Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINAR Þorláksson, listmálari og teiknari á Orkustofnun, lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi 28. septem- ber, 73 ára að aldri. Hann fæddist 19. júní 1933 í Reykjavík, son- ur Valgerðar Einars- dóttur húsfreyju og Þorláks Björnssonar verslunarfulltrúa. Einar giftist Elísa- betu Jónsdóttur, en þau skildu og hann gekk síðar að eiga Guðrúnu Þórðardótt- ur. Þau áttu saman einn son, en Ein- ar var auk þess stjúpfaðir þriggja barna Guðrúnar. Einar varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1953. Hann stundaði fyrstur íslenskra myndlistarmanna myndlistarnám í Hollandi við Gooise Academie voor Beeldende Kunsten í Laren 1954–55. Síðar nam hann við Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn 1955–56, Statens Kunstakademi í Ósló 1956–57 og Statens Handverks- og Kunstind- ustriskole í Ósló 1957– 58. Einar fór í ýmsar námsferðir um Evrópu, en lengst dvaldist hann í Flórens árið 1957. Einar gegndi ýmsum trúnaðarstöðum fyrir listmálara. Hann var m.a. formaður sýning- arnefndar Félags ís- lenskra myndlistar- manna 1974 og formaður Listmálara- félagsins frá stofnun. Einar hlaut starfslaun ríkisins 1974 og 1984. Hann hlaut listamanna- laun ríkisins í fjölda ára. Einar hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í mörgum samsýningum frá árinu 1948. Meðal einkasýninga hans má nefna: Listamannaskálinn 1962, Unuhús 1969, Casa Nova 1971, Nor- ræna húsið 1975, Gallerí Sólon Ís- landus 1977, Bókasafn Ísafjarðar 1977, Norræna húsið 1981, Gallerí ís- lensk list 1985, Listhús 1990, og Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn 1998. Samhliða listmálarastörfum vann Einar hjá Raforkumálastjóra, síðar Orkustofnun, frá 1954–1998. Andlát Einar Þorláksson SELIRNIR út af Húsey í Hróars- tungu, sem er skammt frá mótum Jökulsár á Dal og Lagarfljóts, bregðast hratt við breyttum að- stæðum í lífríkinu og eru farnir að tínast til sjávar og hafa fært sig nær ósnum nú eftir að Jökla er hætt að renna til sjávar og það eru aðeins bergvatnsár sem renna gamla far- veg jökulárinnar. „Selirnir sem lágu á eyrunum virt- ust svolítið hissa á þessari breytingu þegar Jökla hvarf úr lífríkinu,“ segir Örn Þorleifsson, bóndi í Húsey. „Þeir hafa ekki lengur það vatn og þá ákjósanlegu staði til að liggja á og þeir höfðu áður. Þeir verða óöruggir þegar vatnið hverfur,“ segir Örn og tekur fram að rennslið nú sé svipað því þegar haustrennsli er í ánni þeg- ar kólnar og minnkar í henni. Heldur í vonina um að selirnir komi aftur með vorinu Örn hefur áhyggjur af því hvort selirnir snúa aftur með vorinu líkt og vanalega þegar kemur að kæping- artímanum, en þá hafa selirnir verið vanir að halda allt að 10 km upp með ánni til að kæpa. Hann heldur í von- ina um að selirnir haldist á svæðinu, því 12–15% af selastofni Íslands halda til út af Húsey. „Ég vona að mönnum takist ekki að eyða selastofninum með þessum aðgerðum sínum því það væri mjög sorglegt ef svo færi,“ segir Örn, sem fagnar ekki fyllingu Hálslóns og hef- ur raunar flaggað í hálfa stöng á bænum sínum síðan byrjað var að safna vatni í lónið. „Mér finnst sorg- legt að sjá hvernig hægt er að breyta lífríkinu á einum degi,“ segir Örn og tekur fram að hann hafi mikl- ar áhyggjur af ferðaþjónustunni á staðnum hverfi selurinn því þar geri menn út á selinn. „Við erum búnir að byggja upp okkar eigin atvinnu í formi ferðaþjónustunnar án þess að vera kominn upp á ríkið með að sjá fyrir okkur.