Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Karla-boltinn Það er allt að gerast hjá Skaga-mönnum. Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari ÍA og ætlar sér stóra hluti. „Mark-miðin eru skýr. Ég ætla að koma Akranes-liðinu í fremstu röð á ný,“ sagði Guðjón. Tvíbur-arnir Arnar og Bjarki Guðjóns-synir léku með liðinu í sumar og tóku við þjálfun þess 30. júní af Ólafi Þórðarsyni. Liðið var þá í fall-sæti en endaði í 6. sæti í Landbanka-deildinni. Ólafur tók við þjálfun Fram í vikunni, og samdi til þriggja ára. Kvenna-boltinn Margrét Lára Viðars-dóttir skoraði 4 mörk í stór-sigri Íslands, 6:0, gegn Portúgal í undan-keppni HM. Margrét Lára er þriðja landsliðs-konan til að skora 4 mörk í lands-leik. Það gerði Ásthildur Helgadóttir árið 1994 gegn Tékkum og Rakel Ögmundsdóttir árið 2000 gegn Rúmeníu. Eftir sigurinn sæta til-kynnti Guðlaug Jónsdóttir að hún hefði á-kveðið að ljúka glæstum ferli sínum með lands-liðinu. Þetta var 54. lands-leikur Guðlaugar sem leikur með Breiða-bliki. Íþróttir Slökkt var á götu-ljósum í Reykja-vík og mörgum sveitar-félögum á lands-byggðinni milli klukkan 22 og 22.30 á fimmtudags-kvöld. Þetta var gert til að marka upp-haf Alþjóð-legrar kvikmynda-hátíðar í Reykja-vík. Rit-höfundurinn Andri Snær Magnason átti hug-myndina að myrkvuninni og lítur á hana sem stóran gjörn-ing. Vana-lega kemur ljós-mengun í veg fyrir að fólk í þétt-býli sjái stjörnur himinsins og norður-ljósin. Lítið sást þó til stjarna á mest-öllu höfuð-borgar-svæðinu vegna skýja, en mikil ró og fegurð færðist yfir borgina. Ljósin slökkt Morgunblaðið/ÞÖK Stjörnu-áhugamenn horfa til himins í Perlunni. Ólafur fékk krónprins-verðlaun Ólafur Elíasson myndlistar-maður hlaut fyrir viku Menningar-verðlaun dönsku krónprins-hjónanna, Friðriks og Mary. Þau voru veitt í annað sinn. Ólafur hannaði sjálfur verðlauna-styttuna sem hann fékk ásamt á-vísun upp á um 6 milljónir ís-lenskra króna. Abe tekur við Japan Japanska þingið kaus í vikunni Shinzo Abe, forsætis-ráðherra landsins. Junichiro Koizumi lætur nú af störfum. Abe, sem er 52 ára, verður yngsti forsætis-ráðherra Japans frá því í seinni heimsstyrjöld. Abe skipaði strax konu í em-bætti ráð-herra efnahags-mála og lækkaði laun sín og annarra ráð-herra í ríkis-stjórninni um 30%. ÍE höfðar mál Ís-lensk erfða-greining hefur höfðað mál í Banda-ríkjunum gegn 5 fyrr-verandi starfs-mönnum fyrir-tækisins og Barna-spítala Fíladelfíu-borgar fyrir stuld og mis-notkun á eigum fé-lagsins og brot á ráðningar-samningum. Starfs-mennirnir og spítalinn segjast sak-laus af ásökunum. Stutt Þorgerður Katrín Gunnars-dóttir menntamála-ráðherra og Páll Magnússon útvarps-stjóri kynntu á fimmtu-daginn samning til 5 ára á milli menntamála-ráðuneytisins og RÚV. Sam-kvæmt honum á Ríkis-útvarpið að styrkja og efla sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálf-stæðum fram-leiðendum. RÚV skuldbindur sig til að verja til þess minnst 150 milljónum kr. á ári frá og með árinu 2008, og síðan hækkar upp-hæðin næstu 5 árin. Hlutfall ís-lensks efnis á svo-nefndum kjörtíma, frá kl. 19 til kl. 