Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Glæsilegt einbýli ásamt bílskúr í grónu og vinsælu hverfi í vestur- bæ Kóp. Húsið er að innan mikið endurnýjað á smekklegan hátt, bæði gólfefni og innréttingar. Húsið hefur fengið gott viðhald og er að utan nýmálað. Fallegur og skjólsæll garður, hiti er í stétt og bílaplani. Stutt er skóla og versl- un. Mjög áhugaverð eign sem vert er að skoða. Verð 47,9 millj.Uppl. í síma 690-4045, Sigurður. Opið hús í dag frá kl. 14:00-15:00 Holtagerði 38, 200 Kópavogi Glæsilegt einbýli ásamt bílskúr í grónu og vinsælu hverfi í vestur- bæ Kóp. Húsið er að innan mikið endurnýjað á smekklegan hátt, bæði gólfefni og innréttingar. Húsið hefur fengið gott viðhald og er að utan nýmálað. Fallegur og skjólsæll garður, hiti er í stétt og bílaplani. Stutt er skóla og versl- un. Mjög áhugaverð eign sem vert er að skoða. Verð 47,9 millj.Uppl. í síma 690-4045, Sigurður. Opið hús í dag frá kl. 14:00-15:00 Holtagerði 38, 200 Kópavogi FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mjög falleg og góð 108,3 fm, 4ra herb. íbúð í álklæddu húsi. Yfirbyggðar og flísalagðar svalir. Massíft olíuborið parket úr hlyni. Vel skipulögð íbúð neðst í götu í rólegu hverfi. VERÐ 17,9 millj. Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi Akkurat í s. 822 7300. NÝTT RJÚPUFELL - 111 RVK BANASLYS í umferðinni eru ekki ný af nálinni en á síðustu mán- uðum hefur fjöldi þeirra stóraukist. Margir velta fyrir sér leiðum til þess að sporna við þessum vágesti og ekki eru allir á sama máli. Ef lit- ið er á þau umferð- arslys sem átt hafa sér stað á vegum úti má ávallt finna ein- hverjar ástæður fyrir þeim en með því er alltaf verið að mála yf- ir staðreyndir eða fegra þær. Það ætti hinsvegar að vera hverjum manni ljóst að meginástæða um- ferðarslysa er ábyrgð- arleysi einstaklinga og það breytist ekki endi- lega einungis með hækkun ökuleyfisald- urs, bættu vegakerfi eða tímabundnu átaki. Kafa þarf ofan í kjöl- inn á umferðarslysum og samhliða skoða hvernig erlend stjórn- völd taka á þessum málaflokki. Skoðum til dæmis viðurlög við umferð- arlagabrotum. Hversu háar eru upphæðirnar sem menn þurfa að borga fyrir mismun- andi brot? Stað- reyndin er sú að verk- færi löggæslumanna og dómsvaldsins eru engan veginn í takt við alvarleika umferðarlagabrota. Það er ekki óalgengt að heyra í fólki sem telur sig hafa verið svo óheppið að hafa verið tekið fyrir að fara yfir á rauðu ljósi en því þykir það svo sem ekkert tiltökumál að þurfa að greiða tuttugu þúsund vegna þessa. Athugum nú önnur afbrot: Hvað er gert við einstakling sem fer út á meðal almennings með byssu? Er manninum ekki stungið inn og byss- an tekin af honum? Berum saman hversu margir hafa fallið fyrir öku- tækjum við fjölda þeirra sem hafa fallið fyrir byssum. Á ekki sama að eiga við um tilræðismenn sem stofna lífi okkar í hættu með því að beita fyrir sig ökutækjum? Hvað er gert við menn sem aka 40 km yfir leyfilegum ökuhraða? Þeir greiða smásekt og halda síðan uppteknum hætti. Réttast væri að taka ökutæk- ið af þeim ásamt því að ógilda öku- skírteinið og gera þeim að leysa út ökutækið gegn greiðslu tilfinn- anlegrar upphæðar ellegar fari hann á uppboð. Fara sumir þeirra ekki aftur af stað án ökuleyfis eins og við höfum því miður séð svo oft undanfarið? Sem dæmi má taka Finnland sem hefur ákveðinn hátt á við- urlögum við umferð- arlagabrotum: Yfirvöld þar í landi láta brota- menn greiða sektir í ákveðnu hlutfalli við tekjur þeirra. Sektir eiga að snúast um sárs- auka