Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örnu Schram og Ómar Friðriksson Í SAMNINGI íslenskra og bandarískra stjórn- valda frá árinu 1989 er samið um það að Banda- ríkjamenn kosti nýja vatnsveitu fyrir Keflvíkinga og Njarðvíkinga gegn því að þeir verði firrtir ábyrgð varðandi vatnsmengun á svæðinu, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra í Kastljósi í vikunni. „Þetta er samningur sem þáverandi stjórnvöld gerðu og ég hef engar athugasemdir við hann í dag, og hafði ekki þá, en auðvitað þýddi hann að við gátum ekki gert kröfur á þessu sviði núna,“ sagði Geir. Á þessum tíma var við völd ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins, undir forsæti Steingríms Her- mannssonar. Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra. Samningurinn er undirritaður um miðjan júlí 1989 af Thomas F. Hall, þáverandi yfirmanni varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, og Þorsteini Ing- ólfssyni, þáverandi skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í samningnum er kveðið á um að Bandaríkjamenn beri kostnað af gerð nýrra vatnsbóla fyrir Keflvíkinga og Njarð- víkinga, eins og áður sagði, vegna grunnvatns- mengunar sem m.a. mátti rekja til olíuleka á varn- arsvæðinu í Keflavík árið 1987. Á móti samþykkja íslensk stjórnvöld að gera ekki kröfur á hendur Bandaríkjamönnum vegna mengunar í grunn- vatni. Um 75 þúsund lítrar af dísilolíu runnu út um bil- aða leiðslu á svæði varnarliðsins milli Keflavíkur og Njarðvíkur haustið 1987, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins á þeim tíma. Athuganir leiddu síðar í ljós að olía hefði seytlað niður í grunnvatn á svæðinu og var óttast að mengun myndi berast í vatnsból Njarðvíkinga og Keflvík- inga. Í kjölfarið hófust því viðræður við Bandaríkja- menn um gerð nýrra vatnsbóla og voru í þeim gerðar kröfur um að þeir greiddu allan kostnaðinn. Fyrrgreindur samningur var undirritaður í júlí 1989. Ný vatnsból voru síðan gerð í nágrenni Grindavíkur. Þar eru þau enn. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Suðurnesja, segir að nokkur grunn- vatnsmengun sé á svæðinu í kringum Keflavíkur- flugvöll. „Hún er undir flugvellinum og teygir sig niður í Njarðvík og Keflavík.“ Hann tekur þó fram að vatnsbólin við Grindavík séu á öruggu svæði; ekki sé hætta á því að mengunin berist þangað. Ekki sérstaklega minnisstæður Jón Baldvin Hannibalsson, sem gegndi embætti utanríkisráðherra 1989, segir að samningurinn sé honum ekki sérstaklega minnisstæður enda 17 ár síðan hann var gerður. Kveðst hann því ekki geta fullyrt neitt um hvaða fordæmisgildi samningurinn hefur án þess að hafa kannað málið. Firrtir ábyrgð vegna vatnsmengunar á svæðinu Við völd Ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar var við völd 1988–1991. Í HNOTSKURN »Samningurinn kvað á um að Bandaríkja-menn bæru kostnað af gerð nýrra vatns- bóla fyrir Keflvíkinga og Njarðvíkinga vegna grunnvatnsmengunar sem m.a. mátti rekja til olíuleka á varnarsvæðinu í Keflavík. ÞEIR sem ekki treysta sér lengur til þess að fara með hundinn sinn út í göngutúr geta nú mögulega brugðið sér í smámótorhjólatúr í staðinn. Slíkt er að minnsta kosti tilfellið hjá þessum hundi og eiganda hans sem smíðað hefur sérstakan tengivagn við hjól sitt svo hvuttinn geti einnig notið mótorhjólaástríðunnar. Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson Kemst þessi hundur á hundrað? STÓRA-Laxá í Hreppum er ein af eftirlætisám Gunnars Örlygssonar alþingismanns. Honum var boðið að veiða á svæðum I & II á föstudags- morguninn og átti það að vera síðasta vakt veiði- tímabilsins. „Aðfaranótt föstudagsins dreymdi mig að risavaxið sveinbarn væri að fæðast. Ég sagði strákunum frá því þeg- ar ég mætti að ánni, ég var viss um að það væri fyrir stórum laxi,“ sagði Gunnar en félagarnir brostu að draumaráðningunni. „Ég náði fljótlega tveimur löxum á litlar flugur en svo gerðist ekkert markvert fyrr en ég byrjaði að kasta í Lax- árholti klukkan hálftólf. Ég var með örsmáa svarta Fran- ces undir, kastaði og fé- lagarnir sáu hreyfingu á yf- irborðinu þegar flugan skautaði yfir hylinn, fiskur hafði greinilega elt. Ég beið í svona þrjátíu sekúndur og kastaði þá aftur. Þá fékk ég þunga og hæga yfirborðs- töku. Ég tók mjög stíft á fisk- inum og í 20 mínútur var ég með stöngina bogna niður í handfang. Þá loks lyfti hann sér og við sáum sporðinn í fyrsta skipti – og ég hef aldr- ei séð annan eins sporð á laxi! Ég tók rosalega á laxinum og að lokum náði ég að stranda honum. Við mældum hann 101 cm; hann var ofboðslega þykkur og breiður. Þetta var ótrúleg viðureign; fyrsti 20 pundarinn sem ég veiði.