Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 24
24. ^QRGU^BLApiD,FIMMTUDAGUg3.^PR{L,1986 Minning: Sigríður Eiríksdótt■ ir hjúkrunarkona Fædd 16. júni 1894 Dáin 23. mars 1986 ljóð Hannesar Hafstein voru á hvers manns vörum: Sigríður Eiríksdóttir er fallin frá eftir langan og gæfuríkan starfs- dag. Þessi brautryðjandi í hjúkrun- ar- og líknarmálum hefur lokið ævi sinni og þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við hana. Ómögulegt er að gera tilraun til að ramma líf Sigríðar inn í stutta minningargrein, til þess þyrfti heila bók, en bregða má nokkrum svip- myndum upp af henni þó hætt sé við að þær verði of daufar og óljósar til að bera henni verðskuldað vitni. Undirrituð man fyrst hina per- sónulegu umgerð Sigríðar, sem var heimili hennar og griðastaður. í kringum grátt hús á Ásvalla- götu 79 var fegursti garður hverfís- ins. Þar sást ósjaldan garðyrkju- konan hlúa að lífí blómanna, sem og varð vettvangur hennar í mann- lífínu, þar sem heilbrigði, friður og tengsl fólks utanlands sem innan bar hæst. Þessum áhugamálum fylgdu ferðalög um ýmis lönd nær og fjær. Fótgangandi fór hún um fjöll og fímindi og á einni slíkri göngu á leið úr Þjórsárdal fann hún bömum sínum og mér sumardvalarstað í Geldingaholti á meðal Gnúpveija, sem hafa verið hluti af okkur öllum æ síðan. Slíkt var val hennar á vinum og mannþekking. í húsinu við Ásvallagötu var mikið starfað. í forstofunni gaf að líta dagatal við símann ásamt blý- anti er hékk í snúru, þar sem mikilvægum skilaboðum var komið á blað, svo Sigríður líknarkona og hjúkrunarfræðingur vissi öllum stundum hvar skórinn kreppti. í stofum voru ekki netglugga- tjöld, því glugga- og klifuijurtir önnuðust hlutverk þeirra. Alla jafna var ritvél Sigríðar á borðstofuborð- inu. Þar urðu til ótal merkar greinar í blöð og tímarit auk erinda fyrir útvarp. Þegar garðurinn og ritvélin nutu ekki handa hennar tíndi hún bláber í Borgarfírðinum ásamt fjölskyld- unni og sultaði síðan eða saumaði í púða, teppi eða klukkustrengi, enda heilt safn slíkra listmuna til eftir Sigríði. Mikill og góður bóka- kostur á heimilinu bar vott um fróð- leiksþorsta hennar og Qölskyldunn- ar, enda lét Sigríður ekki nægja að ljúka verslunar- og hjúkrunar- námi, heldur bætti stöðugt við málakunnáttu sína og sótti nám- skeið í öllum hugsanlegum greinum alla ævi. Ungar námsstúikur utan af landi tóku til í húsinu og fengu í staðinn herbergi og fæði. Allt var í röð og reglu, þó vinir bamanna, Vigdísar og Þorvaldar, fengju að leika sér hvar sem var í húsinu. Oft tók hús- móðirin þátt í skemmtun æskunnar með einstakri kímnigáfu, frásagn- argleði og leikhæfileikum. Þrátt fyrir óskerta ættjarðarást Var heimili Sigríðar heimili heims- konu, sem snemma braust til mennta þó auralaus væri. í Kaup- mannahöfn nam hún hjúkrunar- fræði, en á þeim tíma lá Vigdís systir hennar veik á sjúkrahúsi þar í grennd. Til að geta heimsótt systur sína saumaði Sigríður í silkipúða á næturvöktum og seldi í hannyrða- verslun til að kaupa sér reiðhjól til heimsóknanna. Með ágætum maka, prófessor Finnboga Rúti Þorvaldssyni, óx heimilið og dafnaði, enda voru bömin, Vigdís f. 1930 og Þorvaldur f. 1931, óskaböm foreldra sinna. Það varð því mikið áfall þegar Þorvaldur lést af slysförum sumarið eftir stúdentspróf aðeins viku áður en hann átti að halda til háskóla- náms í Englandi. Sá harmur var Sigríði og Finnboga Rúti svo þung- ur, að sennilega báru þau ekki sitt barr framar, þó aðeins innsti hring- ur vina og ættmenna yrði þess var. Er fjölskyldan flutti á Aragötu árið 1955 tók Sigríður með sér afleggjara af öllum jurtum sem voru henni svo kærar í garðinum fallega við Ásvallagötu, svo halda mætti í líf þeirra sem lengst. 