Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 25
unnar með 7,8% markaðshlutdeild. Þórir segir, að erfiðleikarnir hafi hrannazt upp, en steininn tekið úr þegar Íslandsbanki varð til 1990 úr Alþýðubankanum, Iðnaðarbank- anum, Útvegsbankanum og Verzl- unarbankanum. Fyrirtækið hafði að- allega skipt við Iðnaðarbankann, en við sameininguna stóð það uppi „munaðarlaust“. „Við lentum þarna einhvern veginn í milli. Við gátum tekið undir með Skugga-Sveini; við mér vildı́ei taka neinn, var því nefnd- ur Skugga-Sveinn. Úr þessu varð það að við lentum fyrst í mjög miklum greiðsluerf- iðleikum og til þess að standa í skilum seldum við frá okkur umboðin; Fiat, Ford og Suzuki. Þar með lauk 70 ára sögu Sveins Egilssonar hf. sem bíla- umboðs.“ – Komst fyrirtækið fyrir vind? „Það er nú ekki búið að gera það dæmi upp ennþá! En við kláruðum okkur af því sem við gátum klárað. Félagi minn, Grét- ar Árnason keypti Þ. Jónsson og Company og nú rekur sonur hans það fyrirtæki. Annað fór flest á eins konar uppboði. Ég var í tvö ár við fyrirtækið til að halda því á floti, sem hægt var að halda á floti og bjarga því að við eig- endurnir misstum ekki okkar per- sónulegu eigur í hendur lánardrottna fyrirtækisins. Síðasti starfsmaðurinn með mér var Ragnar Bjarnason, söngvari og sölumaður. Hann var fábær sölumað- ur, hann Ragnar. Og drengur góður.“ – Tókstu þetta nærri þér? „Auðvitað var þetta erfitt. En lífið er bara svona. Við lendum í alls konar áföllum og verðum að taka þeim. Það hafa fleiri en ég gengið í gegn um svona hluti. Aðalatriðið er að klára dæmið, læra og láta alla reynslu stækka sig.“ -Svona mikill bílamaður hlýtur að hafa ekið á flottum bílum? „Ég hef aldrei verið með bíladellu. Ég var allur í tækninni. Reyndar átti ég fyrsta Mustanginn hér á landi. En að öðru leyti hef ég bara ekið um á venjulegum bílum!“ Fasteignakaup í tveimur löndum – Hvað tók við hjá þér eftir Svein Egilsson? „Ég hafði 1975 keypt smáfyr- irtæki; Herkúles. Það hafði enga starfsemi, þegar hér var komið sögu, en nú fór ég með það í minni háttar innflutning. Í tvö ár rak ég Go kart í félagi við Úlfar Hinriksson, fyrst á skauta- svæðinu í Laugardal og síðan á þaki Faxaskálans. Síðustu árin hef ég séð um fast- eignakaup fyrir tengdason minn; Sig- urjón Sighvatsson. Ég er í þessu í gegnum Herkúles, hann er með sitt og svo er Birgir sonur minn kominn í þetta með okkur. Ég hef séð um fast- eignakaupin og hann um reksturinn. Svo keyptum við fasteignafyrirtæki í Kaupmannahöfn, en þar sér danskt leigufyrirtæki um útleigu á húsnæð- inu.“ Hér eru bæði sonur og tengdason- ur komnir til sögunnar. Eiginkona Þóris er Lára Lárusdóttir. Fyrri kona hans heitir Hanna Felixdóttir og eru börn þeirra fjögur; Birgir, Sigríður, Guðmunda og Heba. Auk þeirra á Þórir dótturina Sigfríði. Á skíðum skemmti ég mér Skíði hefur nokkrum sinnum borið á góma í þessu samtali okkar. „Ég kynntist skíðaíþróttinni í gegnum það, að L.H.Muller gaf Mið- bæjarbarnaskólanum einhver 30 pör af skíðum. Við fórum eina skíðaferð á vetri. Svo gerðist það að eftir síðara sumarið mitt í Ljárskógum þá af- henti Guðmundur Jónsson mér 30 krónur. Það hafði aldrei verið minnzt á neitt kaup, en þetta gerði hann nú samt. Og ég keypti skíði fyrir sum- arhýruna. Þá voru menn farnir að renna sér á skíðum á Kolviðarhóli. Ég fór þangað uppeftir og var einn að þvælast þetta, því enginn af mínum vinum hafði áhuga á skíðum. Svo sá ég norska skíðakónginn Birgir Ruud, þegar hann kom