Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 mUUtJMA .e HIJUAÖUTMWI'Í .ðlðAJawuaaoM_ >údan: Miklar öryggisráðstaf- anir vegna kosninganna Atkvæði verða ekki talin fyrr en 12. apríl Khartoum, Súdan, AP. BIÐRAÐIR mynduðust í gær við kjörstaði víða í Súdan, en þá var haldið áfram þingkosningum þeim, sem hófust þar á þriðjudag og eru þær fyrstu í landinu í 18 ár. Miklar öryggisráðstafanir eru viðhafðar vegna kosning- anna, en til þessa hafa þær farið fram án óeirða. Atkvæði verða ekki telin fyrr en nokkrum dög- um eftir að kosningunum lýkur 12. apríl nk. Þúsundir lögreglumanna og her- manna fóru um götur borga og bæja í landinu í gær, en allt virtist þó með kyrrum kjörum í höfuð- borginni Khartoum sem annars staðar í landinu. Kosið er um 264 þingsæti af 301 á þjóðþingi lands- ins, sem ætlað er að koma aftur á borgaralegri stjóm í landinu eftir 17 ára herstjóm Nimeiris hers- höfðingja. Á sunnudaginn kemur er ár liðið, síðan honum var steypt af forsetastóli með valdaráni hers- ins; í kosningunum nú em 1.400 frambjóðendur úr 30 stjómmála- flokkum. Kosningum hefur þó verið frestað um óákveðinn tíma í 37 kjördæmum í suðurhluta landsins sökum uppreisnar þeirrar, sem þar hefur ríkt. Bretland: Mótmæla landhelgisbroti Spánverja við Gíbraltar London. AP. STJORNVÖLD í Bretlandi sögð- ust í gær mundu senda spænsku stjórninni formleg mótmæli vegna landhelgisbrots spænsks herskips við Gibraltar. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði, að sendiherra Breta í Madrid, Gordon Lennox lávarður, Fær Marcos hæli á Spáni? Madrid. AP. SVO kann að fara, að spánska stjómin endurskoði þá ákvörðun að neita að veita Ferdinand Marcosi, fyrrverandi forseta Filippseyja, hæli á Spáni, ef hann fer fram á það. Skýrði Francisco Femandez Ordonez, utanríkis- ráðherra Spánar frá þessu í dag. Femendez Ordonez ræddi við fréttamenn í dag, áður en fór frá Madrid í fimm daga opinbera heim- sókn til Filippseyja, sem eitt sinn voru nýlenda Spánveija. Áformað var, að hann ræddi við Corazon Aquino forseta í dag, miðvikudag. „Spænska stjómin hefur snúizt öndverð við þeim möguleika, að Marcos fái hæli á Spáni og engin breyting hefur orðið á því,“ sagði hann. Ráðherrann bætti því hins vegar við, að vildi Aquino forseti taka þetta mál upp, þá „mun ég að sjálf- sögðu ræða þetta við stjóm mína“. Bæði Marcos og kona hans, Imelda, em talin eiga vemlegar eignir á Spáni. mundi afhenda spænska utanríkis- ráðuneytinu mótmælin síðar um daginn. Spænskt flugvélamóðurskip fór inn fyrir landhelgismörkin 20. mars sl., að sögn talsmannsins. Utanríkis- og vamarmálaráð- herramir í Madrid kváðust ekkert vita um þetta atvik. Aðeins ríflega þijár vikur em þangað til Juan Carlos Spánarkon- ungur er væntanlegur í opinbera heimsókn til Bretlands. íhaldsþingmaðurinn Albert McQuarrie, formaður Gibraltar- nefndar breska þingsins, hvatti spænsk stjómvöld til að grafast fyrir um, hver ábyrgð bæri á brot- inu, og refsa hinum seka. „Mér þykir þetta leitt vegna spænskra stjómvalda, vegna þess að þau hafa lagt sig sérstaklega fram um að viðhalda góðri sam- vinnu við Bretland vegna Gibralt- ar-málsins,“ sagði McQuarrie. Beirút: Frakkar úr Furuhöllinni Beirút, Líbanon. AP. FRAKKAR fluttu búferlum úr híbýlum sem franska sendiráðið hefur haft til afnota, Palais des Pins, og er við Grænu línuna