Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 39
Reuters Trúarbragðaátök Ræðu Benedikts XVI. páfa um íslam var mótmælt í Tyrklandi eins og fleiri ríkjum múslíma. Ummæli jafnt trúar- og stjórnmálaleiðtoga í ESB hafa valdið ólgu í Tyrklandi. landakröfur, stjórnmálastefnur og menningarpóli- tík byggða á þjóðernishyggju eða öllu heldur þjóð- rembu. Heikkilä fjallaði ýtarlega um hlutverk kristin- dómsins í að skapa þá ímynd Evrópu, sem við höf- um flest í dag. Á miðöldum hefði Evrópa, eins og við þekkjum hana af landakortum nútímans, orðið til með útbreiðslu kristninnar. Ný landsvæði hefðu bætzt við hina kristnu Evrópu en önnur hefðu tap- azt sem kannski væru talin til Evrópu í dag ef sagan hefði þróazt með öðrum hætti. Norðurströnd Afr- íku hefði til dæmis talizt til hins evrópska menning- arsvæðis á meðan þar voru kristin samfélög. Sama átti við um Litlu-Asíu (sem samsvarar nokkurn veginn Tyrklandi nútímans), sem var eitt fyrsta svæðið sem var kristnað. Þetta breyttist þegar ísl- am varð ríkjandi trú á þessum landsvæðum og tengslin við þau rofnuðu. Heikkilä benti á að Finn- land og Eystrasaltsríkin hefðu ekki verið kristnuð fyrr en á 12. og 13. öld og hefðu því verið hluti Evr- ópu lítið lengur en sum svæði í Norður-Afríku. „Sömuleiðis má velta því fyrir sér hvort Landið helga, svæðið sem er Líbanon og Ísrael í dag, teld- ist enn til Evrópu hefði það haldið í kristna trú og latneska menningu eftir að krossferðunum lauk,“ sagði Heikkilä. Hann sagði að þannig hefðu ytri mörk Evrópu mótazt bæði menningarlega og landfræðilega af andstæðum. „Það er þess vegna ekki hægt að skilja sögu [Evrópu] nema með því að skoða samskipti hennar við nærliggjandi svæði. Þegar allt kemur til alls voru sameiginlegir óvinir og ógnir eitt af því sem þjappaði Evrópuþjóðum saman strax á miðöld- um.“ Heikkilä sagðist hins vegar þeirrar skoðunar að í Evrópusögunni hefði afrekum Vestur-Evrópu alla tíð verið gert of hátt undir höfði. Menn hefðu litið framhjá mikilvægi bæði Austrómverska ríkisins eða Býsanz og íslam fyrir evrópska menningu. Evr- ópa hefði heldur aldrei orðið fullkomlega kristin. Jafnvel eftir 1300, þegar síðustu svæðin, sem í dag teljast til Evrópu, höfðu verið kristnuð voru áfram stór samfélög gyðinga í Evrópu. Íslam náði fótfestu á Spáni og Sikiley og breiddist út um Balkanskag- ann á síðmiðöldum. Og þótt kristindómurinn hefði sameinað Evrópu á margan hátt hefðu deilur á milli austur- og vesturkirkju, kaþólskra og mótmælenda jafnframt verið einn þátturinn sem reif Evrópu í sundur og leiddi til þess að Evrópubúar bárust á banaspjót. Í erindi hins þekkta sagnfræðings Miroslav Hroch, sem er prófessor við háskólann í Prag, mátti greina nokkurn trega vegna þeirrar tilhneigingar, sem Tuomas Heikkilä nefndi einnig, að líta framhjá sögu Austur-Evrópu þegar fjallað væri um sigra Evrópumanna. Hroch benti á að í kalda stríðinu hefði Evrópa verið klofin og öll árangursrík skref til samstarfs og sameiningar hefðu verið stigin í vest- urhluta álfunnar. „Hugtakið „Evrópa“ var endur- skilgreint á pólitískum forsendum frjálslyndis og lýðræðis og yfirtekið af vestrinu. Við vitum enn hversu erfitt það er að gleyma áratugunum fjórum þegar litið var á vestrið sem hina einu sönnu Evr- ópu og austrið var útilokað ekki aðeins frá sam- félagi Evrópuríkja, heldur einnig frá sögu álfunn- ar,“ sagði Hroch. Gamlir óvinir – nýir vinir Þ að má velta því fyrir sér hvort ekki séu ákveðnar hliðstæður með stöðu Tyrklands og jafnvel annarra músl- ímaríkja á jöðrum Evrópu og Aust- ur- og Mið-Evrópuríkjanna sem nú hafa verið boðin velkomin inn í Evr- ópusambandið. Á sínum tíma var íslam án efa sá óvinur og sú ógn sem þjappaði hinum kristnu Evr- ópubúum saman og stuðlaði að því að skapa evr- ópska samvitund. Seinna