1973 var Finnbogi Rútur kvaddur burt úr þessum heimi. Skömmu áður hafði Vigdís dóttir þeirra eignast litla kjördóttur, Ástríði, sem varð kær- kominn sólargeisli í lífí þeirra beggja. Sigríður lést að morgni pálma- sunnudags. Með henni hvarf af sjónarsviði einn besti forkólfur ís- lenskra heilbrigðismála. En minn- ingin um mæta manneskju mun lifa. Fjölskylda mín og ég þökkum fyrir að hafa mátt eiga hlutdeild í lífí hennar. Vilborg G. Kristjánsdóttir Skömmu eftir hádegi á pálma- sunnudag var hringt til mín og mér tilkynnt lát vinkonu minnar frú Sigríðar Eiríksdóttur hjúkrunar- konu. Hún hafði dáið þá um morg- uninn. Ég var ákaflega þakklát fynr tillitssemina. Ásta Sigríður hét hún fullu nafni, en oftast var hún kölluð Sigríður Eiríks. Hún var fædd að Miðdal í Mosfellssveit 16. júní 1894. Voru foreldrar hennar Eiríkur Guð- mundsson bóndi þar, sfðar trésmið- ur í Reykjavík, og Vilborg Guðna- dóttir Guðnasonar bónda að Keldum í sömu sveit. Heyrði ég orð á því gert að móðir hennar hefði verið mikill skörungur. Hún lauk bama- skólanámi og sem unglingur nam hún einnig listsaum hjá nunnunum í Landakoti, því hún var listræn að eðlisfari. Síðan settist hún í Versl- unarskóla íslands og lærði auk þess utanskóla tunguniál og vélritun svo og hraðritun. Árin 1910—1918 stundaði hún skrifstofustörf í Reykjavík. Þá vendir hún kvæði sínu í kross og fer út til Danmerkur og hóf hjúkrunamám við Kommun- espítalann í Kaupmannahöfn. Þar mun hún hafa lokið prófi haustið 1931. En hún vildi koma víðar við. Hún kynnti sér m.a. framhaldsnám í geðveikrahjúkrun á Sct. Hans Hospital í Hróarskeldu. Brá sér einnig til Vínarborgar og var þar í framhaldsnámi í 6 mánuði, svo eitthvað sé nefnt. Hún vissi sem var að heima fyrir var þörf fyrir víðtæka þekkingu í hjúkrunarmál- um. Mun hún hafa verið með fyrstu hjúkrunarkonum hér á landi sem fóru út til hjúkrunamáms. Ekki var að spyija um áhuga Sigríðar eða dugnað. Telja má að upp frá því að Sigríður kom heim aftur hafí hún svo til flestar stundir helgað sig hjúkmnar- og heilbrigðismálum landsins, og dró ekki af sér. Það kom brátt í ljós að hún var frábær atorkukona, sem vann af lífí og sál að áhugamálum sínum og lét ekkert aftra sér, er um nauðsynjamál var að ræða, sem snerti þjóð hennar. Sigríður sneri heim haustið 1922 og réðst brátt sem hjúkrunarkona hjá hjúkrunarfélaginu Líkn í Reykjavík sem þá var nýlega stofn- að. Starfaði jaftiframt sem berkla- vamastöð. Þar bættist félaginu góður liðsmaður. Var Sigríður síðan formaður Líknar í aldarfjórðung. Mönnum var orðið ljóst að skipuleg herferð gegn berklum, þessari voða- veiki, var nauðsynleg. Berklahælið á Vífílsstöðum var opnað árið 1910, annað var í undirbúningi á Norður- landi, að Kristnesi. Berklavamarlög voru samin, sem stuðluðu að því að sjúklingum var gert hægara fyrir að leita sér skoðunar og lækninga. Átti hjúkrunar- og berklastöð Líkn- ar dijúgan þátt í því, hve vel skipað- ist um þessi mál. Ég