Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Stærð: 4 hektarar Fjöldi herbergja: 4 Byggingarár: 1985 Brunabótamat: 18.890.000 Bílskúr: Bátaskýli Eldvík Þingvallavatn RE/MAX kynnir einstaka náttúruperlu við Þingvallavatn. Erum með í sölu fallegt sumarhús, 92,7 fm. ásamt 29,8 fm. bátaskýli á stórkostlegum stað í Eldvík við Þingvallavatn í landi Nesjavalla. Hér er um að ræða virkilega gott tækifæri til að eignast góðan bústað í stóru landi, eða 4 hektara lóð sem gefur kost á miklu næði. Bústaðurinn stendur í fallegu náttúrulega grónu landi þar sem takast skemmtilega á mosavaxið hraun, lyng og trjágróður og Þingvallavatn. Eldvík er einn aflasælasti silungsveiðistaður við vatnið og fylgir kaupunum veiðiréttur í vatninu með tveim stöngum. Strandlengjan vatnsins sem fylgir bústaðnum er um 180 m. en almennar reglur um umgengni fylgja þó strandlengjunni. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Jónsson sölufulltrúi í GSM síma 892 3330 og er eignin sýnd í samráði við sölufulltrúa. Baldvin Sölufulltrúi 892 3330 baldvin@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 822 3702 gv@remax.is Þórarinn Jónsson hdl. lögg. fasteignasaliLIND Náttúruperla við Þingvallavatn SVÆÐIÐ umhverfis Norðurpólinn er sérlega næmt fyrir hvers kyns veð- urfarsbreytingum. Sérstaklega haf- ísbreiðan sem endurkastar nær öllu sólarljósi sem á hann fellur seint á vorin og sumrin, en nýttist annars til upphitunar, væri Íshaf- ið íslaust. Undanfarna daga og vikur hefur verið greint frá því að íshellan í Norður- Íshafinu sé minni þetta haustið en nokkru sinni áður. Reyndar eru áhöld um hvort út- breiðslan hafi verið enn minni í fyrra. Hækk- andi hitastig bæði lofts og sjávar sem veldur bráðnun hafíssins. Dag- leg gervitunglagögn gera mönnum kleift að mæla íshelluna með nægjanlegri ná- kvæmni. Slík gögn eru aðgengileg frá árinu 1978 og síðan þá hefur ís- útbreiðslan að vetrinum minnkað um 10% og meira að sumrinu eða um 25%. Daninn Leif Toudal Pedersen sem fengist hefur við athuganir og rannsóknir á hafís norðurslóða sýndi á loftslagsráðstefnunni í Reykjavík í síðustu viku nýjar myndir þar sem sást að síðla sumars hefðu opnast margar og stórar vakir á hafsvæðinu norðaustur af Svalbarða. Þær vakir hefðu t.a.m. ekki komið fram í fyrra. Það er þó þekkt að sögn Pedersen að vakir geti náð allt til Norðurpólsins í lok sumars. Myndin sem er byggð á gervitunglagögnum 24. ágúst sl. sýnir glöggt hvað um stórt svæði er að ræða og eru útlínur Bretlandseyja sýndar til viðmiðunar. Þá gerðist það einnig nú síðsumars að gríðarlega stór vök opnaðist í svokölluðu Beufor- thafi sem er sá hluti Íshafsins sem er norður af Alaska. Ýmsir hafa staldrað við þá stuttu sögu athugana sem fjarkönnunin nái til og tímaskeiðið frá 1978 sé of stutt til víðtækra ályktana um veðurfars- breytingar. Undir það má vissulega taka, ekki síst ef það er haft í huga að næstu 20 árin eða svo þar á undan hafa menn greinargóða vitneskju um talsvert meiri útbreiðslu íss en síðar varð. Eins á þeim árum hafi íshellan a.m.k. á sumum stöðum verið all- miklu þykkari að vetrinum en nú er. Með réttu má segja að ís sem berst til suðurs á hafsvæðin norðan Íslands síðla vetrar með Aust- ur-Grænlands- straumnum geti verið mælikvarði á hafíísbú- skap norðurhjarans í heild sinni ásamt því hversu langt ístungan nær suður með austur- strönd Grænlands þeg- ar hún er í lágmarki í september. Þann ís sem berst þessa leið um Framsund milli Græn- lands og Svalbarða má alveg líta á sem nokkurs konar yfirfall Norður- Íshafsins. Síðustu þrjú til fjögur árin hefur sáralítill ís verið með Austur- Grænlandi í lok sumars og minni en menn þekkja áður til í sögunni. Norskir selfangarar lögðu til upplýs- ingar um ísjaðarinn við Austur- Grænland síðsumars flest árin frá því fyrir miðja nítjándu öldina. Þær at- huganir sem þannig fengust frá ferð- um selveiðimanna um norðurhöf eru ómetanlegar og gera samanburð meira en 150 ár aftur í tímann mögu- legan. Það er þekkt að á árunum um og fyrir 1940 hafi ísinn í Norður- Íshafinu einnig verið með minna móti, enda hlýtt tímabil á norð- urslóðum, rétt eins og nú. En geta menn þá ályktað sem svo að hlýnun sú sem lesa má úr minnkandi haf- íssútbreiðslu hafi ekki orðið með álíka hætti áður? Flest bendir til þess að um einstæðan atburð sé að ræða