Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 19
Mæður nýta heimagreiðslur Mikil umræða varð um það síðast- liðið vor, hvernig foreldrar ættu að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Guðný bendir á, að hin Norðurlöndin bjóði ýmist upp á lengra fæðingarorlof eða greiðslur vegna umönnunar. „Reynslan af heimagreiðslunum, bæði í Finnlandi og Noregi, sýnir að þær eru nær ein- göngu nýttar af mæðrum og Norð- menn íhuga nú að leggja þær niður. Ég tel að ef áfram eigi að vinna að markmiðum fæðingarorlofslaganna frá árinu 2000, þá sé lenging fæðing- arorlofs, til dæmis í 6 mánuði fyrir hvort foreldri, auk áframhaldandi uppbyggingar leikskóla fyrir yngri börnin mun vænlegri lausn til lengri tíma litið, en heimagreiðslur. Þær geta hins vegar átt rétt á sér sem skammtímalausn meðan unnið er að slíkum varanlegum lausnum,“ segir hún. Stefán Ólafsson prófessor segir að vaxandi skilningur sé á því nú á dög- um, að stefna stjórnvalda gagnvart börnum í samfélaginu eigi að taka mið af þeirri hugsun að skynsamlegt sé að fjárfesta í börnum. „Nýting mannauðsins í hagkerfum framtíð- arinnar þarf í vaxandi mæli að felast í því að koma sem flestum börnum til manns, efla þroska, menntun og færni þeirra og forða þeim frá afveg- um og áhættum sem víða leynast. Það er auðvitað klassískt markmið fólks að vernda og gera vel við af- komendur sína en í hinu nýja um- hverfi þekkingarhagkerfisins fær það markmið aukna hagræna þýð- ingu frá því sem verið hefur. Barna- og fjölskyldupólitík er í vaxandi mæli að verða hluti af góðri hag- stjórnarspeki og velferðarríkið mun áfram hafa stórt hlutverk á þessu sviði,“ segir hann. Gerbreyttar aðstæður Í fyrrgreindri grein eftir Guðnýju og Mirju Satka segir að börnum á Norðurlöndum hafi aldrei í sögunni verið tryggður jafn mikill réttur á vernd, framfærslu og tækifærum til þátttöku í samfélaginu og í dag. „Á sama tíma hafa fjölskyldutengsl og -mynstur aldrei verið flóknari, ó- tryggari og breytilegri – tölfræðin nær ekki einu sinni utan um þau margslungnu fjölskylduform sem al- gengt er að börn upplifi. Þar að auki hefur daglegt líf barna og fjöl- skyldna þeirra gerbreyst. Rannsak- endur hafa sýnt fram á lífskjör nor- rænna barna verða sífellt marg- breytilegri, sum búa við allsnægtir, á meðan við öðrum blasir fátækt. Fá- tæktin er kannski hlutfallslega lítil miðað við ýmis önnur lönd, en þegar litið er til þess hversu miklu fé hefur verið varið til þess að tryggja jafn- ræði meðal borgaranna eru þær töl- ur alvarleg áminning. Stærri hópar barna en áður búa í blönduðu menningarumhverfi og líða jafnvel enn meiri skort, sem og útilokun. Ný tækfæri og áhættur fylgja hnattvæðingunni og nýjum miðlum, barnið sem er líkamlega öruggt við leik í herberginu sínu, getur samt verið í hættu í gegnum miðla af ýmsu tagi sem norræn börn hafa mikinn aðgang að. Nýjar þarfir fyrir barnavernd hafa birst í kjölfarið, eins og til dæmis þörfin á vernd gegn sýndarofbeldi í tölvuleikjum, einnig hefur verið rætt hversu mik- inn þátt ríkið eigi að taka í að vernda börn gegn markaðsöflunum, með því að óheimila auglýsingar sem beint er gegn börnum. Norræna velferð- arríkið hefur reynst vanmáttugt að þessu leyti. Við því blasa ný verkefni vegna breytinga á vinnumarkaði og fjölskyldu, og einnig vegna þess að ríkjandi kerfi er hugsað út frá menn- ingarlegri einsleitni, ekki fyrir fjöl- menningarsamfélag,“ segja Guðný og Mirja Satka. » Í næstu grein verður meðalannars fjallað um breytt fjöl- skyldumynstur, álag á börn og til- finningalega vanrækslu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 19 Samfélag okkar er að mínu matimjög mikið byggt upp í kring-um þarfir fullorðna fólksins og oft finnst mér eins og við tökum ekki einu sinni með í reikninginn, hverjar þarfir