Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 50
Kristinn Valur Wiium sölum., s. 896 6913 - Dan V. S. Wiium lögg. fasteignasali, s. 896 4013 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Sími 533 4040 jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., SUÐURLANDSBRAUT - TIL LEIGU Þetta húsnæði (Gym 80) er til leigu frá 1. nóv. nk. Hús- næðið er á tveimur hæðum, alls 623 fm. Bjart húsnæði með mikilli lofthæð á neðri hæð. Góð aðkoma og bílastæði. Hægt að setja tvennar stórar innkeyrsluhurðir á neðri hæð. Leiguverð: 550 þús. á mánuði. Upplýsingar veita Dan V. S. Wiium í s. 896 4013 og Kristinn Wiium í s. 896 6913. lögg. fasteignasali 50 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bolholt 4, Reykjavík (áður Ísleifur Jónsson ehf.) Næsta hús á milli Kauphallar Íslands og Laugavegs 180 Til leigu Eftirtaldir hlutar í húsinu Bolholti 4, Reykjavík, eru til leigu. Verða lausir frá og með 15. október nk. Leigist frá þeim tíma eða eftir samkomulagi. Hægt að skipta hlutun- um upp eftir nánara samkomulagi. Alls er um sex eignarhluta að ræða. 1. Verslunarhúsnæði á 1. hæð austur sem er: 245,4 fm 2. Verslunarhúsnæði á 1. hæð vestur sem er: 170,5 fm 3. Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð austur: 219,5 fm 4. Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð vestur: 186,7 fm 5. Vöruskemma á baklóð, upphituð að hluta: 330,0 fm 6. Skrifstofuhúsnæði á 5. hæð vestur, sem er: 178,6 fm Alls samkvæmt fasteignamati ríkisins 1.330,4 fm Leigist í ofangreindum hlutum eða saman eftir nánara samkomulagi. Allar nánari upplýsingar gefur: Ragnar Aðalsteinsson f.h. Grensás ehf., netfang grensas@isl.is Sími 893 8166 frá 15. okt. til 4. nóv. 2006. Eigandi er erlendis frá 3. okt. til 15. okt. Sími og fax 001-407-249-9425 eða netfang grensas@isl.is Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is Falleg 114,7 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýli. Þrjú góð svefnherbergi með sjónvarps-, tölvu- og símatengi. Gott eldhús, stofa og borðstofa. Útsýni yfir borgina af suðursvölum. Þetta er rúmgóð og falleg eign á rótgrónum stað í Grafarvoginum. Stutt í alla þjónustu. Friðrik S. Baldursson tekur á móti gestum milli kl. 15.00 og 17.00 í dag. Opið hús í Rauðhömrum 5, 112 Grafarvogi Verið velkomin! Stangarhylur – 160 fm til leigu www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Til leigu nýstandsett 160 fm verslunar-/skrifstofuhæð á góðum stað. Húsnæðið er sérlega bjart og með góðum gluggum. Allt nýstandsett, flísar á gólfum, nýtt eldhús og snyrting. Rýmið er ekkert stúkað af og er í dag sem einn salur. Gott aðgengi. Gott auglýsingagildi. Til afhendingar strax. Hagstæð leiga í boði. Upplýsingar veita Ingólfur í s. 896-5222 eða Bárður í s. 896-5221. Sími 588 4477 ÞINGMENN Samfylkingarinnar gengu nýlega í verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og dreifðu til- lögum um lækkun matvælaverðs. Nýjar tillögur Sam- fylkingarnar gera ráð fyrir að leggja niður verndartolla á landbúnaðarvörum strax um helming 1. júlí og fella þá alveg niður að ári liðnu. Með þessu á að lækka matarreikning landsmanna sem auð- vitað er jákvætt. Það sem ekki er nefnt er hvaða áhrif aðgerð sem þessi hefði á bændur. Ljóst er að ef farið yrði að þessum tillögum þá myndi rekstrargrundvöllur fjölda búa og vinnslustöðva bresta. Reynd- ar segjast forystmenni Samfylking- arinnar myndu greiða bændum tímabundinn styrk til þess að lina höggið meðan menn fyndu sér annað að gera. Landbúnaðurinn er nýgenginn í gegnum mikla erfiðleika Ekki eru nema örfá ár síðan land- búnaðurinn gekk í gegnum mikla erfiðleika með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja í úrvinnslu og slátrun. Þessu fylgdi lækkandi verð til bænda og mikið tap fjölda bænda vegna gjaldþrota afurðastöðva. Má segja að þetta hafi verið endahnúturinn á þróun sem staðið hafði í mörg ár. Bændur hafa síðan þá tekið til hjá sér með því að fækka slát- urhúsum, fækka vinnslu- stöðvum og stækka búin. Stóraukinni vöruþróun hefur fylgt aukin sala á síðustu tveim árum. Bjartsýni hefur aukist og margir bændur hafa fjár- fest í stækkun á búum. Ánægjuleg þróun hefur verið í auknum útflutn- ingi þar sem varan hefur selst út á hreinleika. Bændur hafa öðrum þræði verið að undirbúa sig undir að slakað yrði á innflutningshömlum og að opinber stuðningur verið minnkaður. Engum hefði þó dottið í hug að slíkt yrði gert að fullu á tæplega tveim árum. Lífsafkoma heillar stéttar undir Hvaða tilfinningar halda menn að bærist með þeim fjöldamörgu bændafjölskyldum sem hafa verið á síðustu árum að byggja upp bú sín. Byggja ný fjós, kaupa kvóta og yrkja landið. Leggja allt undir til að byggja upp framtíð fyrir sig og sína fjölskyldu. Framtíð