Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 26
vísindi 26 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Matreiðslunámskeið í grænmetisréttum Grænt og gómsætt – hollustan í fyrirrúmi Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur matreiðslunámskeið í Hússtjórnarskólanum v/Sólvallagötu laugardaginn 7. október nk. Kennari: Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari Á næstu grösum. Takmarkaður fjöldi. Afsláttur fyrir félagsmenn. Skráning í síma 552 8191 kl. 10:00-12:00. E inar Stefánsson á að baki langan feril sem fræðimaður og læknir bæði hérlendis og er- lendis. Hann lauk emb- ættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1978 og doktorsprófi í lífeðlisfræði frá Duke-háskóla árið 1981 auk sérnáms í augnlækning- um. Auk þess að vera yfirlæknir við augndeild Landakotsspítala og Landspítala – háskólasjúkrahúss er Einar prófessor í augnlæknisfræði við Háskóla Íslands. Hann er virkur vísindamaður og hefur birt á annað hundrað ritrýndra vísindagreina í alþjóðlegum tímaritum. Sjálfur rit- stýrir hann einu virtasta fagtímariti augnlækna, Acta Ophthalmologica. Mikilvægt að starfa á alþjóðavettvangi Einar hefur starfað mikið á al- þjóðavettvangi en hann segir slík vinnubrögð nauðsynleg öllum vís- indamönnum. „Vísindi og þekking eru alþjóðleg og vísindi sem ekki eru partur af alþjóðasamfélaginu eru léttvæg. Vísindasamfélagið hér á Íslandi er nokkuð sérstætt vegna fámennisins, það eru afskaplega fá- ir sem starfa í hverri grein. Þess vegna er það íslenskum fræðimönn- um sérstaklega mikilvægt að starfa á alþjóðavettvangi og margir starfa í raun meira á alþjóðagrundvelli en innlendum. Oft er það þannig að innlendi markaðurinn hefur einfald- lega ekki þekkingu til að meta störfin og á erfitt með að greina gæði þekkingarinnar sem sköpuð er. Það er því nauðsynlegt að geta starfað með fræðimönnum erlendis sem skilja hvað um ræðir og geta tekið þátt í skapandi umræðum og samstarfi.“ Þekking sem útflutningsvara Einar segir starfsumhverfi vís- indamanna hafa batnað verulega síðan hann sneri aftur til Íslands eftir störf í Bandaríkjunum árið 1989. „Á þessum 17 árum hafa orðið umtalsverðar framfarir og þá sér- staklega á síðastliðnum 5 árum hvað varðar styrkjaumhverfi. Skiln- ingur hefur aukist á mikilvægi vís- inda og nýsköpunar sem framtíð- aratvinnugrein á Íslandi og hugsanlegri útflutningsgrein. Framtíð þjóðfélagsins byggist með- al annars á öflugu vísindastarfi og nýsköpun. Öldum saman var við- kvæðið það að bókvitið yrði ekki í askana látið en nú hafa viðhorfin breyst gífurlega. Það eru gríðarlega miklir peningar í vísindum. Banda- ríkin hafa til að mynda byggt sitt veldi á þekkingariðnaði, og á síðari tímum hafa t.d. Finnar og Írar veðj- að á vísindi og rannsóknir með góð- um árangri.“ Aðspurður segir Einar þó eitt og annað mega fara betur í uppbygg- ingu vísindasamfélagsins á Íslandi. „Við þurfum að leggja meiri áherslu á að byggja upp góðan rannsókna- háskóla, Háskóla Íslands. Honum hefur verið haldið við hungurmörk ef svo má segja og þó framlög hafi vissulega aukist erum við langt frá því að vera í fremstu röð ef miðað er við OECD-ríkin. Í stað þess að einbeita okkur að því að búa til einn öflugan háskóla höfum við stofnað fjölmarga háskóla og þar með dreift orkunni og þynnt út krafta okkar. Slík aðferðafræði skilar ef til vill ár- angri í að veita ungu fólk grunn- menntun, en áherslan á rannsókn- arstörf verður minni. Það má líkja þekkingariðnaðinum við íþróttir, og ef við viljum vera í fremstu röð á al- þjóðavettvangi verðum við að leggja allt í sölurnar. Það þýðir ekkert hálfkák og til að ná árangri þurfum við að vera best, það hefur litla þýð- ingu að vera í öðru sæti eða þriðja.