Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 36
við manninn mælt 36 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Nú styttist í haustið. Þanntíma þegar blöðin fallalogandi af trjánum, rað-ast í bækur og hrannast upp í litskrúðuga stafla á tilboði í Hagkaup og Bónus. Eftir að hafa fengist við það í átta ár að taka þátt í að velja úr flóðinu skáldskap til að keppa um Bókmenntaverðlaun Norðurlanda og loks tekist að koma þeim þangað sem þau eiga heima get ég um frjálst höfuð strokið. Og farið að velta fyrir mér flórunni. Það er athyglisvert hvernig fag- urbókmenntir og þá sérstaklega skáldsögur í þeim flokki eru að þróast þessi misserin. Hin tilfinn- ingalega grípandi frásögn með sterkri persónusköpun er augljós- lega á undanhaldi. Í staðinn er mikið um tilraunir með form, nálgun og frásagnaraðferð. Höfundar leika sér með samspil skáldskapar og veru- leika, samspil skáldskapar við annan skáldskap og fleira í þeim dúr. Úr þessu verður oft eitthvað sem virðist frumlegt og ferskt og fer vel í akademíska umfjallendur. Enda eru þeir allir með BA í bókmenntafræði og fá með þessum verkum kærkomið tækifæri til að láta ljós sitt skína í gáfulegum og nánast klínískum út- listunum og til að setja fram áhuga- verðar túlkunarpælingar og mæla fram einu orðin sem hafa gert gagn- rýnanda ódauðlegan á Íslandi: „Loksins, loksins.“ Þetta er þó auðvitað ekki nýtt. Sí- felld endurnýjun er allri list nauð- synleg og í viðleitni sinni til að tjá sig um samtíma sinn, sem ætíð er flók- inn og illskiljanlegur þeim sem stendur í honum miðjum, er lista- mönnum einatt nauðsynlegt að skapa ný verkfæri og kanna áhrifa- mátt þeirra og notagildi. Um leið og pendúll aðferðanna sveiflast í átt til hins pælda og frá hinu tilfinningalega gerist það líka að fagurbókmenntirnar fjarlægjast alþýðu manna og verða í æ ríkara mæli einskær viðfangsefni og áhuga- mál háskólakennara. Því pælingar eru konkret og auðvelt að rökræða þær. Tilfinningar eru hins vegar ein- staklingsbundnar og rekast illa í fræðimennsku. En góðar sögur halda sífellt vin- sældum. Þótt sagnaþulir fornaldar, sem háir og lágir, ungir og aldnir hlýddu hugfangnir á, séu horfnir eiga þeir sína arftaka. Sagnamenn sem ná að fanga hjörtu lesenda með áhrifamiklum og spennandi frásögn- um um örlög manna, gerðir þeirra og misgerðir. Þar vegast á, líkt og í önd- verðu, gott og illt, rétt og rangt. Sagnamennirnir ná til okkar allra, hvort sem við erum með BA-próf í bókmenntafræði eða ekki. Á undanhaldi sínu að undanförnu hefur hin grípandi frásögn, sem löngum hefur staðið sterkt með ís- lenskri þjóð, leitað skjóls á nýjum stöðum, eins og í skáldævisögum og ferðasögum, en þó fyrst og fremst í glæpasögum. Og þar á hún líka greinilega heima að mati bók- menntafræðinganna sem guðsbless- að hafa nánast hverja einustu bók í þessum flokki hin síðustu ár, enda ekki hægt að vera í gáfumannastell- ingum alveg 24/7 eins og það heitir á nútímamáli. Sagnaþulir nútímans eru sem sé ekki endilega í hópi gæðastimplaðra fagurbókmenntahöfunda. Þeir eru fremur höfundar glæpasagna og stöku örlagasagna. Fyrirferðar- mestir á heimsvísu eru þó að sjálf- sögðu handritshöfundar kvikmynda og sjónvarpsþátta, sem við