Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 28
sjónarmið 28 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ É g er búinn að starfa við þetta verkefni frá upp- hafi og hef því góða yf- irsýn yfir umræðuna eins og hún hefur þróast. Ég hef á þessum fjórum ár- um kynnst mörgum Austfirðingum og veit hvernig andrúmsloftið var hér áður en ákveðið var að ráðast í framkvæmdirnar. Ég er því jafn sannfærður og áður um að það var rétt ákvörðun að ráðast í þessar framkvæmdir,“ segir Kristján Krist- insson, verkefnisstjóri í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Hann segir starfsmenn Landsvirkj- unar og aðra aðila tengda fram- kvæmdunum eystra yfirleitt vera á sama máli. „Þetta er engin þegn- skylduvinna þannig að ég býst við að þeir sem eru þessu andsnúnir kjósi að starfa á öðrum vettvangi.“ Kristján segir umræðuna hafa gjörbreyst frá því framkvæmdirnar hófust vorið 2003. „Að mínu áliti hef- ur andstaðan þróast yfir í nokkurs konar trúarbrögð. Það var alltaf ljóst frá byrjun að það var hópur fólks andsnúinn þessum framkvæmdum, sumir af pólitískum ástæðum, sumir af umhverfisástæðum og aðrir af því að þeir eru einfaldlega á móti stór- fyrirtækjum eins og Alcoa.“ Draumalandið vendipunktur Hann álítur að það hafi orðið ákveðinn vendipunktur í umræðunni þegar bókin ,,Draumalandið“ eftir Andra Snæ Magnason kom út. „Henni var fylgt úr hlaði með vakn- ingarsamkomu að hætti amerískra predíkara og margir virtust taka trúna og andstaðan við virkjunar- framkvæmdirnar varð öll miklu harðari í kjölfarið. Það má vera að stuðningsmenn framkvæmdanna hafi ekki verið nógu duglegir að and- mæla ýmsu því sem kom fram í kjöl- far útgáfu umræddrar bókar.“ Það sem fer fyrir brjóstið á Krist- jáni er hve ómálefnalegur málflutn- ingur andstæðinga framkvæmdanna hefur oft og tíðum verið. „Alls konar fullyrðingar hafa komið fram sem við sem störfum við framkvæmdirnar vitum að eru ekki réttar. Það virðist engu máli skipta þótt reynt sé að leiðrétta verstu missagnirnar af þeim sem vita betur, slíkt er bara af- greitt sem áróður. Eftir því sem liðið hefur á framkvæmdirnar og menn hafa farið að sjá fyrir endann á þeim hefur andstaðan orðið örvæntingar- fyllri og andstæðingar fram- kvæmdanna hafa notað öll meðul til að reyna að koma óorði á verkefnið og fylla almenning ótta. Síðasta út- spilið sem þjóðin hefur orðið vitni að, þ.e. sú hugmynd að hætta við að fylla lónið, er eiginlega kornið sem fyllir mælinn í fáránleika sínum.“ Aukaálag á starfsmenn Þegar Kristján er spurður hvort hann hafi persónulega orðið fyrir óþægindum vegna starfa sinna við Kárahnjúkavirkjun svarar hann því til að það fari sjálfsagt eftir því hvað menn kalli óþægindi. „Það er ljóst að Landsvirkjun er ekki vinsælasta fyr- irtæki landsins þannig að þegar mað- ur segir hvar maður vinnur þá fær maður stundum að heyra hvað fólki finnst um fyrirtækið. Það má segja að það sé aukaálag á starfsmenn að þurfa sí og æ að vera að verja fyr- irtækið sem það vinnur hjá. Ég er ekki viss um að öllum finnist það þægileg staða. Stöðug neikvæð um- fjöllun um vinnustað foreldra hlýtur líka að hafa neikvæð áhrif á börnin án þess að ég telji að þau hafi neitt liðið fyrir það, ég held að þau leiði þetta bara hjá sér.“ Kristján segir að það hafi alltaf þótt eftirsóknarvert að starfa hjá Landsvirkjun. „Þetta er öflugt fyr- irtæki og starfsandi hefur verið góð- ur. Það er hins vegar hægt að merkja það að allur þessi áróður gegn fyr- irtækinu hefur haft neikvæð áhrif á starfsandann. Það segir sig sjálft að stöðug neikvæð umræða hlýtur að draga úr starfsánægju fólks. Sömu- leiðis hafa makar sumra starfs- manna orðið fyrir óþægindum vegna þess að þeir eru taldir ,,virkjunar- sinnar“ eingöngu vegna þess hvar maki þeirra starfar.