Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 3. APRÍL1986 ísafjörður: Framboðslisti Sjálfs- stæðisflokksins birtur tiafirðL FRAMBOÐSLISI Sjálfstæðis- flokksins við hæjarstjórnarkosn- ing'amar í vor hefur verið birtur. í sjö efstu sætin cr raðað sam- kvæmt úrslitum prófkjörs en auk þess eru á iistanum þrfr aðrir sem þátt tóku í prófkjörinu. Tveir af núverandi bæjarfuUtrú- um Ustans hverfa nú frá störfum, þeir Guðmundur H. Ingólfsson, sem ekki gaf kost á sér til setu á Ustanum og Ingimar Halldórs- son sem nú skipar heiðurssæti listans. Tillaga kjömefndar var sam- þykkt óbreytt á mjög fjölmennum fulltrúarráðsfundi og er listinn þannig skipaður: 1. Ólafur Helgi Kjartansson skattstjóri, 2. Ámi Sigurðsson ritstjóri, 3. Sigrún C. Halldórsdóttir skrifstofustjóri, 4. Geirþrúður Charlesdóttir gjaldkeri, 5. Hans Georg Bæringsson málara- meistari, 6. Einar Garðar Hjaltason yfírverkstjóri, 7. Brynjólfur Samú- elsson byggingarmeistari, 8. Kristín Hálfdánardóttir framkvæmdastjóri, 9. Kristján Kristjánsson deildar- tæknifræðingur, 10. Sævar Birgis- son skipatæknifræðingur, 11. Val- gerður Jónsdóttir kennari, 12. Hermann Skúlason skipstjóri, 13. Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri/ form. Farmanna og fískimanna- Sinfóníuhljómsveit íslands: Fernir tónleikar í apríl Sinfóníuhljomsveit verður með tvenna fimmtudagstón- leika og tvenna Stjörnutónleika í aprilmánuði. Fyrstu fímmtudagstónleikamir verða 3. apríl. Stjómandi er frá Bretlandi, Frank Shipway, og einleikari Martin _ Berkofsky, píanóleikari, sem er íslendingum að góðu kunnur. Á efnisskránni em tvö verk: Píanókonsert í A-dúr eftir Franz Liszt og Sinfónía nr. 10 í e-moll eftir Sjostakovits. Aðrlr fímmtudagstónleikar verða 17. apríl undir stjóm Páls P. Pálssonar. Einsöngvari er Ellen Lang, sópran frá Bandaríkjunum og syngur hún aríur úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart, Ah perfido eftir Beethoven og sönglög eftir Sibelius. Auk þess verður flutt verk eftir stjómandann, Hendur fyrir strengjasveit, og Sinfónía nr. 5 í Es-dúr eftir Sibelíus. FYrri Stjömutónleikamir verða fímmtudaginn 10. apríl undir stjóm Guðmundar Emilssonar. Eitt verk er á efnisskrá: Stabat mater eftir Antonin Dvorák. Ein- söngvaramir em Sylvia McNair, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Guð- bjöm Guðbjömsson og William Sharp með Söngsveitinni Fíl- harmoníu. Aðrir Stjömutónleikar verða haldnir kl. 17.00, sumardaginn fyrsta 24. apríl. Það verða sér- stakir fjölskyldutónleikar með skemmtilegri og Qölbreyttri efnis- skrá og hér gefst tækifæri til að hlýða á söguna um Pétur og úlfinn eftirProkofief. Fréttatilkynmng Kveikt á umferðarljós- um við Bústaðaveg KVEIKT verður á tvennum nýj- um umferðarljósum á Bústaða- vegi fimmtudaginn 3. apríl kl. 14.00. Hér er um að ræða gatna- mótin við Háaleitisbraut og Grensásveg/Eyrarland. Umferð- arljósin verða samstillt við áður uppsett umferðarljós við Réttar- holtsveg/Eyrarland og Bústaða- vegsbrú við Kringlumýrarbraut. Fæst þannig „græn bylgja" í báð- ar áttir á Bústaðavegi sé öku- hraðinn 50 km á klst, segir í frétt frá gatnamálastjóra. Nýjung hérlendis er að umferðar- ljósin em ekki samtengd með streng heidur sjá nákvæmar rafeinda- klukkur í stjómtækjum ljósanna um Kynning á verkum Harðar Jörundssonar í AFGREIÐSLUSAL Verkalýðs- félagsins Einingar á Akureyri stendur nú yfir kynning á verk- um eftir