Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ M arkmið tengd börnum í vestrænum velferð- arríkjum eru margs- konar og tengjast meðal annars þjón- ustu og eftirliti á meðgöngu og umönnun ungra barna svo báðir for- eldrar geti sinnt vinnu. Eitt meg- ineinkenni norræna velferðarkerf- isins er viðurkenningin á lagalegum réttindum barna, þar sem Norð- urlöndin hafa verið í fararbroddi í sögunni. Áhersla hefur verið lögð á að tryggja rétt barna, innan sem ut- an hjónabands, og í seinni tíð hefur sjónum í æ meira mæli verið beint að sjálfsforræði þeirra og frelsi og ham- ingju. Í kafla um samanburð á fé- lagsráðgjöf og stefnu í velferð- armálum barna á Norðurlöndum, sem birtist í septemberhefti Euro- pean Journal of Social Work, eftir Guðnýju Björk Eydal, dósent í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Mirju Satka, prófessor í fé- lagsráðgjöf við háskólann í Helsinki, segir að verkaskipting milli ríkisins og fjölskyldunnar hafi verið miðdep- illinn í stefnumörkun í umönnun barna á Norðurlöndum frá því dag- gæsla á vegum hins opinbera byrjaði að þróast eftir síðari heimsstyrjöld og fæðingarorlof varð til. Tvenns konar rök hafa verið færð fyrir íhlut- un og stuðningi ríkisins, annars veg- ar að nauðsynlegt sé að styðja við fjölskylduna til að gæta hagsmuna barnsins og hins vegar að tryggja tækifæri mæðra til þátttöku á vinnu- markaði, sem og aðstæður til barn- eigna. Á síðasta áratug liðinnar aldar kom feðraorlof fram á sjónarsviðið á öllum Norðurlöndunum, til þess að tryggja réttindi feðra og rétt barna til að njóta umönnunar þeirra. Guðný og Mirja Satka segja, að fljótt á litið og í samanburði við önnur ríki hafi Norðurlöndin svipaða stöðu hvað varðar daggæslu og stuðning við fjölskyldur ungra barna. En þeg- ar umönnunarstefna þeirra sé skoð- uð gaumgæfilega, komi í ljós að munurinn milli landanna fari vax- andi. Svo virðist sem þrenns konar kerfi sé við lýði, það er fjölskyldu- greiðslur vegna umönnunar ungra barna, sem styrkja og viðhalda kyn- greindu fjölskyldumynstri, nið- urgreidd daggæsla sem gerir mæðr- um kleift að vinna utan heimilis og báðum foreldrum að afla tekna, og í þriðja lagi, lög um mæðra-, feðra- og foreldraorlof sem auðveldar báðum foreldrum að vinna úti og taka ábyrgð á umönnun barna sinna. Í Noregi og Finnlandi er umönn- unarstefnan samþætt úr þessu þrennu. Í Svíþjóð og á Íslandi hefur áherslan verið lögð á daggæslu og foreldraorlof, þar sem tiltekinn hluti er ætlaður föður. Stefnan í Dan- mörku er í ætt við þá sænsku, en fram til ársins 2001 var við lýði kerfi sem gerði foreldrum mögulegt að vera heima með ungum börnum eftir fæðingarorlof, en það var tekið upp vegna atvinnuleysis og aflagt árið 2002. Þess í stað var tekið upp sveigjanlegt mæðra-, feðra- og for- eldraorlof. Greiðslur og aukin gæsla Hugmyndafræðin er enn sú, að umönnun ungra barna sé bæði á ábyrgð foreldra og ríkisins og það sem Norðurlöndin eiga sameiginlegt, er sú tilhneiging að hafa aukið stuðn- ing smátt og smátt með aukinni gæslu og greiðslum til foreldra. Þær hugmyndir hafa til að mynda fest í sessi, að barn eigi rétt á tiltekinni gerð vistunar, til dæmis algildan rétt til daggæslu frá vissum aldri, eða rétt á umönnun beggja foreldra fyrstu mánuðina, segja Guðný og Mirja Satka. Stefán Ólafsson prófessor sagði í erindi um það hvað velferðarríkið gerði fyrir börn, á ráðstefnu Umboðs- manns barna og rektors Háskóla Ís- lands fyrir tveimur árum, að íslenska leiðin væri blönduð. „Hvað snertir velferðarþjónustu (heilbrigðisþjón- ustu, menntun, dagvistun barna og aldraðra, félagsþjónustu) þá eru Ís- lendingar líkir Skandinövum, en þeg- ar kemur að tekjutilfærslum til ein- staklinga og fjölskyldna þá gætir talsverðra engilsaxneskra áhrifa, sem koma fram í lágum upphæðum bóta og mikilli beitingu tekjutenginga. Bótakerfið er þannig meira fátækra- miðað en að það sé framkvæmt í anda borgararéttinda, þótt lögin geri ráð fyrir því síðarnefnda. Þannig gætir meiri sparnaðar í tekjutilfærslum til fólks í íslenska kerfinu og kemur þetta meðal annars fram í minni út- gjöldum hins opinbera til þessara mála en tíðkast á hinum Norðurlönd- unum og víðast í Evrópu.