Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 32
spádómar 32 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S pákonan Sigríður Sigfús- dóttir, eða Sirrý eins og hún kallar sig, ólst upp á heimili þar sem huldu- fólk og yfirnáttúrulegir hlutir voru taldir eðlilegir. Þetta var heimili ömmu hennar og afa, Ágústu Guðmundsdóttur og Guð- laugs Davíðssonar á Grettisgötu 33b. Sem ung stúlka sá Sirrý margt sem öðrum var hulið en reyndi þó alltaf að ýta þessum hæfileika frá sér. Sjálfsagt grunaði hana ekki að seinna meir yrði hún spákona, sem skoðaði bolla, kíkti í kristalskúlur og læsi í árur manna og meyja. Heldur ekki að fólk ætti eftir að keyra langa vegu suður með sjó til að hitta hana. En sú varð raunin. Það er hráslagalegur ágústdag- ur þegar ég keyri til spákonunnar í Garðinum. Jörðin er gulleit og renglulegir hestar bíta gras við þjóðveginn. Aðeins lengra stendur gula húsið hennar Sirrýjar og ein- hvern veginn ratar ferðalangurinn þangað þótt númeraplatan hafi fokið af húsveggnum fyrir ein- hverju síðan. Tíkin Birta tekur glöð á móti gestinum, leggst í gólf- ið og vill láta klóra sér. Í dyra- gættinni stendur húsfreyjan, Sirrý og minnir svolítið á norn. Hún er fíngerð, klædd í svartar leð- urbuxur og svartan, fleginn topp. Báðar axlirnar eru tattúeraðar, Búddamynd vinstra megin og tígr- isdýr hægra megin. Svart hárið nær langt niður á bak og þyrlast í kringum andlitið. Konan er falleg með hvíta húð og vatnsblá augu sem hún hefur rammað inn með svörtum strikum. Þar fyrir ofan eru augabrúnirnar sem líka eru kolsvartar. Byrjaði kasólétt að fikta „Góðan daginn,“ segir Sirrý hressilega og býður mér inn. Við göngum áfram inn á skrifstofuna hennar, í gegnum heilan hóp af nornabrúðum og kertaljósum. Það er þögn hér inni og sígar- ettureykur sem liðast um her- bergið. Ég kem mér fyrir á kont- órnum hjá spákonunni en hún sækir aftur handa mér kaffisopa. Allt í einu heyrast ofurlétt högg – það er þá hjarta mitt sem hamast í brjóstinu, æst í að vita hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Í næstu andrá hefst spjallið við spákonuna. Hún segir hæfileikann til að sjá það sem öðrum er hulið koma úr báðum ættum sínum, móðurætt og föðurætt. „Faðir minn hét Sigfús Pétursson, ættaður frá Húsavík og svo mamma Ingibjörg Guðlaugs- dóttir úr Reykjavík. Föðurfólkið mitt getur rakið ættir sínar allt aftur til Einars á Einarsstöðum. Guðlaugur afi var einnig mjög næmur þótt hann hafi alla tíð gert lítið úr hæfileikum sínum. Hann var berdreyminn og réð drauma fyrir ættingja og vini sem komu í heimsókn,“ segir Sirrý. Sjálf fór hún að fikta við þetta rúmlega tví- tug, eða árið 1970, þá kasólétt að eldri dóttur sinni. „Þetta átti að vera grín með vinkonunum en þá spáði ég bara í bolla. Síðan fóru þessar spár að rætast, boltinn fór að rúlla og upp úr því fór ég að fikta við spilin. Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég varð ekki vinsæl meðal vinkvenna og hjá vinnufélögum,“ segir hún. Geturðu nefnt dæmi um spá sem rættist? „Já, þegar við bjuggum á Spít- alastígnum komu einu sinni til mín hjón. Konan hafði lent í slysi og vildi fá að vita hvernig henni myndi ganga að fá bætur frá tryggingafélaginu. Hún reiknaði ekki með meira en tveimur millj- ónum. Ég sagði henni að þetta yrði gott betur, einhvers staðar á bilinu þrjár til fjórar milljónir. Hún sagðist aldeilis ætla að heita á mig ef þetta rættist. Seinna kom hún aftur með manninum sínum og gaf mér 10.000 kr., ég hafði nefnilega haft á réttu að standa.