Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3! ÁPRÍL1986 Elliglöp Framsóknar? eftírJón tsberg Nú virðist eiga að knýja fram frumvarp að nýjum sveitarstjómar- lögum og þá um leið að lama öll dreifbýlissveitarfélög í landinu. Nefndir hafa starfað á undanföm- um árum að endurskoðun sveitar- stjómarlaganna og þær hafa ekki haft erindi sem erfíði. Okkur er að vísu sagt að um afburðamenn sé að ræða, en það er ekki nóg að vera vitur ef viðkomandi þekkir ekki og kynnir sér ekki það mál sem umáaðfjalla. í fyrstu 8 köflum frumvarpsins —> em engin teljandi nýmæli ef lækkun kosningaaldurs er undanskilinn, nema ef sveitarfélag kemst í greiðsluerfíðleika. Það er nú sem betur fer ekki algengt og á þeim liðlega 100 árum sem núverandi skipun hefur haldist em slík tilvik sennilega teijandi á fíngmm ann- arrar handar. Það em þrautreyndir menn sem sömdu frumvarpið, er okkur sagt, en þeir virtust ekki þekkja aðstæður betur en það að ætlast var til að hver ný sveitarstjóm byrjaði á því að semja 5 ára áætlun þótt hún gæti allt eins búist við að sitja bara 4 ár og fyrsta árið er hún bundin af áætlun fyrri sveitarstjómar. •*► Þessu ákvæði hefur nú þingneöid breytt og fært niður í 3 ár. Og þessir ágætu menn ætluðu einnig að taka lýðræðið til bæna. Ákvæði var um að kjörin sveitarstjóm mætti ekki veita ábyrgðir nema 2/a sveitarstjómarmanna samþykktu. Ákvæði sem í raun var ekki fram- kvæmanlegt nema þar sem sveitar- stjómarmenn vom bara 3. Meiri- hluti í Qölmennari sveitarstjómum þurfti samkvæmt frumvarpinu að semja við minnihlutann um þessa ábyrgð. Það er sem ég sæi framan í Davíð borgarstjóra að knékijúpa miðhlutaflokkunum til þess að geta veitt ábyrgð. Sem betur fer felldi þingnefnd niður þetta ákvæði þess- ara „reyndu sveitarstjómarmanna" sem sömdu frumvarpið. Vafalítið er ætlunin að styrlq'a sveitarfélögin en það gerist ekki með því að sundra þeim. Ákvæði em um byggðasamlög sem er nýtt nafn á samvinnu sem hefur verið milli sveitarfélaga undanfama ára- tugi. Það er ekkert nýtt ákvæði nema vilji sveitarfélag draga sig út úr samstarfinu fær það ekki endur- greiddan eignarhluta sinn nema á 20 ámm. Hinsvegar er það nýmæli að nú á að ganga af sýslunefndunum dauðum. Þær em þó samvinnu- nefndir sveitarfélaganna. Þær hefði ' því átt að styrkja eins og lagt hefír verið til með því að láta sveitar- stjómir eiga beina aðild að þeim. Hjá mörgum hefír gætt óánægju með að sýslumaður skipaður af rík- isvaldinu væri í sýslunefnd. Það skiptir ekki sköpum þótt hann falli Jón ísberg „Þess vegna skora ég á þingmenn flokksins að láta ekki misvitra fram- sóknarmenn teyma sig á asnaeyrunum til þess að fremja óhappaverk sem erfitt verður að bæta fyrir o g hreinlega fella frumvarpið ef ekki fást fram á því endurbætur." út. Hins vegar ætti að gefa aðlögun- artíma, t.d. 4 til 8 ár, einkum fyrir smærri sýslumar. Til þess að friða þá sem hafa hom í síðu sýslumanna mætti taka af þeim atkvæðisrétt- inn. Það skiptir ekki máli hvort nefnd- in heitir héraðsnefnd eða sýslu- nefnd, ef hún bara þjónar því ætlun- arverki að vera sveitarstjómum og þá fyrst og fremst dreifbýlishrepp- unum til gagns. Með þeim tillögum sem liggja fyrir er verið að sundra sveitarstjómunum en ekki sameina. Framsóknarmenn hafa talið sig málsvara hinna dreifðu byggða og þar hafa þeir fengið mest af fylgi sínu. Oft hafa gjörðir