“ Geimverkfræði notuð til augnlækninga Einar þekkir sjálfur vel frum- kvöðlastarfsemi á sviði þekkingar- iðnaðar, en hann rekur ásamt sam- starfsmönnum sínum þróunarfyrirtæki í kringum súrefn- ismælingatæki fyrir augnbotna. „Fyrirtækið er í raun bara eitt lítið dæmi um þróunarvinnu í þekk- ingariðnaði sem getur skilað millj- örðum og skapað mikilsmetna út- flutningsvöru. Hugmyndin kviknaði þegar ég sat ráðstefnu á vegum NASA, Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, um hvernig geim- verkfræði og læknavísindin gætu gagnast hvort öðru. Þar héldum við læknarnir fyrirlestra til skiptis við geimverkfræðingana. Það sem vakti athygli mína var tækni sem þróuð hafði verið til að taka myndir af yf- irborði jarðar úr mikilli hæð. Þarna voru vísindamenn sem kynntu tækni sína en þeir höfðu tekið myndir með ýmiskonar tækni og ekki aðeins til að mynda yfirborð jarðar heldur einnig 30 metra niður fyrir það. Ég fékk áhuga á að at- huga hvort ekki væri hægt að nota slíka tækni til að mynda súrefn- isflæði í augnbotnum. Helstu orsakir blindu í heiminum í dag eru sykursýki, gláka og hrörn- un í augnbotnum, en þeir eru allir taldir tengjast lélegu blóðflæði og súrefnisskorti í augnbotnum sjúk- lingsins. Fram til þessa höfum við þó ekki getað staðfest það með full- nægjandi hætti því mælitækin hef- ur vantað. Ég fékk góða menn í lið með mér og rannsóknarteymið hef- ur nú gert nokkrar tilraunir með smíði slíks mælitækis og nú er grunn-þróunarvinnunni nánast lok- ið.“ Bylting á sviði augnlækninga Einar segir aðeins lokaþrep vinn- unnar eftir en það er framleiðsla og markaðssetning. „Gera þarf tækið nothæft fyrir almenna augnlækna en þeir eru líklega um 50–100.000 talsins í heiminum í dag. Markmiðið er að mælitækið verði á hverri augnlækningastofu. Ávinningur af notkun slíks tækis er gríðarlegur. Við munum geta staðfest orsakir al- gengra og alvarlegra sjúkdóma á borð við gláku og sykursýki en einnig stjórnað meðferðinni af meiri nákvæmni en hingað til hefur verið gert. Við getum mælt árangurinn af meðferðinni strax í stað þess að þurfa að bíða oft talsvert lengi eftir að sjá breytingar. Tæknin mun því í raun valda byltingu á sviði augn- lækninga.“ Geimverkfræði notuð til augnlækninga Einar Stefánsson yf- irlæknir og prófessor hlaut nýlega Pohl-verð- launin sem eru alþjóðleg verðlaun sem veitt eru fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu læknavís- indanna en ekki síst fyrir nýjasta framtak hans og samstarfsmanna hans, þróun mælitækis fyrir súrefnisflæði í augnbotn- um. Auður Magndís Leiknisdóttir hitti Einar í Flatey þar sem hann dvelur nú við þorskveiðar og fuglaskoðun. Morgunblaðið/Ómar Sjónhimnan Mynd úr súrefnismælinum. Litakvarðinn sýnir súrefn- ismettun í æðum sjónhimnunnar. Morgunblaðið/Ómar Frumkvöðull Einar Stefánsson yfirlæknir og prófessor dvaldi fyrir skemmstu í Flatey þar sem hann veiddi þorsk og skoðaði fugla. Morgunblaðið/Ómar Mælitæki Rannsóknarteymi Einars hefur lokið smíði frumgerðar tækis til mælinga á súrefnisflæði í augnbotnum. ’Það sem vakti at-hygli mína var tækni sem þróuð hafði ver- ið til að taka myndir af yfirborði jarðar úr mikilli hæð.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.