“ Símarnir hringja á víxl og hund- urinn þefar alltaf eitthvað út í loft- ið. Hann sér kannski eitthvað sem öðrum er hulið? Spákonan kveikir sér í einni sígarettunni af mörgum og sogar að sér reykinn. Ekki verður hjá því komist að sjá að hún er með silfurhringa á hverjum einasta fingri. Þótt hún sé eins og klippt út úr einhverri draugamynd er Sirrý spákona hlýleg og elsku- leg í fasi. Hún virðist vera hisp- urslaus og ákveðin alþýðukona. Enda kemur í ljós að á við- burðaríkri ævi hefur hún tekið sér margt fyrir hendur og unnið mörg ólík störf. Um fimm ára skeið vann hún hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, hún var einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands, starfaði í nokkrum efnalaugum og á sauma- stofum svo eitthvað sé nefnt. Spámennskan er örugglega með því skemmtilegra sem þú hefur fengist við eða hvað? „Ég væri ekki að þessu nema af því að mér þykir þetta gaman. Ég er mjög mikil félagsvera og mér þykir óskaplega gaman að fólki. Svo er ég mátulega forvitin,“ segir hún og kveikir sér í annarri sígar- ettu. „Annars átti þetta ekki að verða ævistarfið. Lengi var þetta aðeins áhugamál á kvöldin og um helgar. Fljótlega var þó áhuga- málið orðið heldur fyrirferð- armeira en dagvinnan. Ég kom heim úr vinnunni klukkan fimm, húsið var orðið fullt klukkan sjö og hélst oft þannig fram eftir nóttu,“ segir hún. Sirrý ákvað að stíga skrefið til fulls árið 1991 en þá sagði hún upp dagvinnunni og hefur starfað sem spákona síðan. Hún neitar því ekki að oft hafi álagið verið mikið á manninum og börnunum þremur, sérstaklega þegar hún tók á móti fólki í eldhúsinu heima. Núna eru ungarnir flognir úr hreiðrinu, barnabörnin orðin þrjú og spákon- an Sirrý flutt í Garðinn. Þar er hún er með skrifstofu og tekur á móti viðskiptavinum sínum. Spákonur líkjast sálfræðingum Viðtalstíminn hjá spákonunni kostar fjögur þúsund og fimm hundruð krónur. Um leið og ég kem mér enn betur fyrir í stólnum andspænis henni dregur hún fram spilin sín, rýnir í þau og segir frá þeim sannleika sem spilin sýna. Hún segir mig ekki eiga nein reið- innar býsn af peningum en þó ekki vera á vonarvöl því ára mín sé á einhvern hátt peningavæn. „Það eru gráar rendur sem standa út úr hjartastöðinni og þar stöðvast pen- ingar,“ segir spákonan og það lifn- ar heldur yfir mér. „Ertu ást- fangin,“ spyr hún þá. „Það eru svo fallegir bleikir og grænir litir í ár- unni þinni.“ Ekki kannast ég við það og áfram heldur spákonan. „Þið eruð þrjú systkinin …“ og enn svara ég neitandi. En Sirrý er ekki af baki dottin. Hún lyftir ann- arri augabrúninni og skýtur hök- unni niður þannig að ekkert sést nema eitt stórt auga. Það er mikil spurn í þessu mikla auga sem virð- ist vita og sjá margt sem mér er hulið. Andspænis þessu undri finnst mér ég standa berskjölduð og það fer um mig hrollur. „Þið áttuð að vera þrjú,“ segir hún og það er á henni að skilja að getn- aðarvarnir hafi gripið í taumana. Því næst tekur hún að rýna í tóm- an kaffibollann minn og gamla kristalskúlu. Hún starir í þetta eins og um sé að ræða óhefta vídd inn í líf mitt. Þessi kona segir mér nú ósköp blátt áfram að ég hafi verið sígauni í fyrri lífum og að flökkueðlið sé enn í blóðinu. „Þér finnst best að eiga sem minnst, helst viltu geta pakkað öllu þínu dóti ofan í eina ferðatösku.“ Þar hittir hún í mark en það er ekki laust við að ég sé bæði vonsvikin yfir ámátlegu fyrra líferni og um leið forvitin að vita enn meira um framtíðina. En spákonan lætur ekki of mikið uppi, kannski til að fá mig aftur og aftur? Kannski líka til að gefa auðtrúa fólki tækifæri til að lifa lífinu óháð dómum spá- kvenna? Með þessa nýfengnu vitneskju liggur beinast við að spyrja Sirrý hvort hún geti ekki spáð fyrir sjálfri sér og auðveldað sér þannig ákvarðanatöku og lífið? „Nei, nei, nei,“ svarar hún. „Það er ekki smuga að reyna þetta á sjálfan sig, það verður bara óskhyggja, eða það sem hentar mér best hverju sinni. Ég hef margsinnis reynt, Ekki er allt sem sýnist ’Fólk hringir í mig eðakemur af því að það er tilbúið að heyra það sem koma skal. Við vitum að lífið er ekki eintómar karamellur og nammi, nammi, namm.‘ Morgunblaðið/ÞÖK Spáð í spilin Smám saman varð áhugamálið fyrirferðarmeira en dagvinnan. Morgunblaðið/ÞÖK Huliðsheimur Sigríður Sigfúsdóttir ólst upp á heimili þar sem huldufólk og yfirnáttúrulegir hlutir voru taldir eðlilegir. Sigríður Sigfúsdóttir, betur þekkt sem Sirrý, hefur spáð í spil og bolla, rýnt í kristalskúlur og lesið í árur þúsunda Ís- lendinga undanfarin 30 ár. Guðrún Gunnars- dóttir hitti konuna, sem virðist sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.