flokksins orkað tvímælis en ég efast ekki um að þeir hafa viljað landsbyggðinni vel, þótt deila megi einnig um ár- angurinn. En enginn er óskeikull. Nú er flokkurinn um sjötugt. Ef til vill má flokka það undir elliglöp, að hann skuli nú ganga fram fyrir skjöldu og vilja sundra aldagömlu samstarfí sveitarfélaganna með ví að leggja niður sýslunefndina. staðinn vilja þeir láta koma mörg samlags félög sem fæst geta veitt sér þann munað að ráða fastan starfsmann. Þau verða því síður fær um að taka að sér verkefni frá ríkis- valdinu sem allir tala um án þess að skilgreina það nánar. Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur og auðvitað greinir menn á um ýmis mál. En okkar höfuð styrk- ur er og hefur verið að leysa málin á þann veg að allir geti sæmilega við unað. Þegar um svæðisbundin mál hefur verið um að ræða hefur vilji þeirra sem málið varðar fyrst og fremst verið virtur og reynt að koma til móts við skoðanir þeirra. Nú virðist eiga að fara aðrar leiðir. Við sjálfstæðismenn út um land í hinum dreifðu byggðum viljum ekki slíka forustu. Við viljum að fullt tillit sé tekið til vilja okkar. Ég veit að við eigum stuðning flölda annarra sjálfstæðismanna í þétt- býli, t.d. fulltrúa unga fólksins á tveimur síðustu landsfundum. Þess vegna skora ég á þingmenn flokks- ins að láta ekki misvitra framsókn- armenn teyma sig á asnaeyrunum til þess að fremja óhappaverk sem erfítt verður að bæta fyrir og hrein- lega fella frumvarpið ef ekki fást fram á því endurbætur. Eða með öðrum orðum reynt verði að efla og styrkja sveitarfélögin með sam- vinnu, en ekki að sundra þeim. Við þá sem aðhyllast fylkjaskip- un vil ég segja þetta: Við erum öll sammála um að styrkja heimastjóm héraða. Öflug sveitarfélög veita mestu heimastjóm vegna nálægðar við fólkið í landinu. Hugsjónir eru allra góðra gjalda verðar, en það er raunveruleikinn sem við verðum að glíma við. Stjómarskráin okkar hefur verið í endurskoðun síðan 1944 og ekkert gengur. Takið þið því heldur beinan þátt í þróuninni og eflið sveitarfélögin. Öflug sveit- arfélög geta svo, ef vilji er fyrir hendi og aðstæður þær í þjóðfélag- inu komið á fylkjaskipun sem þá kæmi í stað fjórðungssambandanna sem nú em. Eins og er fæst það ekki í gegn. Og það fæst aldrei f gegn ef efla á miðstjómarvaldið á kostnað dreifbýlisins eins og nú vitandi eða óvitandi er stefnt að. Höfundur er sýslumaður Hún- vetninga. hvað er það? AFS - -, eftír Sólveigu Karvelsdóttur Þótt nú séu liðin tæp 29 ár síðan ísland gerðist aðili að samtökum AFS em þeir færri hér á landi sem þekkja eitthvað til þeirra eða vita hver tilgangurinn er með starfí þeirra. Þau ár sem liðin em frá því að samtökin vom stofnuð hefur starf þeirra farið hljótt. Kraftamir hafa fyrst og fremst farið í það að halda gangandi margþættu starfí en auglýsing og kjmning á starfinu lent út undan. Úr þessu vil ég að nokkm bæta með eftirfarandi grein. ^Stofnun AFS Bæði í fyrri og seinni heimsstyij- öldinni störfuðu bandarísskir sjálf- boðaliðar að því að flytja særða hermenn af vígvöllunum í Frakk- landi og koma þeim undir læknis- hendur. Þegar styijöldinni lauk ákváðu þeir að gera allt sem þeir gætu til þess að koma í veg fyrir að hörmungar stríðsins endurtækju sig. Þeir álitu að ef hægt væri að auka kynni milli þjóða heims og upplýsa fólk betur, þá yrði erfíðara að etja því saman