“ Samkvæmt viðmið- unarstöðlum hefur laxinn, sem Gunnar sleppti, verið um 21 pund, stærsti lax sem veiðst hefur í Stóru-Laxá í sumar. Gunnar velti því vissulega fyrir sér hvort þessi frábæra viðureign í lok veiði- sumarsins hefði verið umbun hans fyrir að beita sér af krafti fyrir upptöku neta á veiðisvæðinu, til hagsbóta fyrir laxveiðina á Suðurlandi. „Það var stórkostlegt að lenda í þessu. Þetta var eins og vinna gullið á lokasprett- inum.“ Ytri-Rangá yfir 4.100 „Veiðin er fín þessa dag- ana, 20–30 laxar á dag,“ sagði Jóhannes Hinriksson, veiði- eftirlitsmaður við Ytri- Rangá, en veiðin er komin yf- ir 4.100 laxa sem er með bestu veiði sem um getur í ís- lenskri laxveiðiá. „Það er ennþá ágætis taka og langbest veiðist á flugu.“ Veiðinni í Eystri-Rangá lýkur á mánudagskvöld. „Það veiðast um 20 á dag og við nálgumst 2.400 laxa. Veiðin er býsna dreifð, fiskar að fást hér og þar,“ sagði Einar Lúðvíksson. „Það stefnir í meðaltalsveiði og við erum sáttir við útkomuna.“ „Það er stutt fyrir fé- lagsmenn okkar að fara til veiða í Varmá og Þorleifslæk og mikil veiðivon,“ sagði Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, en félagið hefur gert samning til þriggja ára um leigu á veiðisvæðinu „Ég er mjög spenntur fyrir ánni, þarna bjóðast margir veiðidagar, frá vori fram á haust. Við ætlum að lækka verð á veiðileyfum og koma upp sanngjörnu kerfi á skipt- ingu veiðisvæða.“ Heitar uppsprettur ofan Hveragerðis og hár vatnshiti skapa grundvöll fyrir sér- stakt lífríki í Varmá- Þorleifslæk. Í ána ganga sjó- birtingur og bleikja, og stundum veiðast regnbogasil- ungar. STANGVEIÐI Draumur um stórlaxinn rættist Morgunblaðið/Einar Falur Stór hængur Guðmundur Guðjónsson með 16 punda sjóbirt- ing sem tók Black ghost-flugu í Tungufljóti í Skaftártungu. LÖGREGLAN í Keflavík var kölluð að húsnæði Tryggingamiðstöðvar- innar við Hafnargötu vegna rúðu- brots aðfaranótt laugardags. Sá sem talið er að hafi brotið rúðuna brást ókvæða við afskiptum lögreglu og veittist að lögreglumönnunum. Hann var handtekinn eftir talsverð átök. Maður sem sagðist vera bróðir hins handtekna veittist einnig að lög- reglumönnum og hótaði þeim öllu illu, þar með talið lífláti. Hann var handtekinn fyrir að hindra lögreglu í starfi. Hinir meintu bræður voru báðir ölvaðir og fengu að sofa úr sér í fangageymslu lögreglu. Yfirheyra átti mennina á laugardag. Lögreglan í Keflavík handtók einnig mann um þrítugt vegna gruns um fíkniefnamisferli og fundust á honum um 10 grömm af meintu am- fetamíni sem grunur leikur á að hann hafi ætlað að selja. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Hótaði lög- reglumönn- um lífláti STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður VG, segir að samningur ís- lenskra og banda- rískra stjórn- valda frá 1989 hafi ekki komið inn á sitt borð, en Steingrímur var á þeim tíma land- búðar- og sam- gönguráðherra. „Þegar ég fór að grúska í meng- unarmálum síðar meir sá ég að þessi samningur hafði verið gerður með einhverjum svona ákvæðum. En þetta kom aldrei inn á mitt borð [sem ráðherra] enda ekki á verksviði þeirra ráðuneyta sem ég fór með. Ég man ekki til þess heldur að þessi samningur sem slíkur hafi verið bor- inn upp í ríkisstjórn, enda venjan að utanríkisráðuneytið færi með þessi samskipti meira og minna sem sín einkamál.“ Steingrímur kveðst því aðspurður vel geta gagnrýnt umhverfisþátt nýs samkomulags íslenskra og banda- rískra stjórnvalda um varnarmál. „Ég tel mig ekki þurfa að axla ábyrgð á gjörningum sem einstakur ráðherra gerir í ríkisstjórn ef hann er aldrei borinn upp eða frá honum sagt,“ segir hann. „Ég tel að ég sé hvorki pólitískt né stjórnskipulega ábyrgur fyrir því, þótt þarna hafi lent inni í samningi mjög óheppilegt ákvæði að mínu mati. Ég stend við það að það er gagnrýnivert og ábyrgðarhluti að leysa Bandaríkja- menn undan ábyrgð.“ Steingrímur segir að því miður hafi fleiri álíka samningar verið gerðir við Bandaríkjamenn. „Þeir [Bandaríkjamenn] voru leystir und- an ábyrgð aftur og aftur af íslensk- um stjórnvöldum. Frægastur er Heiðarfjallssamningurinn.“ „Kom ekki inn á mitt borð“ Steingrímur J. Sigfússon TÆPLEGA 20 jarðskjálftar hafa orð- ið við norðurbrún Vatnajökuls frá því á fimmtudagsmorgun, síðast skjálfti á laugardagsmorgun sem mældist 2,9 á Richter-kvarða. Stærsti skjálftinn mældist 3,2, en flestir voru milli 2 og 3 á Richter-kvarða, samkvæmt óyfir- förnum niðurstöðum úr sjálfvirkri úr- vinnslu Veðurstofunnar. Skjálftar í Vatnajökli ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.