Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 24
fólk 24 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lengur í undirbúningsdeildinni en til áramóta. „Þegar ég fór að hugsa málið, þá gat ég ekki hugsað mér að vera bund- inn á skólabekk næstu sex árin. Ég var ákafur og mér fannst allt ganga svo hægt. Ég var byrjaður á skíð- unum og þau freistuðu mín meira en skólinn.“ Þórir fór að vinna, mest hjá Eim- skip við uppskipun og þess háttar, en var í kvöldskóla KFUM og einnig sótti hann myndlistarskóla, sem Lúð- vig Guðmundsson stofnaði og stjórn- aði á Grundarstíg 2. Þar var Kurt Zier aðalkennarinn. En svo var landið hernumið og þá tók fyrir alla skólagöngu. „Ég man vel hernámsmorguninn. Við vorum á Vesturgötunni og ég vaknaði upp við það, að það var barið ógurlega. Í hinum endanum bjuggu íslenzk stúlka og þýzkur eiginmaður hennar og ég komst að því að menn höfðu verið að leita hans um morg- uninn, en hann var ekki heima.“ Þórir fór í Bretavinnuna við flug- völlinn í Vatnsmýrinni. Þar var hann settur yfir dælu, sem dældi sjó upp úr Skerjafirðinum. Sjórinn var not- aður jöfnum höndum í steypu og púkk. „Rauðhólarnir fóru í þetta. En rauðamölin er þeirrar gerðar að hún blandazt moldinni og þetta verður bara moldarblanda. Og púkkið var fljótt að fara. Flugvöllurinn var auð- vitað ekki byggður til langs tíma, þótt hann standi enn! Það hefur því þurft að púkka undir hann oftar en einu sinni.“ – Hvarflaði það aldrei að þér að leggja myndlistina fyrir þig? „Nei. Það hefði aldrei hentað mér. Hlutirnir urðu að ganga hratt fyrir sig og hraðinn var nú ekki mikill í myndlistinni! En þetta var góður skóli og mynd- listin hefur fylgt mér. Mér er til dæmis ákaflega minnisstæð Gefj- unarsýningin, sem Jónas frá Hriflu stóð fyrir. Þetta voru svo flott verk og góð auglýsing fyrir myndlistina, þótt Jónas hugsaði hana sem skamm- arsýningu.“ – Hefur þú ekkert málað? „Nei. Mér hefur aldrei dottið það í hug! En ég hef kynnzt mörgum myndlistarmönnum og ég hef mitt auga fyrir handbragði þessara meist- ara. Það dugar mér alveg!“ Úr Bretavinnunni í bílana Þegar Bretavinnunni lauk, komu bílarnir inn í líf Þóris Jónssonar. „Ég var orðinn15 ára og tími kom- inn til þess að hugsa málin í alvöru. Ég frétti af því að H. Ben. væri nýbúinn að taka við umboðinu fyrir Chrysler og byrjaður að byggja Ræs- ishúsið við Skúlagötu. Ég fór til Sig- urjóns Péturssonar, sem búið var að ráða forstjóra fyrir Ræsi og hann tók mér vel, sagði mér að fara inn á Skúlagötu og byrja í byggingarvinn- unni, hann myndi svo sjá um fram- haldið. Þetta gekk eftir og ég byrjaði nám í bifvélavirkjun í Ræsi 1942 og lauk því fjórum árum síðar.“ En Þórir Jónsson ílentist ekki hjá Ræsi, þótt fyrirtækið væri með um- boð fyrir flotta bíla! „Ég kominn á kaf í skíðin, þegar þetta var og í lok 1946 var mér boðið til Svíþjóðar. Það gerði sænskur skíðakennari sem hingað kom og hann bauð mér að búa á heimili sínu og þjálfa mig í skíðaíþróttinni, en meiningin var að ég færi í einhvern skóla með. En þegar ég er búinn að vera þarna í hálfan mánuð, þá fót- brotnaði ég fyrir tóma slysni!“ – Á skíðum? „Já. Það var eitthvað lítill snjór og ég endaði úti í grasi með þessum ósköpum.