höfum jú sem kunnugt er sorglega lítið af að segja hér á landi, nema sem erlend- um tíðindamönnum. Sama þróun hefur átt sér stað í leikhúsinu. Þar tíðkast nú að skapa leiksýningar, fremur en að sviðsetja leikrit. Sýningarnar eru gjarnan ein- hvers konar sjónræn raðfullnæging, yfirfullar af leiftrandi sviðslausnum og fídusum, en þegar upp er staðið eftir agndofa klappið situr fátt eftir annað en óljós minning um eitthvert músíkvídeó. En það er engin ástæða til að ör- vænta fyrir þá lesendur eða leikhús- gesti sem þyrstir í sögur sem geta í alvöru kallast á við helstu verk Hall- dórs Laxness eða Shakespeares. Það er nefnilega þannig að þegar aðferðapendúll bókmenntanna er í nákvæmlega miðri sveiflu, mitt á milli skynjunar og skilnings, milli hjarta og huga, nær hann fullkomnu jafnvægi eitt andartak og vegur ein- mitt í þeirri andrá nógu þungt til að fanga tímann með öllu sem honum tilheyrir í einu tifi og breyta því í „ei- líbbð“. Hinar bestu bækur og leikrit geyma einmitt slíkt tif. Örfá nærtæk dæmi: Allar helstu bækur Halldórs Laxness, Þorpið, Eyja-þríleikurinn, Englar alheimsins, Skugga-Baldur, Brim. Skáld án sögu, sýning án skálds HUGSAÐ UPPHÁTT Sveinbjörn I. Baldvinsson K ristján á Minna-Núpi er lítið gefinn fyrir að ræða um mannfólkið. Þó kjaftar á honum hver tuska þegar gestir koma í heimsókn. Hann segist engan áhuga hafa á búskap. Þó hanga viðurkenningar á eldhúsveggnum fyrir bústörf. Eiginlega hefur hann mest gaman af dýrum. Þó er aðeins ein skepna eftir á bænum – íslenski hundurinn Kolur. Og hann leggur ekkert upp úr draumum en breytir samt eftir þeim. Þegar lagt var rafmagn að bænum árið 1960 vildi Kristján láta reka tvo staurana í Skiphól til að þeir spilltu ekki nytjabletti við bæinn. – Svo ætla ég að slá túnið við hólinn og er tilbúinn um miðjan dag en þá koma gestir. Þeg- ar þeir fara koma aðrir gestir og þannig gengur þetta fram undir miðnætti. Þá fer ég að slá og þarf að fara framhjá hólnum í hverjum hring en þá er það einkennilegt að kuldahrollur fer um mig og mér líður illa. Eftir fjóra hringi fer ég heim að sofa og fer aftur út sex um morguninn. Þá gengur allt vel. Seinna dreymir mig að ég er staddur við þennan hól, þá er þar falleg kona og án þess að yrða á hana skynja ég að hún er afskaplega döp- ur. Nokkrum dögum síðar dreymir mig ná- kvæmlega sama draum. Ég fór að hugsa ým- islegt, en það gleymdist í dagsins önn. Nokkru síðar dreymir mig að það ganga tvö börn upp kálgarðinn frá hólnum. Mér sýnist þau vera drengur og stúlka, ákaflega falleg og eins í öll- um háttum. Ég yrði á þau og spyr hvert þau séu að fara, þá segja þau: „Við erum að flýja hól- inn.“ Þá vakna ég, set alla þessa atburði í sam- hengi og hugsa undir eins að það skuli aldrei fara staur í þennan hól svo framarlega sem ég fái því afstýrt. Ég spyr svo verkstjórann sem vildi fá að vita af hverju og var fast að kveðið. Ég segi það vera í sambandi við draum. Þá svaraði hann innilega að það væri sjálfsagt. Mér hefur aldrei liðið betur en einmitt þá og vona að hóllinn fái að vera í friði og óáreittur. Skiphóll er eins og bátur í laginu og laut ofan í hann eins og báturinn hafi fallið saman. Í norð- anverðum hólnum mótar fyrir dyrum og