þar sem oft er tekist á við kal, vorhret og rigning- arsumur. Hvernig dettur einum stærsta stjórnmálaflokki landsins í hug að afnema það rekstrarumhverfi sem bændafjölskyldur hafa treyst á, á innan við tveim árum. Hvernig dettur mönnum í huga að íslenskur landbúnaður geti tekist á við slíka breytingu á þeim tíma? Tilbúin að fórna íslenskum landbúnaði Augljóst er að Samfylkingin er tilbúin að fórna íslenskum landbún- aði til að kaupa atkvæði við næstu kosningar. Afkomu bænda- fjölskyldnanna á að leggja undir til að koma Samfylkingunni til valda. Þarna skjátlast Samfylkingunni, ís- lendingar eru ekki tilbúnir að fórna landbúnaði sínum þótt það kynni að lækka matarreikninginn um tíma. Afkoma bænda lögð undir Jón Helgi Björnsson fjallar um tillögur Samfylkingarinnar til lækkunar matarverðs » Augljóst er að Sam-fylkingin er tilbúin að fórna íslenskum landbúnaði til að kaupa atkvæði við næstu kosn- ingar. Afkomu bænda- fjölskyldnanna á að leggja undir til að koma Samfylkingunni til valda. Jón Helgi Björnsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og oddviti sjálfstæðismanna í Norð- urþingi. Á ANNAN áratug höfum íbúar við norðanverðan Laufásveg búið við gríðarlegt áreiti, hávaða og um- hverfismengun af völdum mikils fólksfjölda sem safnast saman síðla nætur og fram eftir morgni við leigubílastöð við Lækjargötu. Þarna er s.s. haldin ein allsherjar útihátíð, með öllu því versta sem slíku fylgir hverja einustu helgi. Rétt er að taka fram að leigubíla- stöðinni var á sínum tíma komið þarna fyrir án samráðs við íbúa í nærliggjandi húsum. Því miður er það svo að skemmtana- og drykkjuvenjur Íslendinga eru ekki til mikillar fyrirmyndar. Afleiðing- arnar af staðsetningu leigubíla- stöðvarinnar eru því vægast sagt ömurlegar fyrir okkur sem búum og störfum í næsta nágrenni. Það er rétt að taka fram að það er sjálfsagt að sætta sig við ákveðið áreiti sem fylgir því að búa í borg. En stöðug háreysti, saurgun um- hverfis og beinlínis hættur af völdum ofbeldisverka og spraut- unála sem eru skildar eftir í garð- inum eru að mínu mati langt fyrir utan öll ásættanleg mörk. Enda má vísa til þess að slíkt væri aldr- ei talið ásættanlegt í öðrum mið- borgum Evrópu með sambæri- legum hætti. Staðsetning leigubílastöðv- arinnar og skýlis sem henni fylgir er s.s. við Lækjargötu, við lysti- garð sem í gegnum tíðina hefur verið nefndur bæði Barnagarð- urinn og Mæðragarðurinn. Annars vegar eftir notagildi og hins vegar fallegri styttu (Móðurást e. Nínu Tryggvadóttur) sem þar stendur. En nú hafa fyrir tilviljun borist fregnir af fyrirhuguðum fram- kvæmdum á vegum Reykjavík- urborgar í garðinum. Þar hyggjast borgaryfirvöld koma upp stórri náðhúsbyggingu sem er ætluð drykkjumönnum og næturgöltr- urum borgarinnar og eiga þeir að greiða fyrir aðstöðuna. Ekki hefur farið fram grenndarkynning á þessum áætlunum og er slík vart fyrirhugað. Í huga okkar íbúa hverfisins á Mæðragarðurinn fyrst og fremst að þjóna börnum og fjölskyldu- fólki. Til að mynda mætti setja þarna upp leiktæki (sem voru í garðinum hér áður fyrr), auka að- gengi hans fyrir íbúa borgarinnar og nýta nálægð hans við Tjörnina. Garðurinn getur því einmitt vegna staðsetningarinnar verið skemmti- leg lítil vin í eyðimörk malbiksins. Með því að huga að endurbótum á garðinum til hagsbóta fyrir börn og fjölskyldufólk getur garðurinn því áfram skipað veglegan sess í hugum Reykvíkinga, fremur en að vera náðhús eða athvarf drykkju- rúta og sprautufíkla eins og því miður raunin er í dag. Ég vil því ítrekað leggja til að umræddri leigubílastöð, leigubíla- skýli (og þá væntanlega fyrirhug- uðu náðhúsi) verði fundin ný stað- setning hið snarasta, t.d. við Arnarhól þar sem er hvorki að finna íbúa né rekstur í nánasta umhverfi, og jafnframt að Mæðra- garðurinn verði hafinn til fyrri vegs og virðingar. Krafa mín er að breytingar og þróun borgarinnar snúist um hagsmuni íbúa og rekstraraðila í umræddum hverf- um og að skammtímasjónarmið víki fyrir framsýni. Á þeim stutta tíma sem nýtt fólk hefur verið við stjórnvölinn í Reykjavík hefur ýmislegt breyst til betri vegar og vonandi verður framhald á því góða starfi. Rétt er að taka fram að undirrituð reyndi ítrekað að ljá máls á þessu við fyrri valdhafa í Reykjavík en með vægast sagt litlum árangri. Það er því einlæg von mín að ný og öflug borgarstjórn Reykjavíkur taki þessu erindi mínu vel og umrædd- ur lystigarður verði reistur til fyrri vegs og virðingar. Með ósk um skjót og skýr svör um fram- vindu málsins. Virðingarfyllst, HELGA Þ. STEPHENSEN, leikari og íbúi á Laufásvegi 4a. Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Frá Helgu Þ. Stephensen: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.