Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 48
FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Skúlagata - 3ja herb. íbúð fyrir eldri borgara Mjög falleg 94 fm 3ja herb. íbúð á 6. hæð í góðu lyftuhúsi fyrir eldri borgara. Íbúðinni fylgir 10,6 fm sérgeymsla og sérstæði í bílageymslu. Björt stofa með útg. á góðar suðursvalir, rúmgott eldhús með góðri borðaðstöðu, 2 herb. og baðherb. Þvottaaðst. og geymsla innan íbúðar. Parket á gólf- um. Í sameign er samkomusalur og heilsurækt. Hlutdeild í húsvarðaríb. Verð 31,9 millj. LAUS STRAX. Rjúpnahæð - Garðabæ 194 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 38 fm innb. bílskúr. Búið er að innrétta sér 2ja herb. íbúð á neðri hæð. Aðalíbúðin skiptist m.a. í rúmgott eldhús með ljósri innréttingu og AEG tækjum, rúmgóðar og bjartar stofur með útg. á stórar suðursvalir, 3 herb. og baðherb. Aukin lofthæð og innfelld lýsing að mestu á efri hæð. Úr eld- húsi/gangi er gengið út á svalir til vest- urs. Góð staðsetning ofan við götu í lokuðum botnlanga. Útsýni. Upphitað bílaplan. Verðtilboð. Smiðjustígur m. byggingarrétti Falleg 290 fm húseign, kj., hæð og ris, í miðborginni með byggingarrétti að öðru einbýli/þríbýli á lóðinni. Tvær aukaíb. eru í kj. Húsið er mikið endur- nýjað á undanförnum 3-4 árum, m.a. allt járn og tréverk utan á húsinu, gler og gluggar. Einnig hefur önnur stúdíó- íb. í kj.°hússins verið nánast öll endur- nýjuð. Auðvelt að breyta húsinu í eina íbúð. Nýleg um 100 fm vönduð verönd með skjólveggjum við húsið og þaðan gengið á um 150 fm hellulagða lóð. Á lóð hússins er 26 fm frístandandi gestahús (íbúð) sem er í útleigu í dag. Fífuhvammur - Kópavogi Glæsilegt 276 fm tveggja íbúða hús á þessum gróna stað með fallegu útsýni niður við Kópavogsdalinn. Aðalíbúðin skiptist m.a. í eldhús m. nýlegum inn- rétt., samliggj. bjartar og rúmgóðar stofur, nýlegan sólskála, 5 herb., sjón- varpshol og flísal. baðherbergi. Á neðri hæð er 2ja herb. samþykkt íbúð. Suð- ursvalir m. heitum potti. 26 fm bílskúr. Falleg ræktuð lóð. Verð 59,9 millj. Skógarhjalli Suðurhlíðar Kópavogs Mjög glæsilegt 190 fm tvílyft parhús ásamt 28,0 fm bílskúr í Suðurhlíðum Kópavogs. Á neðri hæð eru m.a. for- stofa, þvottaherbergi, 3 parketlögð svefnherb., flísalagt baðherb. og 1 gluggalaust herb. Uppi eru góðar parketlagðar stofur og borðstofa með útgengi á svalir, eldhús með góðum innréttingu, 1 herb./sjónvarpsherb. og flísalagt baðherb. Gert er ráð fyrir arni í stofu. Ræktuð lóð. Verð 45,9 millj. Fellahvarf - Kópavogi Glæsileg efri sérhæð Glæsileg 120 fm 4ra-5 herb. efri sér- hæð á frábærum útsýnisstað við Elliðavatn. Eignin er innréttuð á mjög vandaðan og smekklegan hátt. Stórar og bjartar stofur með miklum gluggum og útgangi á flísal. svalir, glæsilegt eldhús með innrétt. úr beyki og vönd. tækjum, stórt hol, 2 herbergi og bað- herb. sem er flísalagt í hólf og gólf. Parket og flísar á gólfum. Húsið stendur framarlega við vatnið við óbyggt svæði og nýtur óhindraðs útsýnis. Verð 34,9 millj. Eiríksgata - Mikið endurnýjuð 4ra herb. m. bílskúr Mjög mikið endurnýjuð 93 fm íbúð á 1. hæð ásamt aukaherbergi í kjallara, tveimur sérgeymslum og 38 fm sér- stæðum bílskúr. Búið er að endurnýja gólfefni, innréttingu í eldhúsi, gler, glugga, raflagnir, hús að utan og bíl- skúr. Vestursvalir. Íbúð sem vert er að skoða. Verð 29,9 millj. 