Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 65 menning FYRSTU sinfóníutónleikar nýhaf- innar vetrarvertíðar í rauðu röðinni skörtuðu óumdeilanlegri lifandi goð- sögn módernismans, því hér var sjálf- ur Krysztof Penderecki mættur til leiks, 18 árum eftir fyrri heimsókn hans til landsins þegar hann stjórnaði Pólsku Sálumessu sinni. Maður sem hafði þegar 1959 geirneglt stöðu sína meðal frumlegustu tónframherja með „Harmljóðinu fyrir fórn- arlömbin í Hírósjíma“, þótt síðar hafi að sumra áliti hrokkið í hefðbundinn bakkgír með „Jólasinfóníunni“ 1980. Mann rámaði í að hafa séð einhvers staðar að jöfurinn hefði þá þótzt geta „samið hitt [þ.e. framúrstefnuna] í svefni“. Í síðari verkum sínum kvað hann þó aftur hafa leitað nýrri leiða en tengdum eldri stílum, enda virðist Penderecki, ólíkt t.d. Boulez og Stockhausen, sérstæður meðal höf- uðframherja Vesturlanda í því að bera þarfir hlustenda fyrir brjósti. Að því leyti gæti hann m.ö.o. átt sitthvað sammerkt með Sjostakovitsj, er orti, eins og Rumon Gamba sagði nýverið í útvarpi um sovézka meistarann, „ávallt frá hjartanu“. Það var því nærri áþreifanleg eft- irvænting á lofti meðal spenntra áheyrenda þegar flytja átti í fyrsta sinn á Íslandi tvö nýleg verk eftir galdramanninn frá Kraká, auk þess sem í vændum var háklassísk sin- fónía eftir Beethoven – allt undir hans stjórn. Og ekki brást sú eft- irvænting parið við „Sjakonnuna fyr- ir strengjasveit“ [7’] frá 2005 til minningar um Jóhannes Pál II páfa, áður Karol Wojtyla erkibiskup í sömu pólsku borg. Hið sögufræga forna þrábassaform (öðru nafni passacaglía) blasti hér við í sér- kennilega sannfærandi nútímabræð- ingi sem seiðandi þáþrár draumur skoðaður í flöktandi fríðsjá er tengdi þriggja alda hefð við innlifun augna- bliksins í prýðilegri túlkun, jafnvel þótt 1. fiðla virtist ögn skelkuð gagn- vart óbilgjörnu tæknikröfunum í stöku hátíðnivíravirki. 4. sinfónía Beethovens heyrist til- tölulega sjaldan og geldur ugglaust nábýlis við risana á undan og eftir, Eroicu og Örlagasinfóníuna. Samt á hún sinn sérþokka, og þó að fyrstu tveir þættir skæru sig tæplega úr öðrum dagskráratriðum, komust III og IV aftur á móti á talsvert flug í kraftmikilli og sprettharðri túlkun Pendereckis þar sem spilendur þurftu iðulega að taka á hinum stóra sínum. Lokaatriðið var Píanókonsert Pendereckis, „Upprisan“ [34’]; að hluta mótuð af nágrimmd hryðju- verkaárásanna í New York 11.9. 2001 er gerðust að verkinu hálfsömdu. Sjálfsagt hafa þeir hrikalegu atburðir gert sitt til að ummynda upphaflega leikandi létt verk í þá átakanlegu upplifun sem hér blasti við. Þó fannst mér stundum sem höfundur hefði getað náð varanlegri áhrifum með færri uppbrotum og samfelldari and- stæðuflötum ljóðrænnar hvíldar. Engu að síður gætti margra eft- irminnilegra staða í verkinu, að ógleymdu ýmsu nýstárlegu klingi úr fimm manna slagverkinu, þar sem sí- fjölbreytt áferðin gat á köflum minnt á vígtenntan Gershwin. Skipti þar ekki minnstu að SÍ lék af sönnum eit- ilmóð allt frá byrjun til enda,. Einleikspíanóframlag Florians Uhlig bar merki meitlaðrar ná- kvæmni og átti drjúgan þátt í stand- andi hyllingu hlustenda að leiks- lokum. Hann þakkaði fyrir sig með sérlega djúpteknu aukalagi, Prelúdíu Chopins í e-moll, er skildi engan eftir ósnortinn. Galdramaðurinn frá Kraká TÓNLIST Háskólabíó Penderecki: Sjakonna fyrir strengi (2005); Píanókonsert (2002). Beetho- ven: Sinfónía nr, 4 í B Op. 60. Florian Uhlig píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Krysztof Penderecki. Fimmtudaginn 28. september kl. 19.30. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Ásdís Eftirvænting „Það var nærri áþreifanleg eftirvænting á lofti meðal spenntra áheyrenda þegar flytja átti í fyrsta sinn á Íslandi tvö nýleg verk eftir galdramanninn Krysztof Penderecki.“ Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Einbýlishús óskast nú þegar Æskileg staðsetning: Garðabær, Seltjarnarnes eða Arnarnes. Rétt eign má kosta allt að 150 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Æskileg stærð 350-400 fm Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA EINBÝLISHÚS SSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA - Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir virðulegu einbýlishúsi í nágrenni miðborgarinnar, t.d. í Þingholtunum. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í NÁGRENNI MIÐBORGAR- INNAR ÓSKAST, T.D. Í ÞINGHOLTUNUM – STAÐGREIÐSLA – Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun í eru m.a.: Memoirs of a Geisha, Casanova,The Aviator,The Edge of Reason (Bridget Jones’s Diary II),Wimbledon, Mona Lisa Smile, Love Actually, CHICAGO, Die Another Day (James Bond 007),About a Boy, Vanilla Sky, Bridget Jones’s Diary, Charlotte Grey, Charlie’s Angels I & II,Anna and the King, Notting Hill,Titanic, Evita.... Úsölustaðir með Blush Beauty: Hagkaup - Smáralind, Lyf & Heilsa - Kringlunni, Lyf & Heilsa - Austurveri, Lyf & Heilsa - Gjánni Kóp., Lyf & Heilsa - Glæsibæ, Rima Apótek, Lyfjaval - Hæðarsmára, Nana - Hólagarði og Árbæjar Apótek. Landið: Lyf & Heilsa - Hrísalundi/Akureyri, KS - Sauðárkróki,Töff - Húsavík. Mjúkir hlýjir tónar Blushed Beauty www.medico.is Haust- og vetrarlínan 2006-2007 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS eftir 70 ár verður edda i eftir jón leifs loks flutt í heild sinni „Við höfum séð nóturnar en aldrei heyrt þær hljóma.“ STÓRTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI 14. OKTÓBER KL. 17.00 MIÐASALA Á SINFONIA.IS OG Í SÍMA 545 2500 FL GROUP ÓSKAR TÓNLISTARUNNENDUM GÓÐRAR SKEMMTUNAR Í VETUR aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands HJÁLMAR H. RAGNARSSON sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn hermanns bäumer schola cantorum undir stjórn harðar áskelssonar Einsöngvarar gunnar guðbjörnsson bjarni thor kristinsson jón leifs: edda 1 – sköpun heimsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.