Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 1
Skipin komu alls með um 55 þúsund farþega SÍÐASTA skemmtiferðaskip sumarsins, Star Princess, kom til hafnar í Reykjavík í gær- morgun. Um borð eru um 2.000 erlendir ferða- menn. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóa- höfnum hafa þá alls 74 erlend skemmti- ferðaskip lagst að bryggju í Reykjavík í sumar og ætla má að þau hafi flutt alls um 55 þúsund erlendra ferðamanna. Á myndinni sést einnig hafnarbáturinn Magni. Morgunblaðið/Ómar STOFNAÐ 1913 266. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is VIKUSPEGILL BRÆÐRABYLTA, SPILLINGARMÁL, GABBARI OG ÖRYGGI ÍSLANDS >> 14 ÞÓRIR JÓNSSON BÍLAR OG SKÍÐI HAFA VERIÐ HANS ÆR OG KÝR LÍTUR UM ÖXL >> 22 Mögnu› tilbo› á n‡jum vörum MARKMIÐ fornleifa- og sagnfræði- rannsóknar sem nýhafin er í Kænu- garði (Kiev, höfuðborg Úkraínu) er m.a. að kortleggja ferðir Þorvaldar víðförla í Úkraínu og Rússlandi fyrir eitt þúsund árum. MP Fjárfesting- arbanki fjármagnar þessa rannsókn, að frumkvæði Margeirs Pétursson- ar, og er hún unnin í samvinnu við Sagnfræðistofnun Úkraínu. Margeir er afar áhugasamur um þetta nýja áhugamál sitt. „Ég er þeirrar skoðunar að hér sé um verð- ugt og skemmtilegt verkefni að ræða,“ segir Margeir í samtali við Morgunblaðið á söguslóðum í Kænugarði. Hann kveðst hafa feng- ið áhuga á þessu verkefni eftir að hann hóf fjárfestingar í Úkraínu ár- ið 2004 og las Þorvaldar þátt víð- förla. Ferðir Þorvaldar víðförla Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Í iðrum jarðar Malovanyy ræðis- maður, Margeir Pétursson og Khvedchenya í væringjahellunum. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is  Í fótspor Þorvaldar | 10–13 Ríga. AFP. | Kaþólska kirkjan í Lettlandi hefur hvatt kaþólikka til að fasta í aðdrag- anda kosninganna 7. október næstkomandi því fastan geri það að verkum að þeir mæti á kjörstað og kjósi. Í yfirlýsingu frá kirkjunni segir að fasta dragi úr áhuga- leysi og því sitji fólk ekki heima á kjördag heldur fari og kjósi frambjóðendur sem séu tilbúnir að tala fyrir gildum kristinnar trú- ar í þinginu og framfylgja lögum landsins. „Úrslit kosninganna ákvarða framtíð þjóð- arinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Janis Pujats kardináli segir að frá því á dögum Krists og jafnvel fyrr hafi fólk verið sér meðvitandi um árangur föstunnar. Með bænum hjálpi hún til við að aga fólk og færi það nær því að skilja guðs vilja. Íbúar Lettlands eru um 2,3 milljónir og þar af er um þriðjungur kaþólskur. Kaþ- ólska kirkjan hefur ekki lýst yfir stuðningi við ákveðinn flokk eða flokka heldur hvatt kaþólikka til að kjósa þá sem verja kristin gildi og hefðbundnar siðvenjur. Á þingi sitja 100 þingmenn og eru 19 flokkar í framboði. Flokkar þurfa að fá minnst 5% atkvæða til að fá mann kjörinn og í nýlegri skoðanakönnun fengu aðeins sjö flokkar tilskilinn atkvæðafjölda. Segir föstu tryggja kosn- ingaþátttöku Kaþólikkar í Aglona. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ríó de Janeiró. AFP. | Flak þotu með 155 manns fannst í Mato Grosso í Brasilíu í gær en vélin hvarf út af ratsjá yfir Amazon- svæðinu í norðurhluta Brasilíu í fyrrakvöld. Boeing 737-8000-vél brasilíska lágfargjaldaflugfélagsins GOL var á leið frá Manaus til Ríó de Jan- eiró með fyrirhugaðri millilend- ingu í borginni Brasilíu. Nokkrum stundum eftir flugtak var tilkynnt að vélin hefði horfið af ratsjám, um 200 km suður af Cochimbo. Fljót- lega var greint frá því að vélin hefði lent í árekstri við minni vél sem hefði laskast en náð að lenda í Cachimbo. Flugmálayfirvöld sögðu í gær að ekki væri hægt að staðhæfa að samband væri á milli ástæðu þess að litla vélin þurfti að nauðlenda og þess að stærri vélin hefði horfið af ratsjám. Nauðlending hættuleg Haft var eftir talsmanni flug- málaeftirlits Brasilíu að mjög hættulegt væri að reyna nauðlend- ingu á regnskógasvæðinu en 149 farþegar og sex manna áhöfn eru um borð í vélinni. Leit hófst þegar í fyrrakvöld og henni var haldið áfram í gær. Flak þotu frá Brasilíu með 155 manns fundið Í HNOTSKURN » GOL var stofnað 2001 oger helsta lágfargjalda- flugfélag Brasilíu. Það rekur 53 flugvélar. » Mannskæðasta flugslys íBrasilíu varð í júní 1982. Þá fórust 137 manns. París. AFP. | Segolene Royal staðfesti í fyrrakvöld að hún gæfi kost á sér sem for- setaefni franska Sósíal- istaflokksins. Flokkurinn vel- ur frambjóð- anda sinn í nóvember og forseta- kosningar verða í apríl á næsta ári. Royal hefur mikla yfirburði í skoðanakönnunum vegna valsins í nóvember og er talin eiga góða möguleika á að verða fyrsta kon- an sem Frakkar kjósa sem for- seta. Royal stað- festir framboð Segolene Royal Kabúl. AP. | Tólf manns biðu bana og meira en 40 manns særðust þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp nálægt skrifstofum inn- anríkisráðuneytisins í Kabúl í Afganistan í gærmorgun. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 08.00 að staðartíma og voru hinir særðu fluttir á sex spítala í borginni. Þetta er önnur mannskæða árásin í Kab- úl á skömmum tíma en í byrjun september týndu átján manns lífi í sjálfsmorðsárás nærri sendiráði Bandaríkjanna. Þá lýsti tal- ibanahreyfingin ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Hamid Karzai, forseti Afganistans, for- dæmdi árásina og sagði að sjálfsmorðsárás- armenn kæmu til Afganistans og réðust á tryggustu og fátækustu múslima heims. Tólf biðu bana í sjálfsmorðsárás ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.