svokölluðu sem skiptir Beirút. Forseti líbanska þingsins tók formlega við húsnæðinu. Ákvörðun- in var tekin um að Frakkar fæm burtu af nýju frönsku ríkisstjóm- inni, þar sem talsmaður hennar sagði að Frakkar gætu augsýnilega ekki gegnt lengur starfi friðareftir- litsmanna í borginni, vegna her- skárra fylkinga kristinna og mú- hameðstrúarmanna. Höllin hefur löngum verið tákn yfirráða Frakka í Líbanon en þeim lauk árið 1943. Nú er ætlunin að líbanska þingið verði þama til húsa, en fyrst þarf að gera miklar viðgerðir á höllinni enda hún oft orðið fyrir árásum. Um svipað leyti og frönsku sér- fræðingamir héldu á braut vom 623 kippir á 26 tímum Tókfó, AP. SEX HUNDRUÐ tuttugu og þrír jarðskjálftakippir, þar af þijátíu og þrír það snarpir að þeir fundust án mælitækja, urðu á Oshina-eyju skammt frá Tókýó á 26 klukkutím- um, að því er japanska jarðskjálfta- stofnunin skýrði frá í dag miðviku- dag. Á Oshina búa um tíu þúsund manns. Ekkert virðist benda til að meiri háttar jarðhræringa sé að vænta og kippimir virðist nú hjá garði gengnir. sögusagnir að magnast í Beirút um að yfirvofandi væm mikil átök milli kristinna manna og múhameðstrú- armanna. Sumir létu í ljós þá skoð- un að eins konar „öryggistóm" kynni að myndast í hverfinu þar sem höliin hefur verið. Síðdegis í dag, miðvikudag var sagt frá því að shitahermenn og Palestínuskæraliðar ættu í skot- bardaga í tveimur flóttamannabúð- um og víðar væm menn greinilega að búa sig til meiri háttar hemað- arátaka. AP/Símamynd Hinn hamingjusami vinningshafi kyssir finnanda vinningsmiðans fyrir að hafa skilað honum. Kanada: Fann happdrættismiða o g vann 35 milljónir Montreal. AP. KANADAMAÐURINN William Murphy fann á sunnudag happ- drættismiða og skUaði honum tíl eiganda sins. í ljós kom að sjö mUljónir kanadískra doUara (um 210 mUljónir isl.kr.) höfðu unnist á miðann og fékk Murphy, sem er atvinnulaus, 1,2 miUjón- ir dollara (um 35 mil(jónir ísl.kr.) i fundarlaun. Þetta var Loto happdrættismiði og er hér um eins konar getraunir að ræða. Galdurinn er fólginn í því að velja tölur milli 6 og 49 og sá vinnur, sem kemst næst réttri lausn. Tölumar em dregnar á hveijum laugardegi. Murphy fann veskið á götu í Montreal á sunnudag. Hann kvaðst hafa fundið heimilisfang í veskinu og sent það eigandanum. Murphy hélt aftur á móti happ- drættismiðanum. Eigandi veskisins, Jean-Guy Lavigueur, 51 árs atvinnulaus ekkill, sagðist hafi keypt miðana á einn dollara hvem fyrir þijú böm sín og tengdabróður, en hann hefði ekki vitað af vinningnum. Þegar vinningunum var úthlut- að sagði Lavigueur að Murphy myndi fá sinn hluta af vinningn- um. Murphy kvaðst hafa haldið miðunum eftir og ætlað að athuga þá seinna í þeirri von að vinna ef til vill tíu dollara. „Fjórum tímum eftir að ég sendi veskið til eigandans sat ég heima hjá mér, drakk kaffi og bar saman miðana við úrslitin í dag- blaði. Það var þá, sem ég gerði mér grein fyrir því að Loto mið- amir vom sjö milljón dollara virði. Aleiga mín var [25 krónur] og tvær klukkustundir gældi ég við freistinguna að halda vinningnum fyrir sjálfan mig. En ég gat ekki fengið mig til þess,“ sagði Murp- hy. En það gekk ekki átakalaust að skila vinningsmiðanum. Murp- hy rifjaði upp heimilisfang Lav- igueurs og fór þangað. Fyrst var enginn heima og í næstu tilraun svaraði dyrabjöllunni