hingað 1939. Þá heillaðist ég algjörlega af skíðunum. Það var ekki annað hægt eftir að sjá til þessa manns. Frændi minn, Karl Pétursson, bjó í næsta húsi við okkur á Vesturgöt- unni. Hann sagði mér að hann stund- aði skíði í Skálafelli og hvatti mig til þess að koma þangað uppeftir. Þá var farið klukkan 8 á laugardagskvöldum og verið fram á sunnudag. Þetta var þegar bæði vinna og skóli voru á laugardögum. Haustið 1939 fór ég svo að stunda Skálafellið; skálinn var í tæplega 600 metra hæð og að hon- um 5 kílómetra gangur, svo það reyndi töluvert á að komast þangað. Þarna eignaðist maður vini fyrir lífs- tíð. 1943 er Skíðamót Íslands haldið í Hveradölum. Þar mættu allir beztu skíðamenn landsins og þeim kynntist ég.“ – Kepptir þú á þessu móti? „Eitthvað keppti ég, en ekki með neinum umtalsverðum árangri. Næstu ár fóru svo í að æfa og keppa. 1946 varð ég Reykjavík- urmeistari í bæði svigi og bruni og upp úr því kom Svíþjóðarferðin, sem ég minntist á áðan. Í desember 47 var mér boðið til Frakklands að æfa með sænska skíðalandsliðinu í Pyrenea- fjöllunum. Ég frétti af ferð hjá Loft- leiðum, en félagið var þá í svoköll- uðum innflytjendaferðum og flaug þær mest frá Róm til S-Ameríku. Þeir millilentu í París á suðurleiðinni og ég fékk að fljóta með þeim þangað, tók svo lest suður eftir og æfði með Svíunum fram að Ólympíuleikunum, sem voru fyrstu vetrarleikarnir eftir stríðið; haldnir í St-Moritz í Sviss. Þarna hitti ég hina íslenzku keppend- urna þrjá; Magnús Brynjólfsson og Guðmund Guðmundsson frá Ak- ureyri og Jónas Ásgeirsson frá Siglu- firði, en Guðmundur var reyndar Siglfirðingur líka.“ – Hvernig gekk? „Við kepptum í svigi og bruni. Þarna voru rúmlega 100 keppendur og við vorum svona um miðjan hóp.“ Þórir segir, að upp úr þessu hafi mönnum verið ljóst, að án skíðalyftu næðist enginn árangur. „Menn voru að gera grín að því að við skyldum vilja fá lyftu, töldu okkur fá ágætis þrekþjálfun út úr því að labba upp brekkuna. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að það eru allt aðrir vöðvar sem þú beitir á leiðinni niður heldur en upp, þannig að labbið upp hjálpaði okkur ekkert á leiðinni niður!“ Í félagi við tvo aðra KRinga átti Þórir Weaponbíl með spili. Þeir plöntuðu honum niður í Hveradölum, settu staur á móti og létu spilið draga sig upp brekkuna. Síðan settu þeir þarna niður togvél, sem Þórir segir að hafi virkað nokkuð vel. „Við rákum hana í ein tvö ár, þá keypti Skíðaráð Reykjavíkur hana af okkur. Þetta voru nú fyrstu tilraunirnar með skíðalyftu hér á landi.“ Á þessum árum var eitthvað farið til útlanda að keppa en að sögn Þóris varð af því enginn árangur til að tala um. Vorið 51 hætti hann að æfa. – Af hverju? „Ég var kominn með fjölskyldu og á kaf í fyrirtækjarekstur og þetta bara kláraði sig ekki. Skíðin taka svo óhemjumikinn tíma, ef þau eru stunduð af alvöru. Ég var alveg sáttur við þessa þró- un. Og mér tókst að enda keppnisfer- ilinn með sigri á Kolviðarhólsmóti þetta vor.