Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 33 Verkfallið í Finnlandi: Mikið umferðaröng- þveiti í Helsinki Helsinki. AP. MIKLAR umferðartruflanir sköpuðust í Helsinki í gœr af völdum verkfalls opinberra starfsmanna þar. Hundrað þúsund manns, sem sækja vinnu til borgarinnar, urðu að leita nýrra aðferða til þess að komast til og frá vinnustað og Mauno Koivisto, forseti Finnlands, varð að flytja burt frá embættisbústað sinum í miðhluta borgarinnar. Á þriðjudag vísuðu opinberir . þegar orðin víðtæk. Ölí umferð starfsmenn í landinu á bug tilmæl- um sáttasemjara um að fresta verk- fallinu í hálfan mánuð. Til að byija með tekur verkfallið til 15.000 opinberra starfsmanna á höfuð- borgarsvæðinu, en áhrif þess eru hefur stöðvazt um flugvöllinn í Helsinki. Lestarferðir falla einnig niður og almenningur fær enga þjónustu á opinberum skrifstofum. Kröfur verkfallsmanna eru þær, að öllum verði greidd 1.200 mörk, um Gengi gjaldmiðla London. AP. Bandaríkjadollar hækkaði gagnvart öUum helztu gjald- miðlum Vestur-Evrópu i dag. Var þetta m.a. rakið til orðróms um, að seðlabanki Japans muni halda áfram að kaupa doUara til þess að koma í veg fyrir, að dollarinn lækki enn frekar gagn- vart japanska jeninu. Verð á guUi hækkaði einnig. Síðdegis í dag kostaði sterlings- pundið 1,4690 dollara (1,4725), en að öðru leyti var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,3670 vestur-þýzk mörk (2,3315), 1,9803 svissneskir frankar (1,9460), 7,2625 franskir frankar (7,1525), 2,6695 hollenzk gyllini (2,6262), 1.610,75 ítalskar lírur (1.584,25), 1,3930 kanadískir doll- arar (1,39095) og 178,50 jen (178,50). Gullverð hækkaði og var 335,00 dollarar hver únsa (328,00). Var þessi verðhækkun rakin til þess, að verð á olíu kunni að hækka eitthvað á ný á næstunni. 9.600 ísl. kr., í eitt skipti og að mánaðarlaunin verði að auki hækk- uð um 6%. Er hér um að ræða miklu meiri kauphækkunarkröfur en finnska alþýðusambandið gerði, en það féllst í síðasta mánuði á tveggja ára samning um 2,5% launahækkun. Opinberir starfsmenn segjast munu takmarka verkfallið við höf- uðborgarsvæðið í hálfan mánuð en ef ekki verður búið að semja þá, muni það ná til alls landsins. Koivisto, forseti landsins, varð að flytja úr forsetabústað sínum, eftir að 50 manna starfslið hans, hóf þátttöku í verkfallinu í gær. Fjandmenn sættast Joshua Nkomo, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe (til hægri á myndinni), sést hér með fyrrum fjandmanni sínum, Enos Nkala, innanrikisráðherra landsins. Þetta var fyrsti fundur Nkomos og ráðherra úr stjóm landsins síðan Nkomo var rekinn úr rikisstjórn Roberts Mugabe fyrir fjórum árum. Á fundinum, sem haldinn var fyrir nokkrum dögum, hvatti Nkomo stuðnings- menn sina til þess að koma á friði í landinu með þvi að ljá stjórn landsins aðstoð sína við að hafa upp á uppreisnarmönnum, sem berjast gegn stjórninni. Ungveijaland: Harðari aðgerðir gegn andófsmönnum ^ Vinarborg. AP. ÖLL eintök of siðustu útgáfu tímaritsins „Beszeloe", þekktasta neðanjarðartímarits Ungveijalands, voru gerð upptæk af lögreglu landsins i gær og tveir þeirra, sem standa að útgáfu ritsins, eiga nú yfir höfði sér ákæru og refsingu. Gerist þetta í kjölfar nýrra prentlaga, sem samþykkt voru í marz, en áttu að taka gOdi 1. septem- ber nk. Haft var eftir Miklos Haraszti, hann, að auk ritsins sjálfs, hefðu einum af ritstjórum tímaritsins, að prentvélar og önnur tæki til útgáfu líta yrði á þessar aðgerðir lögregl- þess, verið gerð upptæk. Þessar unnar sem „harðnandi stefnu aðgerðir væru greinilega „fyrstu stjómvalda“ gagnvart þeim Ung- sýnilegu merkin um framkvæmd veijum, sem ekki láta í einu og öllu