Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 38
H var endar Evrópa? Hvaða þjóðir tilheyra henni og hverjar ekki? Hvaða ríki eiga möguleika á aðild að Evrópusambandinu í framtíð- inni og hver ekki af því að þau eru ekki nógu „evrópsk“? Hver er hinn evrópski menningararfur sem tengir saman ríki og þjóðir Evrópu? Eru múslímar útilokaðir frá hinni nýju, sameinuðu Evrópu? Þetta eru spurningar sem hafa mjög verið til um- ræðu að undanförnu. Tveir atburðir hafa orðið upp á síðkastið sem hafa kynt undir þessum umræðum. Annars vegar ógætileg ummæli Benedikts XVI. páfa um íslam sem urðu meðal annars til þess að rifjuð voru upp fyrri ummæli hans um að aðild Tyrklands að Evrópusambandinu gengi þvert gegn sögunni. Hins vegar tilkynnti José Manuel Barr- oso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, að Rúmenía og Búlgaría fengju aðild að sambandinu um næstu áramót en síðan yrðu önnur ríki að bíða þar til ESB hefði leyst úr þeim vanda- málum sem fall stjórnarskrársáttmálans í fyrra hafði í för með sér. Með öðrum orðum er stækkun Evrópusambandsins stöðvuð í bili við bæjardyr Tyrklands og þar í landi telja margir að um tylli- ástæðu sé að ræða; ESB ætli sér aldrei að taka Tyrkland inn í sínar raðir. Óttinn við Tyrkland Ó ttinn við Evrópusambandsaðild Tyrklands er útbreiddur í ESB- ríkjunum, sem fyrir eru, það sýna skoðanakannanir. Tvö kaþólsk ríki skera sig þó úr; Frakkland og Aust- urríki. Í Frakklandi er ESB-aðild Tyrklands orðin eitt af kosningamálunum fyrir forsetakosningarnar næsta vor. Nicholas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands og sá frambjóðandi hægrimanna sem einna líklegastur er talinn til að ná kjöri, hélt um- deilda ræðu fyrr í mánuðinum þar sem hann hafn- aði alfarið ESB-aðild Tyrklands. Hann sagði að dyr ESB ættu að standa opnar ríkjum „á meginlandi Evrópu“, þ.e. Noregi, Sviss og ríkjunum á Balk- anskaga – og raunar líka evrópskum eyríkjum; þar nefndi hann Ísland sérstaklega. En Sarkozy sagðist myndu beita sér fyrir því að aðildarviðræðum við Tyrkland yrði hætt ef hann ynni forsetakosning- arnar. Tyrkland væri nágranna- og vinaríki ESB og það ætti að styrkja tengslin við Tyrki en ekki veita þeim fulla aðild. „Við verðum að kveða upp úr um það hverjir eru evrópskir og hverjir ekki,“ sagði Sarkozy. „Það er ekki lengur hægt að komast hjá því að svara þeirri spurningu.“ Kaþólska kirkjan hefur á undanförnum árum lagt sitt af mörkum til að skilgreina Evrópusam- bandið sem samfélag kristinna ríkja. Þannig börð- ust ýmsir kirkjunnar menn fyrir því að vísað yrði til kristindómsins í formála stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Það varð raunar ekki úr. En ummæli núverandi páfa um Tyrkland hafa verið rifjuð upp nýlega og svipuð afstaða kom fram hjá Cormac Murphy O’Connor, kardinála og æðsta manni kaþólsku kirkjunnar í Englandi og Wales í útvarpsþætti í BBC í síðustu viku. Kardinálinn sagði: „Önnur skoðun getur verið sú að það sé ekki góð hugmynd að blanda saman menningarheimum. Ég held að spurningin fyrir Evrópu sé þessi: Mun aðild Tyrklands að Evrópusambandinu gagnast raunverulegum samræðum [milli menningar- heima] eða mun hún þýða að mjög stóru landi, sem er fyrst og fremst byggt múslímum, verði steypt saman við heimsálfu sem er í grundvallaratriðum kristin?