Hörð Jörundsson mál- arameistara. Hann var við nám í Den Tekniske Selskabskole í Danmörku þar sem hann nam marmara- og viðarmál- un. Ennfremur var Hörður einn vetur hjá Jónasi Jakobssyni í teikn- ingu. Að öðru leyti er Hörður sjálf- menntaður í listinni. Hörður hefur haldið tvær einka- sýningar og tekið þátt f • mörgum samsýningum. Það eru Menningar- samtök Norðlendinga sem standa að kynningunni hjá Einingu en sýn- ingunni lýkur í maí. (Fréttatiikyning) sambands íslands, 14. Bjöm Helga- son íþróttafulltrúi, 15. Ragnheiður Hákonardóttir húsmóðir, 16. Gísli Halldórsson nemi, 17. Þórólfur Egilsson rafvirkjameistari, 18. Ing- imar Halldórsson framkvæmda- stjóri. - Úlfar ? I Ólafur Helgi Kjartansson Arni Sigurðsson Sigrún C. Halldórsdóttir Geirþrúður Charlesdóttir Hans Georg Bæringsson Hagvangskönnunin: Konur ekki eins rígbundn- ar flokksböndum og karlar — segir Þórunn Gestsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna samstillinguna. Benda má á, að gagnabrautarljósin við verslunina Grímsbæ eru ekki samstillt um- ferðarljósunum og getur notkun þeirra því raskað grænu bylgjunni. Óll umferðarljósin á Bústaðavegi eru tímastýrð og tveggja fasa. Verða þau íátin blikka gulu ljósi á nóttunni milli kl. 1 og 7. Vakin skal athygli á því, að stöðvunarskylda, sem verið hefur á Bústaðavegi við Háaleitisbraut, fellur niður þegar umferðarljósin verða tekin í notkun. Biðskylda verður á Háaleitisbraut við Bú- staðaveg, þegar umferðarljósin eru óvirk. „ÉG KANN enga viðhlítandi skýr- ingu á þessu fráviki, og vonandi verður raunin önnur í næstu kosningum," sagði Þórunn Gests- dóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, er hún var innt álits á niðurstöðum skoðanakönn- unar Hagvangs þar sem m.a. kemur fram, að fylgi Sjálfstæðis- flokksins meðal kvenna hafi minnkað úr 41,8% frá þvi í könn- uninni í desember sl. í 34,3% nú. Þórunn sagði að í öðrum skoðana- könnunum hefðu konur í minna mæli en karlar stutt Sjálfstæðisflokkinn, og minna í skoðanakönnunum en í kosningum. „Konur eru 40% af flokksbundnum [ Sjálfstæðisflokkn- um, þannig að niðurstaðan frá því í desember gaf raunsanna mynd af fylgi kvenna við flokkinn," sagði Þór- unn. „Ég hef trú á því að þær konur, sem í auknum mæli hafa haslað sér völl á vinnumarkaðnum, séu almennt lítt bundnar pólitískum böndum. Það sem ég á við er, að þó að konur séu sér meðvitaðar um pólitískar stefnur eru þær ekki eins rígbundnar af flokkapólitík og karlar. Því eru hinir pólitisku straumar oft á tíðum sveiflu- kenndari hjá konum en körlum, enda hafa aðstæður kvenna tekið stakka- skiptum í þjóðfélaginu undanfarin ár.“ Þórunn sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn ætti að sínum dómi að skírskota meira til kvenna en þessi skoðana- könnun gæfi til kynna. „Fleiri konur skipa örugg sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í næstu bæjar- og sveitastjómarkosningum en áður. Þetta er niðurstaðan þegar á heildina er litið þó að undantekningar séu á einstaka stöðum. Hugsanleg skýring á minnkandi fylgi flokksins meðal kvenna er því sú, að fólk hafí það á tilfínningunni að færri konur skipi örugg sæti hjá Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum, þótt það sé alls ekki raunin þegar litið er á landið í heild," sagði Þórunn Gestsdóttir. Skoðanakönnun sem gerð var rétt fyrir borgarstjómarkosningamar 1978 spáði glæsilegri