“ Kristján er sannfærður um að sátt geti orðið um Kárahnjúkavirkjun meðal þjóðarinnar. „Það segja mér það fróðari menn en ég að umræðan í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar og álversins í Straumsvík hafi verið, ef eitthvað er, heiftúðugri en umræð- an um Kárahnjúkavirkjun. Ég heyri engan agnúast út í Búrfellsvirkjun núna þannig að ég tel það fullvíst að þjóðin eigi eftir að jafna sig á þessu.“ Bjartsýni og gríðarleg uppbygging Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir, aðstoðarkynningarfulltrúi Kára- hnjúkavirkjunar, hefur undanfarið eitt og hálft ár haft umsjón með gestamóttökunni og upplýsingamið- stöðinni í Végarði í Fljótsdal. Lokað er yfir vetrartímann og þá hefur Sól- veig þann starfa að taka á móti ýms- um hópum og erlendum gestum, einkum ljósmyndurum og blaða- mönnum og fara með þá um fram- kvæmdasvæðið. Hún segir um fimm- tán þúsund manns leggja leið sína í Végarð á ári hverju. Sólveig segir það liggja í hlutarins eðli að hún sé fylgjandi framkvæmd- inni. Annars starfaði hún á öðrum vettvangi. Hún lítur líka á sig sem náttúruverndarsinna. „Samt er ég ekki mótmælandi. Það er ekki alltaf hægt að leggja það að jöfnu.“ Sólveig hefur búið á Egilsstöðum í ríflega tuttugu ár og segir atvinnu- möguleika íbúa fyrir austan ekki hafa verið mikla fyrir framkvæmd- irnar á Kárahnjúkum. „Egilsstaðir voru láglaunasvæði fyrir þessar framkvæmdir, sama má segja um Reyðarfjörð og næsta nágrenni á Mið-Austurlandi. Svartsýni var mikil á fjörðunum og fólk flúði í stríðum straumum. Þær eru ófáar blokkirnar í Grafarvoginum sem eru uppfullar af Austfirðingum. Viljum við það?“ Sólveig segir að gríðarleg upp- bygging hafi orðið eystra á undan- förnum misserum. „Það hefur losnað um fólk sem var í fjötrum í stóru hús- næði sem það gat ekki selt og börnin farin til mennta. Nú hefur það tæki- færi til að minnka við sig. Svo er unga fólkið að koma heim úr námi og gengur beint í störf sem það hefur menntað sig til. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur auk þess vaxið mikið. Hér ríkir fyrir vikið mikil bjartsýni. Hvernig getur maður verið á móti slíkri þróun?“ 101 Reykjavík með vottorð? Sólveig hefur ekki farið varhluta af umræðunni um umhverfisáhrif virkjunarinnar enda segir hún þau hjónin fjallabílafólk og þekkja vel til á svæðinu sem verið hefur í brenni- depli. „Auðvitað þykir manni vænt um hálendið hérna fyrir austan. Okkur íbúana svíður hins vegar und- an umræðunni sem á sér stað í 101 Reykjavík. Þar er fólk sem telur sig hafa vottorð upp á það að mega ræða um náttúruna hérna fyrir austan en við sem hérna búum höfum ekkert vit á þessu.“ Sólveig furðar sig á því hvers vegna andstæðingar virkjunarinnar hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum en fylgjendur hennar. „Hvers vegna hafa þeir sem eru fylgjandi virkjun- inni ekki sama aðgang? Eftir að hafa starfað í Végarði og tekið á móti öllu Ávinningurinn réttlætir framkvæmdina Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti Kárahnjúka- virkjunar. Um það fer þjóðin ekki í grafgötur. Andmælendur virkjunar- innar hafa verið áberandi undanfarna daga vegna þess að vatn er farið að safnast í Hálslón. Orri Páll Ormarsson tók hinn pólinn í hæðina og spurði nokkra starfsmenn Landsvirkjunar og aðila sem komið hafa að fram- kvæmdunum eystra um afstöðu þeirra til umræð- unnar og persónulega reynslu. Umdeild virkjun Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunnar segja landsvæði og náttúru fórnað en virkjunarsinnar segja ávinninginn réttlæta framkvæmdina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.