“ Mikið álag á heimilum Stefán segir ennfremur, að tíðni fæðinga á Íslandi hafi um langt árabil verið með því hæsta sem þekkist í Evrópu. „Það þýðir að meðalfjöldi barna á íslenskum heimilum er meiri en almennt er í Evrópu. Að auki er atvinnuþátttaka beggja foreldra mjög mikil (há atvinnuþátttaka mæðra og langur vinnutími karla ut- an heimilis). Þetta þýðir að álag á ís- lenskum heimilum er að öðru jöfnu mikið. Dagvistarþjónusta barna er af- ar mikilvæg í þessu samhengi. Hún hefur stórbatnað á síðasta áratug, ekki síst í Reykjavík. Nú á dögum eru Íslendingar með hæst hlutfall barna á forskólaaldri í formlegri dagvistun á vegum hins opinbera (sveitarfélaga), ásamt Dönum. Hinar norrænu þjóð- irnar eru einnig með góða forsjá á þessu sviði og á meginlandi Evrópu er notkun dagvistunar áberandi mikil hjá Frökkum og Belgum. Á Íslandi hefur á síðustu árum einnig orðið mikil framför í einsetningu skóla og veitingu heitra máltíða í skólum, sem bætir mjög barnaumhverfið. Á árum áður voru oft mikil brögð að því að börn gengju sjálfala að nokkru leyti, meðal annars vegna þess að stofnanir og þjónusta í barnaumhverfinu voru ófullnægjandi þrátt fyrir að atvinnu- þátttaka foreldra væri með því mesta sem þekktist í heiminum.“ Hin vinnandi börn Guðný Eydal segir, að ekki séu nema liðlega hundrað ár síðan að byrjað var að skilgreina börn sem þjóðfélagshóp með sérstök réttindi, til dæmis þegar sett voru lög sem bönnuðu vinnu barna og löggjöf um rétt þeirra til skólagöngu. Í framhaldi af slíkri lagasetningu hafi hugmynd- um um þörf barna fyrir lagalega vernd fleygt fram og löggjöf um barnavernd verið sett. Út úr slíkum lagasetningum megi lesa ákveðna þróun hvað varðar afmörkun barn- æskunnar. „Það er þó tiltölulega stutt síðan að skilin milli barnæsku og full- orðinsára voru óljós, eins og rann- sóknir íslenskra sagnfræðinga hafa sýnt fram á. Allt fram að aldamótum tóku ung börn, frá 5–6 ára aldri, virk- an þátt í daglegum störfum og vinnu- tími þeirra var oft mjög langur. Mörg þeirra bjuggu við erfið kjör og þegar verst lét var fjölskyldum þeirra sundrað ef þær náðu ekki að fram- fleyta sér. Þó að margt hafi breyst, var atvinnuþátttaka barna meiri hér- lendis en í flestum löndum sem við miðum okkur við og vinna barna var ekki bönnuð hér á landi með jafn af- gerandi hætti og í nágrannalönd- unum. Annað sem einkennir þró- unina hér, er mikil og nokkuð stöðug spurn eftir vinnuafli. Það hafði meðal annars í för með sér aukna atvinnu- þátttöku kvenna. Á áttunda og ní- unda áratugnum eykst atvinnuþátt- taka íslenskra kvenna mjög hratt en uppbygging opinberrar dagvistar er mjög hæg á sama tíma. Rannsóknir frá þessum tíma sýna glögglega hvað þessi „mishröðun“ hafði í för með sér. Foreldrar þurftu að leita einstakl- ingsbundinna lausna þegar opinber úrræði þraut. Oftast var boðið upp á leikskóla hálfan daginn, því ekki var boðið upp á fulla vistun nema fyrir einstæðar mæður og námsmenn. Eft- ir það tóku við aðrar lausnir, dag- mæður eða önnur úrræði. Rann- sóknir sýndu að íslenskir foreldrar unnu í meira mæli eftir að dagvinnu- tíma lauk en foreldrar á öðrum Norð- urlöndum, þannig að ein lausnin var að skiptast á að gæta barnsins. Í mörgum tilfellum áttu foreldrar þess ekki kost að ljúka vinnu áður en gæslutíma barnanna lauk og dæmi eru um að lítið eldri börn hafi verið látin sækja systkini sín. Einnig sýndu rannsóknir Baldurs Kristjánssonar dósents og fleiri fram á, að í sumum tilfellum voru börn skilin tiltölulega ung eftir ein heima og vel þekkt er hugtakið lyklabarn. Það er mjög mik- ilvægt að við gleymum ekki þessum veruleika þegar rætt er um hversu mikil aukning hafi orðið á vistun barna í 8–9 tíma á dag. Þó að vistun á leikskóla hafi lengst, er ekki víst að samverustundum með foreldrum hafi fækkað. Það er líka mikilvægt að hafa í huga, að það að vinna fullan vinnu- dag er ekki alltaf val, heldur lífs- nauðsyn hjá hjá ákveðnum hópum.