“ Í Tyrklandi sjálfu eykst nú andstaðan við aðild að Evrópusambandinu meðal almennings. Að hluta til getur það verið vegna þess að aðildarviðræðurnar ganga ekki vel og strandar aðallega á deilum um stöðu Kýpur. En jafnframt benda margir á að eftir því sem fleiri frammámenn í ríkjum ESB lýsi efa- semdum um aðild Tyrklands aukist andúð almenn- ings á fyrirbærinu; fólki finnist sér lítilsvirðing sýnd. Sömuleiðis er á það bent að mikill munur sé á umfjöllun um Tyrkland og t.d. Búlgaríu og Rúmen- íu á opinberum vettvangi í ESB; þrátt fyrir að síð- arnefndu ríkin vanti ýmislegt upp á að standast öll inngönguskilyrði ESB, t.d. í mannréttindamálum, sé séð í gegnum fingur við þau og vonazt til að þau bæti úr. Tyrkir séu hins vegar hankaðir á sérhverju smáatriði. Deilurnar um ESB-aðild Tyrklands tengjast ýmsum þeim umræðuefnum sem borið hefur hvað hæst innan sambandsins undanfarin ár. Í fyrsta lagi er ótti almennings við að stækkun sambandsins til austurs hafi í för með sér að fátækt verkafólk flæði yfir ríkari löndin í vestri og taki vinnu frá inn- fæddum. Sá ótti hefur reyndar virzt að flestu leyti ástæðulaus; margir borgarar nýrra ESB-ríkja hafa vissulega nýtt sér tækifærin til að starfa utan heimalandsins en þeir hafa aðallega gengið í störf sem fólk fæst ekki til að vinna í Vestur-Evrópuríkj- um. Í tilfelli Tyrklands eykur það hins vegar á ótta fólks í löndum á borð við Frakkland og Austurríki að á undanförnum áratugum hafa komið upp ýmis vandamál í samskiptum innflytjenda frá múslíma- ríkjum og þeirra sem fyrir eru. Þegar við bætist tortryggni í garð múslíma almennt vegna hryðju- verka öfgamanna jaðrar umræðan á köflum við móðursýki. Í öðru lagi er Tyrkland afar fjölmennt ríki; nærri helmingi fjölmennara en Pólland sem var lang- stærsta ríkið sem tekið var inn í ESB í síðustu stækkunarlotu. Margir hafa orðið til að benda á að stærð landsins ein og sér muni skapa nánast óyf- irstíganleg vandamál í stofnanakerfi ESB sem sé sprungið nú þegar. Þess vegna sé ekki hægt að halda áfram og lofa Tyrklandi aðild fyrr en gerðar hafi verið nauðsynlegar umbætur á stofnunum sambandsins í kjölfar falls stjórnarskrárinnar í fyrra. Í þriðja lagi tengist umræðan um hina „kristnu Evrópu“ þeirri leit að „evrópskri samvitund“ sem fram hefur farið undanfarin ár samfara vaxandi óánægju almennings í eldri ESB-ríkjunum með samstarfið. Þeir, sem vilja æ nánara samstarf, helzt þannig að Evrópusambandið verði einhvers konar sambandsríki, telja gjarnan að ýta verði frekar undir samevrópska menningu og samkennd. Ekki er hægt að notast við sameiginlega tungu og ekki sameiginlega sögu nema að óverulegu leyti – og þá berast böndin gjarnan að kristindóminum. Hann er oft sagður það eina sem geti verið sterkt samein- ingarafl Evrópusambandsríkjanna. Í slíkum þankagangi er ekki pláss fyrir aðildarríki sem er aðallega byggt múslímum. Hvar eru mörk Evrópu? S purningin um það hvar mörk Evrópu og þar með Evrópusambandsins liggi var meðal annars til umræðu á ráð- stefnu, sem finnska ríkisstjórnin, sem fer nú með forsæti í Evrópusamband- inu, efndi til í Finnsku rannsóknar- stofnuninni í Villa Lante í Róm fyrr í mánuðinum. Fræðimenn, sem þar fluttu fyrirlestra, guldu mjög varhug við því að skilgreina Evrópusambandið sem klúbb hinna kristnu eingöngu. Giuseppe Burgio, forstöðumaður rannsókna- stofnunar í Evrópu- og alþjóðamálum við La Sapi- enza-háskólann í Róm, dró fram þá staðreynd að ýmis öfl innan Evrópusambandsins vilja ekki reyna að gera það að einsleitu sambandsríki, heldur telja að stækkun sambandsins eigi fyrst og fremst að þjóna efnahagslegum markmiðum og efla markaðs- búskap og því fleiri, sem aðildarríkin verði, þeim mun betra. Burgio nefndi Bretland og Svíþjóð sem dæmi um ríki sem styddu þessa stefnu. Í augum þeirra væri nóg að aðildarríki uppfylltu þau inn- tökuskilyrði sem kennd eru við leiðtogafund ESB í Kaupmannahöfn, þ.e. að hafa stöðugt stjórnkerfi, búa við lýðræði, markaðsbúskap og réttarríki, virða mannréttindi og rétt minnihlutahópa og styðja markmið sambandsins um efnahagslegan og póli- tískan samruna og myntbandalag. Í Kaupmanna- hafnarskilyrðunum er ekkert minnzt á menningu