Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 57 ✝ Ásta Björk Mar-teinsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. mars 1948. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 5. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Inga Margrét Sæmunds- dóttir húsmóðir, f. 3. ágúst 1923, og Mar- teinn Davíðsson list- múrari, f. 26. októ- ber 1914, d. 2. nóvember 1995. Fósturfaðir Ástu er Jón Ingibergur Herjólfsson, f. 10. ágúst 1925. Systkini Ástu Bjarkar sammæðra eru Herjólfur Hafþór Jónsson, f. 30. janúar 1955 og Þóra Rut Jónsdóttir, f. 31. mars 1961. Systur Ástu samfeðra eru Helga, Ragnheiður, Ingibjörg, María Al- dís og Marta Bryndís. Fyrri eiginmaður Ástu Bjarkar var Ægir Axelsson, f. 8. júní 1941, þau eiga þrjú börn: a) Jón Ingi, f. 1. júlí 1967, í sambúð með Hafdísi Ölmu Karlsdóttur, f. 17. september 1970, þau eiga tvö börn, Bryndísi Björk og Róbert Smára; b) Þuríður Berglind, f. 19. ágúst 1969, í sambúð með Njáli Pálssyni, f. 16. októ- ber 1976, sonur þeirra Ægir Páll; c) Marteinn, f. 20. mars 1979, í sambúð með Evu Sólveigu Þórs- dóttur, f. 13. sept- ember 1984. Seinni eiginmaður Ástu Bjarkar er Jónas Baldursson, f. 6. júlí 1958. Hann á fjögur börn, Helenu, Margréti Láru, Gylfa Þór og Birnu Dögg. Ásta Björk ólst upp í Minni- Vogum í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Hún stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli vet- urinn 1964 til 1965. Lengst af starfaði Ásta Björk við verslun og verslunarrekstur. Ásta Björk var jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu- strönd í kyrrþey 11. ágúst. Hinn 5. ágúst sl. lést móðir mín, Ásta Björk Marteinsdóttir, langt fyrir aldur fram. Lát hennar bar mjög brátt að og var mikið áfall öll- um þeim sem að henni stóðu. Mig langar hér að minnast hennar með nokkrum orðum. Það er við hæfi að byrja þessi minningarorð á einu af kvæðum El- ísabetar Vormsdóttur heitinnar sem hún orti um mömmu fyrir nokkrum árum. Þú elskulega Ásta, ert öðrum gleðigjafi þitt gullna stóra hjarta það fær ei dulist mér. Mér finnst sem góður andi og styrkur frá þér stafi, þú stendur öðrum framar, það margur veit og sér. Þetta erindi segir svo mikið um það hvernig mamma var. Allir sem hana þekktu vita að hún bjó yfir mikilli manngæsku og var einstaklega greiðvikin, gjafmild og óspör á tíma sinn þegar kom að því að leggja til hjálparhönd. Mamma ólst upp í Minni-Vogum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í Vog- unum bjó hún alla tíð fyrir utan eitt ár sem hún var við nám í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli 1964 til 1965. Það duldist engum að mamma hafði ánægju af dvöl sinni á Staðarfelli og rifjaði hún oft upp það sem hún og skólasystur hennar voru að bralla þar. Mér er minn- isstætt eitt atvik sem hún sagði mér frá, en það var þegar hún tók þátt í því að stífa pils sem héngu uppi til þerris í þvottahúsi skólans, þannig að þau stóðu sjálf. Mamma var hlát- urmild kona og stutt var í grínið og glensið hjá henni, hún hafði gaman af því að vera innan um fólk og var heimilið stundum eins og rútustöð. Yfirleitt sat einhver hjá henni í eld- húsinu, allir voru velkomnir og stundum var maður ekki alveg viss hver var í heimsókn, enda voru þeir sem áttu erindi við hana út af sjopp- unni hiklaust sendir heim á Kirkju- gerðið. Matseld var eitt af því sem vafðist ekki fyrir mömmu og ólumst við krakkarnir upp við það að oftar en ekki var tví- og þríréttað á sunnu- dögum, enda var mamma stórhuga kona, hvort sem um var að ræða matseld eða annað. Sjálfsagt eru margir sem kíma þegar ég segi að allt sem mamma gerði var stórt og mikið. Hún fór ekki auðveldustu leiðirnar í að koma hlutunum í gegn, hún var óhrædd að reyna hlutina og gafst ekki upp svo auðveldlega. Hún kallaði ekki til iðnaðarmenn nema í allra stærstu verkin og hikaði ekki við að taka upp hamar, borvél, brjóta niður veggi, smíða innrétt- ingar eða draga í rafmagn. Það kom þó fyrir að ekki gekk allt upp og eitt skiptið þegar mamma var „rafvirki“ þá neistaði húsið enda á milli þegar hún var að vesenast í rafmagninu þannig að ekki var þor- andi annað en að kalla til einn menntaðan áður en illa færi. Í einni lítilli grein er engan veginn hægt að koma því til skila hvað mamma var stórbrotin og yndislega kona. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með henni og hversu góð hún og Jónas voru við litla drenginn okkar. Alltaf voru þau tilbúin að passa hann og rétta okkur hjálparhönd. Við söknum hennar óendanlega mikið og biðjum góðan Guð að geyma hana. Ég vil ljúka þessum orðum á kvæði eftir Davíð Stefánsson, Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Um leið og ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð um að styrkja ömmu mína og afa og aðra aðstand- endur, þá vil ég fyrir hönd okkur systkinanna þakka fyrir ómetanleg- an stuðning og hlýjar kveðjur sem okkur hafa borist undanfarnar vik- ur. Megi minningin um einstaka konu lifa. Þuríður B. Ægisdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hrönn. Ásta Björk Marteinsdóttir „Elsku góði Guð, viltu láta Önnu ömmu batna,“ heyrðist á hverju kvöldi í ömmu- barni þínu sem hafði fulla trú á að Anna Hafsteinsdóttir ✝ Anna Hafsteins-dóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1958. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 9. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 18. september. þér myndi batna. Þín er svo sárt saknað, við öll eigum erfitt með að trúa því að þú sért farin, kona á besta aldri. Það eru ótal minn- ingar sem koma upp í hvert sinn sem við hugsum um þig. Þær verða geymd- ar í hjarta okkar um ókomna tíð. Elsku Anna, þú varst okkar klettur, okkar hetja. Alltaf var hægt að leita til þín, gafst þér ávallt tíma fyrir okkur og hvað við vorum heppin að eiga heima í sömu götu. Það var ósjaldan að Arnar Kári og Sólveig Anna fóru til þín eftir skóla rétt til þess að fá sér mjólk og kex hjá ömmu. Og oftar en ekki var stoppað í Brekkuskógum 1 eftir annasaman dag til þess að fá sér einn kaffi og ánægjulegt spjall. Þú tókst endalaust vel á móti okkur. Okkur langar að þakka fyrir þann tíma sem þú hefur gefið okk- ur og allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman. Við munum biðja Guð á hverju kvöldi um að hugsa vel um þig. Guð geymi þig. Gunnar, Sigurlaug Arnar Kári og Sólveig Anna.      Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, SIGURBJARGAR BJARNADÓTTUR, Nesgötu 33, Neskaupstað. Starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað þökkum við sérstaka umönnun og góðvild. Megi Guð blessa ykkur öll. Sigríður Sveina Guðjónsdóttir, Geir Guðnason, Guðmundur Albert Guðjónsson, Ásrún Sigurbjartsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Helgi Magnússon, Inga Rósa Guðjónsdóttir, Gísli Eiríksson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn. Við þökkum öllum þeim er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegu eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU EINARSDÓTTUR, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Ólafur Guðbjörnsson, Guðbjörn Steinþór Ólafsson, Ásta María Janthanam, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Kristján Sigurmundsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Oddný Kristinsdóttir, Helgi Þór Ólafsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Einar Örn Kristinsson, Áslaug Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LENU BERG, Hlíðargötu 62, áður til heimilis í Stafholti, Fáskrúðsfirði. Eiríkur Stefánsson, Rúnar Stefánsson, Gestur Stefánsson, Sigurður Stefánsson, Eileen Berg, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sambýlismanns, föður, fóstur- föður, afa og langafa, HALLGRÍMS EINARS AÐALSTEINSSONAR frá Húsavík, Efri Tungu, Örlygshöfn. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild A6 á Landspítala há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi, fyrir einstaklega góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Emma Kristjánsdóttir, Anna K. Hallgrímsdóttir, Elva A. Hallgrímsdóttir, Auður Hallgrímsdóttir, Marinó Thorlacius, Guðrún M. Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Þökkum hlýhug og stuðning vegna andláts og út- farar mömmu okkur, dóttur og systur, SIGURFLJÓÐAR JÓNU HILMARSDÓTTUR. Mega guð og góðir vættir vera með ykkur öllum. Salóme Ás Halldórsdóttir, Rebekka Ás Halldórsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Ingveldur Jenný Jónsdóttir, Hilmar Jakobsson, Sæunn K. Hilmarsdóttir og aðrir aðstandendur. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, VILHELMÍNU INGIBJARGAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Knarrarstíg 1, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2 á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks fyrir einstaka umönnun. Erna Guðbjörg Ingólfsdóttir, Guðmundur Helgason, Ingólfur Örn Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson, Alfreð Guðmundsson og þeirra fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.