til styijaldar. Þeir bundu einkum vonir við ungt fólk og komu því af stað nemenda- skiptum. Samtökin kölluðu þeir American Field Service, en undir •^því nafni störfuðu hjálparsveitimar á vígvöllunum. Samtökin verða alþjóðleg í upphafi vom nemendaskiptin milli Frakklands og Bandaríkjanna og síðan einnig milli Þýskalands og Bandaríkjanna. Smátt og smátt bættust ný lönd við, en alltaf var annað landið Bandaríkin. Fyrir til- stuðlan íslensk-ameríska félagsins bættist ísland f þennan hóp árið 1957. Svo kom að þvf að Evrópulöndin töldu fulla þörf á að þau skiptust á nemum innbyrðis og fljótlega upp úr því breyttust samtökin í alþjóðleg samtök. Nafnið American Field Service var þá lagt niður en upp- hafsstafimir AFS látnir halda sér. Samtökin heita því ekki American Field Service eins og margir halda „Samtökin leggja áherslu á að fræða ungt fólk um menningu og lifnaðarhætti annarra þjóða með beinum kynnum og tengslum.“ sem ekki þekkja vel til, heldur AFS Intemational Intercultural Pro- grams. Hér á landi heita samtökin AF^ á íslandi, alþjóðleg fræðsla og samskipti. Stafurinn A er látinn standa fyrir alþjóðleg, F fyrir fræðsla og S fyrir samskipti. EFIL Árið 1974 stofnuðu AFS-félögin f Evrópu með sér samtök til þess að geta unnið meira og betur að málefnum sem varða Evrópu sér- staklega. Þau samtök nefnast European Federation for Intercult- ural Leaming, skammstafað EFTL. Bæði Efnahagsbandalagið og Evr- ópuráðið hafa styrkt EFIL til ýmiss konar menningarstarfsemi svo sem ráðstefnu- og námskeiðahalds og hefur það gert Evrópulöndunum kleift að hafa mun meira samstarf en ella hefði verið. Samtök sjálfboðaliða Talið er að AFS-samtökin séu ein stærstu samtök sjálfboðaliða í heiminum. Um 100 þúsund sjálf- boðaliðar eru nú starfandi í 69 löndum í öllum heimsálfum. Þeim til halds og trausts eru tiltölulega fáir launaðir starfsmenn. Enn í dag eru nemendaskipti meginviðfangsefni samtakanna en á síðari árum hefur í æ ríkari mæli verið reynt að ná til annarra þjóðfélagshópa og opna þeim mögu- leika á svipaðri reynslu. Sem dæmi má nefna að mörg EFIL-lönd standa fyrir svokölluðu „Young Workers Program", en það eru skipti á ungu verka- og iðnaðar- fólki. Það fer til annars lands, dvelur hjá þarlendri fjölskyldu og vinnur svipuð störf og það gerði í sínu heimalandi. Þetta er hliðstætt því sem Norðurlöndin ætla að bjóða ungu fólki í sumar og kallast Nordjobb. Nýr þáttur í starfi sam- takanna er aðstoð við þróunarlönd sem felst í því að útvega kennara til starfa í löndum þar sem kennara- skortur er mikið vandamál. Menningar- og fræðslusamtök Samtökin leggja áherslu á að fræða ungt fólk um menningu og lifnaðarhætti annarra þjóða með beinum kjmnum og tengslum. Með því að auka þekkingu og víðsýni fólks, eykst skilningur þess og virð- ing fyrir menningu annarra þjóða og þjóðarbrota. Það er töluverður munur á því að koma sem ferða- maður til einhvers Iands eða að dvelja þar og taka þátt í daglegu lífí, starfí og umræðu. Þeir sem farið hafa sem skiptinemar til annarra landa eða hafa af annarri ástæðu dvalið §arri ættlandi sínu eru sammála um að sú reynsla hafí haft veruleg áhrif á viðhorf þeirra til umheimsins og jafnframt aukið skilning þeirra og virðingu fyrir eigin þjóðmenningu. Viðsjár í heiminum Frá því að seinni heimsstyijöld- inni lauk hafa viðsjár i heiminum aldrei verið