48 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skeggjastaðir Fallegt tvílyft einbýlishús með 15 hekturum af úrvals beit- arlandi í Landeyjunum í 120 km fjarlægð frá Reykjavík (1 1/2 tíma akstur). Húseignin sjálf skiptist þannig: Neðri hæð: Þvottahús, baðherbergi, herbergi, hol og stofa. Á efri hæðinni eru þrjú herbergi og geymslur. Tveir inn- gangar eru inn í húsið, þ.e.a.s. bæði aðalinngangur og bakútgangur í þvottahúsinu. Mjög gott útsýni. Húsið stendur á hól í sléttlendi en umhverfis það fylgir eignarlóð með u.þ.b. 2,4 hekturum. Hitt landið sem fylgir með er afstúkað og með vatni og vegur liggur að því. Verð 19,5 m. 6137 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali ÞAÐ ER rétt að það fer ekki vel á því að setja heilbrigðisþjón- ustu út á frjálsan markað þar sem fjárhagsleg hagnaðarvon yrði ráð- andi við framkvæmd þjónustunnar. Það er hins vegar rangt að halda því fram að val- frelsi og samkeppni eigi enga samleið með heilbrigðisþjónustu. Við skipulag og stjórnun heilbrigð- isþjónustunnar má koma fyrir valfrelsi og samkeppni og þar með nýta áhrif mark- aðslögmála til að ná fram auknum gæðum og hagkvæmni í fram- kvæmd þjónustunnar. Til að svo megi verða þarf mönn- um að vera ljóst að þó svo hug- tökin valfrelsi og samkeppni merki það sama í heilbrigðisþjón- ustu og á t.d. matvörumarkaði, þá virka hvorki valfrelsi né sam- keppni innan heilbrigðisþjónustu nema að takmörkuðu leyti og við ákveðin skilyrði og þá því aðeins að sérstaklega sé til þess ætlast bæði af starfsmönnum og not- endum þjónustunnar. Ólíkt mat- vörumarkaði þá þarf meira til en t.d. heilsíðuauglýsingu í dagblaði eða góða vefsíðu til að gefa not- endum kost á að velja í heilbrigð- isþjónustu. Þar eru auglýsingar reyndar afar umdeildar. Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu þýðir fyrst og fremst að notandi geti haft eitthvað um það að segja t.d. hvar eða hvernig þjónusta er veitt. Til að ná fram áhrifum not- enda þarf að koma rödd notand- ans að hvar sem henni verður við komið, t.d. á hjúkrunarheimili, heilsugæslustöð og sjúkrahúsi. Til þess þarf framlag starfsmanna. Þeir þurfa að upplýsa og leiðbeina til að lág- marka hugsanlegar áhættur, og umfram allt að hlusta á not- andann. En vegna þess að rödd notand- ans (voice) fær fyrst og fremst styrk sinn af þeim möguleika að geta farið annað (choice), þá þarf slík- ur kostur að vera fyr- ir hendi. M.ö.o. að beita sér og reyna að hafa áhrif innan stofnunar eða kerfis virkar betur ef sá möguleiki er fyrir hendi að fara annað. Þetta gildir bæði um notendur og starfs- fólk. Svar yfirvalda hér er því að tryggja fleiri kosti og fjölbreyti- leika í þjónustu. Svar þjónust- unnar við vali og áhrifum notenda og starfsfólks er skipulögð sam- keppni. Valfrelsi notenda eru gæði í sjálfu sér sem jafnframt geta þrýst á um aukin gæði í fram- kvæmd þjónustunnar. Í opinber- um heilbrigðiskerfum leggur val- frelsi ákveðnar skyldur á herðar bæði stjórnvöldum og starfs- mönnum. Þess vegna þarf valfrelsi í heilbrigðisþjónustu að vera á