meir var það sovétkomm- únisminn sem ógnaði Evrópu og varð til þess að um skeið skilgreindi vesturhluti álfunnar sig sem hina einu, sönnu Evrópu eins og Miroslav Hroch nefnir. En er Tyrkland óvinur í dag frekar en þau ríki sem urðu kommúnismanum að bráð? Tyrkir aðhyllast vissulega íslam en það er allt annars konar íslam en sú tegund sem ýtir undir hryðjuverk og tyrkneskt samfélag í dag á fátt sameiginlegt með því Tyrkja- veldi sem lagði Balkanskagann undir sig á sínum tíma. Af hverju ætti Evrópusambandið að hafna gömlu Evrópuríki sem vill ganga í raðir þess og vinna með öðrum Evrópuríkjum – vera vinur en ekki óvinur? Það er ómögulegt að búa til evrópska samvitund sem grundvallast á tungumáli, trúarbrögðum eða þjóðmenningu. Til þess er álfan alltof fjölbreytt og sundurleit. Að lýsa Evrópu kristna álfu myndi t.d. ekki aðeins útiloka ríki á borð við Tyrkland, heldur líka þær milljónir núverandi íbúa ESB-ríkjanna sem aðhyllast íslam eða einhver önnur trúarbrögð en kristni. Það eru hins vegar til ákveðin gildi sem eiga uppruna sinn í Evrópu og hafa síðan farið sig- urför um heiminn; það má orðið kalla þau algild. Það eru gildin sem lýst er í Kaupmannahafnarskil- yrðunum; lýðræðislegt stjórnkerfi, virðing fyrir mannréttindum og réttarríki, stuðningur við mark- aðsbúskap og samkeppni og ekki sízt virðing fyrir ólíkri menningu, tungumálum og trúarbrögðum og vernd minnihlutahópa. Þessi gildi hafa meðal ann- ars orðið til vegna þess að í Evrópu hefur um alda- skeið verið blandað saman ólíkum menningarheim- um. Þetta hlýtur að vera sá kjarni sem tilraunir til að skapa evrópska samkennd grundvallast á. Evrópusamstarfið hefur stuðlað að mikilli efna- hagslegri framþróun aðildarríkjanna. Hinn upphaf- legi hvati að stofnun Efnahagsbandalagsins, eins og það kallaðist í fyrstu, var þó ekki aðeins efna- hagslegur ávinningur, heldur ekki síður friðarvið- leitni. Stofnendur EBE töldu að með því að sam- þætta efnahagslíf aðildarríkjanna mætti koma í veg fyrir að þau færu enn á ný í stríð sín á milli. Evrópu- hugsjónin hefur skilað miklum árangri. Stríð á milli gamalla óvina á borð við Frakkland og Þýzkaland er óhugsandi í dag. Ríkin í austurhluta álfunnar reyndust tilbúin að láta af landamæradeilum og tryggja réttindi minnihlutahópa í skiptum fyrir að- gang að Evrópumarkaðnum. Spurningin er hvort nú sé ekki tækifæri til að út- víkka friðarhugsjón Evrópusambandsins. Í dag er ekki mest hætta á átökum milli aðildarríkja ESB, ekki heldur á milli Rússlands og Vesturlanda. Mesta ógnin við frið og öryggi er það sem kallað hefur verið átök menningarheima; íslam og kristni, hins austræna heims og hins vestræna með einum eða öðrum hætti. Með því að taka inn í sínar raðir fjölmennt ríki múslíma, sem aðhyllist hófsama íslamstrú, væri Evrópusambandið auðvitað að rétta út hönd til múslíma og sýna fram á að ríki múslíma og vest- ræn, kristin ríki gætu átt með sér náið samstarf. Auðvitað hlýtur Tyrkland að þurfa að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir inngöngu. En það er frá- leitt að útiloka aðild þess fyrirfram eins og bæði stjórnmálamenn og trúarleiðtogar í Evrópusam- bandinu gera nú. Með því ala þeir aðeins á þeirri tortryggni og hatri sem margir múslímar bera í brjósti gagnvart Vesturlöndum. Það getur vel verið að það verði erfitt að finna lausnir á því að Tyrkland verði aðildarríki ESB. Það getur reynt á bæði stofnanir og efnahag sambandsins. En ESB-ríkin ættu samt að reyna. »Með því að taka inn í sínar raðir fjölmennt ríki múslíma, semaðhyllist hófsama íslamstrú, væri Evrópusambandið auðvitað að rétta út hönd til múslíma og sýna fram á að ríki múslíma og vestræn, kristin ríki gætu átt með sér náið samstarf. rbréf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.