Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skógarhlíð - Þóroddsstaðir í Reykjavík Eignin nr. 22 við Skógarhlíð (Þóroddsstaðir) í Reykjavík. Hér er um að ræða þrílyft steinhús sem er skráð fm hjá Fasteignamati ríkisins en er um 400 fm að stærð skv. upplýsingum eigenda. Húsið var upphaflega gamalt býli, steinsteypt 1927. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og virðist vera í góðu ásigkomulagi. Lóðin er 1.397 fm að stærð og eru á henni mörg bílastæði. Húsnæðinu hefur verið breytt í skrifstofuhúsnæði, m.a. hefur lýsing verið stórbætt, lagnastokkar settir meðfram veggjum, raflagnir hafa verið endurnýjaðar o.fl. Nýtt öryggis- og bruna- varnakerfi er í húsinu. Fjöldi skrifstofa er u.þ.b. 12 auk 3ja stórra vinnurýma. Frábær eign sem höfuðstöðvar fyrir t.d. arkitekta, lögfræðistofur, endurskoðendur o.fl. 6116 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Kúabú í fullum rekstri óskast Viðskiptavinur fasteignasölunnar óskar eftir að kaupa kúabú í fullum rekstri hvar sem er á landinu. Um er að ræða ungt fólk úr sveit með fjárhagslega öruggan bakgrunn. Helst er leitað að vel uppbyggðri jörð með framtíðar- ræktunarlandi en aðrir kostir koma til greina. Hafið samband við sölumann í síma 896-4761. Sími 595 9000 Höfum til sölu landspildur og sumarbústaðalóðir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Upplýsingar hjá sölumanni bújarða. Óskum eftir greiðslumarki í mjólk og sauðfé fyrir ákveðna kaupendur, einnig bújörðum í fullum rekstri, svo og hlunnindajörðum hvers konar. Hafið samband við sölumann bújarða. Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða. Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið. Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761. Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvals- þjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Fasteignasalan Hóll - bújarðir / Jón Hólm Stefánsson sími 896 4761. LANDSVIRKJUN birti nýverið skýrsluna „Kárahnjúkavirkjun - Mat á áhættu vegna mannvirkja Endur- skoðun“, LV-2006/054. Skýrslan er yfirgripsmikil en ég tel að hún gefi ekki rétta áhættumynd. Skýrslan fjallar eink- um um mat á bilanatil- vikum sem valdið geta stíflurofi í stíflunum fimm. Þær eru þrjár við Hálslón upp af Jök- uldal: Kárahnjúkas- tífla, Desjarárstífla og Sauðárdalsstífla og tvær á vatnasvæði Lag- arfljóts: Kelduárstífla og Ufsarstífla. Alþjóðleg samtök um stórar stíflur, ICOLD, hafa gefið svo- fellda skilgreiningu á áhættu við stíflugerð í lauslegri þýðingu: Áhætta er mæling annars vegar á líkum á skaðaatburði og hinsvegar mat á hvaða áhrif afleiðingar atburð- arins hafa á líf, heilsu, eigur eða um- hverfi. Á heimsvísu er nú talað um að lík- ur á stíflurofi sé einn hundraðþús- undasti á ári (þessar líkur eru um það bil tíu sinnum hærri en líkur á að farþegaflugvél farist). Í matsskýrslunni eru líkur á stífl- urofi taldar einn hundraðþúsundasti á ári fyrir allar stíflurnar. Ýmsar hættur steðja að stíflum Kárahnjúkavirkjunar (KHV). Svipað og á við stíflur almennt má nefna hættu á stórflóði í aðrennsli, bilun í innviðum stíflunnar (þar með stýri- búnaði), óviðráðanlegum leka úr lóni, afleiðingum sigs jarðlaga vegna þunga lóns og stíflu, afleiðingum jarðhræringa og á skemmd- arverkum. Við þetta bætast íslenskar að- stæður við KHV: Hætta vegna eld- gosa. Hætta á flóðum og jakaburði frá Vatnajökli. Veðrun á Íslandi er margföld á við það sem gerist annars staðar. Enn bætast við frekari hættur fyr- ir stíflurnar við Hálslón t.d. hættur vegna þess að þær eru byggðar á sprungusvæði á þunnri jarðskorpu á flekamörkum. Talið er að farg Háls- lóns og stíflanna og aukinn vatns- þrýstingur geta kallað fram breyttar aðstæður. Fyrir Kára- hnjúkastíflu bætist við hættan á steypu- sprungum í kápunni