Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 27 Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennari: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Elsa Guðmundsdóttir 4. dan. Þessi grein á sér einstaka menningarlega hefð og er stunduð af miklum fjölda fólks á öllum aldri, í Japan og annars staðar. Upplýsingar í síma 553 3431. Japönsk bogfimi Helgarferð á frábæru verði Helgarferð til Búdapest 13. október frá kr. 29.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða glæsilega fjögurra nátta helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gest- risni Ungverja. Góð 3ja og 4ra stjörnu hótel í hjarta Búdapest í boði og spennandi kynnis- ferðir. Verð kr.29.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Verð kr.39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Mercure Duna  með morgunmat. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Sveinn Hákon Harðarson út-skrifaðist á dögunum úrmeistaranámi í lækn- isfræðideild með ágætiseinkunn. Sveinn er einn af samstarfs- mönnum Einars Stefánssonar en stærsti hluti meistaraverkefnis hans fólst í þróunarvinnu í augn- botnamælingum. „Ég hafði frá upphafi háskóla- göngunnar áhuga á að leggja fyr- ir mig rannsóknir á sviði lækna- vísinda. Mér fannst það einfaldlega mjög áhugavert og að auki gefst þar tækifæri til að láta gott af sér leiða. Ég tók upp- haflega eitt ár í efnafræði en skipti svo yfir í læknisfræði og lauk BS. prófi í þeirri grein eftir fjögurra ára nám. Þaðan lá leiðin í meistaranám í heilbrigðisvís- indum og í haust er stefnan tekin á doktorsnám í sömu fræðum.“ Fjölþjóðlegt rannsókn- arumhverfi á Íslandi Sveinn Hákon segir það for- sendu þess að hægt sé að bjóða upp á rannsóknartengt meistara- og doktorsnám að rannsókna- vinna, eins og sú sem Einar Stef- ánsson er í forsvari fyrir, sé stunduð hér á landi. „Margir fara til útlanda en ég hef hingað til getað tekið allt mitt nám hér- lendis. Augnbotnaverkefnið er fjölþjóðlegt verkefni sem þó er stýrt frá Íslandi og þetta er gull- ið tækifæri fyrir nema eins og mig. Ég kynnist erlendum fræði- mönnum og hinum alþjóðlega vís- indaheimi í gegnum nám mitt hér á Íslandi. Það gæti þó verið að ég tæki hluta af doktorsnámi mínu erlendis og þá hjá þeim erlendu fræðimönnum sem eru í samstarfi við okkur nú þegar. Fræða- samfélagið er svo fámennt hér- lendis að það verður eflaust alltaf nauðsynlegt fyrir íslenska fræði- menn og nema að vera í sam- starfi við erlenda aðila, þannig víkkar einnig sjóndeildarhring- urinn.“ Sveinn Hákon hefur trú á því að rannsóknarnám muni eflast á Íslandi á næstu árum með breyttu hugarfari þeirra sem koma að menntamálum í landinu og að auðveldara verði fyrir nema á framhaldsstigi háskóla- menntunar að taka í það minnsta hluta af sínu námi hérlendis. Augun segja ótal margt Sveinn Hákon er nokkuð bjart- sýnn á framtíð sína sem fræði- manns hérlendis eftir að dokt- orsnáminu sleppir. „Það eru öflug fyrirtæki hérlendis sem starfa í líftæknigeiranum og há- skólasamfélagið er einnig að efl- ast sem og styrkjaumhverfi. Doktorsnámið tekur auðvitað nokkur ár og ég mun í því halda áfram að vinna að augnbotna- mælingum. Ef allt gengur að ósk- um í því verkefni er framundan nokkuð mikil vinna í að fínpússa tækið og þróa það áfram, ég sé mína nánustu framtíð í því.“ Sveinn segir það hafa verið til- viljun að hann fór út í rannsóknir á augum en sér þyki sviðið þó einkar áhugavert. „Mér fannst þetta verkefni afskaplega spenn- andi og tók því fegins hendi þeg- ar mér bauðst vinna við þróun mælitækisins. Það hefur verið sagt að augun séu mikilvægasta fertomman á líkamanum. Hægt er að greina svo margt í líkams- starfseminni út frá augunum ein- um saman og myndun á augn- botnum getur því gagnast okkur á ótal vegu.“ Mikilvægasta fertomma líkamans Morgunblaðið/ Jim Smart Sveinn Hákon Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.