“ – Hvað gerðir þú þá? „Það þýddi ekkert annað en að gera gott úr þessu. Ég fékk mér bækur og fór að læra ýmislegt upp á sænskuna!“ Þórir kom heim vorið 1947 og fékk þá inni í bragga, sem Brynja átti þar sem Landsímahúsið er nú í Múla- hverfi. „Ég stofnaði smáfyrirtæki, það hét nú varla nokkurn skapaðan hlut. En svo málaði vinur minn, sem vann hjá mér, Þ. Jónsson á braggann og þar með var nafnið komið!“ Hjá Þ. Jónsson voru stundaðar all- ar almennar viðgerðir og á miðju ári 1949 lagði Þórir land undir fót og fór vestur um haf til Bandaríkjanna. „Hugurinn stóð alltaf til þess að stofna sérstakt vélaviðgerðafyrirtæki og mér tókst að fá smáleyfi hjá fjár- hagsráði fyrir gjaldeyri til þess að flytja inn tæki.“ Þegar tækin fóru að berast vestan um haf, fékk Þórir smáskika að Borg- artúni 25. Þá lóð átti Byggingafélagið Brú og Guðmundur Halldórsson, for- stjóri, leyfði Þóri að byggja hús á lóð- inni. Þar varð Þ. Jónsson og Comp- any til og það fyrirtæki starfar enn í dag, segir Þórir með nokkru stolti. Hann segir, að á þessum árum hafi allt verið í höftum. Menn þurftu að fá leyfi fyrir hverju einasta stykki, sem var flutt til landsins. Það var því stórt atriði og reyndar lífsspursmál að geta gert upp vélar í bíla og tæki, því það var ekki hlaupið að kaupa nýtt, ef eitthvað bilaði. Smám saman tókst að bæta tækja- kostinn. Þórir segir, að vinur hans á skíðunum, Haraldur Björnsson, sem átti fyrirtækið S. Árnason hafi líka fengið innflutningsleyfi og hann hluti í gegn um það, þannig að hann var ekki bundinn af því litla, sem hann fékk sjálfur. Í beinu framhaldi af þessu gengu eigendur S. Árnason inn í fyrirtækið; þeir Haraldur Björnsson og Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari. Síðan gengu inn í fyrtækið tveir menn, sem störfuðu með Þóri frá upphafi; Jón Adolphsson og Grétar Árnason. Þeir urðu fyrir því óhappi að húsið í Borgartúninu brann, en öll stærri tæki björguðust. Þá keyptu þeir hús- grunn, Brautarholt 6, byggðu þar og fluttu inn 1955. Þar gátu þeir svo stækkað við sig. Ford, Ford, Ford og aftur Ford „Seint á árinu 59, um áramótin 59/ 60 fréttum við að Fordumboðið Sveinn Egilsson væri mögulega til sölu. Eigendur þess voru Guð- mundur Gíslason, þekktur gegnum B og L, Sigurður Egilsson, sem var kallaður Parker 51, því hann hafði umboð fyrir þessa penna og hafði bíl- númerið 51. Sveinn Ólafsson var for- stjóri fyrirtækisins. Hann hafði verið fulltrúi hjá Eimskip og hvarf til þess starfs aftur, þegar við keyptum Svein Egilsson. Ólafur faðir Sveins var kunnur af því að hann var fararstjóri með Vil- hjálmi Einarssyni á Ólympíuleikana í Melbourne. Og hann á að hafa sagt við þrístökkvarann rétt fyrir keppn- ina: Vilhjálmur minn! Þú veizt að þrisvar sex eru átján! En 18 metrar í þrístökki voru óþekktir þá.