barnanna okkar kunna að vera. Ef við pældum í því, væri kerfið hlið- hollara fólki sem vill bera meginþung- ann af umönnun barna sinna fyrstu árin,“ segir Eva María Jónsdóttir. Eva María hefur eignast þrjár dæt- ur á undanförnum sjö árum og segist hafa velt því mikið fyrir sér, í ljósi þeirrar reynslu, hversu þögult fólk sé út á við um álagið sem fylgir því að samræma vinnuna og heimilislíf með ungum börnum. „Manni finnst eins og það sé álitið veikleikamerki að ræða það eitthvað. Kannski er litið á þetta sem kvennamál, en ég hef tekið með- vitaða ákvörðun um að þegja ekki, því alltaf þegar konur koma saman, er einmitt þetta eitt aðalumræðuefnið, líka þegar karlarnir eru með. Ég get ekki tekið þátt í þessu þöggunar- samsæri.“ Eva María segir að ef hagsmunir barnanna væru hafðir að leiðarljósi væri ákjósanlegast að koma á kerfi þar sem foreldrar gætu unnið styttri vinnudag. „Kannski gæti hvort for- eldri unnið 5–6 tíma á dag og hefði þá ráðrúm til þess að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Er þetta ekki það sem marga dreymir um?“ Engin hlutastörf? Dagmæðrum hefur fækkað á und- anförnum misserum og hálfsdags- pláss hjá þeim og í leikskólum virðast nú heyra sögunni til. „Mér er sagt að það sé engin spurn eftir vistun hluta úr degi, er virkilega enginn að vinna hlutastörf? Það lítur út fyrir að mörg fyrirtæki hafi í nafni hagræðingar, strikað þau út úr sínu kerfi. Þetta hef- ur gríðarlega mikil áhrif á fjölskyld- urnar og börnin. Maður þarf að spyrja sig hvaða afleiðingar það hef- ur, að börnin okkar séu í vistun jafn- lengi eða lengur en við erum í vinn- unni. Stundum heyrast áhyggju- raddir vegna þess hversu mörg börn eru í langri vistun og einnig hefur ver- ið bent á, að þótt foreldrar séu í fæð- ingarorlofi heyri það til undantekn- inga að vistun eldri systkina sé dregin saman á meðan. Mér finnst þetta um- hugsunarefni. Er þá hugmyndin sú, að það sé ekki verkefni okkar foreldra að hugsa um börnin lungann úr deg- inum? Og ef það þykir sjálfsagt, að barn fari strax í hópvistun annars staðar en á heimilinu eftir að fæðing- arorlofi lýkur, finnst mér við komin á algerar villigötur. Eru vöggustofur/ ungbarnaleikskólar eina áþreifanlega lausnin fyrir foreldra með börn á aldrinum níu til 18 mánaða? Er sísti kosturinn sá að gera foreldrum kleift að hugsa sjálfir um börnin sín fyrstu tvö árin? Það er að minnsta kosti eng- inn stjórnmálamaður að benda á þann möguleika, eins og er. Sumir virðast óttast að ef foreldr- um stendur til boða að fá smávegis fjárstuðning til þess að vera heima hjá börnum á aldrinum 9–24 mánaða geti komið alvarlegt bakslag í jafn- réttisbaráttuna. En þá segi ég, mér finnst eins og við séum komin yfir þann kafla að konur ráði ekki yfir sjálfum sér og taki ekki sjálfstæðar ákvarðanir. Þær geta fullvel ákveðið sjálfar hvort þær velja að vera heima hjá ungum börnum, eða vinna úti all- an daginn eða hluta úr degi. Mér finnst líka að við eigum að hugsa um hvort það sé sjálfsagt að skilja lítil börn eftir hjá einhverjum sem tengj- ast þeim ekki venslaböndum. Við gætum komist að því að barninu sé best sinnt innan fjölskyldu sinnar fyrstu árin. Er eitthvert tabú að tala um það, má slíkt sjónarmið ekki hafa áhrif á gerðir okkar? Hverjum líður vel yfir því að skilja barnið sitt eftir grátandi hjá vandalausum? Auðvitað jafnar það sig, en mér finnst samt að við eigum að hugsa um þetta. Eftir stundarumhugsun segja eflaust margir: ég hef ekkert val, ég verð að vinna og láta einhvern annan passa barnið mitt. Það er þarna sem mér finnst að opinberir aðilar og atvinnu- lífið eigi að koma til skjalanna og bjóða yngstu börnunum betri og hlý- legri valkosti. Svo er annað sem við gleymum kannski, ómálga börn kvarta með því að gráta, en börnin sem kunna að tala kvarta ekki skipu- lega, því þau kunna það ekki. Þau segja ekki við foreldra sína, mér finnst ekki gott að vera níu klukku- tíma á leikskólanum, mér finnst að þið eigið að vinna minna og sækja mig fyrr. Þýðir það, að allt sé í lagi og þeim líði bara vel?