Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg norðlæg eða breytileg átt. Léttskýjað sunn- an- og vestan- lands, skúrir v/suður- ströndina, súld við norðurströndina. » 8 Heitast Kaldast 12°C 4°C NORÐMENN íhuga að leggja nið- ur greiðslur til foreldra að loknu fæðingarorlofi því þær eru nær eingöngu nýttar af konum, segir Guðný Björk Eydal, dósent í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Telur hún lengingu fæðingarorlofs beggja foreldra betri kost. Þetta kemur fram í annarri greininni þar sem leitað er svara við spurning- unni hvort Ísland sé barnvænt samfélag. Guðný segir að reynslan af heimagreiðslunum, bæði í Finn- landi og Noregi, sýni „að þær eru nær eingöngu nýttar af mæðrum og Norðmenn íhuga nú að leggja þær niður. Ég tel að ef áfram eigi að vinna að markmiðum fæðingar- orlofslaganna frá árinu 2000 sé lenging fæðingarorlofs, til dæmis í sex mánuði fyrir hvort foreldri, auk áframhaldandi uppbyggingar leikskóla fyrir yngri börnin mun vænlegri lausn til lengri tíma litið en heimagreiðslur. Þær geta hins vegar átt rétt á sér sem skamm- tímalausn meðan unnið er að slík- um varanlegum lausnum“, segir hún. Ekki nógu mikið val Annar viðmælandi blaðsins er Eva María Jónsdóttir sem hefur eignast þrjár dætur á undanförn- um sjö árum. Hún kveðst hafa velt því mikið fyrir sér hversu þögult fólk sé út á við um álagið sem fylgir því að samræma vinnuna og heim- ilislíf með ungum börnum. „Manni finnst eins og það sé álitið veik- leikamerki að ræða það eitthvað. Kannski er litið á þetta sem kvennamál en ég hef tekið meðvit- aða ákvörðun um að þegja ekki,“ segir hún. Eva María telur jafn- framt að foreldrar hafi ekki nógu mikið val og krefjist þess heldur ekki. Telur lengra fæðingarorlof betra en fjölskyldugreiðslur Í HNOTSKURN » Mikið var rætt í vor um hvernig foreldrar ættu að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. »Hjá hinum Norðurlanda-þjóðunum er ýmist boðið upp á lengra fæðingarorlof eða fjölskyldugreiðslur.  Fjölskyldan og ríkið | 18 EKKI verður fullyrt hér um uppruna örnefn- isins Hvalness í sveitarfélaginu Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu. Hitt er þó víst að hval af tegundinni andarnefju rak þar nýverið á fjöru. Þá segir í Rekabálki Jónsbókar frá 1281, sem enn er í gildi: „Hverr maðr á reka allan fyrir sínu landi viðar ok hvala, sela ok fiska, fugla ok þara, nema með lögum sé frá komit.“ Hver vill fyrsta bitann? Morgunblaðið/RAX Andarnefju rak á fjöru í Hvalnesi HAFINN er undirbúningur að end- urbyggingu dagdeildar við líknar- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss (LSH) í Kópavogi. End- urbyggingin verður gjöf Oddfellow- reglunnar á Íslandi (IOOF) til líknardeildar LSH. Á fundi stjórnar- nefndar LSH fyrir skömmu voru Oddfellowreglunni færðar þakkir fyr- ir höfðinglega gjöf. Oddfellowreglan á Íslandi hefur sinnt líknarmálum í landinu en fé- lagar í Oddfellow eru lítið fyrir það gefnir að bera á torg þau mannúðar- störf sem þeir sinna í samfélaginu. Spurður um verkefnið segir Ingjald- ur Ásvaldsson, formaður styrktar- og líknarsjóðs reglunnar, að fram- kvæmdir séu að fara í gang og verkið verði m.a. unnið í sjálfboðavinnu. Aukin þjónusta við sjúklinga Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingasviðs LSH, segir að Oddfell- owreglan hafi ákveðið að styðja enn frekar við uppbyggingu líknardeild- arinnar í Kópavogi en innrétting líkn- ardeildarinnar var á sínum tíma gjöf IOOF til sjúkrahússins sem og kap- ella sem byggð var við deildina. „Nú á að fara að