Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 Tannskemmd- ir og mafaræði eftir Margréti Þorvaldsdóttur Á síðustu árum hefur mikið verið gert tii að finna skýringar á orsök- um tannskemmda og hefur athyglin beinst í vaxandi mæli að mataræði og matarvenjum einstaklinga og þjóða. Þegar sagan er könnuð virðast tannskemmdir ekki hafa verið veru- legt vandamál hjá fomum menning- arþjóðum. Aristoteles, hinn gríski, getur þess þó í einu rita sinna, að sætar mjúkar fíkjur festist við tenn- ur og valdi þar skemmdum. Tann- skemmdir voru til staðar á dögum Rómveija á Englandi, en fækkaði með brottflutningi þeirra á 5. öld. Á 15. öld ritar Johannes Arculanus leiðbeiningar um það hvemig varð- veita eigi tennur. Þar segir m.a. að forðast skuli mat sem seigur sé og viðloðunargjam, sérstaklega sætindi úr fíkjum og hunangi. Tannskemmdir verða ekki vanda- mál almennings í hinum vestrænu löndum fyrr en á miðri 19. öld, þegar sykur stendur öllum þjóð- félagsstéttum til boða. Á árum heimsstyijaldarinnar seinni fækkar tannskemmdum verulega, en flölgar aftur næstu 3—4 árin á eftir. Þessi þróun verður í flestum hinna vestrænu landa og hafa þær verið tengdar breyttu mataræði og aukinni sykumeyslu. I júlíhefti vísindatímaritsins „Science“ 1982, birtist grein undir fyrirsögninni „Sykur og tann- skemmdir. Yfírlit yfir hópkannanir" eftir dr. Emst Newbum próf. í munnholslíffræði (oral biologi) við tannlæknaskóla Kalifomíu í San Francisco. í greininni dregur hann fram áhrif mataræðis á tann- skemmdir og hefur til hliðsjónar niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á mismunandi þjóðfé- lagshópum. Vitnar hann í 54 vís- indagreinar máli sínu til stuðnings. Hann segir m.a. að niðurstöður rannsókna bendi eindregið til, að hlutfall sykurs í fæðunni hafí afger- andi áhrif á skemmdir á yfírborði tanna. En hann bendir einnig á, að tannskemmdir sé margflókinn sjúk- dómur og komi þar þrír þættir við sögu; munnvatn og tennur, örvemr í munni og fæðan. Rannsóknir á tengslum milli fæðu og tann- skemmda hafa til þessa verið mjög takmarkaðar. Það er þó vegna endurvakins áhuga stjómvalda og iðnaðar, að nú er reynt að mæla skemmdarmátt vissra fæðutegunda sem valda tannskemmdum beint, svo takast megi að framleiða aðrar fæðutegundir skaðminni. Dr. Newbum bendir á, að í samandregnum niðurstöðum komi fram að beint samband sé á milli tannskemmda og hve oft snarls og sætinda sé neytt á milli mála svo ogmagn sykurs sem borðað er. í greininni eru dregin fram dæmi; Kannaður var hópur bama starfs- fóiks við tannlæknaskóla í Bret- landi. Sú könnun leiddi f ljós, að böm sem ekki fengu kex eða sæt- indi á milli mála eða fyrir svefn á kvöldin, höfðu færri tannskemmdir en þau böm sem fengu þessa fæðu aðeins fyrir háttinn, eða þau böm sem fengu sætindi hömlulaust. Böm sem ekki gátu neytt sykurs, vegna skorts á ákveðnum hvötum í meltingarfærum, höfðu minni tannskemmdir og færri streptoccus mutans í plaque eða tannsýklu en heilbrigð böm. Aftur á móti voru tannskemmdir mun algengari hjá bömum sem vegna alvarlega sjúkdóma höfðu tekið lyf sem voru í sýropsupplausn í 6 mánuði eða lengur, en hjá böm úr viðmiðunarhópum sem ekki tóku slík lyf. Það hafa margir reynt að benda á skaða hins mikla sykurmagns sem böm neyta með meðulum og sykur- húðuðum vítamínum. Fylgst var með matarvenjum 5 ára forskólabama og kom í ljós að beint samband var á milli tann- skemmda hjá bömunum og þess hve oft þau borðuðu sykurauðugt snarl eins og sælgæti, kökur, gos- drykki og ís á milli máltíða. Ungur eðlisfræðingur átti §óra syni sem mjög gjama drukku kóla- drykki. Hann fékk þá til að gera Margrét Þorvaldsdóttir „Það er brýnt að sam- tök foreldra og sáíntök tannlækna og annarra heilbrigðisstétta standi saman í kröfum til borgarstjóraar um að fá hömlur settar við sölu sætinda við skóla.