“ En þótt Þórir hætti skíðakeppni var hann fjarri því hættur að skíða. Og hann lét áfram til sín taka í fé- lagsmálum skíðamanna. Hann var í mörg ár formaður skíðadeildar KR og í áratugi sat hann í stjórn Skíða- sambands Íslands og var formaður þess um tíma. Þegar skíðasvæði KR í Skálafelli var byggt upp eftir skálabruna 1955 var ekki einasta byggður veglegur skáli, tekinn í notkun 1959, sem enn stendur, heldur var og sett upp skíða- lyfta. Þórir heimsótti austurrískt fyr- irtæki, sem framleiddi hentugar skíðalyftur, og heimkominn gekk hann á fund Eysteins Jónssonar, fjármálaráðherra, til þess að fá hafta- tjaldinu lyft fyrir skíðalyftu. Ey- steinn, sem sjálfur var áhugamaður um skíði, hliðraði þannig til að KR fékk að flytja inn það, sem ekki var hægt að smíða hérlendis, en möstrin og endastöðvarnar voru smíðuð í Landsmiðjunni. Lyftan var svo tekin í notkun 1961, sú fyrsta sinnar teg- undar á Norðurlöndum. Um 1970 var sett á fót nefnd undir merkjum ÍSÍ til að efla þátttöku al- mennings í íþróttum. Þórir Jónsson sat í þessari nefnd af hálfu skíða- manna og upp úr starfi hennar segir hann að skíðaíþróttin hafi eins og fleiri greinar tekið gífurlegan vaxt- arkipp og orðið vinsæl almenn- ingsíþrótt sem hefur áfram vaxið og dafnað. Þórir Jónsson lagði ekki skíðin á hilluna, þótt hann hætti keppni. Hann hefur skíðað sér til ánægju hér heima og erlendis, þar sem hann hef- ur skíðað í flestum Evrópulöndum; í nyrztu héruðum Noregs og Sierra Nevadafjöllum á Spáni og allt þar á milli. 1979 byrjaði hann að fara til Bandaríkjanna að skíða í Klettafjöll- um og síðustu 15 árin hefur smáhóp- ur af fólki fylgt honum í þessum skíðaferðum. – Og Þórir Jónsson skíðar enn? „Já, já. Það er ekki hægt að hætta meðan dugur er til.“ freysteinn@mbl.is Skíðar enn. Þórir Jónsson í Aspen 2005. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 25 Þórir Jónsson átti sæti í fyrstu stjórn Reykjaprents og stóð að útgáfu Vísis og síðar DV um árabil. Þórir segist hafa komið að Vísi fyrir orð Sigfúsar í Heklu, en blaðið var þá „ein- hvers staðar á bjargbrúninni. Við vorum svona björg- unarlið blaðsins.“ Björgunin fólst í stofnun Reykjaprents, sem byrjaði með hreint borð. Fljótlega var Jónas Kristjánsson ráðinn ritstjóri og Sveinn R Eyjólfs- son framkvæmdastjóri. „Þeir eru kannski ekki margir, sem tala nú vel um þá báða, Jónas og Svein. En þeir voru ungir og ferskir og komu með alveg frábært lið á blaðið. Reksturinn snerist al- veg við á nokkrum árum og áður en menn vissu var Reykjaprent farið að eiga fasteignir hér og þar um bæ- inn. Þetta var orðið öflugt fé- lag, þegar „borgarastyrj- öldin“ hófst, en það kalla ég baráttuna um ritstjórnina, sem endaði með því að Jónas og Sveinn fóru og stofnuðu nýtt blað; Dagblaðið, hinum megin við vegginn.“ Þórir vill ekki fara nánar út í þá sálma, en segir allt hafa gerzt á einni nóttu, sem honum er minnisstæð fyrir það að hann var lokaður inni ásamt fulltrúa Jónasar og Sveins meðan gengið var frá samkomulagi um skilnaðinn. En alveg eins og allt slitn- aði á einni nóttu, þá gengu Dagblaðið og Vísir saman í DV á einni nóttu og vegg- urinn á milli einfaldlega brot- inn burt. „Þetta voru klókindi hjá Herði Einarssyni og Sveini eftir það sem á undan var gengið, því blöðin voru bæði á mörkunum og þetta var eina leiðin.“ Þórir Jónsson sat í stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar, þar til Sveinn R Eyjólfsson eignaðist fyrirtækið að mestu og lauk þá þáttöku Þóris Jónssonar í blaðaútgáfu á Íslandi. Björgunarlið Vísis Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Í REYKJAVÍK S Æ T IÐ Guðlaugur Þór www.gudlaugurthor.is gudlaugurthor@gudlaugurthor.is Opnum sunnudaginn 1. okt. kosningaskrifstofu Gu›laugs fiórs a› Lágmúla 9 Kl. 14.00-17.00: Létt tónlist leikin fyrir gesti. Sýnt úr leikritinu Hafið bláa fyrir börnin. Allir velkomnir - kaffi og veitingar. Stuðningsfólk Kraftur til framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.