“ Vantar betri rannsóknir Guðný bendir á, að betri rann- sóknir skorti á aðstæðum barnafjöl- skyldna og til dæmis sé lítið vitað um þróun fátæktar hérlendis. Enn- fremur bendir hún á, að mikill metn- aður sé lagður í starfið á leikskól- unum og að þeir mæti margvíslegum þörfum barna. „Einnig þarf maður að spyrja sig, hvað bíður barna heima? Eru það foreldrar sem hafa tíma til að sinna þeim, eða er álag af ein- hverju öðru tagi fyrir hendi? Ef við viljum fjölga samverustundum barna með foreldrum sínum, þarf að huga að ástæðum foreldra fyrir því að vinna langan vinnudag. Eins og ég nefndi hefur ákveðinn hópur ekki val, mikil vinna getur verið nauðsynleg til að láta enda ná saman. Vanda þessa hóps gætu stjórnvöld og aðilar vinnu- markaðarins mætt, til dæmis með hærri tekjum eða opinberum stuðn- ingi. Dæmi um slíka aðgerð er til dæmis íslenska barnabótakerfið, sem greiðir foreldrum með lágar tekjur hærri upphæðir en þeim sem meira hafa. Annar hópur vinnur mikið en gæti teknanna vegna minnkað við sig vinnu. Ef hvetja á þennan hóp til að draga úr vinnu gætum við mætt margþættum hindrunum sem ekki er einfalt að fást við. Að hluta til getur vandinn legið í menningu vinnustað- anna, en gæti einnig legið í því hvern- ig foreldrar forgangsraða. Að draga úr vinnutíma er ekki einföld aðgerð, mikil spurn er eftir vinnuafli og víða eru gerðar mjög miklar kröfur til starfsmanna um afköst. Þótt opinber- ir aðilar gætu haft ákveðin áhrif á slíka umræðu, eru þessar ákvarðanir teknar á vinnustöðunum annars veg- ar og á heimilunum hins vegar. Ég hef stundum hvatt fólk til þess að setjast niður og móta sér sína eigin fjölskyldustefnu. Hvaða markmið vilja foreldrar setja sér? Hvernig fjöl- skyldulíf telja þeir æskilegast að bjóða börnum sínum? Er forgangs- röðunin í samræmi við það sem fólk vill leggja áherslu á? Hvort er til dæmis meira virði, að geta varið tíma með börnunum eða endurnýja eld- húsinnréttinguna? Nýlegar tölur um meðalyfirdrátt íslenskra heimila gefa skýr skilaboð um að boginn er spenntur til hins ítrasta.“ Fjölskyldan og ríkið Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/Þorkell Guðný Björk Eydal, lektor í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands.                                             ! "       #$! "     %   "  !&    '   "           ! (  "  !  $   )*      +*, -., ..  )*   #  /#!  #0, 0+, #-  )#  )#    + , -#, . $   -  .    /#!  ., * , 0-  *  *     0$, -),   !"# $ %   1   2 &   3 4 Verkaskipting milli ríkisins og fjölskyldunnar í umönnun ungra barna hefur verið við lýði um ára- tugaskeið. En skyldi kerfið vera nógu hliðhollt þeim sem vilja vera lengur heima með börnunum sínum, skrifar Helga Kristín Einarsdóttir í annarri grein um börn í samfélagi nútímans. Einn viðmælenda hennar er Eva María Jónsdóttir, en hún á þrjár ungar dætur og veltir því meðal annars fyrir sér hvort við séum nógu dugleg við að taka þarfir barnanna með í reikn- inginn þegar fæðingarorlofi lýkur. Er Ísland barnvænt samfélag? Grein II »Hvaða markmið vilja foreldrar setja sér? Hvernig fjölskyldulíf telja þeir æskilegast að bjóða börnum sínum? Er forgangsröðunin í samræmi við það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.