Morgunblaðið - 03.04.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 03.04.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 21 Alvarlegt slys í portúgalska rallinu: Áhorfendur grýttu og spörkuðu í keppnisbílana eftir óhappið ÞAÐ SEM margir atvinnu- ökumenn höfðu óttast henti i portúgalska rallinu, sem er liður i heimsmeistara- keppninni í rallakstri. Þrír áhorfendur létust og 32 slös- uðust þegar Ford RS 200 Portúgalans Jaquim Santos lenti í miðjum áhorfenda- hópi á fyrstu sérleið keppn- innar. Undanfarin ár hafa ökumenn verksmiðjuliðanna kvartað yfir því hve nærri akstursleiðum áhorfendur í Portúgal stæðu og spádóm- ar þeirra um óhapp rættust með hörmulegum afleiðing- um. Morgunblaðið/Slick Photo Það hefur oft skollið hurð nærri hælum í portúgalska rallinu og slysið í ár kom ökumönnum keppninn- ar ekki á óvart. Þeir höfðu í mörg ár kvartað yfir áhorfendum. Þessi mynd er tekin i fyrra. Morgunblaðið/Martin Holmes Verksmiðjuliðin drógu öll þátt- töku sína til baka eftir óhappið. „Keppnisstjómin hafði lofað því að áhorfendum yrði haldið í skefjum. En ástandið var verra en í fyrra. Toppökumennimir vora þegar búnir að ákveða að hætta þegar fréttist af óhapp- inu,“ sagði heimsmeistarinn Timo Salonen. Hraði toppbflanna í heims- meistarakeppninni er mjög mikill á keppnisleiðum og tæknibúnað- ur bflanna er farinn að nálgast það sem algengt er í kappakstri. Þetta hefur valdið ökumönnum áhyggjum og þeir hafa kvartað jrfir aðbúnaði í hinum ýmsu keppnum. „Keppnisstjómin í portúgalska rallinu hafði lofað því að halda áhorfendum í skeij- um. En ástandið var verra en í fyrra," sagði heimsmeistarinn Timo Salonen en ásamt öðrum atvinnuökumönnum bflaverk- smiðjanna hætti hann keppni eftir óhappið. Fyrir keppnina hafði Joaquin Santos óttast óhapp og samstarfsmenn hans líka. „Ég missti stjóm á bflnum þegar ég sá áhorfendur inn á miðjum vegi þegar ég kom yfir hæð. Stefndi ég fyrst út af og þegar ég reyndi svo að rétta bfl- inn af hafði stór hópur í viðbót hlaupið inn á veg. Það var þetta fólk sem ég ók á,“ sagði Santos. Marc Duez sem kom í næsta bfl á eftir Santos reyndi að fá tímaverði til að stöðva keppnina en 10 mínútur liðu þar til keppnin var stöðvuð. Þá höfðu margir bflanna ekið um slysstaðinn. í reiði sinni grýttu áhorfendur þessa bfla og sparkaði í þá. Aður en fréttir af óhappinu spurðust út höfðu ökumenn fyrstu bflanna þegar tekið sig saman um að hætta keppni, vegna hins mikla áhorfendafjölda inn á sérleiðun- um þremur sem þeir höfðu lokið. Slysið gerði þá enn ákveðnari. Eftir fund skipuleggjanda keppn- innar var ákveðið að halda keppn- inni áfram, en átján ökumenn verksmiðjuliðanna vom Qarver- andi þegar keppnin var ræst af stað að nýju. „Hvemig er hægt að ætlast til þess að við höldum áfram? Við emm ekki svo kald- rifjaðir að líta á dauðaslys sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Walter Röhrl atvinnumaður Audi-verk- smiðjanna. G.R. Dæmigerð mynd frá Portúgal. Áhorfendur á miðjum veginum en rétt gríilir í keppnisbíl á fullri ferð. Algengt er að áhorfendur keppi um það hver geti snert sem flesta keppnisbíla með beram höndum Morgunbladið/Martin Holmes Lancia var í efstu þremur sætunum þegar keppnislið verksmiðjanna ákvað að hætta keppni. ítalinn Masimo Biasion var þá fyrstur en hér sést að áhorf endur hafa haldið sér í skynsamlegrí fjarlægð. Maggisúpa er góð hugmynd að kvöldverði. < Góð hugmynd að kvöldverði felur í sér að maturinn verður að vera öllum til | hæfis, hollur, bragðgóður, einfaldur í matreiðslu, ódýr og tilbreyting frá t hefðbundnum matseðli. Maggi súpa og meðlæti að óskum s hvers og eins sameinar þetta ágætlega. Af Maggi súpum eru til 22 tegundir - þar á meðal uppáhaldstegundin þín. SlMI 83788

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.