23, á að aukast um helming á samnings-tímanum, og verður í lok hans um 65% af dagskrár-efni. Aukið ís-lenskt sjónvarps-efni Alríkis-dómari í New York hefur leyft hóp-málshöfðun á hendur tóbaks-fyrirtækjum fyrir að blekkja reykinga-menn og fá þá til að halda að „léttar“ sígar-ettur væru hættu-minni en aðrar sígar-ettur. Dómarinn leyfði sækjendunum að höfða mál gegn tóbaks-fyrir-tækjunum fyrir hönd hóps reykinga-manna, hugsan-lega tuga milljóna manna. Máls-höfðunin gæti kostað tóbaks-fyrirtækin allt að 200 milljarða dollara, eða um 14.000 milljarða króna. Tóbaks-fyrirtækin ætla að á-frýja úr-skurði dómarans. Tóbaksfyrir-tækin hafa vitað frá því á 7. ára-tugnum að „léttar“ eða „mjög léttar“ sígar-ettur eru jafn hættu-legar heilsunni og aðrar sígar-ettur. Í mál við tóbaks- fyrirtæki Forystu-menn stjórnar-flokkanna hafa kynnt sam-komulagið um varnar-áætlun fyrir Ísland, sem ís-lensk og banda-rísk stjórn-völd hafa komist að. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra og Jón Sigurðsson, starfandi utanríkis-ráðherra, segja að varnir Íslands verði tryggðar með svo-kölluðum hreyfan-legum her-styrk. Hann kemur í stað fastrar við-veru Bandaríkja-hers hér á landi. „Það mikil-væga í þessu er, og það er stað-fest og undir-strikað, að Banda-ríkin muni verja Ísland ef á þarf að halda. Á bak við það stendur allur hernaðar-máttur Banda-ríkjanna,“ sagði Geir. Þeir Jón telja að samkomu-lagið sé mjög viðunandi. „Ég fagna þeim sögu-legu tíma-mótum, sem eru að verða með brott-för er-lends hers úr landinu,“sagði Steingrímur J. Sigfússon, for-maður VG, sem telur enga þörf á áfram-haldandi varnar-samstarfi . „Ég tel að það væri nær að leita samkomu-lags um að varnar-samningurinn yrði einfald-lega felldur úr gildi og Ísland tæki sér í fram-haldinu ó-háða stöðu og tryggði öryggi sitt á slíkum grunni í fram-tíðinni,“ sagði Steingrímur. Ísland varið með hreyfan-legum her-styrk Morgunblaðið/Kristinn Jón og Geir á blaðamanna-fundi. Á milli 10 og 12 þúsund manns mót-mæltiu Kárahnjúka-virkjun á þriðjudags-kvöld. Þá var gengið niður Lauga-veg og safnast saman á Austur-velli. Mót-mælendur báru kyndla og hvít bönd til merkis um frið og sátt við sam-viskuna og kyn-slóðir fram-tíðar. Þátt-takan fór fram úr öllum vonum skipu-leggjandans Ómars Ragnarssonar. Hann segir að mikinn sam-hug hafi verið í fólki. Göngur voru einnig haldnar víðar um land og alls staðar margt um manninn. Þá var bréf með á-kalli til þings og ríkis-stjórnar um þjóðar-sátt af-hent embættis-manni Al-þingis. Á fimmtu-daginn hófst síðan fylling Háls-lóns. Það mun að öllum líkindum fyllast til hálfs í vetur en að fullu næsta sumar. „Það eru 8 mánuðir til kosninga þannig að bar-daginn er aðeins hálfnaður,“ sagði Ómar sem telur að á þeim tíma megi enn hleypa úr Háls-lóni án þess að varan-legar skemmdir hljótist af. Jökuls-á á Dal er nú horfin austan við Kárahnjúka-stíflu og jökul-vatn mun ekki framar streyma um hana. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Háls-lón byrjar að myndast. Kárahnjúka- virkjun mót-mælt Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.