eða trúarbrögð. Og raunar ekki heldur á landafræði en vísað er til Maastricht-sáttmálans þar sem segir að sérhvert „Evrópuríki“ sem uppfylli skilyrði sam- bandsins geti orðið aðildarríki. En það er reyndar afar teygjanlegt hvað er Evrópuríki og hvað ekki. Það er a.m.k. nokkuð ljóst að ef Kýpur, sem nú er orðin aðildarríki ESB, er „Evrópuríki“ hlýtur Tyrkland, sem liggur á milli meginlands Evrópu og Kýpur, líka að vera Evrópuríki. Og Ísrael er með í Evróvisjón, rétt eins og Tyrkland og Kýpur. Burgio sagði að ef þetta ætti að vera stefnan mætti hugsa sér að í framtíðinni gætu ríki á borð við Moldóvu, Úkraínu, Georgíu, Armeníu, Azerba- ídsjan, Ísrael, Líbanon, Sýrland, Jórdaníu og Mar- okkó gengið í Evrópusambandið. Flest þeirra eru raunar mjög langt frá því í dag að uppfylla inntöku- skilyrðin en það voru ríki Mið- og Austur-Evrópu líka fyrir aðeins hálfum öðrum áratug. Það var ekki sízt fyrirheitið um ESB-aðild sem knúði áfram um- bæturnar í efnahags- og stjórnmálalífi þeirra landa. Evrópa og sagan T uomas Heikkilä, dósent í sagnfræði við Háskólann í Helsinki, fjallaði um það hvernig Evrópa sem hugtak varð til á miðöldum. Hann varaði hins vegar við því að notast við mið- aldasöguna sem tæki til að móta Evrópu framtíðarinnar; benti á að saga einskis ann- ars tímabils hefði verið misnotuð jafnherfilega og saga miðalda, ekki sízt til að réttlæta alls konar Laugardagur 30. september Reykjavíkur 38 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 1. október 1966: „Mikill mannfjöldi fylgdist með fyrstu útsendingu íslenzka sjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld, og er óhætt að fullyrða, að al- menn ánægja hafi ríkt með þessa fyrstu útsendingu. Hún var hinni ungu stofn- un til sóma og lofar góðu um framtíðina. Hinn mikli áhugi á íslenzka sjónvarp- inu lýsti sér m.a. í því, að samkomuhús voru víðast hvar nær tóm, og lítið var af fólki á ferli um borgina. Vafalaust eiga byrjunarerf- iðleikar íslenzka sjónvarps- ins eftir að verða miklir, en sá stuðningur, sem það þegar nýtur hjá almenningi mun hjálpa því yfir þá erf- iðleika.“ . . . . . . . . . . 3. október 1976: „Hér hlýt- ur ríkisfyrirtæki að sitja við sama borð og einkafyr- irtæki. Þegar dagblöð hætta að koma út vegna verkfalla, sem nokkrum sinnum hefur komið fyrir, hafa kaupendur fengið af- slátt af áskriftargjöldum í samræmi við það, enda eng- in rök til þess að menn greiði fyrir vöru, sem þeir ekki fá. Með sama hætti eiga sjónvarpsnotendur nú kröfu til að fá afslátt af af- notagjöldum í samræmi við þann dagfjölda, sem út- sendingar féllu niður. Yf- irmenn Ríkisútvarpsins geta ekki komizt upp með það, þótt um ríkisfyrirtæki sé að ræða að hafa að engu þann sjálfsagna rétt þeirra sem kaupa vöru, sem þeir framleiða og gátu ekki látið í té um skeið vegna ólög- legs verkfalls.“s . . . . . . . . . . 27. september 1986: „Það eru að verða umskipti í ís- lenskum landbúnaði. Meðal annars fyrir tilstilli bænda sjálfra og með ákvörðunum, sem teknar eru í samtökum þeirra er unnið að því að fylgja fram nýrri stefnu. Jóhannes Torfason, bóndi á Torfalæk II og formaður stjórnar Framleiðnisjóðs, segir hér í blaðinu í gær, að grunnhugsunin í starfi sjóðsins og hlut hans í ný- teknum ákvörðunum, sé sú að veita þeim bændum, sem hætta búskap, tímabundna afkomutryggingu þannig að þeir hafi ámóta tekjur og þeir hefðu haft af búskapn- um ef tekist hefði að tryggja þeim fullt verð fyr- ir framleiðsluna. Og jafn- framt að tryggja hinum sem eftir verða lífvænlega afkomu við hefðbundinn bú- rekstur.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓVIÐUNANDI STARFSAÐSTAÐA Það er alveg ljóst, að starfsað-staða heilbrigðisstarfsmannaer að verða algerlega óviðun- andi. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá því, að sjúkraliðar verði daglega fyrir ofbeldi frá sjúklingum. Ofbeldið sé mest á bráðamóttökum og lokuð- um deildum. Dæmi eru um að hnífum sé beitt. Kynferðisleg áreitni á sér stað á ýmsum deildum. Ofbeldið er að færast í aukana m.a. vegna aukins fjölda fíkniefnaneyt- enda, sem lagðir eru inn. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, seg- ir í samtali við Morgunblaðið í gær, að sjúkraliðar hafi verulegar áhyggj- ur af auknu ofbeldi. Og jafnframt að mannekla valdi því að erfitt sé að fást við það. Hver og einn sér í hendi sér að þetta er ekki viðunandi ástand. Væntanlega eru gerðar sérstakar ráðstafanir, þegar fíkniefnaneytend- ur eru lagðir inn, enda geta þeir stofnað starfsfólki í lífshættu. En miðað við þessar lýsingar eru þær ráðstafanir ekki nægilegar. Það er auðvitað óhugnanlegt að sjúklingar, sem lagðir eru inn á spítala, geti verið með hnífa á sér, sem þeir nota til að ógna starfsfólki með. En það er ekki bara ofbeldið, sem veldur því að starfsaðstaða heilbrigð- isstarfsmanna er orðin óviðunandi. Í mörgum tilvikum er húsnæðið sjálft, sem Landspítali – háskólasjúkrahús ræður yfir, ekki nothæft og það er erfitt að sjá, að hægt sé að bíða eftir því, að nýr spítali verði tekinn í notk- un. Það þarf að gera einhverjar bráðabirgðaráðstafanir þar til hann er risinn. Það er auðvitað fáránleg staða, að ekki sé hægt að komast um ganga spítala vegna þess að þar er sjúkling- um komið fyrir. Og alveg augljóst að sumt af því húsnæði, sem spítalinn er með í notkun, er að drabbast niður. Það er búið að ganga of langt í nið- urskurði til heilbrigðiskerfisins. Við getum ekki verið þekkt fyrir þetta ástand og við viljum ekki svona ástand. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að vel geti komið til greina að hluti af skattgreiðslu verði eyrnamerktur heilbrigðiskerfinu m.a. til þess að skattgreiðendur viti hvert peningar þeirra fara. Og að þá skattgreiðslu sé hægt að hækka, þeg- ar samstaða er um að nauðsynlegt sé að verja meira fé til heilbrigðismála. Umræður um ofbeldi á heilbrigð- isstofnunum eru ekki nýjar af nálinni. Þær hafa komið upp áður. En lýsing- ar Kristínar Á. Guðmundsdóttur benda til að ástandið hafi ekki batnað frá þeim tíma, að þessar umræður fóru fram síðast, heldur hafi staðan versnað. Hver vill vinna við svona að- stæður? Hvernig á að vera hægt að fá fólk til starfa ef það getur dag hvern búist við ofbeldi eða kynferðislegri áreitni? Auðvitað er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. Það er ekki sízt Alþingi og fjárlaga- nefnd þingsins, sem hafa veitt bæði Landspítala – háskólasjúkrahúsi og heilbrigðiskerfinu yfirleitt sterkt að- hald og vafalaust hefur verið þörf á því á ákveðnu tímabili. Bygging nýs hátæknisjúkrahúss er ekki lausnin á öllum vanda heilbrigð- iskerfisins. Það er einkarekinn val- kostur ekki heldur nema þeir, sem standa í einkarekstri á þessu sviði, sýni að þeir geti gert betur. Lækna- miðstöðvarnar, sem hafa risið um all- an bæ, eru skref í átt til þess að byggja upp einkarekinn valkost. En staðreynd er að þær læknamiðstöðv- ar hafa af einhverjum ástæðum ekki getað komið rekstri sínum fyrir með þeim hætti, að sjúklingar geti fengið viðtal við lækni strax og þess er ósk- að. Biðtími á hinum einkareknu læknamiðstöðvum er allt of langur. Og reyndar ýmislegt fleira í rekstri þeirra, sem betur má fara Við Íslendingar höfum staðið í þeirri trú, að heilbrigðisþjónusta okkar væri með því bezta, sem þekk- ist. Svo er ekki í raun og margt bend- ur til að afturför hafi orðið í þessu kerfi en ekki framför. Það verður að snúa þeirri neikvæðu þróun við, sem orðið hefur í heilbrigðiskerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.