“ Þórir segir, að í Brautarholtinu hafi menn viljað byggja upp snyrti- legan vinnustað. Verkstæðisgólfin í þá daga voru líkust flór, en þeir vildu hafa sem hreinust gólf og voru fyrstir til að lakka þau með Epoxidlakki. Það var Málning hf. sem kom með þessa lakktegund á markaðinn og fékk þá félaga til að prófa hana í Brautarholtinu. „Svo varð þetta lakk allsráðandi á gólfunum, svona eins og þessi steindúkur er að verða núna,“ segi Þórir og bendir niður fyrir sig á gólfið á nýrri ritstjórn Morgunblaðs- ins í Hádegismóum. Nýir eigendur gengu inn í leigu- samning Sveins Egilssonar á Lauga- vegi 105 og Hverfisgötu 116. Og 1962 flutti Þórir sig um set; úr Braut- arholtinu niður í Svein Egilsson og fór að reka fyrirtækið þaðan. Hann segir, að svo mikil breyting hafi orðið, þegar viðreisnarstjórnin gaf mest af innflutningnum frjálsan, að helzt megi líkja henni við byltingu. Þá fyrst byrjaði einhver bílasala sem teljandi er. „Fyrir viðreisn voru alls konar gildrur í innflutningnum. Ef þig vant- aði gjaldeyri, þá fórst þú fyrst í skrif- stofu L.Í.Ú. í Hafnarhvoli og borg- aðir visst gjald, svokallaðan bátagjaldeyri, og síðan fórstu í bank- ann til að fá gjaldeyri. Gjaldeyrisleyfi fyrir 100 þúsundum kostaði þannig kannski 125 þúsund krónur, eða þá að allt að 60 þúsund bættust við. Til þess að fá leyfi til bílainnflutn- ings urðu menn að hafa skapað gjald- eyrinn til hans sjálfir. Þetta voru sjó- menn, sem gátu skrökvað út einhver leyfi, heildverzlanir sem áttu um- boðslaun erlendis, menn sem unnu erlendis og sendiráðsmenn gátu komið með bíla til landsins. Að öðru leyti var þetta bara reytingsinnflutn- ingur. Umboðin fluttu inn þetta 20, 30 bíla á ári. Svona var þetta öll árin nema 1956. Þá var úthlutað nálægt þúsund bíla- leyfum til allra landsmanna og menn gátu keypt bíla í gegnum umboðin. Einhverra hluta vegna vissi Sam- bandið af þessu fyrirfram og flutti inn einhver hundruð bíla út á vænt- anleg leyfi! Fyrirtæki eins og okkar þurfti á varahlutum að halda, en leyfi voru takmörkuð. Þá vorum við háðir að- ilum sem höfðu leyfi til þessa inn- flutnings. Þetta voru allt prýðisfyr- irtæki, en þau þurftu auðvitað sitt.“ Með betri tíð jókst mönnum kjark- ur til framkvæmda. „Iðngarðar voru stofnaðir að frum- kvæði Félags íslenzkra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna. Við fengum úthlutað lóðum á Skeifu- svæðinu; Sveinn Valfells var framá- maður í samtökum iðnrekenda, og aðrir voru Sveinn K. Sveinsson í Völ- undi, Bjarni Björnsson í Dúk og svo Sveinn Egilsson og Þ. Jónsson með eitt hús hvort fyrirtæki. Að auki voru nokkrir aðilar sem sameinuðust um aðrar byggingar, til dæmis Brauð hf, sem síðar varð Myllan hf. Fram- kvæmdir hófust 1965 og Sveinn Eg- ilsson var fyrsta fyrirtækið sem flutti þarna inn, 1966. Sveinn Valfells var þá meðal annars með Vinnufatagerð- ina og hann ætlaði að hafa sútun í kjallaranum undir sínu húsi, Skeif- unni 15. En svo sá hann fram á það eftir inngönguna í EFTA, að hann gæti ekki nýtt húsið eins og hann hugði, svo hann leigði það Pálma í Hagkaup. Svo vita menn framhaldið. Hagkaup eru þarna enn, bara aðrir Pálmar við stjórnvölinn.