Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 23
Það mættu sem flestir Íslendingar lesa þetta kvæði.“ – Ertu ljóðamaður líka? „Ég hef afskaplega gaman af ljóð- um. Og þá ekki síður sögunum í kringum þau. Mér finnast landið og sagan gefa ljóði Jóhannesar um föður sinn aukna dýpt. Eins er það með vísur. Ég skal segja þér eina: Magnús Ásgeirsson þýddi ljóð eftir Carl Sandburg; Gras, sem vitnar meðal annars til orrustunnar við Ver- dun og hvernig grasið grær yfir allt. Þýðingin birtist ekki opinberlega fyrr en seinna, en margir þekktu til henn- ar áður, þar á meðal Steinn Steinarr. Steinn orti svo ljóðið Verdun, um leit sálar um land hins liðna. Það þótti bera keim af ljóði Sandburg. Þá kvað Leifur Haraldsson: Um hirðusemi er hneyksli eitt að fjasa sú höfuðdyggð af náð er mönnum veitt. Hjá Karli Sandburg kennir margra grasa, menn komast varla hjá að taka eitt. Sagan segir, að Steinn hafi aldrei fyrirgefið Leifi þessa vísu.“ Myndlistin beið lægri hlut fyrir sjódælunni Þegar Þórir var sumrungur í Ljár- skógum er hann kominn í barnaskóla suður í Reykjavík. „Við bjuggum þá á Vesturgötu 30 og ég fór í Miðbæjarbarnaskólann. Skyldunni lauk við 13 ára aldur, en við vorum fjögur, sem tókum fulln- aðarpróf tólf ára. Einkunnin 8,5 átti að fleyta mér beint inn í mennta- skólann, en þegar til kom varð ég nú samt að fara í undirbúningsdeild M.R. Við lásum saman þrjú undir skólann; ég, Hjördís Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar í Holti, og Bjarni Steingrímsson, sem varð verkfræð- ingur og kennari við Tækniskólann.“ En Þórir fór aldrei í Mennta- skólann í Reykjavík. Hann entist ekki Morgunblaðið/Brynjar Gauti MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 23 ÞÓRIR Jónsson gekk til samstarfs við bræðurna Hauk og Jón Hjaltasyni 1966 með kaupum á hálfu húsinu Hafnarstræti 19. „Við Hauk- ur kynntumst á skíðunum og það var hans hugmynd að fara út í rekstur á skyndi- bitastað.“ Í Hafnarstrætinu var Sæl- kerinn til húsa. Síðan stofn- uðu þeir Óðal í Austurstræti, „frambærilegan veit- ingastað, sem síðar var breytt í fyrsta diskótekið á Íslandi.“ Þegar Haukur hætti og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, kom Hafsteinn Gilsson inn í reksturinn með þeim Þóri og Jóni. „Við komum svo með framköllun á stundinni, en ég hafði séð svona tæki í Bandaríkjunum. Sonur minn keypti svo framköllunina og hefur rek- ið hana fram á síðasta ár.“ - - - - „Ég kynntist Jóni Guð- mundssyni, sem rak keilu- spilið á flugvellinum. Það átti að skipta út og Jón hvatti okkur til þess að reyna að eignast tækin. Það varð og við settum á stofn keiluhöll í Öskjuhlíðinni. Við settum líka upp fyrsta golf- hermi landsins. Ég gekk svo út úr þessu fyrirtæki, en ég held að Jón Hjaltason sé þar eigandi ennþá.“ Skyndibiti og keiluspil Orka óháð tíma og rúmi Vorsprung durch Technik www.audi.com H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 6 7 HEKLA, Laugavegi 172-174, sími 590 5000, www.hekla.is, hekla@hekla.is Audi A4 2,0 lítra, sjálfskiptur, multitronic ,7 gíra. Verð frá 3.490.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.