hafði oft heyrt Sigríðar getið og hún dáð fyrir þann hugsjónaeld er hún bjó yfír. Bar fundum okkar fyrst saman haustið 1941. Þá kom ég til Reykjavíkur seint í september, þeirra erinda að taka við stjóm Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sem átti að taka til starfa þá um haust- ið, hinn 1. okt. Er ég var leidd inn í húsið á Sólvallagötu 12, þar sem skólinn átti að vera til húsa, brá mér heldur í brún. Ég hafði aðeins séð þetta fallega hús á mynd í blöðunum og leist vel á það. En þegar inn var komið, þennan eftir- minnilega haustdag, var þar allt á tjá og tundri og minnti mig helst á flakandi sár. Mér féllust hendur og vissi ekki hvað ég átti af mér að gera, sveitakona norðan úr landi, öllum ókunnug í borginni. Ekki þýddi að leggja árar í bát og var nú unnið hörðum höndum og skól- inn settur 7. febrúar 1942. Sem kunnugt er var það Bandalag kvenna í Reykjavík sem stóð fyrír þessari skólastofnun og innan þess voru helstu forustukonur borgar- innar. Frú Ragnhildur í Háteigi hafði verið skipuð formaður skóla- nefndar. Átti hún drýgstan þátt í því að ég stóð þetta haust upp frá búi mínu fyrir norðan og réðist í þetta stórræði. Margar kvennanna, sem þama áttu hlut að máli höfðu þá trú að nauðsynlegt væri fyrir borg- ina að eignast húsmæðraskóla. Þær reyndust mér afburða vel og var Sigríður Eiríks ein úr þeim hópi. Enda þótt starfssvið hennar væru mikið utan heimilis var hún í eðli sínu mikil húsmóðir. Henni var ljóst að heimilin í landinu væru undir- staða þjóðfélagsins. Því traustari heimili, þvi heilbrigðara þjóðfélag. Þá voru húsmóðurstörfín í heiðri höfð og góð húsmóðir var álitin þurfa að vita skil á svo ótal mörgu ef vel átti að fara. Heilsufræði og hjúkrun f heimahúsum var á náms- skrá húsmæðraskólanna. María Hallgrímsdóttir kenndi þær náms- greinar fyrstu mánuðina í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur, en svo tók Sigríður Eiríks við þeirri kennslu, haustið 1942, og kenndi öll árin sem ég starfaði við skólann. Hlakkaði ég ávallt til fímmtudags- morgnanna, þá hafði hún tíma. Það var hressandi að fá hana í 10- kaffíð. Það brást ekki að hún hafði eitthvað nýtt fram að færa sem rætt var af miklum áhuga. Hún var félagslynd kona, sem lét sig flest varða er snerti þjóðlífíð, þó líknar- og hjúkrunarmál stæðu henni hjarta næst. Henni var ljóst að sterk samtök voru nauðsynleg til að fá einhveiju áorkað, því hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman, segir blessaður sr. Matthías. Við Sigríður vorum aldamóta- börn og áttum samleið í skoðunum. Þá fór uppeldið fram í heimahúsum, sem kunnugt er. Rík áhersla var lögð á að innræta bömunum seint og snemma ást og trú á landinu — ættjörðinni. Á mannamótum voru sungin ættjarðarljóð og aldamóta- „Starfið er margt en eitt er bræðrabandið boðorðið hver, sem þá í fylking standið. Hvemig sem stríðið þá og þá er blandið það er að elska og byggja landið.