Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 61 menning Á rið 1946, í þann mund er skrifari hóf reglu- lega að venja komur sínar á listviðburði í Listamannaskálann gamla við Kirkjustræti 12, voru þrjú ár frá vígslu hans. Vil þó eng- an veginn fortaka að ég hafi ekki litið þar inn eitthvað fyrr því að- skiljanlegustu viðburðir áttu sér stað innan veggja hans, meðal ann- ars tombólur, sem í þá daga voru mikils háttar og spennandi við- burðir fyrir unga sem aldna, og helst enginn lét sig vanta á, jafn- aðarlega þröng á þingi. Þetta gím- ald á þeirra tíma mælikvarða var jú í hjarta borgarinnar og litu margir hýru auga til nýtingu þess, meðal annars fóru þar fram ýmis konar skröll, róttækir og aðrir að- ilar höfðu þar aðstöðu til funda- halda og fleira og fleira. Stórmerkilegt hvað þetta hrófa- tildur þoldi sem stórum frekar reis upp fyrir metnað og fórnfýsi ein- stakra myndlistarmanna en fjár- hagslega getu hvað þá opinberan stuðning, að ekki sé vikið að því hve lífdagar þess urðu margir. Skálinn, sem byggður var eftir uppdráttum Gunnlaugs Halldórs- sonar arkitekts, varð strax eft- irsóttur til myndlistarsýninga og margar þeirra alla tíð stór- viðburður í höfuðborginni. Sjálfur hélt ég þar einkasýningar 1955, 1960 og 1966, og enn hélt skálinn velli einhver ár til viðbótar, þótt lekur væri og skakkur og menn þyrftu helst að halda fyrir nef sér á salernum. Þetta var þó eini og „glæsilegasti“ sýningarstaður borgarinnar um sína daga,„Lista- höll“ Reykjavikur“, Íslands fata morgana í sjónlistum, eins konar hliðstæða Den Frie við Austurport í Kaupmannahöfn. Hugmyndin trú- lega sótt þangað, svipað kirkju- byggingunni er reis á Skólavörðu- hæð til Grundtsvigskirkju, sem líkast til var teiknuð yfir öxl húsa- meistara ríkisins, en bygging- arefnið þá ólíkt traustara en í skál- anum. Járnbent steinsteypa en ekki tilfallandi timbur, kassafjalir og tjörupappi. Að svo komnu þykir mérrétt, að hér birtist orð-rétt áreiðanlegustuheimildir sem ég hef á milli handanna um aðdraganda byggingarinnar, fann þær í rit- röðinni: „Sögustaðir við Sund“ eft- ir Pál Líndal, (1987). „Árið 1930 reisti félagsskapur nokkurra þjóðkunnara myndlist- armanna sýningarskála á lóð Líkn- ar við Kirkjustræti. Í þeim skála, var haldin mikil listsýning í tilefni Alþingishátíðarinnar það ár. Voru sýnd um 250 listaverk eftir 16 listamenn. Ekki mun þessi skáli hafa staðið lengi. Skortur á viðunandi sýning- arhúsnæði í Reykjavík var mynd- list hinn mesti fjötur um fót og réðst Félag íslenskra myndlist- armanna í það stórvirki að bæta þar úr. Það fékk bráðabirgðaleyfi hlutaðeigandi yfirvalda 1942 til að reisa stóran skála úr timbri á þessum sama stað, „á tréfótum í feni“ eins og einn góður maður komst að orði. Ekki ætlaði það þó að ganga hljóðalaust því að raddir komu fram um að með fyrirhug- aðri starfsemi væri virðingu Al- þingis misboðið auk þess sem Al- þingishúsinu gæti stafað hætta af ef eldur kæmi upp í skálanum. Skálinn var opnaður vorið 1944 (?) með mikilli listsýningu. Næstu áratugi var Listamannaskálinn, en svo var byggingin jafnan nefnd, aðalsýningarhúsnæðið í Reykjavík. Var hann notaður til alhliða félags- og sýningarstarfsemi. Þar fóru fram dansleikir og hvers konar skemmtanir, ýmiss konar fundir, vörusýningar, hlutaveltur, skák- mót, bókamarkaðir og sitt hvað fleira. Með tímanum tók skálinn að láta á sjá enda hefur naumast verið ætlunin að hann stæði marga ára- tugi. Sú varð þó raunin því að það var ekki fyrr en sýningaraðstaða var fengin að Kjarvalsstöðum á Miklatúni að byggingin var rifin (1968) og hefur ekki verið byggt aftur á þessum stað.