sem snýr að lóninu. Það eina sem er vitað með vissu um steinsteypu er að það myndast í henni sprungur. Spurningin er hvar, hvenær og hvers eðlis. Sig stífl- unnar svo og veðráttan mun stuðla að sprungu- myndun. Nýverið hafa komið fram alvarlegar skemmdir í tveimur stíflum af svipaðri stærð og gerð og Kárahnjúkastífla. Önnur er stíflan Campos Novos í Brasilíu hin Mohale í Lesótó þar sem Impregilo er að- alverktaki. Gjálp í Vatnajökli gaus árið 1996. Því gosi fylgdi hamfarahlaup til suð- urs með rennsli sem hefur verið met- ið sem 50.000 m3/s. Misgengi í Sauð- arárdal er talið hafa hreyfst fyrir um 4000 árum. Vísbendingar eru um að gosið hafi í Kverkfjöllum um 1200. Talið er að landris vegna bráðnunar jökulsins við gróðurhúsaáhrif geti skapað nýjar hættur á eldgosum eða sprunguvirkni á svæðinu. Mér er til efs að stíflurnar þrjár við Hálslón nái árlegum líkum á stífl- urofi einn hundraðþúsundasti eða minni. Hundrað þúsund ára tíðni á afgerandi náttúruhamförum sem valdið geta stíflurofi virðist vera langur miðað við íslenskar aðstæður. Ég tel að líkurnar verði að minnsta kosti fimm til tíu sinnum hærri. Í öllu falli eru stíflurnar við Hálslón mun líklegri til að rofna en hinar tvær. Aðrennslisgöng frá Hálslóni að stöðvarhúsi eru 40 km löng og liggja um sprungusvæði. Hætta er á að göngin geti laskast og valdið trufl- unum á rafmagnsframleiðslunni. Gjóska getur borist um aðrennsl- isgöng að aflvélum virkjunarinnar og valdið ótímabæru sliti. Í stórgosi í Öskju 1875 var gjóskulagið allt upp í metra þykkt. Áhættumat fyrir að- rennslisgöng og aflvélar vantar í skýrsluna. Áhættumat á stýribúnaði KHV er ekki sett fram í skýrslunni og er þá átt við bæði vél- og hugbúnað. Auk þess sem að ofan greinir tel ég að framsetning áhættumatsins sé óviðunandi og nefni nú dæmi um það. Svo virðist sem Desjarárstífla sé líklegust til að rofna. Stíflan er byggð með flóðvara til þess að taka við ham- faraflóði. Samanlagt tekur yfirfallið á Kárahnjúkastíflu og flóðvarinn við 8-9 þús. m3/s rennsli. Verði rennslið meira (sbr. Gjálp 50 þús. m3/s) mun Desjarárstífla rofna. Að auki er stífl- an byggð á berggangi sem tengir sprungu í basaltinu við eystri enda hennar við sprungur í móberginu við vestari enda. Rofni Desjarárstífla þá verður rennslið úr Hálslóni niður um Desj- arárdal 110 þús. m3/s. Toppur flóðs yrði um 4,5 klst að berast frá stíflu til sjávar. Flóðið mundi gereyðileggja allt sem fyrir yrði. Miðlunareig- inleikar Hálslóns yrðu hverfandi. Raforkuframleiðsla KHV mundi skerðast. Hvaða afleiðingar hefði at- burðurinn á líf, heilsu, eigur og um- hverfi? Þessar upplýsingar liggja hér og þar í matsskýrslunni og sumar bara óbeint. Til dæmis er ekki hægt að sjá á einum stað hvaða kostnaður hlytist af þessum atburði fyrir Landsvirkjun, landeigendur, Vega- gerðina og aðra tjónþola. Það er lágmarks krafa að sett verði fram heildstætt áhættumat fyr- ir hverja einstaka stíflu fyrir sig og svo virkjunina í heild. Matið ætti að setja fram sem áhættufylki (e. risk matrix) sem sýnir tíðniflokka annars vegar og tjónaflokka (líf, heilsu, eig- um og umhverfi) hins vegar. Svona áhættufylki eru notuð m.a. fyrir bor- palla (ISO 17776), rafveitur og járn- brautarkerfi (IEC/ISO 61508). Áhættumati fyrir Kára- hnjúkavirkjun er ábótavant Oddur Benediktsson fjallar um áhættumat og Kárahnjúkavirkjun » Fyrir Kárahnjúkas-tíflu bætist við hætt- an á steypusprungum í kápunni sem snýr að lóninu. Það eina sem er vitað með vissu um steinsteypu er að það myndast í henni sprung- ur. Oddur Benediktsson Höfundur er prófessor í tölv- unarfræði við Háskóla Íslands. WTO viðræður sigldu nýverið í strand. Þar er eflaust um að ræða tímabundið vandamál, ein- hverjir fullstífir á sínu og engin óskastaða, en hvers vegna gerðist