Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 Þinglausnir framundan: Forgangsmál ráðast í vikunni Fundað um vinnulag síðustu starfsviku Aðalbygging sovéska sendiráðsins i Reylgavík. Á Alþingi liggur frammi fyrirspurn nnn framkvæmd þingsályktunar um takmark- anir á umsvifum erlendra sendiráða hér á landi. Forsetar þings, formenn þingflokka og ráðherrar funda næstu daga um verklag þings- ins á síðustu starfsvikur þess, sér í lagi um forgangsmái, sem lögð verður áherzla á að af- Fyrirspurnir: Umsvif erlendra sendiráða Meðal nýrra fyrirspuma þingmanna til einstakra ráð- herra era fyrirspumir um tak- mörkun á umsvifum erlendra sendiráða, um sparnað í ráðu- neytum og ríkisstofnunum, um eftirlaun aldraðra, um sparaað hjá Tryggingastofnun rikisins og um takmörkun á yfirvinnu ríkisstarfsmanna. Gunnar G. Schram (S.-Rn.) spyr utanríkisráðherra „með hvaða hætti hafi verið staðið að framkvæmd þingsályktunar frá 13. júní 1985 um takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða hér á landi?“ Helgi Seljan (Abl.-Al.) spyr tryggingamálaráðherra, hvort hann hyggist „beita sér fyrir breytingum á lögum um eftirlaun aldraðra þannig að lífeyrisþegar, fæddir eftir 1914 njóti viðbótar frá umsjónamefnd eftirlauna ef réttur þeirra er mjög skertur hjá eigin lífeyrissjóði?" Kristín Halldórsdóttir (Kl.-Rn.) spyr fjármálaráðherra, „hvaða reglur gilda um ferða- og bflakostnað, risnu og aðkeypta þjónustu af ýmsu tagi á vegum ríkisins, hefur þeim reglum verið breytt eða á annan hátt reynt að ná því markmiði sem sett var við afgreiðslu ijárlaga fyrir árið 1986 um 120 m.kr. lækkun rekstrar- kostnaðar í ráðuneytum og ríkis- stofnunum?" Sami þingmaður spyr fjármála- ráðherra, „hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að mæta 150 m.kr. spamaði í starfsemi Trygginga- stofnunar ríkisins sem stefnt var að við afgreiðslu fjárlaga 1986?“ Loks spyr Kristín sama ráð- herra, „hvemig er staðið að tak- mörkun yfirvinnu og endurráðn- inga hjá ríkisstarfsmönnum til þess að ná fram 130 m.kr. lækkun launaútgjalda sem stefnt var að við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1986, hver var Qöldi yfirvinnu- stunda ríkisstarfsmanna frá 1. janúr til 15. marz 1986 borið saman við sama tímabil 1985 og hversu hátt var hlutfall yfírvinnu af föstum launum ríkisstarfs- manna á sama tíma borið saman við samatfmabil 1985?“ greiða fyrir þinglausnir. Stefnt er að því að þær verði 23. apríl næstkomandi, tveimur mánuðum fyrr en á sl. ári, en þá stóð þingið óvenju lengi. Ekki ræðst fyrr en um næstu helgi, ef að líkum lætur, hvaða mál fá náð frammámanna Al- þingis og þar með framgang. Rúmlega fjörutíu stjómarfrum- vörp eru á „óskalistum" einstakra ráðherra. Þá er ótalin fjöldi þing- mála, sem einstakir þingmenn fljAja. Þar má nefna bjórmálið, sem mikið er spurzt fyrir um. Stjómarfurmvörp, sem líkur standa til að verði afgreidd, flalla m.a. um eftirtalin efni: 1) ríkis- endurskoðun, 2) kosningar til Alþingis, 3) kosningar til sveitar- stjóma, 4) ríkisborgararétt, 5) sakadóm í ávana- og fíkniefnum, 6) hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, 