Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 Útlit fyrir 9% bensínlækkun Á verðlagsráðsfundi sem haldinn verður á morgun, föstudag, verður tekin afstaða til verðbreytinga á bensíni. Búist er við að ákveðið verði að lækka bensinlítrann um 3 krónur, úr 32 krónum í 29, eða um rúm 9%. Er það gert vegna verðlækkunar á bensíni á Rotterdammarkaði. Bensínlítrinn kostaði í upphafí árs 35 krónur og hefur því lækkað um 6 krónur á árinu, eða um rúm 17%. Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun sagði í gær að búast mætti við frekari bensínlækk- un eftir um það bil 2 mánuði. Gasolía og svartolía lækkuðu 18. mars síðastliðinn og verða ekki verðbreytingar á þeim nú. Það bensín sem nú er verið að selja síðustu dropana af var keypt um áramótin á tæplega 236 dollara lestin. Tveir farmar hafa komið síð- an, sá fyrri 24. mars og sá síðari 1. apríl. Þeir eru mun ódýrari. Sá fyrri er á tæplega 139 dollara lest- in, en sá síðari, sem er frá Stat Oil, er á 126 dollara lestin. Um páskana kom til landsins farmur af gasolíu, sem er á svipuðu verði og síðasti farmur, eða 188 dollarar lestin á Rotterdammarkaði á móti 199 dollurum á síðasta farmi. Samtals komu til landsins með tveimur síðustu skipum 26.368 lestir af bensíni og 22.738 lestir af gasolíu. Gjaldskrá hitaveitu Akur- eyrar lækkar um rúm 3% Morgunblaðið/Ól.K.M. Skúlaskeið gert klárt fyrir sumarið. Hafsteinn Sveinsson hefur undanfarin sumur haldið uppi ferðum milli Reykjavikur og Viðeyjar á þessum bát, sem hann nefnir Skúlaskeið. í gær var Hafsteinn að dytta að bát sínum, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun hann færa út kvíamar í eynni í sumar og reka þar griUskála, svo að gestir i eynni geti fengið sér í svanginn. Akureyri. BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sinum í fyrra- dag með níu atkvæðum gegn einu tillögu stjómar Hitaveitu Akureyrar um lækkun á gjald- skrá veitunnar um tvær krónur á rúmmetra. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við kosninguna. Hér er nm að ræða liðlega 3% lækkun. Rúmmetri heita vatnsins lækkar úr 58 krónum i 56 og gildir lækkunin frá 1. marz siðastliðn- um. Tveir fulltrúar meirihlutans, Ulf- hildur Rögnvalsdóttir, Framsóknar- flokki, og Sigríður Stefánsdóttir, Sjallinn: Ekkí ástæða til aðgerða meint smygl enn til meðferðar EMBÆTTI ríkissaksóknara telur ekki að rannsókn á starfsemi veitingahússins Sjallans á Akur- eyri gefi tilefni til aðgerða af hálfu ákæmvaldsins. Rannsókn- in var hafin i febrúar í framhaldi af athugun, sem gerð var í haust og laut að smygli og þætti ákveð- inna starfsmanna hússins að þvi. Hinu meinta smyglmáli er enn ólokið. Vegna þessa meinta smyglmáls hóf Rannsóknarlðgreglan á Akur- eyri fyrr I vetur athugun á vissum þáttum í starfsemi veitingahússins. Að lokinni þeirri rannsókn voru gögn málsins send embætti ríkis- saksóknara, eins og lög gera ráð fyrir. í bréfí, sem bæjarfógetanum á Akureyri barst í gær frá ríkissak- sóknara, segir að á grundvelli rann- sóknarinnar sé ekki ástæða til frek- ari aðgerða að því er varðar þá þætti málsins, sem voru til rann- sóknar í febrúar og mars. Alþýðubandalagi, lögðu á fundinum