Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 62
MEXÍKÓAR með Alejandro González Iñárritu (Amores perros, 21 Grams), eru manna snjallastir að kvikmynda sögur úr lífi ólíkra persóna sem koma sitt úr hverri áttinni, flétta þær saman, hægt og bítandi, uns þær taka á sig heild- armynd. Formið er erfitt við- ureignar og dæmt til að mislukkast ef fyllstu varkárni er ekki gætt. Þá verða slíkar myndir lítt skiljanlegar og auðgleymdar, á hinn bóginn firnasterk, raðist þau saman líkt og púsluspil og áhorfandinn verður óhjákvæmilega snortinn af slíkri sögumennsku. Ortiz er ekki jafningi Inárritu, en hann er eftirtektarverður kvik- myndagerðarmaður sem sækir efni sitt í jaðarfólk, gegnsósa af drykkju á sóðakrá. Þar venja kom- ur sínar sundurleitar persónur að drekkja sorgum sínum, eiga fátt annað sameiginlegt en leit og þrá eftir óminni úr volaðri veröld sem skiptir litlu máli. Mezcal minnir einnig á Undir eldfjallinu, meistaraverki um botn- lausa sjálfseyðingarhvöt eftir Mal- colm Lowry, sem Huston filmaði með Albert Finney ógleymanleg- ann. Þó hún risti ekki eins djúpt, er Mezcal forvitnileg og vel leikin grein af sama meiði. Undir áhrifum KVIKMYNDIR RIFF 2006: Háskólabíó Leikstjóri: Ignacio Ortiz. Aðalleikarar: Ana Graham, Dagoberto Gama, Ricardo Blume, Angelina Pelaez. 90 mín. Mexíkó 2004. Mezcal  Sæbjörn Valdimarsson SHERRY (Gyllenhaal) er falleg stúlka á þrítugsaldri, natin við börn, vel gerð á sinn hátt. Hún er einnig sjálfri sér verst og hefur átt illa ævi á götunni, í dópneyslu og vændi og ýjað að sifjaspelli í æsku. Ein þeirra sem ganga alltaf of langt á hverju sem gengur. Í myndarbyrjun er Sherry að koma á bernskustöðvarnar eftir þriggja ára fangelsisvist fyrir eitur- lyfjanotkun og smáglæpi. Hún á unga dóttir í bænum sem býr hjá eldri bróður Sherryar og konu hans. Sherrybaby segir í trúverðugum raunsæistón frá þreifingum og vænt- ingum stúlku sem er búin að klúðra lífinu fram til þessa og vanmáttugum tilraunum hennar til að halda sér frá eitri, hefja eðlilegt líf og fá forræði yf- ir dótturinni, sem virðist eina mann- eskjan sem skiptir Sherry máli. Það er erfiðara í raunveruleikanum að ná sér upp úr skítnum en í vellumyndum og dægurskáldskap og Gyllenhaal gerir persónunni slík afbragðsskil að vankantar myndarinnar hverfa í skuggann af portretti af konu sem einskis svífst lengur og er illa haldin af sjálfseyðingarhvöt og skapgerð- arbrestum. Virðist ekki eiga sér við- reisnar von og skilur eftir sig harðs- pora hvar sem hún fer, jafnan halloka. Hér fær Danny Trejo, gamall kunningi úr óteljandi óberma- hlutverkum, uppreisn æru í vænu hlutverki AA-ráðgjafa, sem hann skilar dæmalaust vel. Forvitnileg mynd og vel gerð og leikin um ógæfu- manneskju, málaða í eðlilegum litum, til tilbreytingar. Harðspori á hjarninu KVIKMYNDIR RIFF: 2006: Regnboginn, Háskólabíó Leikstjóri: Laurie Collyer. Aðalleikarar: Maggie Gyllenhaal, Brad William Henke, Giancarlo Esposito, Sam Bottoms, Danny Trejo. 