“ – Hvað með framhaldið hjá Sveini Egilssyni? „Við héldum áfram að byggja í Skeifunni. Reyndar kom lægð í þjóð- lífið 68 og 69, þegar síldin hvarf og fiskurinn hvarf og allt hvarf, sem landinn lifði á. En þjóðinni tókst að vinna sig vel út úr vandanum og strax 1970 varð góður bati. Það ár voru ris- in þrjú hús í Skeifunni og við fluttir inn í þau öll árið eftir. Reyndar rák- um við skautahöll í einu húsinu í rúmt ár. Hún var vinsæl, en það stóð nú aldrei til að hún yrði lengur. Þarna fengum við mjög mikið pláss undir bílasölu, bæði fyrir nýja og not- aða bíla. Næstu fjögur, fimm árin voru jöfn og góð. Bílasalan fór á fullt; Bronco- og Cortinuæðið, þetta voru aðalbílarnir á þessum árum. Satt að segja var aldrei hægt að fullnægja eftirspurninni. Svo komu þessi venju- legu bakföll og gengisfellingar með minnkandi bílainnflutningi, en alltaf tóku hlutirnir við sér aftur. Við fórum í samstarf um ryðvörn við þá Jón Ragnarsson og Björn Jó- hannsson og sú starfsemi var þarna í Skeifunni, þangað til þeir fluttu sig upp á Höfða. Og svo var Þ. Jónsson þarna líka. Það flutti inneftir 69 og við seldum þá Brautarholtið Ríkisútgáfu náms- bóka. Í Skeifunni voru bæði fyr- irtækin; Sveinn Egilsson og Þ. Jóns- son og 1976 byggðum við framhúsið, en þá sameinuðust þarna í Skeifunni tvö Fordumboð; Kr. Kristjánsson og Sveinn Egilsson.“ Ford átti mikilli velgengni að fagna og Þórir segir þá hafa verið með mestu bílasöluna flest árin. Ford hafi alltaf verið með flesta skráða bíla á landinu. „1981 tókum við inn Su- zukiumboðið og Fiatumboðið keypt- um við af Agli Vilhjálmssyni. Þegar við byggðum í Faxafeni 10, var ætlunin að færa starfsemina meira og minna þangað. Það gekk að nokkru leyti, en við vorum áfram í Skeifunni.“ Erfið ferð niður bílabrekkuna Svo kom bakslagið. Föstudaginn 16. desember 1988 birtir Morgunblaðið frétt um að bíla- umboðin Bílaborg og Sveinn Eg- ilsson hafi sameinazt og er fréttin byggð á fréttatilkynningu frá stjórn- endum fyrirtækjanna. Fjórum mán- uðum síðar segir, að sameining- arviðræðum sé hætt. „Þetta gekk ekki fyrir sig eins og efni stóðu til,“ segir Þórir nú. „Bæði fyrirtækin voru í stóru og dýru hús- næði, sem gekk nærri þeim. Þetta voru þeir tímar, þegar ekki var leng- ur spurt um steinsteypu, heldur pen- inga.“ Árið 1989 var bílainnflutningurinn fyrstu sjö mánuði ársins helmingi minni en árið áður. Sveinn Egilsson hf. var þá í fimmta sæti fólksbílasöl- „ÁRIÐ 1944 ók ég fyrsta bílnum yfir Siglufjarðarskarð. Þetta var Willysjeppi, sá fyrsti í eigu Íslend- ings. Þá var búið að leggja veginn frá Siglufirði upp í skarðið, en ekkert var farið að gera að vest- anverðu. Þannig stóð á þessu, að kunn- ingi minn, Gunnar Jónsson stjórn- aði deild í verzlun föður síns; Jóns Hjartarsonar, í Hafnarstræti 16. Hann seldi kost í Nottana, sem voru í förum fyrir Bandaríkjaher og hann gat talið þeim trú um að hann yrði að ráða yfir fjór- hjóladrifnum bíl til þess að geta skaffað kost í skipin á nóttu sem degi. Þannig svældi hann jeppann út úr þeim. Svo var það einn dag, að hann biður mig að fara norður í land með þá Sigfús Blöndal til veiða. Það var ekkert hús á jeppanum, bara framrúðan og Sigfús hélt sér í hana alla leiðina. Þeir veiddu fyrst í Vatnsdalsá og síðan í Laxá í Aðaldal. Þegar við komum það- an til Akureyrar hafði Gunnar tal af skólabróður sínum úr Verzl- unarskólanum, Hannesi Guð- mundssyni, syni Guðmundar Hannessonar bæjarfógeta í Siglu- firði. Þeir verða ásáttir um að við prófum að aka til Siglufjarðar. Við höldum svo út í Fljót. Kona Gunnars, Laufey Ingjaldsdóttir var með í för og Jón M. Jónsson hafði