi að nú væru mestöll hafnarmannvirki á íslandi fullbyggð og því ekki þörf á meira fjármagni. Þetta væri alrangt eins og menn gætu glögglega séð hér í höfninni á Ísafírði þar sem saman hefði farið á mörgum undangengn- um árum, stækkun flotans aukning í komu aðkomuskipa og stóraukn- ingu í fraktflutningum og breyting- ar í gámaflutninga sem kallaði á mjög aukið landrými. Auk þess er gamla bátahöfnin orðin 50 ára gömul, en það er hærri aldur en þekkist í flestum höfnum Evrópu þar sem tæring hefur þá eytt stál- þilum eins og þar eru notuð. Á árunum 1975—1984 jókst löndun fískafla hér úr 24 þúsund lestum í 32 þúsund lestir og skipa- komum fjölgaði úr 710 skipum í 1641 áári. Tæknideild Vita- og hafnarmála leggur nú til, að næsti áfangi í hafnargerð hér verði bygging stál- þils við uppfyllingu í Sundahöfn og ásamt dýpkun og fýllingu sam- kvæmt kostnaðaráætlun upp á 31,2 milljónir og síðan frágang þar fýrir kr. 12 milljónir. Þá er gert ráð fýrír að byggja viðlegukant hjá skipa- smíðastöðinni sem er mjög aðkall- andi. Þá kom það fram að hugmyndir heimamanna um byggingu sport- bátahafnar í bugnum milli Skutuls- fjarðarbrautar og Hafnarstrætis væri mjög athyglisverð, en slíkar hafnir eru ekki styrktar af hafna- málafé ríkisins. Um 20 fundarmanna tóku til máls eftir framsögu Hermanns og voru menn mjög á öndverðum meiði um hvemig bæri að standa að fram- kvæmdum næstu árin, þó flestir væru sammála um verksviðið. Guðmundur Þórðarson bygginga- meistari sem situr sem varamaður í hafnamefnd lagði áherslu á skjót- ar úrbætur vegna þrengsla við nú- verandi aðstæður, hann taldi að leysa ætti vandann með framleng- ingu núverandi hafskipakants upp að s.k. Olíumúla og niður að skipa- smíðastöð og leysa þar í sameiningu vanda hafnarinnar og skipasmíða- stöðvarinnar. Þá benti hann á að engar straummælingar hefðu farið fram í Sundunum, en straumur er þar mikill ákveðna tíma dagsins. Kristján Jónsson hafnsögumaður benti mönnum á að gera yrði ráð fyrir bæði öldugangi og miklum straumi í Sundahöfn og varaði hann við dýrum framkvæmdum áður en niðurstöður fengjust í þeim málum. miklu við til að hægt væri að taka á land flesta vestfírsku skuttogar- ana. Það kom í ljós á fundinum að miklar vanefndir hefðu orðið hjá fjárveitingavaldinu, eftir að hafíst var handa við fyrsta áfanga vöru- hafnar í Sundahöfn. En á árunum 1981—1983 var unnið fyrir 32 milljónir að núvirði við hafnargerð sem að engum notum hefur komið. Hafnarstjórinn sem jafnframt er bæjarstjóri á ísafirði sagði að álagið á höfnina væri nú orðið svo mikið að ekki yrði við það unað lengur. Hann sagði að frá 1977 hefðu skipakomur tvöfaldast hér, en við- legupiáss einungis aukist um 56 metra sem er álíka og lengd skut- togara af minni gerðinni. Þegar til fundarins var boðað lá fyrir samþykkt hafnamefndar frá síðasta ári um að leggja til að næsti áfangi í hafnargerð yrði lenging hafskipakants að Olíumúla. Á hafnamefndarfundi sem hald- inn var í vikunni eftir þennan fund var ákveðið að falla frá þeirri tillögu en leggja til að farið yrði að tillögu vita- og hafnarmála um byggingu viðlegukants fyrir vöruflutninga- skip í Sundahöfn. Samkvæmt kostnaðaráætlun Hafnarmálastofn- unar frá 1. mars sl. kostar stálþil 27 milljónir, kantur ofaná 5 milljón- ir, þekja og lagnir 8 milljónir og gámaplan 3 milljónir. Dýpkun sem þá þyrfti að koma til svo hægt væri að nota viðlegukantinn kostar 15 milljónir, en hún mun jafnframt skila 1,5 hektara landsvæði við höfnina. Úlfar SKUTULSFJÖRÐUR Sturla Halldórsson hafnarvörður gat þess að í spá um umsvif hafnar- innar sem gerð var fyrir nokkrum árum hefði verið gert ráð fyrir að 50 þúsund tonn fæm um höfnina árið 1990, en á sl. ári hefðu farið þar um 80 þúsund tonn, þar af 4.500 tonn af gámafíski og útlit væri fyrir að þeir flutningar ykjust mikið á þessu ári. Þá gat hann þess að það sem af væri árinu hefði aukning á skipakomum orðið 38% frá síðasta ári. Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri lagði áherslu á að gera eitthvað fljótt vegna þrengslanna. Guðmundur Sveinsson bæjarfull- trúi lagði áherslu á uppbyggingu Sundahafnar og sagði að jafnframt yrði slippurinn að fá lausn sinna mála. Árni Sigurðsson bæjarfulltrúi vildi að hafíst yrði handa strax við s.k. Olíumúla, en síðan yrði hafíst handa í Sundahöfn. Þá lagði hann áherslu á ódýrari lausn á byggingu viðlegukants við slippinn sam- kvæmt tillögum starfsmanna þar. Hann undraðist það jafnframt að farið væri út í dýrar framkvæmdir eins og fyrirhugaðar væru í Sunda- höfn an þess að straummælingar væru gerðar. Þorkell Sigurlaugsson forstöðu- maður hagdeildar Eimskipafélags- ins og Tryggvi Tryggvason um- boðsmaður Eimskips á Isafírði gátu þess að flutningsmagn þeirra hefði tvöfaldast frá árinu 1978 og var um 30 þúsund lestir á síðasta ári, og á sama tíma hefðu skipakomur þrefaldast en á síðasta ári voru afgreidd 166 skip á vegum af- greiðslunnar, lögðu þeir megin- áherslu á framkvæmdir við Sunda- höfn. Kristján Jónasson forseti bæjarstjómar lagði áherslu á að haldið yrði áfram uppbyggingu Sundahafnar, þótt um dýra mann- Framtíðarskipulag hafnarsvæðisins. Loftmynd af Skutulsfjarðareyri tekin 1985. FLUGVOLLUR POLLURINN Ljósmyndir/Úlfar Ágústssoi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.