ímynd- ar Kristján sér að þar hafi verið kofi. Í lautinni skrifaði Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi bækur sínar og einnig uppi í brekku hjá stórum steini. Hann var afabróðir Margrétar Ámunda- dóttur, eiginkonu Kristjáns, sem er á sjúkra- húsi þegar blaðamann ber að garði. Það sprakk bein uppi við axlarlið á hægri hendi. En þó að bústýran sé fjarri góðu gamni er heitt á könnunni á Minna-Núpi, því hún á tví- burasystur. Guðbjörg ruglar hárinu á Kristjáni og segir hlæjandi: – Þessi er ekkert sköllóttur þótt hann sé 87 ára! Síðan reiðir hún fram kaffi og meðlæti. Kristján fæddist á Görðum í Kolbeins- staðahreppi á Snæfellsnesi árið 1919, sex ára fluttist hann að Bílduhóli á Skógarströnd og ólst þar upp fram yfir fermingu, þá fór hann að heiman og sá fyrir sér upp frá því. Kristján er næstyngstur átta systkina og þetta var því barnmargt heimili. Og það voru ekki bara börn- in sem léku sér í túninu á Bílduhóli. Við fjallið Kastala mátti ekki vera með jarðrask eða sóða- skap til að stugga ekki við huldufólkinu. – Þarna vorum við með búskap, kjálka og leggi, og tilheyrði að vera með rétt, þar sem steinum var raðað í almenning og dilka. En við urðum vör við vágest, því steinn var alltaf horf- inn úr réttinni á morgnana. Við kenndum huldu- fólkinu um og eftir að við fluttum réttina af grasi yfir á bjarghellur skammt frá hvarf aldrei steinn. Og meira kvað að huldufólkinu. – Eitt sinn lögðum við eyrað að Kastalanum og heyrðum barnsgrát. Við fundum líka kaffi- brennslulykt, þó ekki væri verið að brenna kaffi á Bílduhóli, og sáum ljós vestan í Kastalanum, án þess að athuga það frekar. Kannski var það kjarkleysi, segir hann og brosir. En þetta var friðhelgur staður. Ég er alinn upp við þessa trú og man að foreldrar mínir og eldri systkini fóru út með kertaljós á gamlárskvöld til að lýsa huldufólkinu sem flutti búferlum. Móðir Kristjáns var berklasjúklingur, bjó mest á Vífilsstöðum og lést þegar hann var ell- efu ára. – Ég var sjö ára þegar yngsti bróðir minn fæddist og hún átti lítil samskipti við hann, var sjaldan heima og hélt honum frá sér vegna veikindanna. Systir mín lést úr berklum ári síð- ar og annar bróðir minn eftir það. Talið var að ég hefði tekið bakteríuna heilbrigða þegar ég var lítill. Ég var mikið innan um berkla og réð mig meira að segja á berklaheimili. Konan á næsta bæ taldi mig hálfgerðan asna fyrir vikið, en ég sagði að þetta ekki granda mér, því ég tæki ekki berkla. Það stóðst. – Það hefur verið sárt að missa móður sína ungur? – Í þá daga þegar fólk fór í jörðina fann mað- ur styrk í því að það væri ekki farið, heldur væri það hjá manni samt, segir Kristján. Svo breytist það með aldrinum og maður hugsar öðruvísi. – Og missir barnstrúna? – Hún er kannski á bakvið hjá manni. Faðir Kristjáns var brjóstveikur, með full- orðna ráðskonu og því ekki mikill búskapur. – Við vorum með nokkrar kindur og ég heyj- aði fyrir þeim á sumrin meðan ég var að komast að fermingu. Veislan var ekki stór þegar ég fermdist. Ég fór á hesti til kirkjunnar og þegar ég kom heim fékk ég heitar pönnukökur. Það voru engir gestir en ég fékk 30 krónur í ferm- ingargjöf frá móðurbróður mínum, séra Þor- steini í Sauðlauksdal. Það