Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 31 Landsvirkjun um frétt Þjóðviljans: Fráleitt að Landsvirkjun hafi tapað 5 milljónum dollara Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar, telur frá- leitt að halda þvi fram, eins og gert var á forsíðu Þjóðviljans í gær, að „Landsvirkjun hafi með fjármálastjórn sinni tapað 5 milljónum Bandaríkjadollara í kjölfar skuldbreytinga á árun- um 1983—1985“. í athugasemd forstjórans, sem Morgunblaðinu barst í gær, segir, að fullyrðing- ar í þessa átt „byggðar á gengi sem enginn veit hvort í gildi verður þegar að gjalddögum kemur, geta aldrei orðið annað en staðlausir stafir“. Þjóðviljinn hefur það eftir Sig- uijóni Péturssyni, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og efsta manni á lista þess í borgarstjóm- arkosningunum í vor, að hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári hverfí allur og meira til vegna óhag- stæðra skuldbreytinga á árinu 1984. Stjóm Landsvirkjunar, sem er í eign ríkissjóðs, Reykjavíkur- borgar og Akureyrarbæjar, ákvað fyrir skömmu að greiða eigendum arð, samtals 44 millj. króna, með hliðsjón af góðri rekstrarafkomu 1985. Miðast arðgreiðslumar við 6% af eigin fjárframlög eigenda framreiknuð til ársloka 1985. Hér birtist í heild athugasemd Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Athugasemd við frétt Þjóð- viljans, miðvikudaginn 2. apríl, um skuldbreytingar Landsvirkjunar. A forsíðu Þjóðviljans í dag, 2. apríl, er fullyrt að Landsvirkjun hafí tapað 5 milljónum Banda- ríkjadollara við að breyta lánum í Bandaríkjadollumm í lán í jap- önskum yenum og svissneskum frönkum á vitlausum tíma eins og það er orðað, en við það hafí höfuðstóll þessara lána hækkað um 10,1 milljón Bandaríkjadollara. Að frádregnum vaxtaspamaði að fjárhæð 4,8 milljónir Bandarílqa- dollara sé tapið um 5 milljónir Bandaríkjadollara, sem gleypi hagnað Landsvirkjunar á sl. ári, en hann var um 253 milljónir króna. Þar sem hér er um að ræða rangar og villandi staðhæfíngar gerir Landsvirkjun eftirfarandi athugasemdir við þennan frétta- flutning Þjóðviljans. 1. Það er mjög mikilvægur liður í Qármálastjóm að leitast við MENNING VBHOBF ÍÞRÓTTIR Lundsvirkjwi Tapaði 5 miljonum dollara Skuldbreytingar mjög ólieppilcfiar. Fícrt úr dollnrwn i jcn oy jrunka á vitlauswn linni. Höfudslóll iveyyja lána hœkkadi um II). I milljón dollara. Vaxtasparnaöur 4,8 milljómir dolluru. Tupid: 5 milljónir dollara -yleypir haynaöinn á sl. ári 2. 3. að haga samsetningu erlendra skulda þannig með tilliti til gjaldmiðla að gengisáhætta sé í lágmarki á hveijum tíma. í því skyni er, eftir því sem láns- samningar leyfa, framkvæmd skuldbreyting af og til með það fyrir augum að breyta skuldum úr sterkum gjaldmiðlum í veik- ari og þá jafnframt í lán með lægri vöxtum, eftir því sem unnt er, þannig að draga megi sem mest úr lánsfjárkostnaði. Landsvirkjun hefur náð góðum árangri með skuldbreytingum af þessu tagi og þannig sparað vaxtakostnað á sl. þremur árum í verulegum mæli eða alls um 4,8 milljónir Banda- ríkjadollara. Skýringin á framangreindum ávinningi er sú að á árunum 1983 og 1984 var skuldum í Bandaríkjadollurum breytt í skuldir í japönskum yenum og svissneskum frönkum þegar Bandaríkjadollari var mjög sterkur gagnvart öðrum gjald- miðlum og vextir af lánum í Bandaríkjadollurum jafnframt mjög háir. Framangreindur spamaður sýnir og sannar að hér hefur tekist vel til og stenst því ekki sú fullyrðing Þjóðvilj- ans að hlutaðeigandi færslur úr dollurum í yen og franka hafí farið fram á röngum tíma. Ástæðan fyrir því að Lands- virkjun breytti lánum í Banda- ríkjadollurum á árunum 1983 og 1984 í lán í japönskum yenum og svissneskum frönk- um, en ekki í öðrum gjald- miðlum var sú, að með því móti var hægt að ná hvað hagstæð- ustum kjörum, auk þess sem aðrir lánamarkaðir voru þá ekki jafn aðgengilegir og sá japanski og svissneski. 