meiri og ástandið verður sífellt ótiyggara. Þessu má líkja við stórt hverasvæði þar sem víða bull- ar og kraumar og enginn veit hvar næst gýs. Á milli vellandi pollanna virðist heilt en í raun er þar engu treystandi. Þjóðemisrígur eykst, minnihlutahópar mæta aukinni andúð og átök milli þjóðarbrota og kynþátta verða algengari. í Evrópu hefur andúðin á minni- hlutahópum orðið sífellt meira áber- andi. Talið er að nú séu milli 15 og 20 milljónir farandverkamanna og innflytjenda í iðnríkjum Vestur- Evrópu. Þetta hefur margþættan vanda í för með sér og þótt stjóm- völd hafí reynt að greiða götu þessa fólks á ýmsan hátt dugar það skammt. Þetta fólk býr mjög ein- angrað, heldur fast í siði og venjur og hefur takmörkuð samskipti við heimamenn. Þekkingarleysi og skilningsleysi á ólíkri menningu þeirra veldur stöðugum árekstrum. Þegar atvinnuleysi jókst í Evrópu jókst jafnframt andúðin á þessu fólki. Jafnvel á Norðurlöndunum þar sem fólk hefur þótt hvað fijáls- lyndast hefur andúðin magnast. í nokkmm löndum hefur komið til átaka. Svona er nú ástandið í Evrópu sem getur státað af hvað bestri almennri menntun og þekkingu. í Morgunblaðinu 4. mars birtist grein eftir ívar Guðmundsson sem bar yfírskriftina „Á ári friðarins er heimurinn grár fyrir jámum“. Þar segir hann að talið sé að 25 milljón- ir manna séu undir vopnum í heim- inum og telur síðan upp þau her- gögn sem þeir hafa til umráða. Þar segir einnig: „Á þeim rúmlega 40 ámm, sem liðin em frá því seinni heimsstyijöldinni lauk, hafa 20 milljónir hermanna fallið í 150 stríð- um í 71 Iandi.“ Hvert stefnir og hvaðertil ráða? Abyrgð almennings Almenningur má ekki varpa allri ábyrgð á þessum vanda yfír á herð- ar ráðamanna né heldur má ætla þeim einum að leysa hann. Við verðum einnig að leggja eitthvað til. Ég hverf aftur til þeirra hug- sjónamanna sem stofnuðu AFS- samtökin og töldu að með því að auka kynni milli þjóða og upplýsa fólk betur yrði erfíðara að etja því saman til styijaldar. Ályktun þess- ara manna var rétt og nú er enn brýnna en áður að auka kynni og tengsl milli einstaklinga ogþjóða. Fleiri fjölskyldur vantar Ein traustasta leiðin til að auka þessi kynni er að fínna fleiri §öl- skyldur í hveiju landi sem em til- búnar að leggja sitt af mörkum með þvi að taka á móti skiptinemum til dvalar. Unga fólkið hefur vilja og löngun til að kynnast annarri menningu og ólíkum lifnaðarhátt- um en það veltur einnig á skilningi og vilja hinna fullorðnu hvort þessi menningar- og vináttutengsl nást. Því fleiri íjölskyldur, því fleiri nemar. „Til framandi landa ég bróður- hug ber“, orti Stefán G. Stefánsson. Þetta er vonandi viðhorf okkar allra og náin vinátta við einstakiinga og fjölskyldur í öðmm löndum færir okkur þau tilfínningatengsl sem e.t.v. skortir á. Höfundur er kennari í Reykja vík. Tónleikar á Borginni í kvöid, fimmtudag, verða haldnir tónleikar á Hótel Borg. Þar koma fram hljómsveitirnar Bylur og Blúsbrot. Hljómsveitin Bylur hefur starf- að um nokkurt skeið, en þetta verða fyrstu tónleikar hennar á þessu ári. Hljómsveitin Blúsbrot er ný af nálinni og flytur blús 0g blúsafbrigði. Þessir tónleikar verða fmmraun hljómsveitarinnar á opinbemm vettvangi. Tónleikamir hefjast klukkan 21.30 og lýkur þeim um miðnætti. Fréttatilkynning Bylur Hljómsveitin Bylur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.