“ Hagsmunir barnanna Eva María segir að foreldrar þurfi að vera sér betur meðvitandi um það, hvenær það hentar börnum að vera í hópgæslu, hversu lengi, og hvenær önnur úrræði ættu betur við. „Í mörg- um löndum byrja börn sinn námsferil þriggja ára, en fram að því eru þau mestmegnis í umsjá fjölskyldunnar, eða einhverra á hennar vegum. Þetta tel ég að sé skipulagt með hagsmuni barnanna í huga. Hitt er svo annað mál hvort mörg þessara landa eru jafn langt komin í jafnréttismálum og við. En við hljótum að spyrja, henta ungbarnaleikskólar níu mánaða börn- um? Læknar fara varlega í að alhæfa, en ónæmiskerfi barna er það við- kvæmt á þessum aldri að því lengur sem það er inni á heimilinu, því betra. Það þekkjum við öll sem höfum sett börnin okkar ung í vistun. Þau eru berskjölduð fyrir pestum og sýk- ingum. Auðvitað þarf að styrkja ónæmiskerfið í börnum, en það kem- ur nógu snemma að því þegar börnin fara á leikskóla. Ég hef heyrt lækna segja að sumir foreldrar þrýsti bein- línis á þá að gefa veikum börnum sýklalyf, svo þau geti farið í gæslu og foreldrarnir í vinnuna. Síðan má velta félagsþroskanum fyrir sér, eins árs gamalt barn hefur ekki þroska til þess að leika sér við önnur börn. Þau leika sér hlið við hlið og svo framvegis. Væri ekki nær að miða vistunar- úrræði fyrir börnin við þroska þeirra, en ekki þarfir fullorðna fólksins?“ Hagtölur og líðan Til þess að reka heimili þurfa báðir foreldrar jafnan að vinna úti, það er nánast óumdeilt, en Eva María spyr, hvort við teljum okkur stundum trú um að við þurfum að vinna meira en nauðsynlegt er. „Vissulega eru að- stæður fólks mismunandi, og fjárhag- urinn ræður auðvitað gerðum okkar, en bara upp að vissu marki. Við telj- um okkur líka trú um að við þurfum að vinna svo mikið því við þurfum að þéna meira. Mér finnst eins og við og stjórnmálamennirnir hafi tekið hönd- um saman um þetta atriði, því það er svo gott fyrir hagvöxtinn og ef hann vex frá ári til árs er allt í lagi. En er hagvöxtur endilega mælikvarði á það, hvernig okkur líður? Segja hagtöl- urnar okkur eitthvað um það hvernig börnunum í þessu landi líður? Að sjálfsögðu eru margir með þunga skuldabyrði á bakinu sem þeir þurfa að standa í skilum með í hverjum mánuði, en hvað er á bakvið sumar af þessum skuldum? Ef við erum sátt við það, að við þurfum að vinna svo mikið af því að við þurfum svo fín heimili, dýran bíl, flatskjái úti um allt, farsíma á hvern mann, utanlands- ferðir, sumarhús og þar frameftir göt- unum, erum við farin að taka efnisleg gæði fram yfir þau gæði sem börnin geta upplifað innan veggja heimilisins með foreldrum sínum. Erum við sátt við það?“ Leikskólar um helgar? Eva María veltir því fyrir sér hvort við séum nógu gagnrýnin á gerðir okkar og hvort fólk nýti sér umhugs- unarlaust þá þjónustu sem er fyrir hendi. „Rannsóknir sýna, að ef leik- skólar væru opnir um helgar, þá myndum við foreldrarnir nýta okkur það. Kringlan og Smáralind eru með gæslu þar sem það er tekið fram að börnin megi ekki vera lengur en einn og hálfan tíma í senn og að foreldrar eigi ekki að fara út úr húsinu á meðan. Af hverju þarf að setja þannig skil- yrði? Einnig er barnagæsla í líkams- ræktarstöðvum, sem er auðvitað frá- bært, en við verðum jafnframt að spyrja okkur, hvort það sé gott fyrir börnin að koma þangað, kannski í beinu framhaldi af annarri gæslu á daginn, eða um helgar? Leikskóla- kennarar og dagmæður tala líka um það sín á milli hvað börnin eru oft tætt eftir helgarnar. Þá finnst mér dæmið hafa snúist