“ Hér er skilmerkilega sagtfrá en vil ég þó geraþrjár athugasemdir tilviðbótar ranga ártalinu, hið fyrsta hefði verið rétt að undir- strika að myndlistarmenn stóðu að ég best veit einir að byggingu Listamannaskálans gamla og veð- settu jafnvel hús sín. Önnur starf- semi var efalaust til að standa undir rekstri hans og lágu leigu- gjaldi til listamanna. Þá höfðu myndlistarmenn öðlast ýmis rétt- indi vegna hins langa tíma sem skálinn stóð við hlið Alþingishúss- ins sem varð til þess að á endanum var þeim boðin og úthlutuð úrvals lóð á Klambratúni (Miklatúni). Loks var annar skáli sem skyldi undir verk Kjarvals, með tengi- byggingu á milli og bera heitið Kjarvalsskáli seinni tíma hug- ljómun auk þess að nafnið Kjar- valsstaðir kom ekki á bygginguna fyrr en eftir að hún var risin upp og starfsemin hafin. Mörgum þótti eðlilegt og sjálfsagt að gamla nafn- ið hefði forgang í ljósi sögunnar en hér þrýstu borgaryfirvöld og áhrifamiklir Kjarvalsvinir sterkt á sem gerði að verkum að myndlist- armenn lúffuðu sem ég tel af- drifaríka handvömm, sem gagn- aðist ekki heildinni, einungis málaranum og minningu hans. Hér hefði hlutlaust sérnafn er vísaði til starfseminnar í húsinu verið meira við hæfi eins og reynslan segir af svipuðum nafngiftum og deilum ytra. Naumast hefðu danskir lista- menn til lengdar sætt sig við að myndlistarhúsið stóra „Den Frie“ við Austurport í Kaupmannahöfn hefði verið kennt við J.F. Will- umsen, eða nokkurn þeirra sem að byggingunni stóðu. Myndlistarmenn höfðuforgang að Vestri salog þannig er ekki al-veg rétt með farið, jafnvel lítillækkandi, að þeir hafi „fengið aðstöðu“ á Kjarvalsstöðum auk þess kom hún ekki fyrr en 1972. Fyrsta sýningin í öllu húsinu var Sýning norræna myndlist- arbandalagsins í maí sama ár. Þetta ætti ég að vita sem formaður sýningarnefndar og sýningarstjóri hennar, eða „overkommisionær“ eins og það var titlað. Hætta á að margur sem les muni fá rangar hugmyndir um byggingarferlið og jafnvel álíta að myndlistarmenn hafi komið að framkvæmdunum eftir á í stað þess að þeir voru frumkvöðlar að byggingu vestri salar sem fæddi seinna af sér hug- myndina um Kjarvalsskála við hlið hans. Þá er frá að segja að bygg-ing Listamannaskálansgamla olli straumhvörfumí Reykjavík, myndlist- armenn höfðu loks fengið þá sýn- ingaraðstöðu og eðlilega bakland sem þeir höfðu lengi stefnt að og einir lyftu þeir því grettistaki. En vitaskuld hefði verið æskilegt að jafnt inniviðir sem ytra byrði hefðu verið úr traustara efni. Og ekki stóð á miklum hvörfum eftir vígslusýninguna, nefna má einkasýningu Finns Jónssonar, samsýningar Gunnlaugs Schevings og Þorvaldar Skúlasonar, Barböru Árnason og Magnúsar Á. Árnason- ar. Þá opnaði Kjarval hinn 13. febrúar 1945 þá frægu sýningu sem oft er vitnað til og öll met sló. Múgur og margmenni þyrptist á