7) Innheimtustofn- un sveitarfélaga, 8) húsnæðismál, 9) Seðlabanka, 10) verðbréfamiðl- un, 11) Útflutningsráð íslands, 12) Siglingamálastofnun, 13) eignarhluta ríkisins í Viðey (gjöf til Reykjavíkur), 14) lausaskuldir bænda, 15) fjáröflun til vegagerð- ar, 16) tollskrá, 17) söluskatt, 18) sjóðakerfí sjávarútvegs, 19) sel- veiðar, 20) kostnaðarhlut útgerð- ar. Þessi listi er ekki tæmandi. Af málum sem reynt verður að ná fram, en meiri vafí leikur á um að tími vinnist til endanlegrar afgreiðslu má nefna: frumvörp um Lánasjóð íslenzkra námsmanna, lögvemdun starfsheitis kennara og talnagetraunir. Ný þingmál: Rannsóknar- nefnd sjóslysa Frumvarp um umboðs- mann Alþingís endurflutt FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi framvarp til laga um umboðsmann Alþingis. Er gert ráð fyrir þvi, að stofnað verði embætti umboðsmanns Alþingis, sem hafi það hlutverk að styðja menn til þess að ná fram rétti sínum í skiptum við stjóravöld, koma í veg fyrir að menn séu beittir rangindum af hálfu opinberra aðila og stuðla þannig að bættri opinberri stjórnsýslu í landinu. í greinargerð flutningsmanna, Gunnars G. Sehram, Péturs Sig- urðssonar, Ellerts B. Schram og Friðriks Sophussonar, kemur fram, að frumvarpið er samhljóða því frumvarpi um umboðsmann Alþingis sem lagt var fyrir þingið árið 1973, en hlaut ekki endan- lega afgreiðslu. Mestan þátt í gerð þess átti Sigurður Gizurar- son, sýslumaður, og fylgja skýr- ingar hans frumvarpinu nú. Samkvæmt frumvarpinu skal umboðsmaður Alþingis vera „þeim kostum búinn er þarf til að gegna embætti hæstaréttar- dómara". Sameinað þing á að kjósa fimm manna nefnd til að fjalla um málefni umboðsmanns- ins, en umboðsmaður á sjálfur að hafa með starfslið sitt að gera, en um fjölda þess og skipulag starfsins skal setja reglugerð. Undan verksviði umboðsmanns eru þrjár stofnanir skildar: Al- þingi, dómstólar í dómsathöfnum Greiðslukortafyrirtækin, Kreditkort hf. og Greiðslumiðl- un hf. (VISA), telja sér hvorki heimilt né skylt að láta Alþingi í té upplýsingar um vanskil korthafa við fyrirtækin. Þetta kom fram í svari Matthíasar Bjarnasonar, viðskiptaráð- herra, við fyrirspura frá Guð- mundi Einarssyni (BJ-Rvk.). Guðmundur Einarsson, þing- og þjóðkirkjan um trúarkenning- ar. Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða að sjálfs síns frumkvæði, en kvörtun getur hver sá borið fram við umboðsmann, sem telur stjóm- vald hafa beitt sig rangindum. Sá sem sviptur hefur verið frelsi á rétt til að bera mál undir um- boðsmann í lokuðu bréfi. maður Bandalags jafnaðarmanna, bar fram fyrirspum til viðskipta- ráðherra um „vanskil korthafa hjá greiðslukortafyrirtækjum". Ráðherra sendi fyrirtækjunum bréf og fór fram á að þau létu í té þessar upplýsingar. Fyrirtækin svara bæði á sama veg að „þeim sé eigi heimilt né skyit að veita umbeðnar upplýsingar". Oryggismálanefnd sjómanna Matthías Bjamason, sam- gönguráðherra, skipaði hinn 30. marz 1984 öryggismálanefnd sjó- manna, sem skilað hefur áfanga- skýrslu og tillögum um úrbætur í öryggismálum sjómanna. Er þar lagt til að rannsóknir sjóslysa — sjópróf — verði færðar í nútíma- legt horf, samanber rannsóknir umferðar- og flugslysa. Síðar skipaði ráðherra nefnd til að gera tillögur um framkvæmd tiltekinna ábendinga öiyggismálanefndar- innar, m.a. um rannsóknir sjó- slysa. Framangreint frumvarp er frá þeirri nefnd komið. Rannsóknarstof nun landbúnaðarins flutt að Hvanneyri? Davíð Aðalsteinsson (F.