við, kerfið er farið að ala upp börnin og foreldrarnir taka þau til skemmtunar á frídögum, svefntím- inn fer allur úr skorðum, mataræðið verður óreglulegt og svo framvegis. Kannski þurfum við að taka ákvörðun um að fórna eða fresta einhverju sem tengist starfsframanum og áhugamál- unum, hugsanlega einhverjum pen- ingum og einhverju dóti sem við mun- um ekki eiga fyrir, að vera í örlítið lélegra formi, og hvað með það? Stundum stendur maður sjálfan sig og aðra að því að segja að maður verði að fara aftur að vinna, því manni leið- ist svo að vera bara heima með börn- in. En þá má maður gjarnan muna, að það þurfa ekki allir að eignast börn. Það er val. Og þegar maður er búinn að velja að eignast barn, ber manni skylda til þess að setja sinn eigin hé- gómlega leiða til hliðar og hugsa um velferð barnsins. Er ég gamaldags, ef ég segi það? Því meira sem maður er með börnunum sínum, því betur kann maður að meta þau. Auðvitað snýst lífið með börnum um fullt af litlum augnablikum og ekkert af því sem gerist fer í fréttirnar, en hvað með það? Þetta er líf barnsins, fyrstu mán- uðir þess og ár. Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið og í því tilviki skiptir lengd tímans sem maður ver með börnunum sínum meira máli en gæði stundanna.“ Spurning um hugrekki Eva María segir að foreldrum sé gjarnan hrósað ef barn þeirra sé í góðu jafnvægi. „En hvað er á bakvið lítið barn í góðu jafnvægi? Uppeldi barns tekur mikinn tíma og þolin- mæði, og ef maður veit og finnur að maður vill sinna barninu sínu betur, þarf maður að hafa hugrekki til þess að minnka við sig vinnu, fá sveigj- anlegan vinnutíma eða hlutastarf. All- ir ættu að gera farið fram á það við sinn vinnuveitanda, án þess að vera litnir hornauga eða þurfa að óttast um stöðu sína. Rannsóknir sýna að börn sem alin eru upp af báðum foreldrum, hvort sem þau eru í sambúð eða ekki, séu í betra jafnvægi og hafi sterkari sjálfsmynd, og þær sýna líka að það bæti hjónabandið ef báðir foreldrar eru saman í fæðingarorlofi. Mér finnst foreldrar einfaldlega ekki hafa nógu mikið val og að þeir krefjist þess heldur ekki að hafa meira val. Ef við rekum okkur á það, að börnin okkar eru agalaus og óánægð og í ójafnvægi ættum við einfaldlega að líta í eigin barm. Við eigum að ala börnin okkar upp og við eigum að gefa okkur tíma til þess. Þjónusta ríkisins og sveitar- félaganna er auðvitað allra góðra gjalda verð, en hún kemur aldrei í staðinn fyrir foreldra sem eru til stað- ar fyrir börnin á mótunarárum þeirra.“ Þarfir fullorðna fólksins ráða Morgunblaðið/ÞÖK Eva María Jónsdóttir helga@mbl.is »Erum við farin að taka efnisleg gæði fram yfir þau gæði sem börnin geta upplifað innan veggja heimilisins með foreldrum sínum? Íslenskir doktorar í útlöndum Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Rannís og ReykjavíkurAkademían efna til umræðufundar um hagi íslenskra doktora á erlendri grundu. Tilefni fundarins er ný skýrsla Rannís sem unnin var fyrir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Skýrslan byggir á viðtölum við íslenska doktora sem starfa erlendis og fjallar um tengsl þeirra við vísindasamfélagið á Íslandi. Markmið skýrslunnar var meðal annars að velta upp spurningum sem tengjast uppbyggingu íslenskra háskóla og vísindasamfélags og hvernig virkja mætti mannauð sem býr í Íslendingum erlendis í slíkri uppbyggingu. Frummælendur verða Páll Rafnar Þorsteinsson, höfundur skýrslunnar, Katrín Anna Lund, mannfræðingur og Sigurður Gylfi Magnússon hjá ReykjavíkurAkademíunni. Umræðum stjórnar Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Rannís. Fundurinn verður haldinn klukkan 12.30-14.00 í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, mánudaginn 2. október. Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.