“ Síðustu orð foreldra til bama sinna er þeir bjuggu sig að heiman í fyrsta sinn voru: Mundu að vera landinu þínu til sóma. Viðkvæðið var: íslandi allt. En nú er þetta orðið breytt. Þegar ég kom til Reykjavíkur haustið 1941 varsíðari heimsstyijöldin í algleymingi, landið okkar hemumið og stórbylt- ing í nánd. Það var engin furða þó mörgum aldamótabömunum ofbyði og þau bæru ugg í btjósti. Margt var sagt og ritað og Sigríður sat ekki auðum höndum. Stundum var ég kvödd niður í Hellusund til gamallar vinkonu minnar, Jóhönnu Knudsen hjúkrunarkonu. Þar var þá Sigríður og fleiri áhugakonur sem höfðu áhuga á að forða þjóðinni frá margskonar voða er fylgdi hemáminu. Þær þurftu að koma grein í Morgunblaðið og vissu að Valtýr bróðir minn sem þá var rit- stjóri þess blaðs myndi ekki neita mér um að taka greinarkom í Moggann, jafnvel þó það væri ekki fyllilega í anda blaðsins. Ég dáðist að dirfsku þessara kvenna og þar var Sigríður fremst í flokki. Mér yrði ofvaxið að nefna öll þau störf er Sigríði voru falin. Hún var m.a. stundakennari við Kvennaskólann í Reykjavík í nær þijá áratugi. Eftir að Útvarpið kom hélt hún oft erindi í Útvarpið um hjúkrunarmál og skrifaði í blöð um áhugamál sín. Þegar tilkynnt var um lát hennar í blöðunum var þess jafnframt getið að Sigríður hefði verið heiðursfélagi allra hjúkrunarfélaga á Norðurlönd- unum og var sæmd Florence Night- ingale-orðu Alþjóða Rauða krossins árið 1949 fyrir störf í þágu heil- brigðismála. Sömuleiðis var hún sæmd Fálkaorðunni svo eitthvað sé nefnt. Þing norrænna hjúkrunarkvenna var haldið hér í Reykjavík snemma sumars árið 1952. Hafði Sigríður þá formennsku Hjúkrunarkvenna- félagsins á hendi. Hún fékk skóla- húsið á Sólvallagötu 12 til umráða til að hýsa hina erlendu gesti þings- ins. Það var gaman að kynnast lítil- lega þessum glaða og fríða hópi útlendra hjúkrunarkvenna og þá ekki síður ánægjulegt að fínna hve ísl. hjúkmnarkonumar studdu vel formann sinn, svo móttökumar gætu orðið sem glæsilegastar. Eld- snemma á morgnana var Sigríður komin, oft með fríðu föruneyti, upp í skóla til að drekka morgunkaffíð með gestunum. Auðheyrt var á öllu að hún var mikils metin meðal hinna erlendu gesta. Þrátt fyrir mikil umsvif og merk störf utan heimilisins var hún mikil húsmóðir, eins og áður er getið. Heimili þeirra hjóna á Ásvallagötu 79 bar þess ljósan vott. Margt var þar fallegra muna, sem minnti á að húsfreyjan hafði ung að árum stundað listsaum hjá nunnunum í Landakoti. Maður Sigríðar var Finnbogi Rútur Þorvaldsson pró- fessor í verkfræði, af hinni kunnu Þorvaldsætt Böðvarssonar frá Holti undir Eyjafjöllum og afkomandi sr. Bjöms Jónssonar hins dætrum prúða í Bólstaðahlíð. Böm þeirra voru tvö, frú Vigdís forseti íslands og Þorvaldur er lést af slysförum ungur að aldri, nýlega orðinn stúd- ent og mikils vænst af hinum unga og vel gefna manni. Þá sýndi sig best hver hetja Sigríður var, en mörgum hefði orðið slíkt ofraun. Prófessor Finnbogi Rútur lést 6. janúar 1973. Um árabil hefur Sigríður átt við þung veikindi að stríða, en borið þau með æðruleysi eins og annað mótlæti sem steðjað hefur að. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessari merku konu og átt hana að vini. Með þessum línum sendi ég frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís- lands og ungu dóttur hennar inni- legar samúðarkveðjur og bið þeim allrar blessunar. _ Hulda Á. Stefánsdóttir Frú Sigríður Eiríksdóttir, hjúkr- unarkona er látin á 92. aldursári. Hún lést á Öldrunarlækningadeild Landspítalans sunnudaginn 23. mars sl. Hún var þekkt og virt fyrir störf sín að hjúkrunar- og heilsu- vemdarmálum, jafnframt því að vera óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunamálum hjúkmnarstéttar- innar á innlendum, norrænum