“ Selirnir við Húsey farnir að tínast til sjávar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Selir Örn Þorleifsson, bóndi á Húsey, hefur áhyggjur af áhrifum virkjunar Jöklu, en 12–15% af selastofni Íslands halda til út af Húsey. Örn fagnar ekki Hálslóni og hefur flaggað í hálfa stöng síðan farið var að safna í lónið. LOFTÍBÚÐIR að erlendri fyrir- mynd verða meginuppistaðan í nýrri íbúðarbyggingu sem fasteignafélagið Nýja Jórvík hyggst reisa á lóð Mýr- argötu 26 þar sem Hraðfrystistöðin var áður til húsa, en hún var rifin fyrr á árinu. Með ákvörðun úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá því í júlí var deiliskipulag svæðisins fellt úr gildi þar sem það var ekki talið vera í samræmi við ákvæði í aðal- skipulagi um afmörkun deiliskipu- lagssvæða og um deiliskipulag bland- aðra svæða. Nefndin felldi þá jafnframt úr gildi byggingarleyfi fasteignafélagsins fyrir byggingun- um. Að sögn Magnúsar Inga Erlings- sonar, framkvæmdastjóra Nýju Jór- víkur, er nú aðeins beðið eftir því að deiliskipulagsvinnu ljúki svo hægt sé að ganga frá tilskildum leyfum til að framkvæmdir hefjist. Áætlaður byggingartími er svo 14 til 16 mán- uðir. Allt að fimm metra lofthæð Alls verða útbúnar 42 íbúðir af loft- íbúðagerð en þær hafa allt að fimm metra lofthæð. Fyrirmyndin er eink- um vinnustofuíbúðir sem algengar eru í gömlum iðnaðarhúsum í erlend- um stórborgum en slíkt íbúðarform er einnig algengt í nýjum bygging- um. Fasteignaverkefnið hefur hlotið nafnið „HafnarLoft“ sem vísar bæði til staðsetningar hússins og gerðar íbúðanna. Það verður fyrsta upp- byggingarverkefnið sem ráðist verð- ur í samkvæmt nýju skipulagi Mýr- argötusvæðisins en byggingin verður alls átta hæðir og kjallari. Í húsinu verður 61 íbúð, allt frá 77 fermetra einstaklingsíbúðum upp í 250 fer- metra þakíbúðir. Fyrirtækið Gláma- Kím sá um teikningu og gengið hefur verið frá samningum við ATAFL hf. um uppsteypu á húsinu. Landsbank- inn fjármagnar verkefnið. Loftíbúðir við Mýrargötu Nýbygging Auk loftíbúðanna verða í húsinu tíu hefðbundnar íbúðir og á tveimur efstu hæðunum verða lúxusíbúðir með eigin þakgarði. Í HNOTSKURN »Fasteignafélagið Nýja Jór-vík hyggst reisa átta hæða íbúðarhús á lóð Mýrargötu 26. »Borgaryfirvöld vinna núað nýju deiliskipulagi fyrir svæðið og munu framkvæmdir hefjast að þeirri vinnu lokinni. »Þak byggingarinnar verð-ur nýtt sem útivistarsvæði fyrir íbúa í húsinu. ÞEGAR hafa borist 22 athugasemd- ir við tillögu um lagningu nýrrar brúar yfir Öxará, sem kynnt var um síðustu helgi. Gefinn verður langur frestur til að skila athugasemdum til að sem flestir geti sagt sína skoðun, segir Sigurður K. Oddsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Níu athugasemdir eru neikvæðar, þeir sem þær gera vilja ýmist að gamla brúin verði látin duga áfram, eða að ný brú falli betur að umhverf- inu. Í einni er bent á að nýja brúin muni stinga mjög í augu, eins og „ljóti glerpíramídinn“ við Louvre- safnið í París. Annar vill heldur „ís- lenskara“ hráefni og vill að brúin verði úr steinsteypu og áli. Mætti vera lægri Aðrir eru jákvæðari og segja í at- hugasemdum sínum að hugmyndin sé stórglæsileg, skynsamleg eða smekkleg. Einhverjir benda þó á að þótt brúin sé falleg standi hún of hátt, betur færi á því að hún væri lægri, og aðrir hafa efasemdir um að liturinn henti. Hægt verður að skila athuga- semdum við tillöguna út nóvember- mánuð á vefnum www.thingvellir.is. Sigurður segir að til að vekja athygli á málinu og fá athugasemdir sem flestra Íslendinga við tillöguna verði settur tengill á vefnum mbl.is strax í næstu viku. Nýrri Öxarárbrú líkt við glerpíramídann við Louvre Ný brú Lagt er til að ný brú verði lögð yfir Öxará við Drekkingarhyl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.