hinna nýju prentlaga". eins og stjómvöld þar vilja. Sagði Pólsk æska vantreystir kommúnistaflokknum Varsjá. AP. FÉLAGSFRÆÐIKENNARI við háskólann í Varsjá sagði frá þvi, að hann hefði nýlega spurt bekk nemenda á lokaári, hversu margir þeirra hefðu lesið bók George Orwells, 1984, hina sigildu dæmisögu um lif i alræðisríki. Allir í bekknum réttu upp hönd. „Þetta kom mér gjörsamlega í opna skjöldu," sagði prófessorinn í viðtali, „því að þessu var allt öðru vísi farið á háskólaárum mínum á sjöunda áratugnum. Þá hafði ekkert okkar bekkjarsystk- inanna lesið þessa bók.“ Um þessar mundir slá bækur Orwells öll sölumet á „neðanjarð- ar-bókamarkaðnum“ í Póllandi. Vinsældir bóka eins og 1984 meðal ungs fólks sýna í hnotskum þau vandræði, sem pólski komm- únistaflokkurinn stendur frammi fyrir, þegar um er að ræða að vinna hylli og stuðning ungu kynslóðarinnar. Þessi kynslóð hefur ekki sótt pólitískan vegvísi sinn til Karls Marx, heldur til þess skamma tíma, sem lýðræði og frelsi máttu sín einhvers í landinu á árunum 1980—81, fyrir tilstuðlan Sam- stöðu, óháðu verkalýðsfélaganna, sem nú em bönnuð. Á þeim árum sagði ein milljón félagsmanna sig úr flokknum og í þeim hópi var yngri kynslóðin í miklum meirihluta, verkafólk og námsmenn. Og fáir hafa snúið til baka. Stjómmálaskýrendur telja, að á eftir efnahagsmálunum verði kreppan í samskiptunum við unga fólkið það mál, sem hæst muni bera á 10. flokksþinginu, sem hefst hinn 29. júní næstkomandi. „Það stendur yfir heiftarleg barátta um hugi og hjörtu unga fólksins," sagði Wojciech Jaruz- elski hershöfðingi, aðalritari flokksins, á miðnefndarfundi í febrúar, þar sem Qallað var um ungt fólk og menntun. „í þessari baráttu beita óvinir okkar hug- myndafræðilegu táli og treysta á reynsluleysi, vanþekkingu og skort á skynsemi." Aðeins 7,6%, eða um 160.000 manns af 2,1 milljón félagsmanna kommúnistaflokksins, voru undir þrítugsaldri árið 1984. Og stjómvöld eru í hálfgerðri klípu í þessu máli. Þau þurfa á stuðningi unga fólksins að halda til að ná fram markmiðum sínum í efnahagsmálum, en geta litlu lofað og hafa fátt uppörvandi fram að færa að þvi er varðar framtíðina. Stjómvöld verða í einu orðinu að biðja um stuðning, en í hinu orðinu að viðurkenna, að það sé minnst 15 ára bið eftir íbúðarhúsnæði. „Það er staðreynd, að við lifum í landi, þar sem stjómin er jafnvel ófær um að sjá fólki fyrir salemis- pappír," sagði námsmaður við háskólann í Varsjá. „Það er býsna strembið að sjá, hvemig slík stjóm getur átt skilið traust okkar." Veður víða um heim Lœgst Hnst Akureyri +4 heiðskfrt Amsterdam 1 9 skýjað Aþena 11 25 heiðskfrt Barcelona vantar Berlfn 2 9 skýjað BrOasel 2 11 skýjað Chicago 9 17 rigning Dublln 2 8 skýjað Feneyjar 17 hálfskýjað Frankfurt +1 12 helðskfrt Genf 2 16 heiðskírt Helsinki 1 3 skýjað Hong Kong 16 19 skýjað Jerúsalem 8 14 rigning Kaupmannah. 1 S skýjað Las Palmas vantar Lissabon 9 21 helðskfrt London 2 8 skýjað Los Angeles 16 20 heiðskfrt Lúxemborg 8 skýjað Malaga vantar helðskfrt Mallorca vantar Miami 20 25 heiðskfrt Montreal 3 26 skýjað Moskva S 9 skýjað NewYork 13 22 helðskfrt Osló +1 S skýjað Parfs 5 13 skýjað Peking 6 18 heiðskfrt Reykjavfk 0 léttsk. Ríóde Janeiro 19 32 heiðskfrt Rómaborg 8 21 heiðskfrt Stokkhóimur 0 5 skýjað Sydney 19 28 heiðskfrt Tókýó 8 16 heiðskýrt PLASTGLUGGAR Framleiðum sérhönnuð garðhýsi úr plastprófíl- um eftir þínum smekk. Ekkert vi iðhald %U99B, rfnnihuröinrenni gluggn, útihurðir o.fl- Sýningarhús og gluggar á staðnum. Komið og sannfærist um gæðin í sýn- ingarsal okkar. O IBUDAVAL PLASTGLUGGAR HF. Smiðsbúð 8, Garðabæ, sími 44300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.