og ljóst er að sársaukinn við að greiða tuttugu þúsund fyrir að aka gegn rauðu ljósi er ekki sá sami fyrir einstakling sem hefur tvær milljónir í árslaun og þann sem hefur tuttugu milljónir. Skoða ætti sérstaklega kostnað ríkisins vegna umferðarslysa sem or- sakast vegna umferð- arlagabrota. Hver er kostnaður þolenda, bæði beinn og óbeinn, hver er sársauki þeirra sem þurfa að líða fyrir athæfi ökuníðinga? Mörg erlend ríki beita fyrir sig í auknum mæli duldum fær- anlegum myndavélum. Þær eru sem dæmi settar í ruslatunnur í íbúða- götum. Af hverju má ekki lögreglan fá þau verkfæri í hendurnar sem duga gegn tilræðismönnunum sem koma úr launsátri fyrir næstu beygju og klessa bíl með saklausum farþegum? Tökum á þessum morð- ingjum með þeim verkfærum sem duga og forðum því að börnin okkar þurfi að alast upp án foreldra sinna, einstaklingar þurfi að eyða stórum hluta lífs síns í hjólastól, foreldrar þurfi að horfa upp á börn sín deyja eða örkumlast. Lögum samkvæmt skal aka mið- að við aðstæður og á það að vera ein af grundvallarreglum okkar. Upp- gefinn hámarkshraði jafngildir ekki því að aka eigi á þeim hraða við all- ar aðstæður. Slys á einbreiðum brúm eru ekki brúnum að kenna heldur þeim ökumönnum sem aka ekki miðað við aðstæður. Einnig eru slys á vegum með tvær aksturs- stefnur þeim að kenna sem hafa enga ábyrgðartilfinningu og aka ekki miðað við aðstæður. Svona má lengi telja. Hættum að kenna öllu öðru um og tökum á okkur ábyrgð- ina. Við getum lengi bætt sam- göngukerfið en það bjargar okkur ekki frá ábyrgðarlausum tilræð- ismönnum sem enga virðingu bera fyrir okkur hinum. Tökum hart á lögbrjótum því þeir taka hart á saklausum vegfar- endum. Átök duga ekki til nema í skamman tíma og því skora ég á stjórnvöld að leysa vandann til frambúðar. Hækkum sektir og auk- um önnur viðurlög, bætum aðstöðu lögreglunnar og látum hana og dómsvaldið hafa þau verkfæri sem duga til að forða frekari mannslífum og örkumlum. Ég fullyrði að hægt er að reikna út hagkvæmni þess að leggja meira fé í löggæslu þar sem kostnaður við heilbrigðiskerfið mun lækka á móti vegna færri við- skiptavina. Landsmenn allir eiga það skilið að eiga áhyggjulaust og hamingjusamt ævikvöld. Tökum á okkur ábyrgð og leitum framtíðarlausnar Helgi Jónsson fjallar um umferðarmenningu Helgi Jónsson »Ég fullyrðiað hægt er að reikna út hagkvæmni þess að leggja meira fé í lög- gæslu þar sem kostnaður við heilbrigð- iskerfið mun lækka á móti vegna færri við- skiptavina. Höfundur er verkfræðingur. FYRIR nokkru varð bilun í ljósleið- ara á Norðurlandi með þeim afleið- ingum að öryggiskerfi sjófarenda fyr- ir öllum Vestfjörðum og Norðurlandi, frá Látrabjargi að Langanesi, féll út, svo og útsendingar útvarps og sjón- varps á mörgum stöð- um, en útvarp og sjón- varp er einnig hluti öryggiskerfis lands- manna. Samkvæmt fréttum stóð bilunin í 15 klukkustundir. Aftur var það gamla NMT- kerfið sem kom til bjargar, en til stendur að leggja það af! Al- menningi reyndist erfitt að fá upplýsingar um hvað var að. Það var lán í óláni að bilunina sem varð í grunnneti Símans bar upp á einn mesta góðviðrisdag ársins og ekkert óvænt gerðist. Hvernig hefði farið ef öðruvísi hefði verið ástatt? Í fréttum útvarps kl. 8 að morgni, rúmum hálfum sólarhring eftir að bil- unin varð sagði: „Starfsmaður Símans hafði í morgun engar upplýsingar fengið um málið síðan seinnipartinn gær og engin svör fengust við því hvað væri að eða hvenær viðgerð lyki.“ Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sjálfrar segist fyrst hafa heyrt af bil- uninni í fréttum útvarps á laugardag. Einkavæðing Símans hittir nú landsmenn fyrir enn á ný. Nú er það öryggiskerfið. Eins og við þingmenn Vinstri grænna bentum á þá er grunnfjarskiptakerfið hluti öryggis- mála og átti alls ekki að einkavæða. Vinstrihreyfingin – grænt framboð ein flokka á þingi barðist hart gegn einkavæðingu og sölu Símans. Í kjölfar sölu Símans fylgdu upp- sagnir á starfsfólki og lokun starfs- stöðva víða um land, hækkað verð og skert þjónusta. Þetta gerðist á Ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki Siglufirði, já, hringinn í kringum landið hefur þjónustustöðvum verið lokað og íbúarnir bera skarðan hlut frá borði. Svör fulltrúa bæði Landhelgisgæslu og Neyðarlínu við bil- uninni á föstudag voru þau að eftir einkavæð- ingu Símans væru öll viðskipti við Símann á markaðsgrunni. Við- skiptavinir tækju ákveðnar línur á leigu. Vilji viðskiptavinir auka örygg- ið verða þeir að kaupa sér sérstaka tryggingu og leigja aðgang að vara- leiðum. Fram kom að slíkir auka- möguleikar kostuðu stórfé. Það er al- veg hárrétt sem kom fram í fréttum hjá forstöðumanni Neyðarlínu að ekki er við Símann sem fyrirtæki að sakast. Síminn er nú fyrirtæki á markaði og ber engar samfélags- skyldur. Honum sem og öðrum fjar- skiptafyrirtækjum ber fyrst og fremst að skila eigendum sínum sem mestum hagnaði. Meðan Síminn með grunnetinu var í opinberri eigu var þjónustan sem var veitt í forgrunni og Landssíminn nýtti alla sína sam- eiginlegu tækni til að veita þá bestu þjónustu og öryggi sjálfkrafa, líka í bilanatilfellum. Öryggismál og grunnfjarskipti á ekki að einkavæða Allt þetta bentum við þingmenn VG á og vöruðum við í einkavæðingu Símans. Skoðanakannanir sýndu ávallt mikla andstöðu við sölu Sím- ans. Þingflokkur VG krafðist síðast þjóðaratkvæðagreiðslu um söluna en því höfnuðu einkavæðingarflokkarnir auðvitað. Þeir þorðu ekki að heyra dóm landsmanna í þeim efnum. Nú láta menn eins og uppákomur af þessu tagi komi þeim á óvart. Stjórnvöld reyna að þvo hendur sín- ar, en það eru þau sem bera ábyrgð á fjarskiptum og öryggisþjónustu gagnvart íbúunum og sjófarendum við strendur landsins. Samkvæmt fjárlögum eru greiddar um 200 millj- ónir króna á ári fyrir vaktþjónustu siglinga. Ekki veit ég hve stór hluti af því eru leigugreiðslur til Símans en veit það þó að þær greiðslur hafa far- ið snarhækkandi. Samkeppni og gróðahyggja er góð þar sem hún á við en það á ekki við í öryggismálum þjóðarinnar. Að selja öryggismál landsmanna, hvort sem er á sjó landa eða lofti, undir lögmál arðsemiskrafna og græðgi fjármagnsins ætti að vera óheimilt og slíkt bundið í stjórn- arskrá. Nú þarf að fara strax ofan í skipan þessara mála og leita allra leiða til að ná grunnfjarskiptabúnaði landsins aftur í þjóðareign. Sam- kvæmt fréttum síðustu vikna er grunnfjarskiptakerfi Símans til sölu. Áður var ekki hægt að skilja það frá! Nú er tilvalið að þjóðin leysi grunn- netið aftur til sín. Ég finn það svo rækilega í sam- tölum við fólk úti um allt land að það hefur þegar fengið sig fullsatt á einkavæðingunni og græðginni sem ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks hefur sleppt lausri í al- mannaþjónustu landsmanna. Færum grunnnet fjarskipta aftur í eigu þjóðarinnar Jón Bjarnason skrifar um grunnnet fjarskipta » Að selja öryggismállandsmanna, hvort sem er á sjó landa eða lofti, undir lögmál arð- semiskrafna og græðgi fjármagnsins ætti að vera óheimilt … Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.