viðburðinn, slegist um málverkin og hvert einasta þeirra seldist á 20 mínútum auk þess að aðsóknarmet var sett og tölunni 11.000 fleygt á lofti. Raunar segja aðrar og jarð- bundnari heimildir að í mesta lagi 7.000 hafi keypt sig inn sem skipt- ir minna máli en er lýsandi um all- ar fréttir hlutaðeigandi af aðsókn- artölum á listsýningar fram á daginn í dag. Sýningin kom á réttu augnabliki er stríðsgróðinn var í hámarki, stríðinu að ljúka, landið nýorðið lýðveldi, þjóðernisróm- antík blómstraði, sól og vor í lofti. Annar stórviðburður leit dagsins ljós er Svavar Guðnason þá ný- kominn heim frá Kaupmannahöfn opnaði sína fyrstu sýningu á Ís- landi 18. ágúst sama ár, en minni sögur fara af sölu og aðsóknarmeti þótt hún muni annars hafa gengið þokkalega vel, en margur mun seinna hafa nagað sig í hand- arbökin fyrir að hafa ekki fest sér málverk. Þá skal vísað til þess að skálinn var vettvangur jassvakn- ingar og þannig mun dixíeland- tónlistin fyrst hafa verið spiluð þar á dansleik í desember sama ár og voru Björn R. Einarsson og fé- lagar að verki. Húsið fljótlega not- að undir dansleiki, og fyrir kom að þeim lauk að íslenskum sveitabal- lasið með því að menn tóku að lemja hver á öðrum. Frægastur mun listamannaslagurinn mikli 1943, sem oft var vitað til, en nafn- giftin sótti kannski öllu meira til skálans en að myndlistarmenn ein- ir hafi átt þátt í þeim pústrum, þó meira en táknrænt um árin fram- undan í þeim viðsjála ranni. Af öllu þessu má markahvílík vítamínsprautabygging skálans hefurverið, jók adrenalínið og hristi í mörgum skilningi duglega upp í hormónum borgarbúa. Um menningarþrungið framtak að ræða og margur mun meira að segja eiga tilvist sína skálanum að þakka, því ýmislegt óvænt og nota- legt gerist sem líf kveikir þegar kynjunum lýstur saman í fjöl- menni, hvað þá gáskafullum leik. Svo má ekki gleyma Sept- embersýningunum umdeildu og að félagar Svavars úr Helhestinum komu í heimsókn 1948 og sýndu í skálanum við drjúga athygli þótt minni sögum fari af sölu. En fyrir nokkrum árum var mér hermt af konu austan af landi sem keypti verk eftir Asger Jorn á sýningu dönsku listamannanna og seldi löngu seinna úti í Danmörku. Átti skiliríið að hafa staðið undir löngu og góðu sumarfríi í útlöndum sem er meira en trúlegt. Af öllu þessu má greina þau víð- feðmu áhrif sem bygging skálans hafði á borgarbraginn, en á út- skerinu virðast menn furðu fljótir að gleyma og grunnt í þekking- arbrunni seinni tíma fræðinga. Hitt borðleggjandi að hér var komið öflugt bakland sem dugði mörgum til uppörvunar og úrsker- andi afreka í aldarfjórðung. En þetta grettistak örfárra metn- aðargjarna og framsýnna mynd- listarmanna hefði trauðla náð fram að ganga nema fyrir þá sök að hér unnu þeir saman fyrir háleita hug- sjón, óháð pólitískum lit. En er harðna fór í dalnum á því háska- lega sviði var fjandinn laus, og er fram sótti meginorsök þess að brugðið var fæti fyrir skilvirka og eðlilega þróun listmiðlunar. (Meira síðar) Baklandið drjúga SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Vígsla Frá vígslu Listamannaskálans gamla við Kirkjustræti 1943. Sveinn Björnsson ríkisstjóri að halda opnunarræðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.