átján ára sonur Lavigueurs, sem aðeins talar frönsku. Murphy talar ensku. Á mánudag fór Murphy aftur til Lavigueurs ásamt vini sínum hraðmæltum bæði á ensku og frönsku. Nú var Lavigueur eldriheima . . . Þess krafist að skýrsla SÞ um Waldheim verði birt Washington, Sameinuðu þjóðunum. AP. ÝMIS samtök gyðinga og sljórnmálamenn í New York kröfðust þess á þriðjudag að Sameinuðu þjóðimar létu birta skýrslu um Kurt Waldheim, fyrrum framkvæmdastjóra SÞ, og athafnir hans í heims- styijöldinni síðari. Ted Weiss, þingmaður, ætlar að leggja fram frumvarp um að saksóknari Bandaríkjanna eigi að komast að því hvort Waldheim hafi gert sig sekan um striðsglæpi og banna honum að stíga fæti á bandaríska grundu ef svo sé. Heimsráð gyðinga heita ein stjóri Þjóðarflokksins, sem styður þeirra samtaka, sem farið hafa fram á að skýrslan um Waldheim verði birt. Þau segja að Waldheim hafi verið einn yfirmanna herdeildar í Vestur-Bosníu. Þessi herdeild hafí haft það verkefni með höndum að láta til skarar skríða gegn júgó- slavnesku andspymuhreyfingunni í Kozara fjöllum. Þar vom fímm þús- und andspymuhermenn drepnir og sjötíu og einn Þjóðveiji. Um þennan atburð segir Wald- heim: „Þetta var ekki Qöldamorð, en þetta var grimmilegt stríð og það harma ég.“ Michael Graff, framkvæmda- Waldheim í forsetakosningunum í Austurríki, segir að Heimsráði gyðinga hafi ekki tekist að sanna ásakanimar á hendur Waldheim og það væri komin tími til að samtökin „héldu sér saman". Segir Graff að það hafi komið í ljós þegar Heims- ráðið aflýsti blaðamannafundi um meinta stríðsglæpi Waldheims að allur vindur væri úr seglum „áróð- ursherferðarinnar". í gögnum, sem Heimsráð gyð- inga birti á þriðjudag, segir að Waldheim hafi verið háttsettur yfir- maður og hann hafi daglega gefið skýrslu til foringja herdeildar E. Yfirmaður hennar var Alexander Löhr, sem var hengdur 1947 fyrir stríðsglæpi. Þá á Waldheim að hafa verið viðstaddur þegar liðsstjóri herdeild- arinnar tilkynnti að sérstakur gísia- vagn ætti að vera í öllum lestum á Pelopsskaga til þess að tryggja öryggi þeirra. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir að and- spymuhreyfíngin sprengdi lestir í loft upp. Álténd hafi hann undirrit- að skýrslur þess efnis. Talsmaður Waldheims, Gerold Christian, segir að undirskrift Waldheims á skjölum hafi ekki í för með sér að Waldheim hafi ráðið einhveiju um efni þeirra: Hann hafi einfaldlega safnað skjöl- unum saman. Austurrísk dagblöð fylkja liði um Waldheim um þessar mundir og austurrískir gyðingar óttast nú að sú samúð, sem Waldheim hefur fengið í heimalandi sínu, gæti breyst í ofsóknir á hendur gyðing- um. Dagblað í Belgrad birti á föstu- dag skjal frá árinu 1947. Þar fara Júgoslavar þess á leit að Waldheim verði rekinn úr landi fyrir stríðs- glæpi. Beiðnin var stfluð á stríðs- glæpanefnd Sameinuðu þjóðanna í London og Waldheim sakaður um að hafa átt þátt í að taka gísla af lífi. Þetta júgoslavneska skjal ætti að minnsta kosti að vera hluti af skýrslu Sþ um Waldheim. Samein- uðu þjóðimar eiga um ijömtíu þús- und skýrslur af þessu tagi en þær em trúnaðarmál þar sem ásakanir, er þar koma fram hafa aldrei verið rannsakaðar. Aðeins má veita ríkis- stjómum aðgang að slíkum skýrsl- um, en hvorki einstaklingum né samtökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.