setja á laggirnar dagdeild í tengslum við líknardeildina og hafa þeir ákveðið að kosta endurbyggingu þess húsnæðis,“ segir Aðalsteinn. Með tilkomu dagdeildarinnar eykst þjónusta við sjúklinga sem eru í líkn- andi meðferð og aðstandendur þeirra. Um 12 legupláss eru á líkn- ardeildinni í dag en margir sjúklingar eru einnig í heimahúsi í líknandi með- ferð og fá þjónustu frá sjúkrahúsinu. Með tilkomu dagdeildar gefst kostur á hvíldarinnlögnum. Oddfellowreglan mun sjá um fram- kvæmd endurbyggingarinnar og skila dagdeildinni fullbyggðri. Um er að ræða 300–350 fm húsnæði fyrir starfsemina og er áætlað að verk- takakostnaður við slíka endurbygg- ingu nemi vel yfir 40 milljónum króna. LSH fær dagdeild við líknardeildina að gjöf Kostnaður við bygginguna vel yfir 40 milljónum króna Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SANNKALLAÐUR óskaendir var á veiðisumrinu hjá Gunnari Ör- lygssyni alþingismanni. Hann var við veiðar í Stóru-Laxá í Hreppum síðastliðinn föstudagsmorgun þeg- ar draumurinn um stórlaxinn rættist. „Ég kastaði örsmárri frances yf- ir hylinn og fékk þunga og hæga yfirborðstöku. Ég tók mjög stíft á fiskinum og í 20 mínútur var ég með stöngina bogna niður í hand- fang. Þá loks lyfti hann sér og við sáum sporðinn – og ég hef aldrei séð annan eins sporð á laxi,“ segir Gunnar. Laxinn reyndist 101 cm, þykkur og breiður, og samkvæmt viðmið- unarstöðlum 21 pund. Stærsti lax sem veiðst hefur í Stóru-Laxá í sumar. „Veiðin er fín þessa dagana, 20– 30 laxar á dag,“ segir Jóhannes Hinriksson, veiðieftirlitsmaður við Ytri-Rangá. Veiðin er komin yfir 4.100 laxa, sem er með bestu veiði sem um getur í íslenskri laxveiðiá. „Langbesta veiðin er á flugu og það er ennþá ágætis taka,“ segir Jóhannes. | 6 Sannkallaður óska- endir á góðu sumri Laxveiði Nýrunninn lax úr Þverá. Morgunblaðið/Einar Falur „ÞAÐ hefur alltaf þótt eftirsóknarvert að starfa hjá Landsvirkjun. Þetta er öfl- ugt fyrirtæki og starfsandi hefur verið góður. Það er hins vegar hægt að merkja það að allur þessi áróður gegn fyrirtækinu hefur haft neikvæð áhrif á starfsandann,“ segir Kristján Krist- insson, verkefnisstjóri í öryggis-, heil- brigðis- og umhverfismálum við bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar, en í Morgunblaðinu í dag lýsa nokkrir starfs- menn Landsvirkjunar og aðilar tengdir framkvæmdunum við Kárahnjúka af- stöðu sinni til umræðunnar um virkj- unina. Kristján segir að það segi sig sjálft að stöðug neikvæð umræða hljóti að draga úr starfsánægju fólks. „Sömuleiðis hafa makar sumra starfsmanna orðið fyrir óþægindum vegna þess að þeir eru taldir „virkjunarsinnar“ eingöngu vegna þess hvar maki þeirra starfar.“ Ómaklegar ásakanir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri í Fljótsdalsstöð, segir hart að þurfa að horfa upp á starfsmenn Landsvirkjunar verða fyrir ómaklegum ásökunum. „Þeir starfsmenn sem hafa hvað mest verið í sviðsljósinu við framkvæmdina hafa orð- ið fyrir ómaklegum ásökunum vegna starfa sinna að verkefninu,“ segir Georg. „Ég túlka það þannig að margt hafi verið sagt í hita leiksins en sumt hefði sennilega betur verið látið ósagt. Við starfsmenn fyrirtækisins erum ráðnir til að sinna skilgreindum verkefnum og verkefni eins og bygging virkjunar er háð samþykki og í umboði eiganda fyr- irtækisins eftir að öll tilskilin lög og leyfi liggja fyrir.“ | 28–30 Áróðurinn hefur áhrif á starfsandann Morgunblaðið/RAX Kárahnjúkar Stöðug neikvæð umræða dregur úr starfsánægju fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.