bætzt í hópinn á Akureyri. Mér gekk strax illa að aka í blautu grasinu upp frá Hraunum, en svo þornaði og við tóku sand- og grjóthólar, þar sem markaði fyrir gömlum kerruvegi. Ég gat keyrt þessa hóla, en í skriðunum fyrir ofan var kerruvegurinn horfinn og bara gróft móbergið. Mér tókst að mjaka bílnum þarna upp, en nú þorði enginn að sitja í hjá mér, heldur gengu þau bara með í hæfilegri fjarlægð! Þegar ég var kominn til hliðar í línu við skarðið kom í ljós vegavinnuflokkur að störfum. Þeir sögðu mér að veg- urinn Siglufjarðarmegin væri ágætur og voru fúsir til þess að hjálpa mér upp síðasta spölinn; ætli mig hafi þá ekki vantað svona 50 metra í skarðið. Þeir bundu kaðal í stuðarann og tóku í og ég setti í öll drif, sem hægt var að setja til að spóla mig upp. Þetta gekk hægt og sígandi, en þegar ég var kominn langleiðina upp, slitnaði kaðallinn. Það þýddi ekk- ert að beita bremsunum, þetta var eins og á svelli, en lokst tókst mér að reka hann í bakkgírinn og þá fór hann nú að hægja á sér. Enn þann dag í dag skil ég ekki að bíll- inn skyldi ekki velta í þessum bratta og þessum látum. Svo var ákveðið að reyna aftur og nú var tóið bundið um kjálk- ana, því það hafði skorizt í sundur á stuðaranum. Í þessari annarri tilraun tókst að koma jeppanum í skarðið. Siglufjarðarmegin var enn snarbratt stál niður á veginn og þar var jeppinn látinn síga niður. Ferðin niður í bæinn gekk ágæt- lega og nú þorðu þau öll að sitja í hjá mér! Jeppinn var svo sendur með skipi suður.“ Þegar Þórir komst á jeppanum í skarðið var fréttaritari Alþýðu- blaðsins þar mættur og vildi ná tali af ökumanninum. Hann var þó alls ekki til viðtals, heldur vís- aði á eiganda jeppans; Gunnar Jónsson. Þessi óframfærni bíl- stjórans á sér sína skýringu. Hann hafði nefnilega ekki fengið afhent ökuskírteinið! Önnur jeppaferð sem Þóri er minnisstæð var farin 1946 inn á Hveravelli. Þessi ferð var farin á þremur jeppum, allt saman „landbún- aðarjeppar,“ og var Þórir bílstjóri Brynjólfs Bjarnasonar, þá menntamálaráðherra, en hinir voru Pálmi Hannesson, Steinþór Sigurðsson og Einar B. Pálsson. „Þegar við voum komnir á Hveravelli, datt einhverjum í hug að keyra inn í Þjófadali, þar sem Ferðafélag Íslands átti skála. Það varð ofan á. Þarna fórum við nið- ur mikinn bratta, sem ómögulegt var að komast til baka svo við urð- um að finna aðra leið heim. Þá urðum að komast yfir Fúlukvísl og við fórum hana á spöng, snjó- lagið hélt, en það stóð ansi tæpt. Þar með komumst við í Hvítanes og þá var eftirleikurinn auðveld- ur.“ Fyrstur yfir Skarðið Stórveldið. Verzlunar- og skrifstofuhús Sveins Egilssonar og Þ. Jónssonar í Skeifunni. Þórir Jónsson sat í stjórn Bíl- greinasambandsins og var for- maður þess í nokkur ár. Sam- bandið stofnaði bílaábyrgð, sem veitti ríkinu ábyrgð fyrir því að aðilar þess stæðu við skuldbindingar sínar. Félagar í Bílgreinasambandinu keyptu árið 1976 ásamt öðrum inn- og útflytjendum fyrsta íslenzka bílaflutningaskipið; Bifröst, sem var rekið í sex ár, og einn- ig leigði Sveinn Egilsson er- lend bílaflutningaskip, að- allega af sænsku línunni Wallenius. Fyrsta bíla- flutningaskipið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.