-Vl.) og fleiri þingmenn hafa flutt tillögu til þingsályktunar sem felur ríkis- stjóminni, verði hún samþykkt, að „láta gera áætlun um flutning Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins til Hvanneyrar. Áætlunin taki mið af því að flutningi stofn- unarinnar ljúki að sex árum liðn- um.“ í greinargerð er vitnað til mál- efnasamnings „vinstristjómarinn- ar, sem tók við völdum 1971,“ og tillögu nefndar, sem þá starfaði, um flutning þessarar stofnunar til Borgaríjarðarsvæðis. Tæknimat Davíð Aðalsteinsson og fleiri þingmenn flytja þingsályktunar- tillögu um tæknimat, könnun á því „með hvaða hætti áhrif nú- tímatækni í atvinnu- og þjóðiífi verði metin á skipulegan hátt samkvæmt þeirri fyrirmynd sem felst í því sem erlendis hefur verið nefnt tæknimat (Technology As- sessment)." Greiðslukortafyrirtæki: Neita að svara — fyrirspurn frá þingmanni Matthías Bjamason, samgönguráðherra, hefur lagt fram fram- varp til breytinga á siglingalögum, þessefnis, að sérstök nefnd kunnáttumanna rannsaki orsakir allra sjóslysa er íslenzk skip farast. Nefndin rannsaki einnig öll slys þar sem manntjón verða, svo og önnur þau sjóslys, sem hún telur ríkar ástæður til að rannsaka. Nefndin starfi sjálfstætt og óháð. Samgönguráðherra ræður, að fenginni umsögn nefndarinnar, starfsmann með sér- þekkingu á þessum málum. Nefndin skal í starfi sinu fylgja meginreglum laga um sjópróf. Embættisdómurum og lögreglu- stjórum á hverjum stað er skylt að aðstoða nefndina við skýrslu- töku og aðra þætti málsrannsóknar. Um starfshætti nefndarinnar verður nánar kveðið á í reglugerð. •• Hinrik Finnsson afgreiðir viðskiptavin í verslun sinni, Þórshamri. Stykkishólmur: Tískufataverslun opnar á ný eftir breytingar Stykkishóimi. FYRIR nokkru opnuðu hjónin Katrín og Hinrik Finnsson á ný verslun sína Þórshamar í Stykk- ishólmi. Verslunin stendur við Aðalgötuna. Gagngerar breyt- ingar hafa farið fram á húsa- kynnum sem eru rúm og vistleg. Þetta er tískufataverslun, en einnig eru þar hljómplötur á boðstólum. „Ja, það eru nú 20 ár síðan ég byijaði með eigin verslun fyrst,“ segir Hinrik. „Það var blönduð verslun, þ.e. matvörur, nýlenduvör- * ur og fatnaður, auk ýmiss konar gjafavöru. Matvöruversluninni hætti ég eftir nokkur ár, en síðan hefir verslunin verið að mestu fata- verslun. Við erum mjög ánægð með húsakynnin nú, höfum sjálf hannað innréttingar og lagt á það áherslu að hafa þær einfaldar og smekkleg- ar. Það hafa margir komið í verslun- ina síðan búðin var opnuð og látið í ljósi ánægju með breytingamar. Við hyggjumst í framtíðinni fylgjast eins vel og hægt er með tískunni og gera það sem í okkar valdi stendur til að vörur verði vandaðar og viðskiptavinir ánægð- ir,“ sagði Hinrik Finnsson -Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.