fram tillögu þess efnis að bæjar- stjóm yrði við tilmælum ríkisstjóm- arinnar um 7% lækkun gjaldskrár Hitaveitunnar en við atkvæða- greiðslu hlaut sú tillaga einungis tvö atkvæði og féll því á of lítilli þátttöku. Við atkvæðagreiðslu um tillögu Hitaveitustjómar var það Sigríður sem sat hjá og Úlfhildur sem var á móti. Sigurður J. Sigurðs- son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir atkvasðagreiðsluna að bæjar- stjóm teldi þessa liðlega 3% lækkun fullkomlega koma til móts við ný- gerða kjarasamninga. Gjaldskrá Rafveitu Akureyrar var einnig til umræðu á fundinum í fyrradag og var samþykkt 12,3% lækkun á heimilistöxtum, sem er meiri lækkun en ríkisstjómin fór fram á eftir lqarasamningana. Nýir bílar að seljast upp: Umboðin fá óselda bíla frá Evrópu SALA á nýjum bUum hefur verið lífleg síðan verð þeirra lækkaði vegna lækkunar tolla í kjölfar kjarasamninganna í lok febrúar. FólksbUar eru uppseldir hjá mörgum bílaumboðum og ókomnar sendingar upppantaðar fram á sumar. Erfitt er að fá viðbótarsendingar vegna langs afgreiðslufrests í aðal fram- leiðslulandinu og hafa sum umboðin gripið tíl þess ráðs að Arnarvarp iðulega eyðilagt vísvitandi SVO virðist sem nokkur brögð séu að þvi, að amarvarp sé eyðilagt hérlendis. Einkum á þetta við um hluta Barða- strandarsýslna og Skarðs- strönd í Dalasýslu. Kemur þetta fram í desemberhefti Blika, tímariti um fugla, í yfirliti yfir amarvarp á íslandi árin 1984 og 1985, sem Kjartan Magnús- son stærðfræðingur skrifar. Örninn er alf riðaður hérlendis. í yfírlitinu segir, að árið 1984 hafí amarvarpið heppnast mjög vel. 18 af 34 pörum komu upp 25 ungum. Þó virðist sem varpið hafí verið eyðilagt á nokkrum stöðum, t.d. hafi varp misfarist á flestum stöðum í Barðastrandar- sýslum. í ítarlegri könnun á amarstofn- inum árið 1985 voru talin 36 pör. Það sumar komust upp 24 ungar f 16 hreiðrum en varpið mis- heppnaðist hjá 20 pörum. Segir Kjartan, að í flestum tilfellum hafí varpið verið vísvitandi eyði- lagt og tvö héruð, hluti Barða- strandarsýslna og Skarðsströnd, skeri sig þar úr. Nokkur amarpör verpa árlega á þessum slóðum en á síðari árum hefur heyrt til undantekninga ef ungi hefur komist þar upp. Þá segir í yfírlit- inu, að á stað einum á Fellsströnd hafí emir verpt undanfarin tíu ár, en varpið jafnan verið eyðilagt. Vanhöld hafa einnig verið ail- mikil á ömum og dæmi er um það, að fundist hafí öm skotinn með riffli auk þess sem svefnlyfj- um er dreift til þess að reyna að fækka vargfugli. reyna að fá óselda bíla frá bíla- umboðum í nágrannalöndunum. Ólafur Freysteinsson hjá Velti hf. sagði að 100 bflar hefðu selst þar frá því tollamar lækkuðu en það er aðeins um helmingi færri bflar en fyrirtækið seldi ailt árið í fyrra. Veltir hefur selt alla þá bíla sem til vom hjá umboðinu en fær sendingar í aprfl og maí. Sverrir Sigfússon framkvæmda- stjóri hjá Heklu sagði að vel hefði selst að undanfömu og margar tegundir uppseldar. Hann sagði að vegna mismunandi tollalækkana hefði verð á lokuðum sendibflum orðið óhagstætt og því hefði Hekla endursent þá og fengið skipt fyrir fólksbfla. Helgi Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni hf. sagði að fyrstu þijá mánuði ársins hefði fyrirtækið selt 100 bflum fleira en á sama tíma í fyrra. Líkti hann bflasölunni nú við vorið 1974 sem hingað til hefur verið taiið besta sölutímabilið. Sagði Helgi að væntanlegir væru 160 Subaru-bflar, aukalega vegna tolla- lækkunarinnar og 50 Trabantar, sem aftur væro famir að seljast. Sveinn Sigurðsson sölustjóri hjá Bflaborg sagði að þar væro bflamir að mestu uppseldir og pantað tölu- vert fram í tímann. I mars hefðu verið afhentir 100 bflar, og svipað yrði afhent í apríl og maí. Hann sagði að tollalækkunin hefði gert það að verkum að aðalsölutímabil bfla hefði færst fram um mánuð. Rúnar Sigtryggsson sölustjóri hjá P. Samúelssyni & Co. sagði að 150 bflar hefðu verið seldir í mars og væri allt uppselt og pantað fram á sumar. Hann sagði að verið væri að reyna að fá aukabfla frá öðrom umboðum í Evrópu, en vegna langs afgreiðslufrests Japana er ekki mögulegt að fá viðbótarsendingar þaðan. Álverið í Straumsvík: Tvö félög felldu nýju samningana TVÖ verkalýðsfélög í álverinu í Straumsvík hafa fellt nýgerðan kjarasamning starfsmanna þar við stjórn fyrirtækisins. Það eru Verkamannafélagið Hlíf, sem 20% vextir af eldri skulda- bréfum lækkaðir í 15,5%? Félagsmálaráðherra lætur kanna mögnleika á lækkun vaxtanna ALEXANDER Stefánsson fé- lagsmálaráðherra hefur falið Iögf ræðingum ráðuneytis síns að kanna hvort lagalegir möguleik- ar séu á þvi að lækka samnings- bundna vexti af skuldabréfum í fasteignaviðskiptum, útgefnum fyrir vaxtalækkunina nú um mánaðamótin, í þá vaxtatölu sem Seðlabankinn hefur ákveðið. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær telur Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur það koma fyllilega til greina að lækka vextina af fyrra vaxtastigi, sem undanfarið hefur verið 20%, í hæstu lögleyfðu vexti Seðlabankans eða 15,5%. En til þess þyrfti nu úrskurð Hæstaréttar. Alexander Stefánsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi eðlilegt að félagsmálaráðherra hefði nokkurt frumkvæði að því að kanna lagalegar hliðar þessa máls, þar eð málið varðaði fyrst og fremst húskaupendur. „Hvort flötur fínnst á því að lækka vextina eða ekki verður hins vegar að koma í ljós,“ sagði hann. felldi samningana með 78 at- kvæðum gegn 48, fimm seðlar voru auðir. Skrifstofumenn í Verslunarmannafélagi Hafnar- fjarðar felldu svo samninginn í gær með 16 atkvæðum gegn 14. AIls eiga tíu verkalýðsfélög aðild að kjarasamningum í Straumsvík. Hin átta félögin hafa samþykkt samninginn með 2-4 atkvæða mun, skv. upplýsingum forystumanna verkalýðsfélaganna í Straumsvík. Samningamir ero í öllum megin- atriðum eins og samningar ASI og BSRB frá f febrúar. Það sem helst hefur valdið óánægju starfsmanna í Straumsvík er að þeir gilda aðeins frá 26. febrúar en ekki frá áramót- um, þegar síðustu samningar ronnu út. Til þessa hefur verið venja í samningum í álverinu, að nýir samningar gildi frá þeim tíma sem hinir eldri ronnu út, að sögn Hall- grims Péturssonar, formanns Hlíf- ar. Hann sagði að viðræður um lagfæringar á samningnum yrðu væntanlega hafnar á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.