og alþjóðlegum vettvangi. Með henni er því horfín ein merkasta forystu- kona íslenskrar hjúkrunarstéttar. Hjúkrunarfélag íslands var stofnað 1919. Frú Sigríður Eiríks- dóttir var formaður þess á ámnum 1924—60 eða samfellt í 36 ár. Árið 1925, 6 ámm frá stofnun, ræðst félagið í útgáfu stéttarblaðs síns. í formála fyrsta tölublaðsins segir m.a. að markmið þess sé að halda áhugamálum stéttarinnar vakandi, efla þau og útbreiða, þar kemur glögglega fram að menntunarmál, kjaramál ásamt lífeyrissjóðsmáli vom strax sett á oddinn. í stórt var ráðist og stórhugur ríkjandi þótt félagsmenn væm aðeins 21 auk 12 aukafélaga. Blaðið hefur komið út óslitið síðan og er þriðja elsta tíma- rit hér á landi er fyallar um heil- brigðismál, og ennþá er gefíð út. Frú Sigríður Éiríksdóttir sat í ritstjóm þess frá upphafi og á þar fjölda greina um hin margvísleg- ustu málefni. Jafnframt var blaðið unnið og sett á heimili hennar ámm saman. í tilefni af 50 ára afmæli blaðsins árið 1975, spurðum við frú Sigríði hvað helst hefði verið skrifað um, fyrstu árin. Hún sagði þá m.a.: „Um launakjör var mikið rætt og ritað, enda laun okkar mjög léleg, auk þess sem ætlast var til að hjúkr- unarkonan væri alltaf reiðubúin til vinnu, hvenær og hvar sem var. Ef við sáumst á götu „privatklædd- ar“ mátti oft heyra: „Nei sko, hjúkr- unarkonan á frí í dag.““ Árið 1979 gaf Hjúkmnarfélag íslands út skrá yfír efni tímaritsins frá upphafi. Kom þá berlega í ljós hve mikinn fjölda greina Sigríður Eiríksdóttir átti þar um öll helstu baráttumál stéttarinnar. Ég minnist þess með ánægju að vera þess aðnjótandi, ásamt öðmm, að afhenda henni fyrsta eintak rits- ins í virðingarskyni fyrir ritstörf hennar. í dag kveðjum við þessa merku baráttukonu okkar með virðingu og þakklæti. Fjölskyldu frú Sigríðar Eiríks- dóttur sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Árnadóttir Ég bjó í nokkur ár við Aragötuna í Reykjavík, leigði þar í kjallaranum hjá Óskari dómkirkjupresti. Þar var gott að vera og þetta var gott hverfí. Ekki hafði ég þó kynni af mörgum íbúanna, kom þo á nr. 11 þar sem bjuggu hressir strákar og átti kunningja á nr. 1, en þar réði húsum sá margvísi Bjöm Sigfússon doktor. Helsti viðkomustaður minn við götuna var þó að nr. 2. Þar var ég um skeið allt að þvi heimagangur hjá þeim Finnboga prófessor, Sig- ríði Éiríks hjúkmnarkonu og Vigdísi dóttur þeirra. Þetta var fágætt menningarheimili á alþýðlega vfsu, þar sem hver og einn var fyrst og fremst metinn af sjálfum sér. Þótt Finnbogi væri merkur maður og svipmikill, duldist varla að hlutur húsmóðurinnar var ekki minni en hans við mótun þess heimilisbrags sem þar ríkti. Sigríður var mikil húsmóðir og stórbrotin manneskja. Hún hafði auk heimilisstarfa unnið mikilvæg störf úti í þjóðfélaginu og þurfti enga kvennahreyfingu á bak við sig til að hafa áhrif. Á þessum tíma veiktist ég og komst ekki út úr húsi um nokkurt skeið. Þar sem ég bjó einn míns liðs var erfítt um vik með aðdrætti. Þann tíma allan komu þær til mín daglega mæðgumar Sigríður og Vigdís, önnur hvor eða báðar. Þær sáu til þess að mig skorti ekkert og þær komu ekki aðeins með mat, þær komu einnig með bækur. Þegar ég varð aftur ferðafær kom Sigríður að máli við mig og sagði að nú yrði ég að fá vinnu við hæfí. Sagð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.