95 mín. Bandaríkin 2006. Sherrybaby  Sæbjörn Valdimarsson 62 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Þegar danska hljómsveitinUnder byen steig sín fyrstuspor fyrir um áratug vakti meðal annars athygli manna að sungið var á dönsku, nokkuð sem menn áttu ekki að venjast í Dan- mörku – þar var þá, og er reyndar enn, alsiða að sungið væri á ensku. Þegar söngkonan og texta- höfundurinn Henriette Senn- envaldt var spurð um þetta atriði í viðtali fyrir nokkru sagði hún að til að byrja með hefði hún sungið á ensku vegna þess að henni fannst auðveldara að syngja hana en dönskuna, en síðan fannst henni holur hljómur í enskunni, að hún næði ekki jafn vel til áheyrenda og ef hún notaði dönsku.    Þetta rímar nokkuð vel við þaðsem Björk Guðmundsdóttir sagði í viðtali fyrir nokkrum árum – henni hefði liðið eins og hún væri að ljúga þegar byrjaði að syngja á ensku, svo langt fannst henni frá tilfinningunni sem hún var að tjá í tungumálið erlenda sem hún not- aði til að tjá þær. Með tímanum hefur hún eflaust minnkað þetta bil, en þegar maður heyrir frá henni stök orð eða setningar á íslensku í lögum hennar finnur maður að þau orð koma beina leið frá hjartanu og rata skemmri leið beint í hjartastað þess sem hlustar. Það eru fjölmargar ástæður fyrirþví að menn syngja á öðru tungumáli en sínu eigin, en að mínu viti er það oftast ótti sem verður til þess, ótti við orð, við tilfinningar. Þannig getur söngvari horft í augu hundraða áheyrenda og sungið „I love you“ en ef hann á að segja þau orð á íslensku roðnar hann og stam- ar. Prófaðu þetta ágæti lesandi og finndu hvernig íslensku orðin hafa allt aðra og dýpri merkingu en þau ensku, hvernig maður fyrirverður sig eiginlega að vera að segja ann- að eins við ókunnuga upp á ís- lesnku, en getur svosem látið það vaða á ensku. (Þeir sem eiga annað móðurmál en íslensku geta snúið þessu við til að finna sömu áhrif.) Tilfinningavirkið í hausnum á okkur er allt byggt upp á móð- urmálinu og fyrir vikið næst best samband við tilfinningarnar í gegn- um móðurmálið. Ég hef því aldrei skilið hvers vegna tónlistarmenn sem eru að syngja fyrir Íslendinga nota ekki allan tilfinningaskalann, hvers vegna þeir breiða teppi yfir lögin áður en þau eru borin á borð fyrir áheyrendur, hvers vegna þeir ganga ekki alla leið. Nema þeir hafi ekkert að segja.    Á þessu ári hafa mér borist sex-tíu íslenskar plötur ólíkrar gerðar og misgóðar eins og gengur. Af þeim eru sjö án söngs, nítján á ensku og ein á ensku að mestu. Ein- hverjar af þeim plötum sem sungn- ar eru á ensku eru gefnar út ytra og því skiljanlegt að því leyti að menn séu að syngja á alþjóðlegu tungumáli, en flestar þó gefnar út fyrir íslenskan markað og stendur ekki til að gefa þær út erlendis að því ég best veit. Mín reynsla er sú að það sé ákveðinn þröskuldur á íslenskum markaði fyrir þá sem syngja á ensku, þær plötur seljast almennt betur sem notast við það mál sem flestir skilja og gildi einu hvort ver- ið sé að syngja um eitthvað sem skiptir máli eða bulla út í eitt. Þó eru dæmi um íslenskar plötur sem sungnar hafa verið á ensku og selj- ast bráðvel hér á landi þannig að ekki er það einhlítt. Að þessu sögðu má gera ráð fyrir að einhverjir af þeim sem senda frá sér ísl-enskar plötur sem ég hef heyrt á árinu séu að horfa til út- landa – syngi á ensku til að auð- velda sér leið á erlendan markað. Það er þó hægar sagt en gert, þarf til mikla hæfileika eins og dæmin sanna og líka það að vera öðruvísi, að skera sig úr. Til dæmis að syngja á íslensku. Ótti við tilfinningar