stefnuskrá yfirvalda, og vegna þessarar sérstöðu valfrelsis í heil- brigðisþjónustu þarf að koma fram hvernig stjórnvöld hyggjast ná markmiðum um valfrelsi. Í þessu felst áskorun til stjórnvalda að stýra þá braut sem gætir jafn- vægis milli hagkvæmni og gæða. Í kerfi sem fjármagnað er úr opinberum sjóðum kallar slík áskorun á breytta hegðun stjórn- valda og skipulag sem í grunninn gerir ráð fyrir kaupendum og selj- endum, og sem í nokkuð þróaðri og vel skilgreindri mynd fellur undir það sem nú er kallað „nú- tímavæðing“ í opinberri stjórn- sýslu. Í slíku skipulagi hins op- inbera yrðu stjórnvöld eini kaupandinn að þjónustunni og gætu sem slík leitast við að koma á innra aðhaldi innan heilbrigð- iskerfisins. Nútímavæðing gerir ráð fyrir skýru umboði, þ.e. hver gerir hvað í umboði hvers, skipt- ingu ábyrgðar milli fjármögnunar og framkvæmdar og gerir grein- armun á stýringu og stjórnun. Nútímavæðingin gerir þannig ráð fyrir sveigjanleika og að stýr- ing kerfisins hafi svigrúm til að nota mismunandi greiðslukerfi sem stýritæki. Sem stýritæki hafi greiðslufyrirkomulagið innbyggða hvatningu sem geti haft áhrif á framkvæmd stefnunnar í heil- brigðismálum og endanlega út- komu hennar að því er varðar að- gengi, gæði, afköst og kostnað. Þá gefur nútímavæðingin svigrúm fyrir samkeppni sem byggist á samanburði og samstarfi í skipu- lagi þar sem saman fer klínísk ábyrgð, stjórnun og rekstur í nokkuð sjálfstæðum þjónustuein- ingum hvort heldur í opinberum eða einkarekstri. Mat á árangri í fyrirkomulagi sem þessu tekur ekki einungis mið af hagkvæmni rekstrar (efficiency) heldur einnig gæðum og gagnsemi (effective- ness) þjónustunnar. Ég hef áður fært fyrir því rök að sameina mætti alla þá starf- semi ríkisins sem fer með greiðslu og/eða kaup á heilbrigðisþjónustu í einni stofnun sem gæti með skipulagðri notkun á mismunandi greiðslukerfum náð fram mark- vissari nýtingu fjármagns og þar með stýringu innan kerfisins. Þá mætti sjá fyrir sér að Landlækn- isembættið yrði tekið út úr heil- brigðisráðuneytinu og gert að Gæða- og eftirlitsstofnun heil- brigðismála er heyrði beint undir Alþingi rétt eins og Ríkisend- urskoðun gerir nú. Heilbrigð- isstofnanir s.s. sjúkrahús, heilsu- gæslustöðvar og hjúkrunarheimili ættu að vera sjálfstæðari og þar þarf að fara saman klínísk þekk- ing og stjórnunar- og rekstrarleg ábyrgð. Í valfrelsi og samkeppni í heil- brigðisþjónustu eins og hér er lýst felst virðing fyrir notendum og traust á starfsfólki. Valfrelsi og samkeppni má koma fyrir í heil- brigðisþjónustu með viðeigandi ráðstöfunum. Slíkt valfrelsi þyrfti að vera markmið á stefnuskrám stjórnmálaflokka svo kjósendur geti sjálfir sagt af eða á um það hvort leggja beri áherslu á að ná fram slíku valfrelsi í heilbrigð- isþjónustu, og með hvaða hætti. Er valfrelsi í heilbrigðis- þjónustu mögulegt? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um valfrelsi og sam- keppni í heilbrigðisþjónustu » Valfrelsi og sam-keppni má koma fyr- ir í heilbrigðisþjónustu með viðeigandi ráðstöf- unum. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur MSc. PhD. LSE Health and Social Care í Lundúnum. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.