4. Á árinu 1985 fór Bandaríkja- dollar að veikjast og var þá sú stefna því tekin hjá Landsvirkj- un að taka öll ný lán í Banda- ríkjadollurum. Hlutur Banda- ríkjadollars í heildarskuld Landsvirlq'unar er nú tæp 40%, sem telja verður hæfílegt hlut- fa.ll með tilliti til tekna Lands- virkjunar í Bandaríkjadoll- urum. 5. Rétt er að miðað við gengi í dag hefur höfuðstóll þeirra tveggja lána, sem tekin voru 1984 til að greiða upp lán í Bandaríkjadollurum hækkað um jafnvirði 10,1 milljónar Bandaríkjadollara. Hér ber hins vegar að hafa eftirfarandi í huga: a. Uppfærsla einstakra skulda miðað við gengi í það og það skiptið segir ekki allan sann- leikann. Utkoma sem þannig fæst um hve skuldin sé há í einni mynt eða annarri er því aðeins einhlít að skuldin eigi að greiðast upp þá þegar. Langt er frá að hér sé slíku til að dreifa, þar sem um er að ræða lán, sem ekki á að endur- greiða fyrr en á árunum 1989—1994. Það er því ekki á nokkurs manns færi að segja til um það hvaða gengi kemur til með að gilda þegar að skuldadögum umræddra lána kemur og sama gildir um öll önnur erlend Ián, Landsvirkjun- ar sem annarra. b. Skuldbrejrtingar Lands- virkjunar hafa óvéfengjanlega fært fyrirtækinu fé í aðra hönd með spamaði í vaxtagjöldum í beinhörðum peningum, en end- anlegt gengismat verður ekki lagt á höfuðstól lána fyrr en eftir á, annað hvort þegar þau hafa verið endurgreidd sam- kvæmt upphaflegum lánsskil- málum eða greidd upp með skuldbreytingum. c. Það er ekki hægt að ætlast til þess að skuldbreytingar geti átt sér stað í eitt skipti fyrir öll þannig að náð verði þeirri samsetningu skulda eftir gjald- miðlum að hún standist tímans tönn hvað hagkvæmni snertir og sé skuldaranum ævinlega jafn hagstæð á hveiju sem gengur í ölduróti gengisþróun- ar á hinum ýmsu fjármagns- mörkuðum heimsins. Skuld- breytingar verða því að. vera virkar á öllum tímum í þeirri viðleitni að skilja eftir sig meiri eða minni áþreifanlegan ávinn- ing. Leyfí ég mér að vona að fram- angreint verði til að upplýsa hversu fráleitt það er að halda því fram að Landsvirkjun hafí með fjármálastjóm sinni tapað 5 millj- ónum Bandaríkjadollara í kjölfar skuldbreytinga á árunum 1983—1985 eins og Þjóðviljinn staðhæfír. Fullyrðingar í þá átt, byggðar á gengi sem enginn veit hvort í gildi verður þegar að gjald- dögum kemur, geta aldrei orðið annað en staðlausir stafír. Virðingarfyllst, Halldór Jónatansson, forstjóri. Þessi 5—8 ára börn eiga greinilega framtiðina fyrir sér ef þau halda einbeitingunni sem geislar af þeim hér. Dansinn dunar Þ AÐ var glatt á hjalla í Laugar- dalshöll á skírdag. Þar var haldin heljarmikil nemendasýn- ing Dansskóla Hermanns Ragn- ars og lætur nærri að komið hafi fram um 500 dansarar frá þriggja ára aldri og upp undir nírætt. Með aðstandendum nemendanna voru í höllinni um 1.700 manns að sögn Hennýjar Hermanns danskennara. „Við leyfum öllum nemendum skólans að taka þátt í sýning- unni,“ sagði Henný. „Hópurinn er svo Ijölmennur, að hann rúmast hvergi nema í Laugardalshöll. Við sprengdum Broadway utan af okkur í fyrra. Það er sérstaklega skemmtilegt hvað nemendur eru á ýmsum aldri. Þeir yngstu eru þriggja ára en þeir elstu komnir undir nírætt." Yngstu bömin eru í svoköliuð- um jazz-leikskóla en einnig var sýndur jazz-dans, stepp, bama- dansar, gömlu dansamir og sam- kvæmisdansar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, var tjúttað og trallað af hjartans lyst við dynjandi tónlist. Eskifjörður: Hraðfrystihúsið tekur nýja skrifstofubyggingu í notkun ElldfirðL í síðustu viku tók Hrað- frystihús Eskifjarðar nýja skrifstofubyggingu í notk- un. Stendur hún við Strand- götuna gegnt frystihúsinu. Byrjað var á byggingu húss- ins í júli á síðasta ári og hefur hún tekið um átta og hálfan mánuð. Húsið er á tveimur hæðum og velbúið í alla staði og mikill munur á aðstöðu starfsfólksins frá því, sem áður var. Undanfarin ár hafa skrifstofur fyrirtækisins verið í þröngu leiguhúsnæði. Auk Hrað- frystihúss Eskifjarðar verður Jón Kjartansson hf. með skrifstofu í húsinu. Byggingarmeistari hússins Hin nýja bygging frystihússins á Eskifirði. Morgunblaðifl/Ævar var Bjarki Gísason. saltfískverkun og togarana Hólma- Hraðfrystihús Eskiflarðar rekur tind og Hólmanes. auk frystihússins loðnubræðslu, Ævar Það er aldrei of snemmt að læra sporin. Hér eru þær Henný Hermanns danskennari og Ingunn Magnúsdóttir aðstoðarmaður hennar með yngstu börnin úr jazz-leikskólanum. Það er fleira til en jazz-dans. Fólk á besta aldri stigur suður- ameríska dansa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.