“ með sér tilraun. Bamatönnum var safnað saman og þær lagðar í kóka kóla-drykk. Fylgst var daglega með breytingum á glemng undir smásjá. Eftir aðeins 3 daga komu fram merki þess að glemngurinn var byijaður að leysast upp. Við í slendingar höfum ekki minni áhyggjur af tannskemmdum en aðrar þjóðir og við hljótum að leggja áherslu á að fundnar verði leiðir til úrbóta. En það er ljóst að fyrst verður að fínna hinar raunvemlegu . orsakimar svo komist verði fyrir meinsemdina. Mikil sykumeysla hér á landi er án efa afgerandi orsakaþáttur. Er það m.a. vegna þess, að þegar sykurs er neytt í tíma og ótíma kemur hann í veg fyrir eðlilegt mataræði. Þá kemur sykur oft í stað matar. Það þarf engan sér- fræðing til að sjá, að slíkar matar- venjur geta með tímanum valdið skorti mikilvægra næringarefna, nauðsynleg tönnum og öðmm líf- fæmm til eðlilegs vaxtar og við- halds. Nauðsynlegt er einnig að beina athyglinni nánar að hinum ýmsu tegundum sætinda sem seld em hér á landi, með tilliti til skaðsemi þeirra. Má í því sambandi benda á sætt viðloðunargjamt sælgæti sem leysist hægt upp á tönnum, eins og karamellur og ópal. Tyggi- gúmmískemmdir era einnig vel þekktar. Ein er sú sælgætistegund sem böm hér hafa miklar mætur á, er það nokkuð sem þau kalla „sým“. Þetta em litauðug bragðmikil sæt- súr kom, sem leysa á upp í vatni til drykkjar. Þessa „sým“ borða þau helst óuppleysta. Ef Kóka kóla leysir upp glemng, hversu öflugt er þá þetta efni? Við vitum í raun mjög lítið um það hvaða efni em látin í sælgætið sem hér er á boðstólum, hvort sem það er innlent eða innflutt. Hvergi er notað eins mikið af bragðefíium og litarefnum og í sælgætisiðnaðin- um, auk sykurs og alls kjms feiti. Menn spyija eðlilega hvaða reglum þar sé fylgt. Sumir sælgætispokar em nánast eins og lyfjasafn eins og t.d. þýskt sælgæti sem selt var hér í verslunum í fyrra. í því vom ekki færri en 17 tegundir litar- og bragðefna. Sykur hefur stundum verið felld- ur undir ávanaefni. Þetta er efni sem Qöldinn, böm sem fullorðnir, telur sig ekki geta verið án. Það virðist einnig allt gert til að seðja þessa fíkn. Borgaryfirvöld leyfa að sælgæt- isbúðir séu reistar við skóla borgar- innar. Sælgætið er nánast við hvert fótmál bama og unglinga, og svo undmmst við mikla sætindaneyslu þeirra. Þessi skaðvaldur tanna er t.d. sem „tálbeita" á áberandi stað í öllum matvömverslunum. Áhrifa- ríkar em einnig ginnandi auglýsing- ar sjónvarps. Það má benda á misræmi hinna fullorðnu í orði og athöfnum. Við fordæmum sælgætisneysluna, en svo fá sælgætissalar hér leyfí til að höndla í „sjoppum" sínum frá snemma morguns fram undir mið- nætti virka daga sem um helgar. Aftur á móti gilda hér í borg ströng ákvæði um opnunartíma matvöm- verslana. Á síðustu mánuðum hefur mjög verið þingað um neyslu fíkni- og ávanaefna, en sykur er þar ekki með talinn. Þó er sennilegt að böm sem haldin em sykurfíkn eigi í sömu sálarbaráttunni og aðrir þegar fíkn- in kemur yfír þá. Hver hefur ekki heyrt: „Oh, mig langar svo í eitt- hvað sætt.“ Það er mikið rætt um fræðslu á skaðsemi sykurs, en til- fellið er að bömum er ætlað að hafa mun meiri sjálfsaga og stað- festu en okkur hinum fullorðnu. Fíkn hefur verið skýrgreind sem „áköf löngun" og í sumum tilfellum hefur löggjafínn talið nauðsynlegt að hafa hömlur á þessum lesti full- orðinna með boðum og bönnum. Áfengisútsölur má ekki opna hvar sem er, svo hemja megi áfengis- neyslu. Tóbak má ekki auglýsa af ótta við útbreiðslu reykinga og sala á mörgum vanabindandi efnum varðar við landslög. Það má velta því fyrir sér, hvort kveikjan að þessum „hömlulausu löngunum", verði ekki til snemma á æviskeiði einstaklinga — við borð sælgætis- salans. Ef taka á mið af niðurstöðum kannana sem getið er hér að ofan, þarf að huga betur að sykurinni- haldi og viðloðunarhæfni matvæla áður en þeirra er neytt, ef forðast á tannskemmdir. Margsinnis hefur verið bent á þann skaða sem snarl milli máltíða veldur, neysla á kexi eða sælgæti fyrir háttatíma virðist einnig vera afgerandi þáttur. Það er því Ijóst að nauðsynleg er mun meiri fræðsla á mikilvægi góðrar næringar, bæði fyrir böm og full- orðna. Skilningur og þekking á þeim hætti þarf að aukast. Fræðsla er nauðsynleg, en það þarf einnig beinar aðgerðir til að komast megi fyrir meinsemdina, tannskemmdimar. Það er brýnt að samtök foreldra og samtök tannlækna og annarra heilbrigðisstétta standi saman í kröfum til borgarstjómar um að fá hömlur settar við sölu sætinda við skóla. Það þarf að setja fram kröfur um að: 1. Sælgætisbúðir opni ekki fyrr en eftir kl. 4.00 á daginn, þegar kennsludegi er víðast lokið. ' >Í ' " . Við lokum vegna breytinga í nokkra daga frá 7. apríl og seljum þessa viku allar erlendar bækur með 65% afslætti. Bókaverslun Snæbjarnar Hafnarstræti 4, sími 14281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.