þykir ekki há upp- hæð í dag en ég reiknaði út að gamni mínu að það dugði fyrir fimm lömbum í þá daga. Í dag jafngildir það því 30 þúsund krónum! Guðbjörg stenst ekki mátið og grípur inn í: – Við systurnar erum 81 árs og þegar við fermdumst fengum við 74 krónur, sem þótti af- ar mikið, og fengum að kaupa okkur skó sem kostuðu 20 krónur. Rútubílstjórinn keypti þá fyrir okkur. Við fengum líka hnakka og beisli frá pabba og mömmu, en fyrir var aðeins einn hnakkur á bænum. Þær systur eru eineggja og mjög nánar. – Við eigum engin systkin og þá er það enn skýrara – við erum gjörsamlega einn maður. Kristján blaðar í hugsunum sínum á hand- skrifuðum blöðum sem hann dregur úr brúnni tösku. Þar eru dýrmætar minningar, allt frá- sagnir af dýrum, af móðurlausu lambi og kurri í hestum sem þekktu fótatak Ámunda bónda. Um leið verður skiljanlegt að í stofunni séu eft- irmyndir af hundum, hestum og hönum og að í eldhúsinu sé uppstoppaður minkur. – Þetta er fimmtugasti minkurinn sem ég drap, segir hann. Ég er hættur að drepa þá, því ég hef ekki heilsu til að líta eftir þeim á hverj- um degi og finnst leiðinlegt ef þeir drepast í gildrunni. Þannig er því farið. Þó að andinn sé frjáls, þá eru fæturnir farnir að gefa sig. – Nú er svo komið að ég fer á traktor milli fjóss og bæjar. Allt er að verða lúið og slitið. Enda er ég hissa á fólki sem er sprelllifandi yfir hundrað. Það rifjast upp saga af krumma sem hafði vetursetu á Minna-Núpi. Kristján gaf honum á matarbretti sem fest var á hliðstaur. Tókst með þeim góður vinskapur. Um sumarmál var gjöf- inni hætt og eftir að sauðburður hófst kom Kristján að á sem hafði nýlega borið. – Annað lambið stóð montið við hlið móður sinnar en hitt lá lifandi á túninu; krummi hafði rifið gat á kviðinn og dregið garnir þess vítt um túnið. Mitt fyrsta verk var að aflífa lambið og skamma krumma, sem sat skammt frá. Ég vissi hvar hreiður hans var í Núpnum og náði í hrífu til þess að krækja í hreiðrið. En þó að gangan væri ekki löng skipti ég um skoðun og hugsaði með mér að ef einhver ætti sökótt við mig og vildi hefna sín á mér þætti mér verst ef hann léti það bitna á börnunum mínum. Ég stakk því hrífunni í sprungu í klettinum sem hreiðrið var á, hengdi ljósan vinnusloppinn á hrífuna og fór heim. Daginn eftir hafði krummi flutt hreiðrið yfir í hinn endann á allstóru klettabelti. Og daginn þar á eftir var ég ríðandi að gá að ánum og krummi fylgdi mér eftir, tyllti sér á þúfur ann- að slagið. Svo kemur að því að hann sest á hól og gefur frá sér sérkennileg hljóð, ekki krunk. Þegar ég hélt áfram sat hann kyrr og gaf áfram frá sér hljóðin. Ég sneri við og fann á liggjandi á hólnum með sóttina en hún gat ekki borið, þó að hausinn á lambinu væri kominn út. Lambið var lifandi en hausinn stokkbólginn og ég gat bjargað því. Síðan kom annað lamb á eftir því. Þá var krummi farinn og ég sá hann ekki meira þann daginn. Eftir stutta kúnstpásu bætir hann við: – Maður gleymir ekki svona lífsreynslu. Þegar fólk fór í jörðina Morgunblaðið/Golli Sögumaður Kristján á Minna-Núpi fékk heitar pönnukökur og 30 krónur þegar hann fermdist. Pétur Blöndal ræðir við Kristján H. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.