Dönsk Hljómsveitin Under byen. Henriette Sennenvaldt lengst til vinstri. AF LISTUM Árni Matthíasson »Ég hef því aldreiskilið hvers vegna tónlistarmenn sem eru að syngja fyrir Íslend- inga nota ekki allan til- finningaskalann. arnim.blog.is ÞEGAR maður lendir á myndum eins og Shortbus veltir maður því ósjálfrátt fyrir sér hvort að „um- deildar kynlífsmyndir sem vekja umtal“ séu orðnar að einhvers konar skylduverkum á kvik- myndahátíðum. Í hittiðfyrra var það 9 Songs Michaels Winterbot- toms sem vakti umtal á kvik- myndahátíðum vegna opinskárra kynlífsatriða og á næsta ári má sterklega búast við kvikmynd sem kafar djúpt ofan í holdlegar fýsnir mannskepnunnar og leynir engu. Söguþráður Shortbus er ekki flókinn enda skilst mér að það sé unnið í samstarfi við leikarana sjálfa. Hommapar fer til hjóna- bandsráðgjafans Sofiu sem á sjálf við þann vanda að etja að hafa ekki upplifað fullnægingu. Parið dregur Sofiu með sér á kynlífs- klúbb til að leysa hnútinn en það verður í sjálfu sér bara til að flækja málið enn frekar. Vissulega eru opinskáar kynlífssenur að finna í Shortbus og sennilega er það eitt og sér nóg til að fólk flykkist á myndina en sem djúp- vitur könnun á kynhegðun manns- ins og tengsl þeirrar hegðunar við sálarlífið almennt, skýtur Short- bus framhjá. Stærsti galli hennar er sá að áhorfandinn nær erfiðlega að tengja við persónurnar sem alla jafna eru frekar staðlaðar og svo er sem handritið sigli í strand þegar kröfunni um einhvers konar uppgjör er ekki sinnt. Púður- laust KVIKMYNDIR RIFF Tjarnarbíó Leikstjórn: John Caremon Mitchell Aðal- hlutverk: Sook Yin Lee, Paul Dawson, PJ Deboy. Bandaríkin, 102 mín. 2006 Shortbus  Höskuldur Ólafsson ÓHÆTT er að segja að RIFF byrji hátíðina í ár með miklum hvelli. Uppstoppun (Taxidermia) er önnur kvikmynd ungverska leikstjórans Györgi Pálfi í fullri lengd og líkast til hefur hann með verkinu sett ungverska kvikmyndagerð í tölu- vert uppnám. Uppstoppun segir frá þremur kynslóðum karlmanna og hefst sagan stuttu eftir Seinni heimsstyrjöldina en endar einhvern tímann í náinni framtíð. Hér er um mjög skemmtilega satýru að ræða þar sem saga Ungverjalands inn og út úr kommúnismanum er sögð í gegnum lífshlaup þriggja manna; fyrstu tveir hlutarnir fjalla, hvor með sínum hætti um holdlega græðgi og hið svínslega í mann- inum gagnvart andlegri fátækt, en þriðji hlutinn snýr þessu við þar sem vald mannsins yfir líkamanum kristallast meðal annars í þeirri skringilegu tilhneigingu okkar til að stoppa dauða hluti upp og varð- veita eins og styttur. Uppstoppun sver sig í ætt við aðrar kvikmyndir austur-evr- ópskrar þar sem töfraraunsæinu er beitt og útlit myndarinnar er einkar fagurt. Viðkvæmar sálir ættu að halda sig í hæfilegri fjar- lægð frá myndinni en aðra hvet ég eindregið til að kynna sér það besta sem ungversk kvikmynda- gerð hefur upp á að bjóða. Góð byrjun KVIKMYNDIR RIFF Tjarnarbíó Leikstjórn: Györgi Pálfi. Aðalhlutverk: Csaba Czene, Gergely Trócsányi, Marc Bischoff. Ungverjaland, 90 mín. 2006. Uppstoppun (Taxidermi)  Höskuldur Ólafsson Fjórar stjörnur Gagnrýnandi er hrifinn af Sherrybaby. Myndin segir frá Sherry sem kemur á bernskustöðvarnar eftir þriggja ára fangelsisvist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.