það? Ríkisstjórnir flestra þjóða heims vilja standa vörð um sína eigin framleiðslu, mest á sviði land- búnaðar en einnig stórþjóðir um sína eigin iðnaðarvöru. Nema vænn hópur fólks á litlu 300 þús- und íbúa eylandi. Þau segja nú: Látum innlenda landbún- aðarframleiðslu í ná- lægð við heimskauts- baug útí ólgusjó alþjóðaviðskipta. Gefum bændum drag í afturendann. Þeir spjara sig. Gallinn er bara sá að þetta „frelsi“ nær ekki til allra enda. Sam- keppni í verði yrði þá við margstyrktar, niðurgreiddar og jafnvel útflutnings- bættar landbún- aðarvörur á heims- markaði. Þann dag sem ESB og USA hætta eða draga úr styrkjum í landbún- aði getum við rætt í alvöru að breyta verulega tollvernd á mjólkurvörum. Hagstofustjóri talar í eins- mannshópnefndaráliti sínu um skjól til verðhækkana. Bændur hafa víða komið upp skjóli fyrir skæðum vindáttum í högum sín- um en ekki viljandi veitt Baugi eða öðrum skjól. Verslun á Ís- landi hefur einfær hagað álagn- ingu þannig að flestir neyslu- vöruflokkar eru dýrastir á heimsvísu hér á Fróni. Hvað varðar íslenskar landbún- aðarvörur er að lega landsins megin skýring heldur hærri kostnaðar. Einnig sú við- urkennda ágætis regla að á Ís- landi fái vinnandi fólk ákeðin lág- markslaun. Þau sjónarmið að leggja niður tollvernd og hætta stuðningi við landbúnað geta verið góð og gild. Yrði samt sem áður einsdæmi í þessum heimshluta ef af yrði. Þeir miklu frelsisunnendur hér- lendis ættu að skrifa greinar og áköll um slíkt í Economist, Time eða önnur alþjóðleg tímarit. Það væri rétti víðtæki vettvangurinn. Ákvörum um að leggja fyr- irvaralaust eða fyrirvaralítið nið- ur tolla og aðflutningsgjöld af mjólkurvörum hérlendis þýddi skipbrot í öllu rekstri grein- arinnar og að líkindum helmings samdrátt í sölu. Slík myndi gera að engu þá hagræðingu sem þrátt fyrir allt orðið hefur í kúabúskap síðustu ár og m.a. tekið mið af al- þjóðasamningum og vænt- anlegum skuldbind- ingum þeirra. Þessir samningar miða þrátt fyrir allt að minnk- andi stuðningi vest- rænna ríkja við land- búnað í áföngum. Það er fáránlegt að miða landbúnað hér við Nýja Sjáland. Sem dæmi þá mjólka bændur þar kýrnar úti allt árið í opnum bárujárnsskýlum. Beit stendur 365 daga á ári. Allir sann- gjarnir ættu að sjá muninn á tilkostnaði við slíkar aðstæður. Hitt er ósk um að leggja íslenska land- búnað af í núverandi mynd. Það væri heið- arlegra að segja slíkt umbúðalaust. Horfa í augu myndavélar þegar slíkt er sagt eða beina orðum beint til bænda. Verst finnst mér þó sem íslenskum bónda þegar því falska flaggi er veifað að niðurfelling tolla á búvörum sambærilegum og fram- leidd eru hér, bjargi hag heim- ilanna. Hvernig geta örfá prósent í vísitölu gert það? Bent hefur verið á að bjór, brennivín og skór vegi svipað og íslensk búvara. Og vel að merkja, sú íslenska er að- eins brot af úrvali búvöru hér- lendis. Ég óskaði eftir að fá birta grein í Fréttablaðinu í sumar stuttu eftir að grein Jóns Ásgeirs um þessi mál birtist. Því var ekki ansað. Þannig er nú tjáning- arfrelsið þar á bæ. Veit ekki með Morgunblaðið. Þau sjónarmið sem hér eru sett fram ríma ekki við allar ritstjórnargreinar blaðs- ins. Því var slegið fram í leiðara fyrir nokku að niðurfelling tolla væri góð leið til að lækka núver- andi verðbólguskot. Semsagt það má alveg fórna elstu atvinnu- grein þjóðarinnar fyrir tíma- bunda grautarskál. Sláturtíð hef- ur því víðtæka merkingu þessa dagana. Sláturtíð bænda Valdimar Guðjónsson skrifar um íslenskan landbúnað Valdimar Guðjónsson » Verst finnstmér þó sem íslenskum bónda þegar því falska flaggi er veifað að nið- urfelling tolla á búvörum sam- bærilegum og framleidd eru hér, bjargi hag heimilanna. Höfundur er kúabóndi í Gaulverjabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.