a.m.k. síðustu 200 til 300 árin. Tvennt styður einkum þá ályktun. Í fyrsta lagi vita menn ekki um jafnlítinn ís síðla sumars með Austur-Grænlandi sem aftur er í samhengi við minni þykkt íssins þannig að stærri og stærri hafsvæði verða íslaus í Norð- ur-Íshafinu hvert sumar. Tveggja til þriggja metra þykkur ís er ævinlega nokkurra ára gamall og það er ein- mitt ís af þeirri gerð sem lifir af sum- arbráðnunina ef svo mætti segja. Í annan stað hefur ekki verið jafnlítið um hafískomur hingað til lands í tvær til þrjár aldir og síðustu fimmtán til tuttugu árin eða svo. Í því sambandi má nefna hlýju árin um 1940. Þrátt fyrir gott árferði var þó nokkur ís norður af landinu að vor- og sum- arlagi árin 1942 til 1946. Í mismiklum mæli þó, en öll árin varð hans a.m.k. vart. Þessi ár eru stundum meðal veðurfræðinga kölluð hafísárin hin minni. Með hækkandi hitastigi allra síðustu árin hefur hafísinn jafnframt lengst af verið afar lítill norðurundan. Undantekningin er hafíshroðinn við Grímsey og Hornbjarg í mars á síð- asta ári (2005) en hann var af nokkuð öðrum toga, þar sem óvenjulega þrá- látir suðvestanvindar báru hann að landi um skamma hríð. Fróðlegt verður fylgjast með þró- uninni komandi vetur og næsta sum- ar, ekki síst út frá ályktunum vísinda- manna um ört minnkandi umfang gamalíss sem, þegar allt kemur til alls, viðheldur Norðurskautsísnum á milli ára. Haldi hann áfram að minnka á næstu árum mun sú breyt- ing hafa verulega mikil áhrif á varma- hag norðurhjarans í átt til enn frekari hlýnunar. Um það er ekki deilt. Óyggjandi vísbendingar um veðurfarsbreytingar Einar Sveinbjörnsson fjallar um veðurfarsbreytingar »Fróðlegt verður aðfylgjast með þróun- inni komandi vetur og næsta sumar, ekki síst út frá ályktunum vísinda- manna um ört minnkandi umfang gamalíss sem, þegar allt kemur til alls, viðheldur Norðurskauts- ísnum á milli ára. Einar Sveinbjörnsson Höfundur er veðurfræðingur og að- stoðarmaður umhverfisráðherra. SEM kjörinn fulltrúi Reykvíkinga í borgarstjórn hef ég ekkert með málefni Héraðsdóms að gera, og reyndar ekki Barnahúss heldur. En þar sem ég hef gefið kost á mér til að fylgja eftir góðum málum til hagsbóta fyrir Reykvíkinga get ég ekki á mér setið og lýst furðu á þeirri deilu sem nú geisar um réttmæti Barnahúss. Dómarar utan Reykjavíkur nota sér almennt þjónustu Barnahúss þegar tekin er skýrsla um mál sem snerta kynferðislega misnotkun eða of- beldi, en börn í Reykjavík fá ekki notið þess ,,barn- væna umhverfis“ sem húsið býður uppá vegna andstöðu Hér- aðsdóms Reykjavík- ur. Hefur þó Hæsti- réttur fellt úrskurð um að Barnahús fullnægi öllum kröfum. Dómstólaráð hefur lagt blessun sína yfir húsið. Hug- myndafræðin að baki Barnahúss er margverðlaunuð erlendis og þykir til eftirbreytni. Þá er mik- ilvægt að hafa í huga þá forsögu sem Barnahús á, en stofnun þess leiddi af því ástandi gagnvart börnum sem talin voru fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis og voru yfirvöldum landsins ekki til sóma. Það ástand var ekki ,,hlutlaust“ gagnvart fórnarlambinu, en Barnahús er leiðrétt- ing þess ranglætis og viðurkennt sem slíkt. Samt vill Héraðs- dómur Reykjavíkur ekki nota það og hefur ekki fært haldbær rök fyrir, sem sjá má af því að allsherjarnefnd Al- þingis vill kalla full- trúa dómsins fyrir sig til að kryfja málið. Ekki hefur verið sýnt fram á nein lagaleg rök gegn Barnahúsi, en komi í ljós gallar á núgildandi lögum hvað annað varðar og snert- ir þessi mál þarf auð- vitað að laga þá. Og styrkja stöðu Barna- húss um leið. Hitt er að sönnu brýnt að þessi togstreita sem öllu grandvöru fólki virðist fáránleg hætti. Reykvísk börn eiga rétt á því besta sem hægt er að bjóða uppá við krefj- andi aðstæður, ekki síður en önnur börn landsins. Svo einfalt er það og ekkert annað getur komið til greina. Hvers vegna frá reykvísk börn ekki skjól í Barnahúsi? Stefán Jón Hafstein fjallar um reykvísk börn og Barnahús Stefán Jón Hafstein »Ekki hefurverið sýnt fram á nein lagaleg rök gegn Barnahúsi, en komi í ljós gallar á núgild- andi lögum hvað annað varðar og snertir þessi mál þarf auðvit- að að laga þá. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Sagt var: Honum var orðið það afhuga. RÉTT VÆRI: Hann var orðinn því afhuga. Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.