kosningu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En skömmu síðar missti flokkurínn meirihluta sinn í borgarstjóm. Þess vegna er rétt að taka þessum niðurstöðum með fyrir- vara,“ sagði Katrín Fjeldsted er hún var spurð álits á niðurstöðum könnun- arinnar. „Séu tölumar hins vegar rétt- ar gæti það verið vísbending um að málefni flokksins höfði ekki til kvenna. Það tel ég ólíklegt. Ég held miklu frekar að ásýnd flokksins út á við, það er að segja hve fáar konur koma fram fyrir flokksins hönd miðað við karla, verði ekki til að laða konur að. Það má benda á að þótt Sjálfstæðis- fiokkurinn hafí í gegnum árin lagt meiri ábyrgð á hendur konum en aðrir flokkar, þá er aðeins um fáa einstakl- inga að ræða.“ Katrín sagði að nú væru aðeins tvær sjálfstæðiskonur á þingi, önnur fyrir Reykjavík og hin fyrir Reykjaneskjördæmi. Að hennar áliti ættu konur að skipa helming þingfiokks Sjálfstæðisfiokksins. Þess- ar tvær sjálfstæðiskonur bæm þó meiri ábyrgð en allar hinar konumar á þingi til samans. Önnur er ráðherra en hin forseti efri deildar. Katrín sagði að þær væm að vinna að málefnum sem ekki ættu síður að höfða til kvenna en karla. „Ef til vill er umfjöllun um þau málefni ekki nægileg í Qölmiðlum, því kannski er það ekki jafnmikið æsifréttaefni að segja frá baráttu fyrir samfelldum skóladegi og skóla- máltíðum, umferðaröryggi eða mál- efnum aldraðra eins og að flytja frétt- ir af deilum milli ráðherra um kjötinn- flutning," sagði Katrín. „Þó álít ég að lausamál kvenna hafi verið í brennidepli, ekki að ástæðulausu, og að fjölmennar kvennastéttir hafí freistast til að leggja lóð á vogarskál Alþýðubandalagsins sem hefur í gegnum tíðina gefíð sig út se_m mál- svara hinna lægst launuðu. Ég held hinsvegar að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er flokkur allra stétta, geti og muni vinna að bættum launum kvenna. Sú ríkisstjórn sem nú situr virðist hafa fullan skilning á þörfum heimilanna og nauðsyn þess að tryggja þegnunum sómasamleg laun.“ Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði að svona sveiflur á milli mánaða væru ekki óalgengar. „En ég vona að þetta hlutfall breytist Sjálfstæðisflokknum í hag fyrir borgarstjómarkosningam- ar í vor,“ sagði Ragnhildur Helgadótt- Páskavikan í Stykkishólmi Hörður Jörundsson Stvkkishólmi. LJOMANDI páskaveður hefir verið hér í Stykkishólmi. Páska- veður og snjór kom fyrir páska og allt er hvítt hér svo langt sem augað eygir. Fjallvegir voru mokaðir og fjöldi fólks kom heim um páskana, bæði nemendur og aðrir, til að eyða páskahelginni hér. Það var margt með rútunni alla dagana og einnig komu menn á einkabílum. Þá voru margar messur í bænum, bæði í kaþólsku kirkjunni sem var með messur og bænahald alla dagana og í kirkju hvítasunnu- manna, en þangað komu gestir úr Reykjavík sem tóku þátt í samkom- unum. í Stykkishólmskirkju voru guðs- þjónustur og ferming á páskadag þar sem fermd voru 10 ungmenni. Sóknarpresturinn, séra Gísli Kol- beins, flutti einnig messur á sjúkra- húsinu og dvalarheimili aldraðra. Menn notuðu sér góða veðrið og á veginum upp um alla sveit mátti líta marga Hólmara viðra sig og hesta sína, enda margur hér sem á hesta. Nokkrir munu hafa farið á skfði. Bátar tóku upp net fyrir páska og lokið var á miðvikudaginn fyrir páska við að koma físki í salt. Eitt- hvað mun hafa verið unnið í físki á laugardag. — Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.